Vísir - 25.07.1967, Síða 2

Vísir - 25.07.1967, Síða 2
V í SIR . Þriðjudagur 25. júlí 1967. Meistaramótið i frjálsum iþróttum: Langhlaupari / 400 metra grinda- og varí íslandsmeistari! KR vann í gærkvöldi 7 meistarastig fyrsta kvöld meistaramóts íslands í frjálsum íþrótt- um, eða rúman helming þeirra titla, sem keppt var um. — Keppni var í nokkrum greinum skemmtileg og spennandi, eu úrslit urðu nokk- uð á þann veg, sem búast mátti við. Beztu afrek: GuÖmundur með 4 köst yfir 17 metra í kúluvarpi, bezt 17.69 metra — Val- björn 22.4 í 200 metra hlaupi — Þorsteinn Þor- steinsson 1.55.3 í 800 metra hlaupi. Þriðji varð Sigmundur Her- mannsson með 53.04. Þórarinn Arnórsson, ÍR, vakti athygli í 800 metra hlaupinu, hélt vel í við Þorstein Þorsteins son, KR. Þorsteinn vann örugg- Alls eru 118 keppendur skráð ir til leiks á M.í. í frjálsum íþróttum, sem er nú haldið í 41. skipti. Einhver misbrestur er þó á að fólk mæti til leiks eins og gengur, en f sumum greinum virðast þó margir mætt ir, sem ekki eiga beint heima á meistaramótum, enda hlýtur það f framtíðinni að vera svo að „rjóminn“ verður veiddur of- an af, áður en haldið er til sjálfs Meistaramóts Islands, og þar keppi þá eingöngu valdir menn, en ekki hver, sem það kann að detta í hug. En snúum okkur að keppninni í gær. Sennilega er Halldór Guð björnsson, sá glaðlyndi skóari einhver furðulegasti íþróttamaö urinn okkar í dag. Halidór hef- ur löngum eytt kröftum sfnum sem hinn „einmana langhlaup- ari“, sjaldan hlaupið 5 km. í kompanfi með fleirum en einum eða tveim öörum. Nú venti hann sínu kvæði í kross og hljóp 400 metra grindahlaup öðru sinni og náði tímanum 56.1. Greinilegt er, að þesi nýi íslandsmeist- ari í greininni á að geta náð metinu innan skamms, því mörgu er ábótavant við stíl hans yfir grindunum ennþá. Guðmundur Hermannsson varpaði fjórum sinnum í gær yfir 17 metrana, — og það langt yfir þaö strik. Tvö kasta hans voru ógild. Lengst hjá honum var 17.69, en Erlendur Valdi- marsson varð annar með, 15,30, aðeins 9 cm. styttra en Guð- mundur kastaði á M.l. í fyrra. Arnar Guömundsson átti bezt 15.07. Guðmundur bætti meist aramótsmetið um 1.66 m en það átti Gunnar Huseby. 1 langstökki náðist ekki nema miðlungs árangur og varla það. Skagfirðingurinn Gestur Stefáns son varði þar meistaratign sfna frá í fyrra, stökk 6.82 metra, en Jón Þ. Ólafsson stökk 6.70 métra og Guðmundur Jónsson, Skarphéðni, 6.64. Ólafur Unn- steinsson vann sannarlega af- rek, þó hann lenti ekki á verð- launapalli, — hann var í úr- slitum í 10. sinn í röö. Valbjörn Þorláksson sýndi að hann er um þessar mundir í góöu „formi“, vann Þorstein Þorsteinsson örugglega á enda- sprettinum í 200 metra hlaup- inu og fékk ágætan tíma 22.4 sek, en Þorsteinn fékk 22.6 sek, Reynir Hjartarson, Akureyri, .23.5 sek. Jón Þ. virðist staðráðinn í að . stökkva ekki hátt í hástökki í Laugardal, enda verður það aö viðurkennast að uppstökkið er ekki upp á marga fiska. Hann varð íslandsmeistari á 1,85 metrum, en annar var Snæfell ingurinn Halldór Jónasson með 1.80, og þriðji Halldór Matthías son, Akureyri með 1.70 m, — sem sagt „afrek" á borð við Olympíuleika í kvennaflokki! 1 5 km. var Halldór Guð- björnsson hinn öruggi sigurveg ari og varö þvf tvöfaldur Is- landsmeistari í gær. Hann hljóp á 16.07.7 en Gunnar Snorrason úr Kópavogi hljóp á 16.37.3 Spjótkast vann Valbjöm Þor- láksson á 56.22, en afrek Finn- bjarnar Finnbjörnssonar, 53.85 er mjög gott og lofar góöu. Ótæmandi möguleikar i 1. deild: Fjögur lii gætu oriið jöfn! Hinlr fjölmörgu knattspymu- áhugamenn brjóta nú heilann um það, hvemig 1. deild fari í ár. Fjöldinn allur af „kenn- ingum“ er á lofti eins og geng- ur og enda þótt Valsmenn séu taldir með pálmann í höndun- um er þó engan veginn víst aö lslandsblkarinn gisti öðm sinni í röö á Hlfðarenda í félagsheim- ili þeirra. Einn möguleikinn, sumum í fkinst hann e.t. v. langsóttur, var í gser talinn sá, að fjögur lið verði jöfn og veröi aö leika sín á milli, alls 6 leiki, um sig- urinn. Sagt var af gárungunum að það hafi verið KR-ingar, sem hafi sótt þennan möguleika til tölvu Háskólans, en ekki skal neitt fullyrt um sannleiksgildi þess. En til gamans skulum við renna augunum yfir þennan möguleika, minusar þýöa töp, plúsar sigra: Valur 12 stig 4- IBK + Keflavik = 12 stig. KR 6 stig +Fram + Fram +ÍBA = 12 stig. Fram 8 stig + KR + KR+ ÍA = 10 stig. Keflavík 8 stig + ÍA + Valur = 12 stig. Akrancs 2 stig 4- I'ram-4-Keflav. = 2 stig. IBA 10 stig + KR + Valur = 12 stig. Kristín byrjaöi ekki fyrir alvöru að æfa fyrr en í vor og er sann arlega efnileg. 1 hástökkinu varð Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ hlutskörpust, stökk 1.45 metra, Þuriður Jónsdóttir, HSK, varð önnur meö 1.35 metra og átta stúlkur í næstu sætum, jafnar með 1.25 metra. Varð því tals verð þröng við verðlaunaafhend inguna eins og geta má nærri. Stafaði þetta af þvf að hækkað var um 10 cm. í einu til að flýta keppninni. 1 kúluvarpi varð Emelía Baldursdóttir úr Eyja- firði íslandsmeistari og varpaði 9.75 metra. Önnur eyfirzk stúlka Sigurlína Hreiðarsdóttir, varpaði líka 9.75 metra, en átti lakara næst bezta kast og féll sigur inn því f hlut stöllu hennar að þessu sinni. 1 kvöld kl. 20 heldur meist- aramótið áfram á Laugardals velli. Keppt verður í 110 metra grindahlaupi, þrístökki, sleggju kasti, stangarstökki, kringlu- kasti kvenna, 80 metra grinda- hlaupi kvenna, 400 metra hlaupi □ SVAVAR MARKÚSSON — önnum kafinn þulur að störfum. 100 metra hlaupi, kringlukasti, 1500 metra hlaupi, 4x100 metra boðhlaupi kvenna og 4x400 metra boðhlaupi karla. — jbp — □ HÖRKUKEPPNI um sæti f 800 metrunum. lega á 1.55.3, en Þórarinn fékk sinn bezta tíma, 1.56.7 og Gunn ar Kristinsson, HSÞ, 1.59.2, en flestallir hlaupararnir náðu sín um bezta árangri í hlaupinu. Hefði verið gaman að fá Hall- dór Guðbjörnsson með í þessa grein. Þá vann KR 4x100 metra boð hlaup á 44:4 sek, HSK á 45:7 og ÍR 46:8 sek. Fimmtán ára gömul stúlka úr Kópavogi, Kristín Jónsdóttir varð íslandsmeistari í 100 metra hlaupinu á 13.4 sek, en náði betri tíma í undanrásum eöa 13.0 Golfmót Reykja- víkur í kvöld 1 kvöld kl. 18 hefst golfmót ( veröa allir beztu kylfingar Reykja- Reykjavíkur. Eru menn beðnir aö vikur meðal þátttakenda. athuga breyttan tíma. Mótið fer fram á hinum glæsi- Leiknar verða 18 holur í dag og lega velli Golfklúbbs Reykjavík- i ur vlö Grafarholt. fþróttir á hótíðinni í Eyjum Þjóðhátíðin i Vestmannaeyjumlj verður haldin 4. og 5. ágúst n.k.Jj "óg sér Knattspymufélagiö Týr um ] hátfðina að þessu sinni. Eins ogjj endranær verður mikið um íþróttirjl á hátíðinni og vill Týr sérstaklegajj hvetja alla íþróttamenn, sem verða munu í Eyjum um þjóðhátíöina aö j taka þátt f þeim. Þeim sem hafa áhuga á að koma til keppni, ;i mun verða séð fyrir ókeypis hús- næði og fæði ef þeir láta vita nógu i tímanlega. Vilji einhverjir íþróttaflokkar koma á hátíðina mun að sjálfsögðu verða tekið á móti þeim á sama hátt, komi þeir fram í keppni eða sýn- ingu. Þeir sem áhuga hafa á því að heimsækja Eyjar í þessu skyni um þjóðhátíðina hafi samband við Reyni Guösteinsson á skrifstofu félagsins sími 98-1080 milli kl. 16 og 19 alla virka daga nema laug- ardaga. Valsstúlkurnar sigruðu í 2. flokki Valsstúlkurnar báru sigur úr být um í Islandsmóti 2. flokks, sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Mikil þátttaka var í keppninni og unnu Valsstúlkurnar verðskuldaðan sigur, áttu greini- lega bezta flokkinn af þeim níu félögum, sem þarna mættu til leiks. Víi r vonn 4:2 Víkingur vann i gærkvöldi Hauka meö 4:2 í 2. deild í knattspymu. Eykur þessi sigur möguleika Vík- inga á aö komast í úrslit í deild- inni, en Vestmannaeyingar og Vík ingar eiga einir möguleika á að sigra í riðlinum. 5 i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.