Vísir - 17.11.1966, Blaðsíða 6
/
V í SIR. Fimmtudagur 17. nóvember 1966.
Nokkrar umræöur uröu á fundi
Sameinaðs Alþingis um málefni
iSnaðarins. Til máls tóku Bjami
Benediktsson forsætisráðherra,
Þórarinn Þórarinsson (F) og Skúli
Guðmundsson (F).
Þá mælti Einar Ágústsson (F)
fyrir tillögu sinni um sumardvalar-
heimili bama í sveitum.
Siguröur Bjarnason (S) geröi
grein fyrir tillögu sinni um athugun
á þyrlukaupum og gerði Jóhann
Hafstein dómsmálaráðherra
nokkrar athugasemdir varðandi til-
löguna.
Allmörg mál voru á dagslírá en
fleiri voru ekki rædd. /
!
Skák ■—
Framh. af bls. 16
iy2 a.bið.)
Noregur 1 y2 — Spánn 1 y2 (1 bið)
Danmörk 1 — Argentína 1 (2 bið.)
Búlgarte 1y2 — Kúba y2 (2 biö.)
Þýzkaland y2 Rúmenía y2 (3 biö.)
Staðan er þessi eftir 11 umferðir:
1 Sovétríkin 33
2 Bandaríkin 291/ (1 bið.)
3 Ungverjaland 271/ (1 bið.)
4'Júgóslavía 27
5 Argentína 24 y2 (2 bið.)
6 Tékkóslóvakía 24 y2 (1 bið.)
7 Búlgaría 24 (2 bið.)
8 Rúmenía 21 (3 bið.)
9 A-Þýzkaland 19
10 Danmörk 161/, (2 bið.)
11—12 Island Spánn 15 y2 (1 bið.)
13 Noregur 12 (1 bið.)
14 Kúba 9y2 (2 biö.)
Síldarsiómenn —
Framb ai ols 1
— Síldarsjómenn hafa ekki til
þessa haft með sér nein skipu-
lögð sérsamtök.
Þá samþykkti fundurinn til-
mæli til sveitarstjóma á Austur-
landi að koma upp sjómanna-
heimilum og taka sér til fyrir-
myndar sjómannaheimiliö á
Neskaupstað.
Fundurinn stóð til klukkan 6
í gærkveldi og fór hið bezta
fram.
Leiðrétting
Prentvillupúkinn brá á Ieik á
baksíðu Vísis í gær. í fyrirsögn á-
kvað púki þessi að norrænt hjúkr-
unarkvennaþing skyldi haldið eftir
tæp fjögur ár á ísafirði.
Eins og raunar kom fram síðar
í fréttinni verður þingið haldið á
íslandi, en ekki getið nánar um
Innilegar þaldtir vottum við’ ölium þeim, er sýndu samúð
og vináttu við fráfall og jaröarför
BENEDIKTS G. WAAGE,
heiöursforseta ÍSÍ.
Sérstaklega þökkum við íþróttasambandi íslands fyrir þá
sæmd að sjá um útförina.
Börn, tengdaböm, bamaböm, bræöur og mágkona.
þingstað, en ekki er ósennilegt að
Reykjavík fái þama enn eitt milli-
ríkjaþingið.
Einbýlishús —
Framhald af bls. 16
3. Nota stálstaura í staö
streng j asteypustauranna.
Mikill áhugi hefur verið sér
staklega að kanna seinasta
möguleikann. Hefur Jón Bergs
son verkfræðingur haldiö tvö
erindi um þessa aðferð á fund-
um með tilvonandi húsbyggjend
um.
Að lokum viljum við beita
okkur fyrir að afla hagkvæmra
tilboða í verkin og sameinast
um efniskaup, en með því aö
flytja sjálfir inn efnið að
mestu leyti, getum við sparaö
verulegar upphæðir.
Jón sagði að lokum að mikill
áhugi væri á þvi' að fá þá, er
byggja raðhús inn f félagsskap-
inn. — Þaö gerir félagsskapinn
öflugri og kemur raðhúsbyggj
endum til góða.
Landsbókasafn —
Framhald af bls. 16
hluta bóka sinna, alls rúmlega
800 bindum. Er þar einkum um
að ræða leikrit á ýmsum tungu
málum og hvers konar bækur
aðrar, er lutu að leiklist.
Gunnar Róbertsson gaf Lands
bókasafninu einnig talsvert safn
handrita, leikrit, sem hann
hafði sjálfur samið, þýtt eða unn
ið úr kunnum skáldverkum, enn
fremur kvikmyndahandrit, rit-
gerðir, blaðagreinar, bréf o.fl.
Af öðrum handritum er Lands
bókasafninu bárust áriö 1965
má nefna handrit Björgvins Guð
mundssonar tónskálds, er
Mepntamálaráðuneytið festi
kaup á og fól safninu til varð-
veizlu.
41 bréf Stephans G. Stephans-
sonar til Jakobs Normans í Wyn
yard í Saskatchewan barst safn-
inu frá Steinunni Inge, systur
Jakobs, um hendur sr. Benja-
míns Kristjánssonar.
Margra annarra handrita-
gjafa er getið.
Efni Árbókarinnar er að ööru
leyti skrá um íslenzk rit árið
1964, skrá um rit á erlendum
tungum eftir íslenzka menn eða
um íslenzk efni. Ýmsar ritgerðir
eru í Árbókinni að auki. Ár-
bók Landsbók'asafnsins er að
þessu sinni 155 bls. og fæst
hún í safninu og kostar kr. 100.
Eldri árgangar Árbókarinnar eru
þar einnig fáanlegir þ.e. frá
1944-1964 og eru seldir fyrir
kr. 500 meöan upplag endist.
Vaka —
Framhald af bls. 16
Hótel Sögu fagnar þeirri stefnu,
sem fram kemur í frumvarpi ríkis-
stjómarinnar á Alþingi um náms-
lán og námsstyrki.
Fundurinn telur mikilsvert:
1) Að íslenzkir námsmenn erlendis
og þeir, sem stunda nám við Há-
skóla íslands njóti sömu aðstööu
með sama hætti til opinberrar að-
stoðar.
2) Að tekið verði upp jafngreiðslu-
kerfi (annuitet) til endurgreiðslu
á námslánum.
3) Að veittir skuli kandidatastyrk
ir til þeirra, sem stunda nám til
lokaprófs.
Hins vegar bendir fundurinn á
brýna nauðsyn þess, að fjárframlög
úr ríkissjóði verði aukin að miklum
mun til að breytingamar nái til-
ætluðum árangri“.
Drykkja —
Framh ols. 8
sem segir frá ferðalagi, sem
hann tók þátt í sumarið 1963 :
Ferðalag
að var ákveðiö á söltunar-
stöðinni, sem ég var á í
sumar, að fara í skemmtiferða-
lag kí. 5 á laugardegi og stund-
in var komin, bíllinn til og fólk-
ið komið í stuð. Allir drifu sig
í bílana og hverjum tveimur
var gefin flaska af geniver í
faramesti.
Það var skylda hvers manns
að drekka sig kenndan, en ég
held að ég hafi gerzt lögWjótur
eða nærri því.
Allir drógu tappann úr og,
blönduðu þegar komið var upp
á fyrsta hjallann og þar var
stoppað nokkra stund, en svo
þegar átti að halda áfram, stóð
einn farþeginn upp og réðist
á bílstjórann. Hann var skjótur
til ráða og fleygði honum út úr
bílnum, og vár hann síðan skil-
inn eftir þarna en ferðinni hald-
ið áfram upp á fjallsbrún. Þá
var orðið mál að pissa og
blanda, svo ekki yrði drukkið
óblandað.
Nú var haldið áfram niður í
þorp og gekk á ýmsu. Mönnum
kom ekki alltaf sem bezt saman
og verkstjórinn okkar hafði nóg y
áð gera að stilla til friðar, sum-
ir voru famir að rífast um
hvort þeir fengu jafnmikið úr
flöskunum, en allt gekk slysa-
laust að mestu.
Við stoppuðum smástund í
kaupfélagssjoppunni, en héldum
síðan inn á Velli og hittum fólk
sem hafði verið í stöðinni í sum
ar og buöum þeim með, og þau
komu þrjú,. .*. Síðan var haldið
áfram út á brú og norður í
Fljótsdal. Sú fercj var söguleg,
sumir dóu, aðrir rifust, sumir
næstum slógust, fáir virtu fyrir
sér hið fagra landslag og einn
ætlaði að henda sér út úr bíln-
um á fullri ferð en náðist í hann
á síðustu stundu, þegar hann
var búinn að opna hurðina og
var kominn hálfur út úr bíín-
um.
Við fórum á ball i Végarði um
kvöldið og vomm þar til klukk-
an hálf þrjú og komum ekki
heim fyrr en klukkan fimm
morguninn eftir.
Þá var lögreglan búin að
sækja manninn, sem hent var
út úr bjlnum, og setja hann í
braggann.
Geysir —
Framhald af bls. 9.
Dvöl Gríms á Laugarvatni
hefur verið honum skóli í hag-
fræði, því að hann sagði, að á
þessum árum, þegar nemendur
voru sem peningalausastir hefði
fæðið komizt niður í kr. eina
og tíu fyrir karla á dag og 90
aura fyrir stúlkur, en þá var
kaupið ógnarlágt.
„Nú er svartamarkaöur á
vinnunni", segir Grímur, „og
þess vegna geta menn leyft sér
allt, sem menn urðu að neita sér
um áður“.
Ctaðir vaxa í kringum heitt
vatn úr jörðu — það er
staðreynd — en að öllum Iik-
indum hefur hveravatnið meiri
sálfræðilega þýðingu en nota-
gildi í sumum tilfellum. Hjá
Grími er því öðru vísi háttað.
Ættaróöal hans (afi Gríms Ög-
mundssonar, Grfmur Einarsson,
fluttist að Reykjum árið 1883)
er orðið að framkvæmda- og
orkustöð. Hann ræktaði löngum
jörðina með þvf að veita heitu
vatni á engjamar: „Það sprett-
ur vel af því — grasið er safa-
ríkt og í þvf em nauðsynleg
sölt," segir hann. Hann þurrkar
heyið á ofnasamstæðum og með
blásara eins og tau er þurrkað.
„Óþurrkasumarið 1955 þurrkaði
ég tveggja metra hátt hey f hlöð
una mfna.“ Það er pottþéttur
prósess, enda bauð hann flugu-
manni Vísis að handfjatla hey-
ið í hlöðunni, sem ilmar eins og
nýslegiö gras.
Hann notar gufuna meira en
vatniö til suðu og upphitunar
— þaö er nýting á auðlindinni,
sem segir sex. Hann sýnir suöu-
pottana í eldhúsinu og ennfrem-
ur í þvottahúsinu, sem eru glóö-
heitir eins og hraðsuðupottar.
Og þá er þaö garðyrkjan
hans Grfms. Hann á 1600 ferm.
undir gleri, en hefur undanfarin
fimm ár leigt Þjóðverja, Georgi
Franzsyni gróðurhúsin og garð-
ana. Grfmur haföi áöur þjálfað
hann í starfið (sá þýðverski
kom hingað upp til íslands. 1949
með Esjuförum og settist að hjá
Grími og hefur ekki hreyft sig
þaðan síðan ,er kvæntur konu
frá Akureyri). Og svo eru það
gripahúsin, fjósiö, hesthúsið, ær-
húsiö, allt svo vandað, að lík-
ara er mannabústað en dýra.
Norskir túristar komu að Syðri
Reykjum í sumar og dáðust að,
þótt þeir séu góðu vanir f heima
landi sínu. Vinnuflokkur eftir
vinnuflokk hefur komið að
Syðri-Reykjum undanfarin ár og
reist þessi gripahús með beztu
tækni, sem völ er á. Meira að
segja mjaltavélin er fsambandi
við sérstaka dælu, sem kælir
mjólkina strax niöur. Mjólkur-
pgllurinn er kostasmíð, úr
plasti og sementi og með sér-
stakri málningu, sleginn með slit
járnum, til hagræöis. Kælirúm
og frystiklefar eins og á fín-
ustu hótelum eru þama f íbúð-
arhúsinu, þar sem geyma má
allan mat eftir ströngustu kröf-
um í matargerð.
„Hvemig ferðu að því aö vera
svona hugvitssamur, Grímur?
„Hugvitssamur segiröu — ég
hef kannski ekki dregizt aftur úr
meö að fylgjast með og tiléinka
mér tæknilegar nýjungar —
það er allt og sumt.“
„En hvemig geturðu þetta?“
„Maður er að hugsa um að
gera hlutina vel, og maður hef
ur gaman að því aö grúska eitt-
hvaö, sem ánægja er að fást
við. Ég er ekki að hugsa um
peninga í þessu sambandi. Ég
reyni ag framkvæma með pen-
ingum, ef ég á eitthvað af þeim
Þegar ég hugðist nota hverinn
héma, töldu verkfræöingar frá-
leitt að hagnýta hverinn vegna
gufugosa. Þeir komu hingað ár-
ið 1927 Guöjón Samúelsson og
Benedikt Gröndal.“
(Þess má geta, aö taliö er, að
hverinn á Syðri-Reykjum mundi
nægja til að hita upp kaupstað
á borð viö Akureyri).
Grímur segir: „Ég bara kældi
hverinn niður til þess aö hann
hætti að gjósa, ^ meðan ég var
að byggja yfir hann, meö því að
veita í hann læk, sem þar er
skammt frá. Verkfræðingunum
datt þetta bara ekki í hug. Læk-
urinn óx í rigningum og með því
að veita honum f hverinn kom
ég vatninu niður í 90 gráöur.“
Um hveravirkjun Gríms var
skrifaö talsvert í blöð, —
m.a. ritaði Teitur Eyjólfsson
heitinn í Eyvindartungu skil-
merkilega grein um þessar fram
kvæmdir bóndans á Syðri-Reykj
um.
rímur hafði aöeins fengiö sér
hálft annaö staup af Red
Label Johnny Walker. Hann átti
talsvert eftir af dagsverki sínu.
Hann hefur í mörg hom að líta
búið er stórt 18-20 nautgripir og
300 fjár og hestar all-margir,
innan um gæðingar. Grfmur er
betur rlðandi en flestir aörir
menn í Ámesþingi.
Hann tekur úr hálfu staupi í
viðbót, án þess að gretta sig.
„Er það rétt, Grímúr, aö þú
getir komið Geysi til aö gjósa
eins og ekkert sé?“
„Mér hefur alltaf dottið það
í hug og hef ætlað aö reyna það.
Ég færði það í tal við Sigurð
Greipsson í Haukadal, en hann
tók því ekkj vel.“
„Hvernig ætlarðu þér að fá
Geysi til að gjósa?“
„Það er ekkert annað en að
lækka vatnið í hvemum.“
„Hvemig ferðu að því?“
„Með tvennu móti. í fyrsta
lagi með því að dæla úr honum.
í öðru lagi með því að bora í
klöppina 02 lækka þann-
ig vatnið í skálinni og við það
eykst þrýstingurinn á vatninu
og það verður gos. Ég hef/lengi
ætlað mér að fá leyfi til þess
hjá Geysisnefnd.“
„Hvað heldurðu að hefði ver-
ið gert við svona mann eins og
þig undir ráðstjórn, mann, sem
virðist ráða yflr höfuðskepnun-
um?“
„Ætli þeir hefðu ekki skotlð
rhér til tunglsins." stgr.
Grfmur á Syðri-Reykjum og sonarsonur hans, Grímur Grétarsson
á þriðja ári. (Myndin er tekin 1961).