Vísir - 02.11.1966, Síða 8

Vísir - 02.11.1966, Síða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 2. nóvember 1966. VISIR Utgetandi: BiaOautgaian VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasscm Ritstjóri: Jónas Kristjðnsson Aðstoðarritstjóri: Axe) rhorsteinson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178 Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 ð mðnuði innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f Stefnt að betra jafnvægi jslendingar hafa búiö við nærri samfellda verðbólgu í rúmlega tvo og hálfan áratug. Margir eru famir að líta á hana sem óhagganlega staðreynd og haga gerð- um sínum eftir því. Illa væri farið, ef skilningur manna á óheillaáhrifum verðbólgu hefur almennt sljóvgazt svo, að samstaða náist ekki í baráttunni við hana. Hið fjárhagslega og félagslega misrétti, sem verðbólga skapar, er meira en svo, að þjóðfélagið fái staðizt, ef ekkert lát verður á verðbólgunni. Undanfarin ár hefur framleiðni aukizt vemlega i íslenzku atvinnuvegunum og verðlag á útflutnings* afurðum hefur hækkað ár frá ári. Þetta hefur mildað áhrif verðbólgunnar. Fiskiðnaðurinn hefur t. d. getað tekið á sig síaukinn kostnað og launagreiðslur vegna þess að verðmæti afurða hans hefur stóraukizt. Nú á síðustu mánuðum hefur þróunin alveg snúizt við í þessum efnum. Verðlag útflutningsafurða er farið að lækka og afkoma margra fyrirtækja í sjávarvöru- iðnaði hefur versnað mjög. Er nú Örðið fýrírsjáanlegt, að þessi fyrirtæki geta ekki tekið á sig frekari hækk- anir innanlands á verðlagi og kaupi. Svipaðir erfiðleikar hafa steðjað að áður, en að ýmsu leyti er þjóðin miklu betur undir þá búin nú. Afkoma almennings hefur stórbatnað á undanförn- um árum og velmegun er orðin almenn, og því eru skilyrði til að slakað verði á kjaraþenslunni. Ennfrem- ur eru ekki fyrirsjáanlegir neinir erfiðleikar í greiðslu- viðskiptum við önnur lönd, því þjóðin nýtur nú orðið mikils fjármálatrausts erlendis og miklir gjaldeyris- varasjóðir eru fyrir hendi til að mæta áföllum. Þá hafa bankarnir sýnt aðhald í peningamálum og ríkisvaldið hefur sýnt varfærni í fjármálum. Hallalaust fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1967 hefur verið lagt fyrir Alþingi, og allt bendir til þess, að greiðsluafgangur verði hjá ríkissjóði á þessu ári. Miklu máli skiptir, að sveitarfélög um allt land gæti hófs í nýrri fjárfestingu og geri ekki framkvæmda- áætlanir um efni fram, heldur stuðli að því, að dregið verði úr verðþenslunni. Ekki er það síður mikið hags- munamál þjóðarinnar, að væntanlegir kjarasamning- ar Iaunþega og vinnuveitenda verði í samræmi við hin breyttu viðhorf í efnahagsmálunum. í sjálfu sér er tilgangslaust að þvinga fram kjarabætur, sem eru ekki í neinu samræmi við framleiðni og greiðslugetu atvinnufyrirtækjanna. Slíkt yrði aðeins til þess að setja verðbólguhjólið af stað með meiri hraða en oft- ast áður. Af hálfu ríkisvaldsins hefur að undanfömu verið unnið kappsamlega að heftingu verðbólgunnar, og hafa þær aðgerðir mætt skilningi og velvild. Ýmis hagsmunasamtök hafa lagt hönd á plóginn og stuðlað að hinum mikla árangri, sem þegar hefur náðst. Ef það tekst að halda áfram á sömu braut, blasir við betra i'afnvægi í efnahagsmálunum, — hið þráða takmark. Á myndinni eru nokkrir núverandi forsvarsmenn Læknafélags Reykjavíkun Guðjón Lárusson, Magn- ús Ólafsson, Víkingur Amórsson og Sigfús Gunnlaugsson. Myndin er tekin á blaðamannafundi, sem haldinn var i gær vegna yfiriýsingar læknasamtakanna út af ummælum tveggja ráðherra. (Ljósm. B.G.) Læknastéttin á vafa- samri leið í/ Sú staðreynd að læknasam- tökin og tveir ráðherrar eru komin i hár saman undirstrik- ar aðeins þá spennu sem komin er í samskipti læknasamtak- anna og opinberra stjómar- valda. Læknar eru staðráðnir í aö knýja fram margvíslegar breyt- ingar á heilbrigðisþjónustunni í landinu. — Stjómarvöldunum gremjast vinnuaðferðir lækna í málinu, sem likjast því helzt, sem stilla eigi heilbrigðisyfir- völdunum upp við vegg. Þá er og þess að geta að heilbrigðis- yfirvöldin eru ekki eini skot- spónn læknasamtakanna. Þeir krefjast gagngerrar breytingar á starfsemi Sjúkrasamlags R.vík ur og læknisfræðikennslu Há- skóla íslands, svo eitthvað sé nefnt. Ný stefna lækna Oarátta lækna af þessu tagi og baráttuaðferðir þeirra, og tónninn f þeim, voru óþekkt fyrirbæri fyrir fáeinum árum. Með tilkomu Arinbjamar Kol- beinssonar sem forystumanns læknasamtakanna um 1960 er tekin upp ný stefna og inn- leiddur nýr tónn sem hefur haldizt síðan. Þaö er komin harka og jafnvel óbilgirnj í orð- ræður lækna um heilbrigðismál. Læknasamtökin móta þá stefnu sem miðast að margvíslegum umbótum á héilbrigðisþjónust- unni á íslándi, jafnframt eru settar fram miklar launakröfur. Eitt atriði er þó öðru fremur áberandi. Læknar sækjast eftir auknu sjálfdæmi um eigin kjör og starfsaðstöðu. Þeir segja sig úr Bandalagi opinberra starfs- manna, til að geta rekið sjálf- stæða launapólitík, þeir krefj- ast nýrra kjara hjá Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur, þannig að sam lagið hefur nú minni áhrif á kjör þeirra en áður. Þeir krefj- ast þess að heilbrigðisyfirvöld hefji við þá umræður um flest er máli skiptir í heilbrigðismál- um á íslandi og hafi þá ávallt með í ráðum. Þeir lýsa yfir nauð syn breyttrar læknisfræði- kennslu við Háskóla Islands og vilja vera hafðir til ráðuneytis um þau mál. Sjálfstæði læknasamfakanna j^Jargt í tillögum þeirra er við- A urkenndur sannleikur. Um hitt eru menn ekki jafnvissir að sjálfstæöisbarátta lækna hafi eingöngu gott í för með sér. Menn þekkja sjúkrarúmaskort- inn og læknaskortinn.. Á þessu þurfa að verða gagngerar breyt- ingar. Hitt er svo annað mál, að tillögur til úrbóta eru umdeilan- legar. Menn þekkja einnig dæmi þess t.d. í Ameríku að læknar eru orönir einskonar riki í rfkinu Og svo mikið er víst að þar hafa þeir staðið gegn margvíslegum umbótum t. d. á tryggingarlög- gjöfinni. Og það er talið að stefna þeirra hafi valdið því að nú séu í Bandaríkjunum færri læknar miðaö við íbúafjölda en var um síðustu aldamót. Sterk læknasamtök eru nauðsynleg, en of mikiö sjálfstæði og skipu- lögð völd þeirra eru ekki ein- hlít. Skortur á einlægni Oaunar leitast islenzkir lækn- ar sjálfir við að leyna skipu lagningunni í baráttu sinni. Þeir halda því til dæmis fram, að uppsagnir þeirra á Landspítal- anum fyrir skömmu hafi ekki verið skipulagðar. Þessu trúir enginn maöur. Auk þess er það vitaö að þeir settu fram sam- ræmdar kröfur og komu fram sem einn maöur gagnvart heil- brigðisyfirvöldunum eftir að þeir voru búnir að segja upp. Tæknar eru heldur ekki alltof trúverðugir, þegar þeir segja að þeir hafi fyrst og fremst sett starf :skilyröi sín á oddinn i viöræöum út af upp- sögnum sínum á ríkisspítölun- um. Niöurstöður samninganna sýna þetta bezt. — Aðalatriði þeirra voru nýtt samkomulag Læknarnir erlendis lL'itt atriði í röksemdum lækna fyrir þvt að nauðsynlegt sé að hækka laun þeirra er að nú starfi allmikill fjöldi íslenzkra iækna erlendis. Þessir læknar vilji ekki koma heim nema kjör- in hérlendis batni og þá ekki sízt starfsaðstaðan. T>að liggur reyndar ekki ljóst fyrir hvað þessir læknar, t. d. þeir sem eru i Sviþjóð, sættu sig við sem lágmark. En augljóst er að starfsskilyrði og launakjör verða auðvitað seint eitthvað lík á íslandi því sem þau eru í Svfþjóð og raunar víða annars staðar f Vestur-Evr- ópu og Norður-Amerfku. Þess vegna er lftil von til annars en fjöldi fslenzkra lækna verði alllangan tfma starfandi erlend- is. Forystan hjá opinberum yfirv’óldum tTeilbrigðisyfirvöld og læknar eru þrátt fyrir allt sam- mála um nauðsyn endurbóta, mikilla endurbóta, einkum í sjúkrahúsamálum. En gera verð ur ráð fyrir að forystan verði fyrst og fremst að vera á veg- um opinberra yfirvalda sjálfra með eðlilegu aðhaldi og ráð- færslu læknasamtakanna, en læknasamtökin reyni ekki að brjótast þar til óeölilegra af- skipta og yfirráða á líkan hátt og í sama anda og þeir hafa brotizt imdan launakerfi ríkis- ins. effir Ásmund Einarsáon

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.