Vísir - 17.07.1967, Side 9

Vísir - 17.07.1967, Side 9
V t SIR . Mánudagur 17. júlí 1967. í REYKJADAL — HeyrÖu manni, ætlaröu aö taka mynd af okkur? — Ertu kannski frá blööun- um? — Hvaö ætlaröu aö gera? Þeir koma hlaupandi á móti mér út aö hliðinu, misjafnlega fráir á fæti, enda eru sumir þeirra fatlaöir og komast því ekki hratt yfir. Þeir eiga þaö sameiginlegt að vera dvalargest ir aö Reykjadal f Mosfellssveit, sumarheimili Styrktarfélags lam aöra og fatlaöra. Spurningunum heldur áfram aö rigna yfir mig á leiöinni heim stéttina, en hingað er ég kominn f heimsókn á vegum Vísis. — Hann ætlar að taka af okk ur mynd og setja hana í Vfsi, segir snaggaralegur strákur, sem hleypur á undan okkur heim að Reykjadal. Undir skjólvegg við húsið sit ur tónskáldið Sigursveinn D. Kristinsson og stjómar fjölda- söng bama sem sitja umhverfis hann og syngja af hjartans lyst. Sólin skín á glaðleg andlitin sem fylgjast með kennara sínum og stjórnanda af athygli. Ég hef einu sinni áöur átt þess kost aö heimsækja þetta myndarlega heimili þá í hópi annarra blaðamanna og eftir- minnilegasta atvikið frá þeirri heimsókn vom einmitt tónleikar sem bömin héldu fyrir gest- ina undir stjóm Sigursveins. Þau höfðu þá numið stuttan tíma en náð furðugóöum árangri á blokkflautur og melódíkur. Okkur var sagt að Sigursveinn hefði tekið þaö upp hjá sjálfum ... ,, 'n ... Í 6. Björgunarsund. Drengimir eru báðir lamaðir á fótum. 5. Beater þjálfar lítinn snáða. sér aö koma upp eftir og kenna börnunum endurgjaldsl„ast, eða máske honum finnist ánægjan af kennslunni nægilegt endurgjald, og ennþá kemur Sigursveinn hingað upp eftir og kennir börn unum einu sinni í viku. Forstöðukona Reykjadalsheim ilisins er frú Magnea Hjálmars dóttir kennari og við spyrjum hana nokkurra spurninga: — Hvað hefur þú lengi veitt þessu heimili forstöðu? — Þetta er fimmta sumarið mitt hér. — Hvað rúmar heimilið mörg börn? — Þaö rúmar 45 böm og er fullsetiö. Hér er ákaflega goti að vera fyrir börnin útivið t góðri tíö, það er hvergi gott aö vera úti i slæmri tíð. Tún iö hér umhverfis er stórt og gef ur gott svigrúm. Svo má ekki gleyma að geta sundlaugarinn- ar sem er dásamleg. — Hver kennir sundið? — Það gerir Friðrik Jónasson kennari, en hann hefur starfaö hér jafn lengi og ég. — Hvað starfar heimilið lang an tíma árlega? — Það starfar frá miðjum júní til ágústloka. Meiningin er að gera þetta aö ársheimili, en ég veit ekki hvort' tök veröa á því á þessu ári. Mörg af börn unum sem hér eru, eru utan af landi og þau hafa því ekki sömu aðstöðu og börnin í Reykjavík og nágrenni sem geta sótt æfingar í þjálfunarstöð fé- lagsins við Sjafnargötu. Ársheim ili mundi því veröa góö lausn fyrir þau. — Hver er laeknir heimilis- ins? — Haukur Þóröarson, en hann kemur hér einu sinni í viku reglulega og oftar ef þörf kref- ur. — Hver þjálfar börnin? — Við höfum til þess þýzka stúlku frá Lubeck, en hún heit ir Beater Carriére. — Á hvaða aldri eru þau börn sem hér dvelja? —Frá fjögurra og upp í 12 ára að jafnaði, en þó eru nokkr ar undantekningar. — Álítur þú heimilið þjóna sínum tilgangi? — Mér finnst dýrlegt aö sjá hvað sumum börnunum fer mik iö fram hér á heimilinu. Þau n’jta hér þjálfunar og æfinga sem gerir þeim kleift að ná betri þroska. Sum þessara barna gátu lítið sem ekkert hreyft sig þegar þau komu hér, en geta nú komizt um meö aöstoð hjálpar tækja. — Hvernig er dagurinn skipu lagöur hér á heimilinu? — Honum er skipt niður . sund, þjálfun, söng og föndur. Eftirlit er aö sjálfsögðu haft meö börnunum allan sólarhringinn. Hér starfa sex fóstrur, auk starfsfólks viö eldhús, þvotta hús og næturvakt. Sundiö byrj ar klukkan 10 á morgnana og stendur yfir til kl. fjögur á daginn. Yngstu börnin fara einu sinni á dag í laugina en þau eldri fara tvisvar, hver hópur. Ég álít aö sundiö sé börnunum mjög mikils viröi, enda geta mörg þeirra hreyft sig mikið í vatninu, þó þau geti ekkert hreyft sig á landi. Þau veröa afskaplega glöð þegar þau finna þá möguleika til hreyfingar. sem þau fá i vatninu. — Hvaöa ástæður eru fyrir fötlun þessara barna? 1. Undir skjólvegg við húsið situr tónskáldið Sigursveinn D. Kristinsson og stjórnar fjöldasöng ... — Þær eru margvíslegar. Sum þeirra hafa fengið lömunarveiki en önnur þjást af fæðingarlöm un. Hún gerist æ algengari vegna þess aö nú lifa öll börn. Svo eru hér nokkur börn sem eru meö liðagigt. — Hefur almenningur, £ land inu sýnt málefnum Styrktarfé- lagsins mikinn skilning aö þín- um dómi? — Ég held aö almennur skiln ingur sé þó nokkur fyrir þessari starfsemi, en hún þarf mikið til sín eins og gefur að skilja og oft hefur verið þröngt í búi hjá félaginu. Hér hefur verið ráöizt í viö- byggingu auk þess að sundlaug var byggð hér úti á túninu. Þess ar framkvæmdir, auk reksturs æfingarstöövarinnar viö Sjafn- argötu þurfa mikiö fé. Þaö er mikils virði að þetta fólk njóti sem beztrar aðhlynningar í upp vextinum, þvi meiri möguleik ar eru á því að það geti orðiö nýtir borgarar. Það hefðu marg- ir gott af því að sjá börnin hérna og finna hvers viröi það er að eiga heilbrigö börn. Það er chætt aö taka undir þessi orð Magneu, og ekki sízt gerir maöur það, eftir að hafa heimsótt Reykjadal. Og Magnea bendir mér á lít- inn dreng og litlu stærri stúlku sem hjóla á þríþjólum úti á stétt inni framan við húsið. — Þessi börn geta ekki geng iö. Þau þjást af liðagigt. En þau geta svolítið hjólað. Og ánægjan leynir sér ekki í svip barnanna þar sem þau þeysa um stéttina á þríhjólun- um. Oti við sundlaugina situr Friö rik sundkennarinn og kennir hóp af börnum sem skvampa í lauginni. Ég fylgist um tíma með kennslunni. Friörik gefur fyrirskipanir og gerir stuttar at- hugasemdir á milli. Það er gam an aö sjá hve börnin una sér vel í vatninu ,en Friörik bendir mér á börn sem ekki geta geng ið, en synda um laugina eins og heilbrigð börn mundu gera. Siö an læti hann einn drenginn taka félaga sinn og synda með hann björgunarsund. Þessir drengir eru báðir með lömun í fótum. Friörik segir mér að hann hafi starfaö við sundkennslu á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í sjö ár. Fyrst hafi hr.nn veriö á Varmalandi í Borg arfirði og Reykjum í Hrútafiröi og nú síðustu árin hafi hann kennt sund hérna í Reykjadal. ViÖ kveöjum svo Reykjadal að sinni og fólkið þar, meö ósk um góðan árangur í starfi og ekki megum við gleyma börn- unum sem þarna fá ómetanlega aöstoð á erfiðri braut. 2. „Ég álít að sundið sé börnunum mjög mikils virði...“ 3. Nokkrir drengjanna við leiktæki heimilisins. „......... wm 4. Kennslustund hjá Friðrik Jónassyni sundkennara. Reykjadalur í baksýn og fjallið Esja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.