Vísir - 25.07.1967, Side 7
VlSIR . Þriðjudagur 25. julí 1967.
morgun útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlond í morgun
útlönd
Verður ekkert al Ottawa
heimsókn de Gaulle?
De Gaulle borin á brýn ihlutun um
kanadisk innanrikismál
Fregnir frá Ottawa í morgun
herma, að Pearson forsætisráðherra
kanadisku sambandsstjórnarinnar
og stjóm hans hafi miklar áhyggj-
ur af áhrifum ræðuflutnings de
De Gaulle.
Skeyfa- og fréffa-
skoðun afnumin í
Suður Viefnam
Van Thieu, forseti S.-Vietnam,
hefur undirritað tilskipun um af-
nám skeyta- og fréttaeftirlits í iand
inu og hefur og öðrum hömlum á
skoðana- og prentfrelsi verið af-
Jétt.
Tilskipunin var gefin út vegna
úess að stöðugt var lagt að stjórn-
inni að aflétta þeim vegna kosn-
inganna í september, en kosninga-
baráttan hefst opinberlega 3. ágúst.
Stjórnarvöldin geta þó enn gripið
til ákvæða í stjórnarskránni til
þess ag hindra birtingu þess, sem
skaðiegt geti talizt öryggi lands-
ins.
Gaulle, sem þykir stappa nærri í-
hlutun um kanadisk innanríkismál
og nú jafnvel talið óvíst, að af
Ottawaheimsókn hans verði.
De Gaulle fór í skyndiferð um
norðurbakka St. Lawrencefljóts í
gær, flutti ræðu og lýsti samúð með
sjálfstæðiskröfum Quebecmanna.
Og svo lauk hann ræðu í Montreal.
í gærkvöldi með þvi að hafa yfir
vígorð sjálfstæðismanna þar:
l.engi lifi sjálfstætt Quebec!
Um ræðu hans í gærkvöldi hefur
verið sagt, að hún sé „hneykslan-
leg og smekklaus og jaðri við íhlut-
um um innanríkismál".
Vi» S.Þ. burt
frá New York
Bouteflika, utanríkisráðherra Al-
sírs, nýkominn heim frá New York,
hefur látið í ljós beizkju yfir, að
þaö misheppnaðist gersamlega á
Allsherjarþinginu að ná samkomu-
lagi Egyptalandi og Arabaríkjum í
vil, og stafaði það ekki af skorti
á velvild í garö Arabaríkja, heldur
hefði verið þrýst svo fast að ýms-
um þjóðum að taka ekki afstöðu
með þeim, að vart yrði með orðum
lýst.
Hann kvað Sameinuðu þjóðirnar
aldrei geta gegnt hlutverki sínu
fyrr en Kína fengi aðild og aðal-
stöðvarnar yrðu fluttar frá Banda-
ríkjunum.
Frá heimsókn de Gaulle til eyjanna St. Piette og Miguelon.
5000 menn úr sambandsher
Bandaríkjanna sendir til Detroit
Johnson forseti fyrirskipaði í gær
ag senda 5000 menn úr sambands-
her Bandaríkjanna, þar sem þeir
eiga að vera viðbúnir að aðstoða
lögreglu og þjóðvarnarlið, ef þörf
krefur, til þess að koma á lögum
og reglu í Detroit.
George Romney ríkisstjóri sendi
forsetanum fyrr um daginn aövör-
un þess efnis, að ekki væri öruggt
að nægilegt lið væri fyrir hendi.
Um 5000 hermönnum var þar
næst flogið til Selfridge-flugvallar,
sem er 48 km. frá Detroit, þar sem
eitt þúsund manna lögregla og 6000
þjóðvarnarliðsmenn hafa árangurs-
laust reynt að koma á lögum og
reglu. Reykjarmekkir svífa hátt í
loft upp, en eldur geisar í borginni
á mörgum stööum. I fyrrinótt æddu
blökkumenn um götur og frömdu
rán í íveruhúsum og búðum. Borg-
in er úr lofti að sjá eins og hún
hefði orðið fyrir loftárás. — Talið
er að kveikt hafi verið í á 2600 stöð
um. Gizkað er á, að tjónið nemi
yfir 100 milljónum dollara.
Johnson
ávarpar þjóðina
Lyndon B. Johnson Bandaríkjafor-
seti ávarpaði þjóðina í gær í útvarpi
og lýsti yfir, að ofbeldi og lögleysi
yrði ekki bolað. Hann kenndi ó-
aldar- og afbrotalýð um óeirðirnar í
Detroit og fleiri borgum landsins
og ættu þær ekkert skylt við bar-
áttuna fyrir borgaralegum réttind-
um.
Leiðtogar úr flokki republikana
sögðu í gær, að hratt stefndi í átt-
ina til stjórnleysis í Bandaríkjun-
um og kenndu Johnson forseta um
að hafa ekki grjpið til ráðstafana
i í tæka tíö til þess aö bæla niður
óeirðirnar. Krefjast þeir fullrar
rannsóknar.
Uppþot í nött,
rán og íkveikjur
í mörgum borgurn
Til óeirða kom í nótt í Pontiac
£ Michigan og spánska Harlem í
New York, þar biðu tveir menn
bana.
I Detroit
átti herlið í skotbardögum við
leyniskyttur og skriðdrekar fara
um götur, en ekki hafði er síðast
fréttist tekizt að hindra, að áfram-
hald væri á gripdeildum og íkveikj-
um. Tjón í Detroit er nú áætlað
ein milljún dollara, 21 maður hefur
verið drepinn, yfir 1000 meiðzt og
yfir 2000 handteknir. Eldar geisa
óhindrað á mörgum stöðum í borg-
inni.
1 morgun bárust fréttir um að
miklar kynþáttaóeiröir hefðu brot-
izt út í bænum Cambridge í Mary-
land.
Um það bil 1000 blökkumenn
æddu þar um tvö hverfi og kveiktu
í húsum og frömdu rán í búðum.
Þjóðvarnarlið og Maryland-her-
lið hefur veriö sent til bæjarins.
Áður en æðið greip um sig var
maður að nafni Brown skotinn, en
hann var formaður í stúdentanefnd,
sem hafði að markmiði að leysa
kynþáttavandamálin friðsamlega.
Þá hafa oröið kynþáttaóeirðir í
Houston, Texas.
fsraelsstjóm
hefur ákveðið að flytja burtu alla
Egypta írá Gazaspildunni til E1
Ariz í Sínaí. Heldur hún því fram,
að egypzkir leiðtogar þar í flokki
embættismanna, menntamanna,
kennara og aðrir hafi reynt að æsa
almenning upp til þess að hafna
öllu samstarfi við ísrael.
Hussein
Jórdaníukonungur hvatti enn í
| fyrradag til þess að haldinn yrði
! fundur æðstu manna Arabaríkja,
j en I Khartoum hefur verið boöað til
ráðstefnu utanríkisráðherra allra
Arabaríkja, sem ef til vill verður
haldin um aöra helgi.
í Túnis
hafa farið fram réttarhöld yfir
þeim, sem þátt tóku í óeirðum 5.
júní, er fréttin barst um styrjöld-
; ina milli ísraels og Arabaríkja, en
hún hófst þann dag.
; Hitabylgja á Spáni
Mikil hitabylgja er á Suður-Spáni
og hefur hitinn komizt upp i 47
stig á Celsíus. f Sevila voru fyrir
helgina 44 stig 1 forsælunni. Vatns-
skortur er og margir orðið aö leita
til lækna vegna sólbruna. Það þyk-
ir ekki lengur miklum tíðindum
sæta, þótt skógareldar komi upp,
svo víða koma þeir upp nú um
land allt.
Brezk efnahagsaöstoð
við þróunarlöndin nam s.l. ár
sem svarar til um 25 milljarða ís-
lenzkra króna.
Nýjar olíulindir
. Nýjar olíulindir hafa fundizt í
suðvestur-hluta Irans (Persíu).
Verðlaun fyrir kvikniyndaleik
á kvikmyndahátíðinni í Moskvu
fengu þær Grynet Molvig og Sandy
Dennis fyrir beztan leik kvenna í
kvikmynd, Grynet Molvig fyrir hlut
verk sitt í sænsku kvikmyndinni
„Prinsessen“ og Sandy fyrir leik
sinni í kvikmyndinni „Up the down
staircase". — Paul Scofield, brezk
ur, fékk verðlaun fyrir beztu leik-
frammistöðu karl-leikara.
Engin gengislækkun á Bretlandi
James Callaghan fjármálaráð-
i herra Bretlands flutti ræðu í neðri
I málstofu þingsins i gær og sagði,
I aö gengislækkun kæmi ekki að not-
I um til lausnar á efnahagsvanda-
málum landsins. Edward Heath
leiötogi stjórnarandstöðunnar lýsti
sig samþykkan honum í þessu
efni, en þetta væri eina atriðið,
sem hann væri honum sammála
um.
Callaghan kvað svo að orði, að
i rauninni ætti ekki að þurfa aö
taka fram hver væri stefna stjórn-
arinnar, en af hálfu kennisetninga-
manna á sviði brezkra stjórnmála
bæöi til hægri og vinstri hefði ýmsu
verið slegið fram um þetta, þ.e.
gengislækkun pundsins, slíkt gæti
leitt til spámennsku, er gæti skað-
að efnahaginn, og „þess vegna tek
ég það skýrt fram“, sagði hann,
. „að stjórnin ætlar sér ekki aö
! lækka gengi pundsins".
j Þetta kom fram I ræðu hans und
i ir umræðunni um vantraust á ríkis-
j stjómina, en tillaga íhaldsmanna í
j því efni var fellt með 93 atkvæöa
! mun.
i Callaghan kvað gengislækkun
mundu leiða til þess, að framleiösla
brezkra verkamanna yrði ódýrari
og hinna erlendu verkamanna dýr-
ari. „Þeir sem fallast á gengislækk
un“, sagöi hann, „fallast samtímis
á að raunveruleg laun til verkalýðs
ins lækki, og þetta er kennisetninga
mönnum ljóst, en samt eru margir,
sem óska gengislækkunar og af
ráðnum hug mæla með henni, því
að þeir halda að með þessum hætti
verði komizt hjá ströngum efna-
hagslegum aðgeröum, en villa með
því sjálfum sér sýn“. V T