Vísir


Vísir - 17.10.1966, Qupperneq 15

Vísir - 17.10.1966, Qupperneq 15
V í S IR . Mánudagur 17. október 1966. — Já, viö erum hérna við Gladys. Opnaöu fyrir okkur, — er ekki lykillinn þarna? — Jú, en — ykkur líður vel? Bíðið andartak! Rödd hans hljómaöi annarlega. — Nei, við getum ekki beðið, hvaö er að? En hann var horfinn, farinn og þær urðu að sætta sig við að bíða. — Ó, ég er svo hrædd, svo hrædd, sagði Gladys og hjúfraði sig að henni. — Það er ég líka, Gladys, svaraðj hún, en þetta er þó betra? — Ó, ég veit það ekki, svaraöi Gladys. Og þeér sátu áfram í myrkrinir og biöu þess að dymar opnuðust. hjörtu, sem voru oi'ðin köld, ef þau hittust svona í myrkri á kaldri nótt — þá hlyti ást að vakna eða endurvakna. — Já, sagði hún að lokum ... og i byrjun geðjaðist mér ekki að yöur Gladys en nú geri ég það. — Og ég hataði yður fyrst, sagði Gladys í ákafri einlægni, en það er fiðið, megið þér trúa. Og svo bætti hún við eftir dá- litla þögn. — Kannski hataði ég yður ekki, en ég var — hrædd. — Hrædd? Margaret hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hún þóttist skilja hvaö Gladys átti við. Undir eins og þetta orð var kom ið yfir varir hennar skildi Marga- ret til fulls hvað Gladys átti við. Sjálf hafði hún haft sínar áhyggj- ur út af Penderel vegna kaldhæönis afstöðu hans til lífsins og svartsýn- is hans — en þetta hafði einnig dregið fram eitthvað úr hugskotum Philips, sem áður hafði verið þar vandlega geymt — og þetta hafði orðið til þess að hún fékk hatur á honum. Svona voru menn að kýta og ýtast á og eyðilögðu fyrir sér alla lffsgleði með því. — Já, ég var virkilega hrædd, sagði Gladys, og allt átti sinn þátt í því, hvemig þér klædduð yður, hvemig þér genguð — og töluðuð. Mér fannst að þér lituð niður á mig, en þetta tilheyrir því liðna. Erum við konumar ekki nógu kjánalegar í framkomu okkar hvor gagnvart annarri, þótt við séum ekki... Hún lauk ekki við setninguna og Margaret fór aftur að hugsa um hvað gerzt hafði. — Ég heyri alltaf einhvern há- vaða, sagði hún. Ég er viss um, að eitthvað er að gerast, en hvað er það? En hávaðinn jóks og þær grun- aði það versta: Að Penderel væri að beriast við hinn brjálaða upp á líf og dauða. Og enn um stund barst þessi há- vaöi að eyrum þeirra og loks þungt hljóð eins og mannslíkami hefði dottið niður og það kom eins og angistarvein frá Gladysi og Marga- ret, sem hafði tekið utan um hana fann hvernig allan mátt dró úr henni og hún hné í ómegin við fæt- ur hennar. Og Margaret kraup á kné hjá henni og stumraði yfir henni og reyndi að hugga hana og geröi það eins og húri væri lítið bam. Gladys róaðist fljótt og hún fór aftur að tala um alla heima og geima, heimskulegar hugsanir urðu að fá framrás, þá leið henni betur. — Við höfum komið okkur sam- an um að ná í litla íbúð mjög litla og ódýra og hún átti að vera hátt uppi — en þér gætuð víst ekki hugsað yður neitt slíkt — Við Philip höfum ekki mikið umleikis, sagði Margaret.. . þegar við byrjuðum, en viö vorum glöð. — Ég hefði ekki getað afrekað neitt, en ég hefði getað haldið öllu á floti, og ég sagði líka við hann, að það nægði — þá væri ég ánægð. Ég hef annars átt margar glaðar stundir — en ekki í seinni tíð. Þótt við hefðum rifizt dálítið þá hefði það bara skerpt kærleik ann. Mönnum getur annars stund- um orðið hált á svellinu, en ekki með honum. Við hefðum bæði náð fótfestu ... ég mundi að minnsta kosti... — Ætli ekki þannig, greip Glad ys fram í fyrir henni, það er eins og brostið hafi f yður strengur Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. — Og það fannst mér gerast áð- an, þegar ... Þér heyröuð það. — Nei, nei, þetta er tóm vit- leysa. Við vitum ekkert hvað hefur gerzt. Þetta er bara eftirvæntingin þenslan, óvissan, sem fer svona með okkur, fær mann til þess að hörfa, hætta að berjast. Við megum ekki láta það sem gerist í þessu herjans húsi svipta okkur öllu skyn samlegu viti. Það er það, sem verið er að reyna, en við megum ekki láta þaö gerast. Við skulum aðhaf- ast eitthvað — lemja á hurðina. — Ég var búin að reyna það, sagöi Gladys. Það er víst enginn til þess að opna fyrir okkur. — O, segið þetta ekki, það hljóm- ar svo hræðilega. ! Margaret fór að lemja á hurðina, | en hætti' því brátt. — Kannski ég hætti, sagði hún S — hún hafði farið að hugsa um, j að brjálaði maðurinn kynni að sitja í stiganum eða standa þarna ein- hvers staðar og ef hann heyröi lamið á hurðina að innanverðu frá kynni hann að koma til að opna. Hún lét hendur falla í skaut sér og gerði sér grein fyrir, að ef Phil- ip kæmi ekki bráðlega mundi hún bugast gersamlega. — Mér finnst ég heyra eitthvað, sagði Gladys. Ég þóttist heyra mannamál. — Já, ég heyri til Philips, sagöi 1 Margaret fagnandi, er hún líka hafði hlustaö. Ég er viss um það, og nú fór hún að lemja á huröina af kappi. Svo hlustaði hún aftur og sagði svo: — Já, það er Philip, þá verður allt gott aftur. — Ert það þú, Margaret? spurði Philip utan dyranna. 15. KAPÍTULI Loks leið þessi hörmunganótt. Philip varð fyrstur var við dagskím una. Hann var hinn eini, sem var vakandi. Hann sat í stól með Mar- garet í fanginu. Hann var vaknað- ur fyrir góðri stundu og hugurinn hafði flogið víða. Fyrst minntist hann atburða næturinnar, átakanna við Morgan, í forstofunni, göngun- um og loks í eldhúsinu, en honum lyktaði með að þeim tókst að binda Morgan og koma honum niður í kjallara og loka hann þar inni. Og svo minntist hann hins furðu- lega rifrildis við Rebekku Femm, sem vildi ekki afhenda lykilinn að göngunum, og urðu þeir að lokum aö taka hann af henni með valdi, en þar fundu þeir lík þeirra beggja. Penderel hafði hálsbrotnað í átök- unum, en hvemig dauða Sauls hafði borið að höndum vissu þeir ekki, ef til vill var um hjartabilun að ræða eftir átökin. Og hann minnt- ist brottflutnings líkanna og hvem- ig þær helltu sér yfir Rebekku Fémm. Margaret og Gladýs, er opn að hafði verið fyrir þeim. Aðeins þrjár stundir voru liðnar *frá því öllu þessu lauk og hann reyndi nú að horfa fram. Hann hafði nær ekk- ert sofiö, hann hafði haft meira en nóg að gera að hughreysta Marg- aret og riú svaf hún. Ekki langt frá svaf Sir William f hæginda stól. Hann hafði staðið sig vel, og hvað sem um hann mátti segja, hugrekki skorti hann ekki, og þaö sem ekki var minna um vert, hann hafði komið fram af furðulegri hlýju og nærgætni við Gladys, þeg- ar hún þurfti mest á þvf aö halda. Philip horfði á hvemig gráa ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSplasti: Format innréttingar bjóða upp ó annaS hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki og borSplata sér- smíðuð. Eldhúsið fasst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af cldhús- inu og við skipulcggjum cldhúsið samstundis og gcrum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hœg- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra grciðsluskilmóla og /fN-. lækkið byggingakostnaðinn. Ss!*ftveki HÚS & SKIP hf. LAUGAVCGI II . SIMI XISIS inn^ kóngur. Kerchak og var orðin Pað er ekki hægt að hugsa sér gerð um áframhald ævisögu minnar en stjörnuskin afrískrar nætur og að hafa uppá- halds áheyrendur mína í kring um mig. „Þá hófust skyldur mínar sem leiðtogi. stjórnaði hópnum, setti niöur deilur og naut almennt valds míns og viröingar". 15 skfmu lagði inn f hvert hom stof- unnar. Þarna sat Gladys sofandi og hallaöi höfði að kné Sir Willi- ams. Hún var gersamlega magn- þrota og hafði grátið mikiö. Fyrst hafði hún þó verið róleg, en það var þegar henni var sagt frá dauða Penderels, og þegar hún þrátt fvrir mótmæli annarra fór inn tfl þess að sjá lfk hans, þá missti hún alla Auglýsið Orðsending til bifreiða- eigenda Nú getið þið nýtt hjólbarða ykkar til fullnustu með þvi að Iáta okkur dýpka eða skera nýtt munstur í hjólbarða ykkar. — Opið virka daga kl. 8-12.30 og 14 - 20, laugardaga frá kl. 8 - 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun i síma 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaðastræti 15 (gengið inn frá Spítalastíg) METZELEK hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalán við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.i. Ármúla 7 Simi 30501 A> "_nna l arzlunarféiagið h.t. Skipholti 15 Sfmi 10199 ■ i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.