Vísir - 11.03.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 11.03.1967, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 11. marz 1967. 9 Stórbrunar á öldinni Nú eru timburiiúsin reist innan i stein- húsunum og eldhættan eykst Brunarústimar í Lækjargötunni eftir stórbrunann i gærmorgun vekja hugsunina um aðra stórbruna, sem hafa orðið á þessari öld og þróun eldvarna. — í brunanum í gærmorgun brunnu þrjú hús til grunna, en mesta tjónið varð þó í fjórða húsinu, Iðnaðarbankahús- inu, þar sem tjónið nemur tugum milljóna króna. Er þama án efa mesta brunatjón, sem hefur orðið i steinhús! á íslandi og eitt mesta tjón, sem hefur oröið í einum bruna. — Á fundi með blaöa- mönnum í gær, sagðl slökkviliðsstjóri, Rúnar Bjamason, að það setti að sér óhug, þegar hann hugsaði til þess, að nú skuli vera mest í tízku að byggja timburhús innan i steinhúsunum. Veggir eru nú viðarklæddir, inn veggir eru úr timbri eða öðru eldfimu efni, en innveggir eru nú meiri að tiltölu en áður var, vegna þess að i stað burðar- veggja eru nú komnar burðarsúl- ur. — Húsin eru nú einangruð með plasti, scm auk þess að vera mjög eldfimt, myndar mjög mengaðan reyk begar það brenn; ur. — Mælti Rúnar mjög gegn því að plast væri notað í svo ríkum mæli eins og gert hefur verið hér á landi undanfarin ár, en í stað þess yrði notkun stein ullar og glerullar endurvakin. — Sérstaklega benti Rúnar á þá augljósu hættu, sem væri því samfara að nota plasteinangrun óvarða, t. d. neðan á Ioft, sem nú má víða sjá. Minnstu munaði í gær, að eld- urinn breiddist yfir Vonarstræt- ið í Iðnskólann gamla og Iðnó, sem hefðu vafalaust brunnið til grunna, ef eldurinn hefði náð að breiðast þangað. — Leiðir þetta hugann aö þeirri stórkost- legu brunahættu sem er víða í gamla bænum, eins og t. d. beggja megin Aðalstrætis og í brekkunni þar fyrir ofan. — Þess eru mörg dæmi að heilu húsaraðirnar og hverfin hafi orð ið eldi að bráð hérlendis frá því að bæir tóku að myndast um seinustu aldamót. — Þessir stórbrunar geta endurtekið sig, þrátt fyrir bætta aðstööu tíl slökkvistarfa. — Dregur það sízt úr hættunni, að stórhýsi, sem jafngilda heilum húsaröð- um fyrri tíma, eru nú byggð án tillits til eldhættu gömlu hverf unum, þar sem eldhættan er mest. Störbruninn í Lækjargötunni gefur tilefni til þess að rifja lauslega upp stórbruna, sem hafa orðið hérlendis á þessari öld, þó að slík upptalning geti ekki orðið tæmandi í stuttri blaðagrein. — Verður frekar leitazt við að iýsa brunum, sem urðu snemma á öldinni, þar sem þeir eru ekki jafn ferskir ; minni Fyrsti stórbruninn á öldinni varð á Akureyri 19. desember 1901, þegar 12 stórhýsi brunnu til grunna á nokkrum klukku- stundum. — Eldurinn kom upp í Hótel Akureyri og varð við ekkert ráðið enda ekkert slökkvi lið né slökkvidæla til í bænum. — Um tíma var fyrirsjáanlegt að bærinn myndi að mestu íeyti brenna til grunna, en með sam- stilltu átaki tókst bæjarbúum að takmarka eldinn við þessi 12 hús. Sama árið kom eldur upp í steinolíubyrgi, skammt frá Batt- aríinu I Reykjavík, þar sem 150 tunnur af steinolfu fuðruðu upp. — Tókst með mestu harmkvæl- um að hefta útbreiðslu eldsins, en næstu hús voru varin með blautum seglum. Félagsbakariið við Amtmanns stíg brann að kvöldi 10. nóvem- ber 1905, en þar var þá eitt stærsta brauðgerðarhús höfuð- borgarinnar. — Húsið hafði ver- ið reist skömmu áður og var eitt af stærstu húsum bæjarins. — Til mikilla trafala I slökkvi- starfi var, að slökkvidælur borg arinnar voru í megnast ólagi og varð helzt að nota slökkvidælu í einkaeign, en hana átti Ólafur nokkur Hjaltested. K. F. U. M. reisti stórhýsi, þar sem Félagsbakaríið hafði staðið en það brann til grunna árið 1947 ásamt einu húsi öðru, en 6 önnur brunnu að einhverju leyti Annar stórbruni varð á Akúr- eyri að morgni 18. okt. 1906. — Þá brunnu 7 hús til grunna á tveimur klukkustundum og tæp lega hundraö manns urðu heimil islausir. — Þriðji stórbruninn á Akureyri varð 17. des. 1912, en þá brunnu 12 hús til grunna. Mesti eldsvoði íslandssögunn- ar varð 25. apríl 1915, þegar 12 hús í miðbæ Reykjavikur brunnu og tveir menn létu lífið. Eldurinn kviknaði undir kl. 3 að faranótt 25. apríl í Hótel Reykja vík, en á skömmum tima hafði hann breiðzt út um svo til allan miðbæinn.. Eldurinn var svo magnaöur að það leið ekki nema rúmlega klukkustund þar til hann hafði ráðið niðurlögum allra húsanna. — Helztu húsin sem brunnu þá, voru: Hótel Reykjavík, „Vöruhúsið“ svokall- aða, Landsbankinn, Ingólfshvoll, Edinborgarhúsin tvö, gamla og nýja, Herdisarbúð og Godthaabs búð. Mennirnir, sem létu lífið, voru Guöjón Sigurðsson úrsmiður, en hann var eigandi • Ingólfshvols. —Hann gerði tilraun til að kom- ast upp á þak hússins tii að freista þess að bjarga þvi, en lét lífið við það. — Hinn var Stein- grímur Runólfsson vinnumaður á Hótel Reykjavík, sem brann ’inni. ísaga brann í júlí 1963 með miklum sprengingum sem urðu þegar eldur komst í súrefniskúta sem fyllt var á f verksmiðjunni. — Við þennan bruna opnuðust augu manna fyrir þvi, að verksmiðja sem þessi á ekkert erindi inni í ibúðarhverfum. Landsbankinn reisti sér ekki húsnæði að nýju fyrr en 1924, þegar hið trausta steinhús bank- ans var reist á sama stað í Aust urstræti og gamla húsið haföi staðið. Laugarnesspitalinn brann til kaldra kola á rúmri klukkustund 1943. Iðnaðarbankahúsið i Lækjargötu er dæml um hættuna af þeirri tízku — Hann er dæmi um hættuna samfara timburhúsum á sama hátt og að „byggja tlmburhús innan í steinhúsum." Gamlársdag 1934 varð ægileg- ur bruni í félagsheimili ung- mennafélagsins í Keflavík. Kom eldurinn upp í húsinu meðan á bamaskemmtun stóð, með 180 bömum á aldrinum 6—14 ára, en einnig voru 20 fullorðnir í húsinu, aöallega eldri konur. — Eldurinn kviknaði, þegar vax- kerti á stóru jólatré datt ofan á pappírsvafinn fót trésins og skipti það engum togum, að jóla tréð stóð í björtu báli og breidd ist eldurinn þaðan skjótt út. — Börnin æddu að útgöngudyrun- um, sem báðar opnuðust inn í salinn og var það aðeins með miklu snarræði, sem þremur karlmönnum tókst að opna ein- ar dymar og halda þeim opnum meðan börnin hlupu út undir handleggi þeirra. — Þegar einn þeirra, sem héldu dyrunum opn- um forðaði sér, var eldur í klæð um hans og hári. — Tveir full- orðnir og 5 börn brunnu inni, en eitt barn og eitt fullorðið létust skömmu seinna af bruna- sárum. Auk þess lágu margir lengi meö slæm bmnasár. Mesti spitalabruni, sem hefur orðið á íslandi varð 8. apríl 1943, þegar Laugarnesspítalinn brann til kaldra kola. Svo giftu- samlega tókst til að hægt var að bjarga öllum út úr húsinu á örskammri stund, en ekki mátti tæpara standa, því eftir klukku- stund stóðu aðeins fjórir reyk- háfar upp úr bmnarústunum. — Laugamesspítalinn var reistur 1898 fyrir holdsveikisjúklinga og var rekinn sem slíkur að mestu leyti til upphafs heims- Framh. á bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.