Vísir - 22.07.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 22.07.1967, Blaðsíða 13
/ VlSIR. Laugardagur 22. júlí 1967. 13 r FULLKOMIN ÞIONUSTA Látið okkar hraðvirku vél, með sínum undra- verða hraða, sjá um viðgerðir á ykkar sprungnu hjólbörðum. JEPPA-, WEAPON- og SENDIBÍLAEIG- ENDUR. Extra transport METZELER. Mjúk og endingar- góð. Stærðir: 600 x 16“ 6 pl. 650 x 16“ 6 pl. 700 x 16“ 6 pl. 750 x 16“ 8 pl. 900 x 16“ 10 pl. Höfum einnig fyrirliggjandi allar stærðir af MET^ELER hjólbörðum, sem eru sér- staklega mjúkir og sterkir. Þá útvegum við með stuttum fyr- irvara allar stærðir af öllum öðr- um hjólbarðategundum, sem seld- ar eru hérlendis. Sendum út á land, hvert sem er, hvenær sem er BiNZÍN- OG HJÓLBARÐA- ÞJÓNUSTAN V/VITATORG Sími: 14113 Opið daglega frá kl. 8,00—24.00 laugard. frá ki. 8.00—00.01 sunnud. frá kl. 10.00—24.00 Kristján Albertsson — sjötugur 9. júl'i 1967 — Enda þótt „jubllarinn“ hafi ósk- a8 eftir því a6 afmælisdags hans yrði ekki minnzt opinberlega, getur undirritaður ekki stillt sig um að láta eftirfarandi grein birtast „post festum“. Það er mikils virði þjóð vorri að skilja samtíðarmenn sína rétt. Afmælisgreinar verða oft á voru landi fremur eins og skrifaðar um höfund sjálfrar greinarinnar held- ur en um þann, sem heiðra á. Þetta er mjog skiljanlegt og afsakanlegt, svo mjðg sem persónulegar endur- miimingar hafa ætið áhrif á aliar slikar frásagnir. Undirritaður ieyfir sér að hefja mál sitt á afsök- un i þessa átt og lofWði um að leitast við að forðast framangreind- an galla, þótt ekki verði alveg hjá honum komizt. Fyrstu kynni mín af Kristjáni Albertssyni hófust er hann orti 14 ára gamall kvæði um föður sinn, er þá var nýlátinn ungur að árum. Við skólabræður hans, er marg- ir vildu verða skáld eða listamenn, vorum furðu lostnir af snilli þessa kvæðis, er birt var í einu helzta blaði Reykjavíkur. Við litum á Kristján eins og „undrabarn", hið fædda „geni“, og hann gerði sjálf- ur þá þegar hinar mestu kröfur til sín sjálfs og annarra. Goethe sagði eitt sinn, að ef ung- ur maður ynni sér eitthvað til frægðar, þá sameinuðust hin ýmis- legustu öfl til þess að hindra hann frá því að gera það aftur. Það varð Ifkt um Kristján. Hann gerði svo miklar kröfur að hann lagði höf- uðáherzlu á að útvega sér efnið í listaverk og að kynnast mannlif- inu : „GREIFT NUR HINEIN DAS VOLLE MENSCHENLEBEN, WO IHR ES PACKT, DA IST ES INT- ERESSANT", sagði Goethe, og þetta virtist verða takmark hins unga Kristjáns Albertssonar. Ég kynntist honum ekki verulega fyrr en erlendis að loknu menntaskóla- námi. Hann kom til mín að fyrra bragöi. Það virtist vera gáfa hans og markmið að vita „hlutina", fremur en að framkvæma þá. Hann minnir mig mjög mikiö á þá listamenn, forfeður vora, sem sögðu íslendinga sögumar öldum saman áður en þær voru skrifaðar. Hann er fæddur „diplomat" og ráðgjafi. Engan veit ég betur kunna „aðgát í nærveru sálar" en einmitt hann. Vafalaust varð hann frænda sín- um og vini Ólafi Thors til mikils gagns. Kristján varð ritstjóri Varð- ar, eins helzta málgagns Sjálfstæð- isflokksins nýja og markaði stefnu íslenzkrar blaðamennsku á beim ár- um. Forsfða blaðsins var oft öll helguð listum og annarri menningu. Einar Benediktsson hefir sjálfur sagt svo frá, að á slíkri forslðu hafi hann endanlega verið stað- festur sem þjóðarskáld Islendinga. Telja mætti fleiri dæmi um slíkt, — en á ritstjórnarárum sínum lagði Kristján Albertsson höfuðá- herzlu á að berjast gegn þeim að- ferðum áróðurs og rógs, er þá tíðk- uðust I stjómmálabaráttu íslend- inga, og vafalaust hefir Kristján átt sinn þátt 1 því að menn urðu ráðvandari og fágaðri í stjómmála- skrifum sfnum sfðar. Við Kristján vorum ósammála í mörgum efnum. Hann var á skóla- árum sínum „Heimastjómarmaður" og mér finnst hann í rauninni hafa verið það síðan, þótt hann sé eld- heitur sjálfstæðismaður nú, og finnst mér flokkurinn ekki meta hann sem skyldi ennþá. — Bækur hans, ritgerðir og leikrit, eru sum skrifuð f stjómmálalegum anda, er byggist á margra ára erl. reynslu. Meira en helming ævi sinnar hef- ur hann dvalizt erlendis og kynnzt þar mörgum heimsfrægum rithöf- undum listamönnum og stjórnmála mönnur.i. Hann hefur þjónað sinni þjóð sem sendiráðunautur erlendis og sem fulltrúi íslands hjá Samein- uðu þjóðunum. Hann mun enn eiga eftir að verða þjóð sinni til mikils gagns, þótt það sé honum eiginlegra að vinna 1 kyrrþey að tjaldabaki held- ur en að láta á sér bera. Sérstak- lega eftirminnileg er sú ræða hans um ævarandi sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga, sem birtist í „Fróni", tímariti íslendinga erlendis í sein- asta ófriði. Hann er einhver hin vandaðasta manntegund, sem ég hefi kynnzt, og hann fyrirlítur all- an ruddaskap og óheiöarleika. Hann er einn af þeim fáu mönn- um, sem geta ekki lifað án þess að lesa stöðugt góðar bækur og að hlusta daglega á vel flutta góða tónlist. Mættum við njóta hans lengi og eiga fleiri slika. Þökk sé honum og hamingja fylgi honum. 5. júlí 1967 Jón Leifs. HAUSTTÍZKAN Tökum upp daglega næstu viku glæsilegt úrval af HAUST- OG VETRAR- KÁPUM í tízkulitum. Einnig nýjustu tízku í alls konar KJÓLUM. Fáið yður kjól og kápu. — Greiðið útborgun eftir samkomulagi og afganginn eftir hentug- leikum. KJÖLABÚÐIN, Lækjargötu 2 ___ KJÓLABÚÐIN, Bankastræti 10 LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 21. júK—21. ágúst. KRISTINN JÓNSSON Vagna- og bilasmiðja HÚSBYGGiEKDUR! punlal ofninn er sléttur og áferðarfalleg- ur. rantef ofninn er fram- l leiddur úr þykk- asta stáli allra stálofna. BYGGiNGAMEISTARÁR! EFLUM ÍSLENZKAN IDNAÐ -ofninn má tengja eint við hitaveitukerfi.1 nunlal -ofninn er ódýrastur miðað við gæði ogj rimfal Síðumúla 17. - Sími 355S5. -oftiar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.