Vísir - 21.06.1967, Blaðsíða 3
® c cc o
VlSIR . Miðvikudagur 21. júní 1967
09009«mil«<tl I
:««t«l»IMI«0<<9«<«3
Um 250 manns voru staddir
í Súlnasal Hótel Sögu á sunnu-
dag, par sem fór fram gesta-
móttaka Þjóðræknifélagsins. Af
þessum Ihópi voru um 130 Vest-
ur-íslendingar, sem eru núna í
heimsókn hér á landi að heim-
sækja fomar slóðir eða líta ætt-
iandið augum í fyrsta sinn. AÍiir
höfðu þeir þaö í huga að hitta
ættingja sfna nátengda eða fjar-
skyldari og endurnýja gömul
kynni eða stofna til nýrra.
Það var íslendingafélagið í
Seattle, sem efndi til ferðalags-
ins og eru flestir V-Islending-
anna, sem núna eru hér í heim
sókn f félaginu. Formaður þess
Séð yfir salinn þar sem gestamóttakan fór fram.
Hef nú séð rigningu áður"
er Sigurbjörn Johnson, sem tíð-
indamaður blaðsins ræddi stutt-
lega við.
— íslendingafélagið í Seattle
er stærsta Islendingafélagið í
Bandaríkjunum og telur innan
sinna vébanda um 400 meðlimi.
Þar er þriggja ára gamalt og
fer starfsemin aðallega fram
með þeim hætti, að haldnir eru
fundir, danssamkomur og einn-
ig hefur það haldig námskeið í
íslenzku fyrir yngri kynslóðina,
til að reyna að viðhalda tengsl-
unum viö Island. Félagið stóð
að þessu sinni fyrir heimsókn-
inni og tóku þátt í því 102 með-
limir. Við vonumst eftir að geta
efnt til annars ferðalags eftir
2—3 ár. Mér finnst tengslin við
fsland mikilvæg okkur. Við höf-
um skemmt okkur ákaflega vel
þennan tíma, sem við höfum
dvalizt hér og okkur vantar lýs-
ingarorð til að lýsa þakklæti
okkar yfir gestrisninni, sem við
höfum mætt og öllum móttök-
um. Sérsfaklega erum viö hrifn-
ir af þeirri þjónustu, sem við höf
um orðið aðnjótandi af hálfu af-
greiðslufólks og leigubílstjóra
héma.
Það var suddaveður 17. júni
og litlu skárra daginn eftir, en
ekki viröist það hafa dregið úr
ánægju Vestur-fslendinganna
með dvölina hérna.
— Rigningu hef ég nú séð
áður, sagði Sigurbjörn að lok-
son, sem fóru til Kr.nada árið 1902.
Fyrsta tjaiiKona isienaingateiagsms á skemmtun þess 17. juní
1965 Guðrún Ágústa Stefánsdóttir t.v., þá Stefán Árnason
og Guðrún Stefánsdóttir.
Hér sjáum við þau dr. Thorvald Johnson PHD t.v. , þá frú hans og senator Gunnar S. Thor-
valdsson og frú. Öll eru þau á Islandi í fyrsta sinn, en búsett í Winnipeg.
Héma eru þau Daníel Gíslason t.v., Pálína Iversen, Þorvaldur
Iversen (fæddur á Djúpavogi) og systkinin Elías Breiðfjörð
og Ágústa Breiðfjörð Broock.
MYNDSJÁ
—LitiB inn á gestamótt'óku Þjóðræknifélagsins
Hr. og frú Olason ásamt dóttur sinni. Hr. Olason vinnur hjá
Boeingverksmiðjunum sem verkfræðingur og hefur m.a. unnið
við hina nýju vél F.l.