Vísir - 22.07.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 22.07.1967, Blaðsíða 16
I Laugardagur 22. jöfí 1967. Friðrvk og Larsen efsfir Friðrik Ólafsson og Bent Larscn eru ennþá efstir á skðkmötinu f Dundee í Skotlandi, hafa 4% vinn- ing úr 5 skákum. Gligoric er með 3 V2 vinning og biðskák. í 6 umferð vann Fri5rik Wade, Gligoric og Penrose gerðu jafn- tefli, Davie og Prittchett eiga bið- skák, en Larsen vann Kottnauer. Biðskákir úr 4. og 5. umferð end uðu með jafntefli, nema skák þeirra Gligorics og Kottnauers, sem fór aftur í bið og er Gligoric með unn- ið tafl. JÁTAÐITVIVEGIS AKSTUR UNDIR ÁHRIFUM ÁFENGIS ■ SÝKNADUR! Fyrir nokkru var kveð- inn upp dómur í saka- dómi Reykjavíkur í máli sem höfðað var gegn manni nokkrum fyrir meintan akstur bifreiðar sinnar undir áhrifum á- fengis. Var maðurinn sýknaður af ákærunni og svo komizt að orði, að ekki þætti sannað þrátt fyrir framburð lög- reglu, gögn hennar og niðurstöðu blóðrann- sóknar, að ákærði hefði ekið bifreið sinni í það sinn undir áhrifum á- fengis. Málavextir voru athyglisverðir á ýmsan máta og í aðalatriðum sem hér segir: Lögregluþjónn einn varö þess var, utan síns vinnutima, að maöur, mjög drukkinn, eftir göngulagi og fasi að dæma, stéig upp í bifreið fyrir utan hús lög- regluþjónsins, gangsetti hana og færði hana spölkorn. Tilkynnti hann þetta strax niður á lög- reglustöð og beið lögreglumann- anna, sem komu að 15 mínút- um liðnum. Benti hann þeim á. hvar bifreiðin stóð, og hvert maðurinn hefði haldið í kjallára næsta húss, eftir að hann hefði fært bifreiðina til. Töldu þeir Framhalo - ols 10 Fleiri innstæðulausir tékkar en oft áður Fjárhæð þeirra þó hlutfallslega lægri Harður árekstur varð á Hringbraut í gærkvöldi skammt fyrir vestan Njarðargötu. Ökumaðurinn, sem olli árekstrinum, stakk af frá árekstrarstaðnum án þes s að ræða neitt við þrjá menn sem voru i Trabantbif- reiðinni, sem keyrt var á. — Lögreglan fann skömmu síðar bifreið þess, sem olli árelcstrinum, stóra amer- íska bifreið, á Kaplaskjólsveginum, en þá var maður inn stunginn af. — Leit bar ekki árangur, en skömmu seinna gaf maðurinn sig fram á lögreglustöðinni og vi ðurkenndi að hafa valdiö árekstrinum og hafa verið undir áhrifum áfengis. — Hann varð ekki var við að Trabant-bifreiðin var kyrrstæð á Hringbrautinni fyrr en um seinan. " * Handhæg alhliða upplýsinga bók um ísland komin út gefin út af Sedlabankanum Seðlabankinn hefur gefið út handhæga upplýsingabók á ensku, sem nefnist Iceland 1966. Bókin er aðallega hugsuð fyrir erlenda aðila, sem einhverra hluta vegna vilja fá ýmislegar upplýsingar um land, þjóð, efna- hag og fleira í sambandi við ís- iand. Þá er bókin og kærkomin fyrir íslendinga, enda í henni mikinn fróðieik að finna. Rit- stjórar bókarinnar eru þeir dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri og Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur. Bók þessari, sem er 390 biað- síður aði stærð, er skipt niður í 11 meginkafla. í þeim er að finna ým- iss konar upplýsingar um efni eins og: Efnahagslíf, náttúrufræði og rannsóknir á íslandi, sögu þjóðar- innar, menntamái, íþróttir og fleira og fleira, sem of langt yrði upp að telja. Eins og að líkum læt- ur er það mikill fjöldi manna, sem kemur nálægt undirbúningi slíkrar bókar. Lætur nærri, að um 40 menn hafi skrifað í bókina um hin ýmsu efni. Undirbúningur að bókinni hef- ur staðið yfir í nokkurn tíma, en hún hefur verið unnin á síðustu misserum. Ef bókinni verður vel tekjð, mun ætlunin í framtíðinni vera sú, að gefa bókina út á 3—4 ára fresti, hún mun að sjálfsögðu vera lítið breytt, en færð til hins nýjasta, svo sem tölúr og ýmsar upplýsingar endurnýjaðar. Slík bók kom fyrst út hér á landi árið 1926 og þá í tilefni af 40 ára afmæli Landsbankans (stofnaður 1885). og sá Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri um þá út gáfu svo og þrjár þær næstu, sem komu út árin 1930, 1936 og 1946, en þá má segja, að bókin hafi verið gefin út í nýjum búningi, mjög auk in og endurbætt. Sú, sem nú er kom in út, hefur að sjálfsögðu að geyma nýjustu upplýsingar, sem til eru um I’sland og íslendinga. Aftast í bókinni er handhæg orðaskrá, sem nær yfir næstum 2000 orð, sem fjallað er um í bókinni. Þá er og aftast í bókinni bókaskrá sem nær yfir allar bækur, sem gefn Framhald á bls. 10 Fleiri innstæðulausir tékkar komu fram í skyndikönnun, sem gerð var í bönkunum 19. júlí s.I. en nokkru sinni hafa komið fram áður i slíkri skyndikönnun. Mest- ur fiöldi áður var 210 innstæðu- iausir tékkar, en var í þessari skyndikönnun 344. Miðað við skyndikannanir á síð- asta ári og það sem af er þessu ári, er þó hlutfallið milli heildar- veltu dagsins og innstæðulausra tékka heldur hagstæðara nú. Hinn 19. júlí s.l. fór fram skyndi könnun á innstæðulausum tékkum. Kom þá fram, að innstæða reynd- ist ófullnægjandi fyrir tékkum sam tals að fjárhæð kr. 1.693.000, — . I-Ieildarvelta dagsins i tékkum við ávísanadeild Seðlabankans var 260 millj. króna og 0,65% fjárhæðar tékka án fullnægjandi innstæðu. Alls hafa verið frámkvæmdar 15 slíkar skyndikannanir frá þvi í nóvember 1963. Eins og sagt var frá í Vísi 18 júlí s.l. tóku gildi í þessari viku nýjar reglur um tékkaviðskipti. Að þessu gefna tilefni skal vikið hér að einni grein hinna nýju reglna: „Sé tékki ógreiddur 15 dögum eftir áritun um greiðslufall, skal kæra útgefanda fyrir meint tékka misferli til viðkomandi sakadóms. Jafnframt skal höfða einkamál f. h. innlausnarbanka fyrir viðkom- andi dómþingi á hendur öllum tékkaskuldurum til tryggingar skuldinni." Verzlunarmannahelgin, Skátar standa fyrir samkomu í Þórsmörk Hjálparsveit skáta mun standa fyrir útisamkomu í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina n.k. Mjög fjölmennt hefur verið í Þórsmörk undanfarin ár um þessa helgi, en þetta er í fyrsta sinn sem skipu- lögð dagskrá er fyrir alla þá er dveljast þar. Haldnar verða skemmtanir bæði á laugardag og sunnudag, með dansleikjum, kvöldvökum, ieikjum o.fl. Dansað verður á tveimur stöö- um í einu, bæði gömlu og nýju dansarnir. Rfó-tríó kemur fram á laugardag, og á miðnætti aöfara- nótt mánudags veröur flugeldasýn- ing. AÖ deginum til veröa farnar V.V.V !_■ ■_«_»_*_»_B_«_»_I I ■■■■■_■ ■■■I >■■■■■ Tíu lítra m/ólkurumbúðir á Þórshöfn í huust 10 lítra mjólkurumbúðir hafa nú verið teknar í notkun á Ak- ureyri og Húsavík oh eru þær væntanlegar á Sauöárkróki og Þórshöfn. Við höfðum tal af kauplelagsstjóranum á Þórs- höfn, Gísla Péturssyni í gær og sagði hann okkur að búið væri að nanta vélarnar en þær ó- komnar ennþá. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka umbúð- irnar í notkun í haust. Ásamt 10 lítra umbúðunum verða einn ig á markaðinum 1 lítra hyrn- ur, en bær hafa verið notaðar á Þórshöfn síðan í september s.l. Taldi kaupfélagsstjórinn að þetta yrði til mikilla þæginda fyrir húsmæður, þar sem mjólk- in hefur mikið meira geymslu- þol i bessum umbúðum. Nú hafa flest heimili ísskáp, en mjólkina þarf ekki að taka út úr ísskápnum við notkun, þar sem krani er á umbúðun- um. Einnlg sagði Gísli að þetta yrði til mikillar hagræömgar t'yrir bútana, þar sem þeir þurfa yfirleitt að kaupa miklar birgð- ir af miólkinni. Ekki gerði Gísli ráð fyrir að mjólkin yrðl heim- send, enda stutt á milli húsa á Þórshöfn og íbúar aðeins 450. i ■ ■ ■ ■ a a i i a a a a a a i gönguferðir um nágrennið, og einn ig fá gestir tækifæri til að keppa > knattspyrnu og ýmsum leikjum og hlaupum. Þjónusta veröur bætt stórlega og hefur skógræktin komið fyrit þremur vatnsbólum, og verða gerð ar ráðstafanir til að tryggja nægi legt vatn. Lögö verður áherzla á bætta umgengni, og verður dreift plastpokum undir úrgang í hveri tjald. Slysavarzla og löggæzla verða með svipuöu sniði og áður, en Hjáiparsveitin hefur undanfarin ár annazt slysavörzlu í Þórsmörk um þessa holgi. Reynt veröur að draga úr skemmdum á grasi og gróðri og mun skógræktin láta loka svæð inu innan giröingar í Húsadal fyr- ir allri almennri bifreiðaumferð. Sömu aðilar og undanfarið munu sjá um hópferðir, en greiðfært er inn að Jökullóni fyrir flestar bif- reiðir, og mun Austurleiö annast selflutninga þaðan fyrir þá, sem ekki eru á 2ja drifa bifreiðum. Undanfarin ár hefur boriö á að menn brjóti flöskur á. samkomu- svæðinu, og hefur þaö oft valdið slysum, og er þaö áskorun til allra sem veröa í Þórsmörk, aö ganga vel um og stofna ekki öryggi manna í hættu með þvílíku. Aðgangseyrii að skemmtuninni verður kr. 150.0( og er þar innifalið hreinsunargjalt. kr. 50.00. I sambandi við frétt í fvrrad. uti helgarskemmtistað í Saltvík skal það tekið fram, að ekki er gert ráð fyrir, að skemmtun verði þar fyrr en ef-tir verzlwnarmannahelgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.