Vísir - 12.05.1967, Síða 8

Vísir - 12.05.1967, Síða 8
8 VÍSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri; Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vísindin i atvinnulífinu ]\yafstaðin ráðstefna um vinnslu sjávarafurða var stétt verkfræðinga til mikils sóma. Því miður er allt of sjaldgæft, að slík félög láti sig skipta önnur mál en kjaramál og sýni einhverja reisn í framfaramálum þjóðarinnar. Verkfræðingafélagið hefur áður gengið á svipaðan hátt fram fyrir skjöldu. Það var árið 1960, þegar það hélt ráðstefnu um framleiðni í íslenzku at- vinnulífi. Nýlega gerðu jarðvísindamenn svipað átak, (( er þeir héldu ráðstefnu um stöðu og verkefni ís- lenzkra jarðvísinda nú á tímum. Báðar þessar sér- fræðingaráðstefnur sýna, að í þessum greinum er til hér fjöldi hæfra vísindamanna og sérfræðinga, sem of lítill gaumur er gefinn. Jarðvísindamenn og verkfræð ingar hafa svo sannarlega komið mönnum á óvart með ráðstefnum sínum. Eitt vandamálanna, sem rætt var á verkfræðinga- ráðstefnunni, er, að sífellt þarf að sækja aflann lengra ( frá landi. Kom fram, að tækni síldarflutninga mun ( líklega fleygja mikið fram á næstu árum og þeir flutn- ingar öðlast æ meira gildi. Ennfremíir vá'r rætt um reynslu annarra þjóða af frystingu afla um borð í veiðiskipum og að hér á landi væri slíkri tækni fram- tíð búin. Ennfremur var töluvert rætt um sjókælingu í fiskilestum, sem hefði margvíslega kosti fram yfir ísun, og einnig um notkun sjókælingar í tankskipum í síldarflutningum. Einnig voru mjög til umræðu leiðir til að bæta hrá- efnið. Þeir þættir, sem raktir voru hér að framan, eru liðir í því. Einnig var fjallað um notkun fiskkassa til þess að fiskurinn fengi betri meðferð, en að þessum f( kössum var líka talinn mikill vinnusparnaður. Tölu- vert var rætt um hreinlæti í fiskvinnslustöðvum, sem því miður er mjög ábótavant, þótt ýmislegt hafi áunnizt, svo sem almenn notkun klórhreinsunar. Þá voru ennfremur flutt mörg erindi um nýjungar í fiskiðnaði og kenndi þar margra grasa. Niðursuða var að sjálfsögðu ofarlega á baugi. Einnig aukin fram- leiðsla á fiski í neytendaumbúðum, þar á meðal salt- fiski. Framleiðsla tilreiddra fiskrétta úr freðfiski. Betri nýting úrgangs. Framleiðsla minkafóðurs. Síð- ast en ekki sízt er að nefna framleiðslu eggjahvítu- auðugs manneldismjöls, sem líklega mun ryðja sér til rúms af miklum krafti á næstu árum. Lögð var á- 1 herzla á, að íslendingar fylgdust vel með þessum nýjungum og reyndu að vera fremstir í flokki í hag- nýtingu þeirra. Einnig var rætt um skipulag á rekstri. Kom m. a. 1 fram sú hugmynd, að samræma alla síldveiði og síld- \ arvinnslu í stærðfræðilegt skipulagskerfi með aðstoð tölvu, þannig að á hverju andartaki sé hægt að sjá, hvar afte sé mest von, í hvaða höfn sé bezt að landa, hvort landa beri í síldarflutningaskip, hvar heppileg- ast sé að fjárfesta í atvinnugreininni og hvemig út- litið sé á næstu mánuðum og næstu árum. Meira af slíku, íslenzkir vísindamenn. V í SIR . Föstudagur 12. maí 1967. Við Snæfellsjökul hefur muður helmingi meiri kjurk en unnurs stuður — Tj’ftir að ég hélt sýninguna i Bogasalnum þá sögðu ýmsir hámenntaðir reykvískir innisetumenn að refaskyttur ættu ekki að mála. Og ég tók þetta mjög vel til athugunar og ég bara málaði ekki nokkum skapaðan hlut í töluverðan tíma og fór að kynna mér þeirra speki og þeirra dóma, hvort þeir hefðu aldanna yfirsýn eða hvort þeir væm að einhverju leyti búnir að missa smásjá augans. — Svo var það einu sinni að mér datt í hug að fara á refa- veiðar. Ég gekk upp á fjall til þess að leita grenja. Það var dýrbítir. Og sem mér verður hugsað til hinna hálærðu manna, þá sækir að mér svefn, ég legg mig þar undir stein. Þá dreymir mig að ég geng á sléttu. Það sést ekkert annaö en slétta hvert sem augað lítur. Þá gengur allt I einu maður viö hliöina á mér. Hann er hvass- eygur. Ég sé strax hver mað- urinn er. Mér fannst þetta vera Páll postuli. Hann segir: „Ég veit hvað þú ert að hugsa um. Þú ert að hugsa um hina há- lærðu menn. En nú get ég sagt þér eitt. Bráðum kem ég, tek þá til mín, hef þá stutt hjá mér, sendi þá aftur niður á jörðina og geri þá að refurn". — Síðan hef ég málað. Þetta sagði Þórður Halldórs- son, snæfellska refaskyttan, sem hneykslaði marga fyrir nokkrum árum þegar hann tók upp á því að fara að mála og halda sýningu á verkum sínuiji i Bogasalnum í Reykjavík. Þórður er af misjöfnum veðrum barinn. Hann hefur legið úti á heiðum, horfzt í augu við dauð- ann og kveðið niður drauga og djöfulinn hefur hann málað upp á vegg. Maður hefur það á til- finningunni að með honum hverfi seinasti galdramaðurinn á Snæfellsnesi. Þrátt fyrir þetta er hann hlýr í viðmóti, spaugsamur og þar að auki góö- ur hagyrðingur. athugul! nátt- úruskoðandi og virðir heilög vé náttúrunnar. Fréttamaður hitti Þórö á mál- verkasýningu í Iðnskólanum i Hafnarfirði, og hann hló, þegar ég spuröi hann, hvort hann væri ekki tekinn að gamlast, hvort hann málaöi andskoti mikiö úr þessu? — Ja, ég er bara sextíu og eins árs. En það er annað, sem maöur verður að athuga, aö ævi karla er ekki nema sextíu og fimm ár, en konur, þær standa aftur f blóma sextíu og fimm eöa sjötíu ára gamlar og sá maður sem sér það ekki að hann er á förum, þegar hann er sextíu og fimm ára, ja, hann vantar að hugsa rökrétt. Og ég er ánægður með það, að ná sextíu og fimm ára aldri, því að þá er ég búinn með það, sem ég ætlaði mér aö gera. Því það er eins og Hafsteinn miðill segir: „Það er ekki meira að fara yfir um en að fara í næsta hús“. ■ — Það er alveg rétt hjá þér að ég hef andskoti lítið málað. En ég get sagt þér annað, að ég skal lifa betur en nokkur mill- jónamæringur í borginni og hafa það eins og segir hið fom- kveðna: Hálmur í fleti og heitt f krús / hlýlegt orð í eyra. / Þetta má kalla þriflegt hús / og þarf ég ekki meira. — Pen- ingarnir skipta ekki máli. — Það er annað, sem viö skulum athuga. Islendingar eru bezta þjóð í heimi að þola hungur og hallæri. Aftur er hún lélegasta þjóð f heimi að þola kæfandi auð og allsnægtir. — Hvað finnst þér þá um æskuna? — Ja, sú æska, sem er farin að fara út f óbyggðir íslands til þess að njóta þar kyrrðar og friðar. Hún á eftir að koma með ströng boðorð, til þess að stoppa spillingu aldarinnar. — Við skulum athuga það, að Móses kom með boðorðin úr fjöllunum. — Finnst þér ekkert til um slarkið á unglingunum úti f náttúmnni? — Allt leitar jafnvægis. Þeg- ar óregla er annars vegar þá kemur ströng reglusemi á móti. — Svo að við snúum okkur að sýningunni. Þú ætlaðir aö sýna þessar myndir í Kópavogi. Það stendur á boðsmiðanum. ít'... Þórður Halldórsson: Hann sagöi við mig: „Þú ert að hugsa um hina hálærðu menn. Þá skal ég segja þér annaö. Bráðum kem ég, tek þá til mfn, hef þá stutt hjá mér, sendi þá aftur nlður á jörðina og geri þá að refum“. — Já, það er önnur saga. Það var svoleiöis að þeir lofuöu mér f Kópavogi að halda sýn- ingu í sal þar og ég lét prenta boöskortin, en svo fór það þannig, að það fórst fyrir vegna þess að forstjóramir fyrir Félagsheimilinu í Kópavogi eru svo andskoti myrkfælnir, að þeir héldu, af því að ég var af Snæfellsnesi, að vofur myndu fylla húsið. — Ætlarðu að halda fleiri sýningar svona á næstunni? — Ég set þá áætlun að mála svona þrjátíu málverk enn. Næst þá þarf ég að skrifa bók um ýmislegt, sem ég hef séð og reynt og ég verð að gera það öðm vfsi en aörir hafa gert. Ég ætla að segja á einni blaösíðu þaö sem aðrir segja á tíu. Og þaö er ekki hægt að skrifa það hér f taugaveikl- un borgarinnar. Ég ætla að skrifa það upp á Jökulhálsi og fá helzt leigðan bæinn. vikur húsið, hjá Jóni Loftssyni. — Þar fær maöur andann yfir sig Miimiigj£íáð2_k jo]sendá”" Eykst framleiðsla rafmagns? 0 Aðeins í sex löndum heims er meiri rafmagnsnotkun á ibúa en er hér á landi. 0 Afl almenningsrafstöðva jókst á tímabilinu 1960—1966 um tæp 40%. 0 Á sama tímabili lögðu Rafmagns- veitur ríkisins 2000 kílómetra af háspennulínum og er það nærri 100% aukning vegalengdar. 0 97% þjóðarinnar hafa nú raf- magn. Árið 1970 verða þau 700 sveitabýli, sem enn hafa ekki raf- magn, búin að fá það. 0 Undanfarin ár hafa verið gerðar umfangsmeiri virkjunarrannsókn ir en dæmi eru til áður. Yfir 100 miiljónum króna hefur verið var- ið til þessara rannsókna árin 1960 —1966. 36 virkjunarstaðir hafa verið rannsakaðir nákvæmlega. 0 Búrfellsvirkjun, sem nú er í smíð um, markar tímamót í orkumál- um landsins. Hún mun lækka orkukostnað, fyrst niður í 10,3 aura kílóvattstundina og síðan í 8,6 aura. 0 Nýlega var ákveðið að reisa í á- föngum 48.000 kílóvatta virkjun í Laxá í Aðaldal og fjórfaldast þá orkuframleiðslan á Norður- landL

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.