Vísir


Vísir - 25.07.1967, Qupperneq 12

Vísir - 25.07.1967, Qupperneq 12
12 V1SIR . Þriðjudagur 25. júlí 1967. 4 Astarsaga MARY BURCHELL: úr i II ‘ sjóferð lim aldur og ævi — Já, það er nú eitthvað sérstakt við það starf, sagði Dora. — Að vísu koma aldrei jafndramatisk og lærdómsrík tilfelli fyrir héma og þau gerast í sjúkrahúsunum, því að flók leggur ekki upp í sjóferð ef það hefur grun um, að eitthvað al- varlegt gangi að því. En það kemur þó stundum fyrir eitthvaö, sem til- breyting er í. Þannig leit Dora á t. d. botnlangabólgu eða að kona tæki jóðsóttina fyrir tímann. — Og svo höfum við héma beztu og viöfelldnustu læknana, sem hægt er að hugsa sér, skaut Mary fram í. — Ummm ... Doktor Carr er nú eiginlega ekki eftir mínum smekk, svaraði Dora, sem hafði gengið í strangan skóla og hafði gaman af að láta fólk vita af því. — En það gerir hvorki til né frá. Það er Pembridge yfirlæknir, sem ræður héma. En kannski verður hann ofurlítið eftirgefanlegri við yður, bætti hún við. — Það efast ég mikiö um, enda kæri ég mig ekkert um það heldur, sagði Jenny og óx I áliti hjá báðum við þau ummæli. Þær utveguðu henni mjög sæmi- leg hjúkrunarföt, og eftir að hafa hjálpað til við fimm-sex hitaslags- tilfelli einu sjúklinganna, sem voru í sjúkrastofunni þann daginn, fór Jenny snemma að hátta til þess eð vera óþreytt og upplögð morguninn eftir. I Hún var ekki sofnuð, þegar Cla i ire kom inn í klefann hennar til þess að bjóða góöa nótt og tala um á- kvörðun Jenny. — Öllum finnst þetta fallegt dreng skaparbragð, enda er það orð að sönnu, en við vonum, > aö við verð- um ekki án þín öll danskvöldin, eða tþegar eitthvað ér um að vera, sagði Claire. — Ætli ég komi ekki þangað stundum? sagði Jenny og brosti. — Kingsley Carr finnst þetta mjög skemmtilegt. — Er það satt? Ég get ekki séð, að það sé skemmtilegt. þegar svona kemur fyrir, sagði Jenny fremur kuldalega. — Honum finnst svo broslegt, að þú eigir að vera undirtylla hjá sér... — Ég er að vinna hjá dr. Pem- bridge. — Jú að vísu. En hjá Kingsley lika. — Þaö er hugsanlegt. — Auðvitað áttu að gera það. Og af því að hann ímyndar sér, að þú sért... hvað á maður að segja — tigin stúlka, þá finnst honum þetta anzi forvitnilegt, sagði Claire. — Þetta verður ekki annaö en það, að ég vinn starf, sem ég hef unnið áður, sagði Jenny, eins og satt var. — En hann veit ekkert um það, Jenny. — —Nei, það er satt. — Og þú mátt ekki segja honum frá því, Jenny? Þetta er of flökið til þess að segja honum frá því núna. — Já, sagöi Jenny hugsandi. - Það er líklega svo. Hvað sem ööru líöur skal ég ekki segja honum neitt. Hún fór aö velta því fyrir sér hvort hún ætti ekki að reyna aö opna augu Claire núna, en þegar ihenni varð litiö á Claire og sá glampann í augunum og brosiö um muninn, þóttist hún vita, að allar hennar fortölur mundu reynast jafnfánýtar og að skvetta vatni á gæs. Hún varð að beita hinu ráðinu — hrossalækningunni. Og hún von aði í einlægni, að það kostaði ekki vinátturof. — Þú mátt ekki bregöast mér algerlega vegna sjúklinganna, sagði Claire og hló, um leiö og hún hvarf inn í klefann sinn. Morguninn eftir fannst Jenny lík ast og hún væri komin í St. Cath- erine-spítalann aftur. Aö visu þurfti hún ekki aö fara alveg eins snemma á fætur — en hún var samt vökn- uð og komin á kreik löngu á undan hinum farþegunum. Þegar hún hafði borðað árbít með Mary, fór hún inn í læknis- stofuna til þess að vera til taks, þegar Pembridge kæmi. Hann var stundvís og heilsaöi vingjarnlega en þó með húsbónda- svip, og svo byrjaöi annaríkur klukkutími, því aö á skipi með stórri áhöfn eru alltaf smámeiðsli og ýmis krankleikur líka. Jenny varð fegin, þegar hún fann, að hún hafði ekki gleymt, ^ hvemig átti aö binda um skeinur, og hún var jafnviðbragösfljót og áður, þegar læknirinn skipaði henni fyrir verkum. Nokkrum sinnum varö Pem- bridge að gefa henni nánari skýr- ingar á ýmsu, en hann gerði það með þolinmæði og hlýlega, eins og hann vildi sýna, að hann mundi. fyrirgefa henni mistök fyrst í stað. j Jföiny var fariö að Kka lífið þama, þegar hún frétti aö Pem- bridge ætlaði ekki að taka á móti farþega-sjúklingum þann daginn, heldur ætti aðstoðarlæknirinn að gera það. — Viö skiptumst á um þetta, sagði Pembridge, — alveg eins og þið Mary skiptist á. Og eins er i viðtalstímanum siðdegis. Ef þér þurfið að tala við mig, er ég inni í einkaskrifstofunni minni lengst af, nema þegar ég þarf að vitja sjúklinga í klefunum. — Já, einmitt, læknir. Þökk fyr- ir. — Þakka yður sjálfri, sagði hann og brosti til hennar. Svo stóð hann upp, og rétt í því kom Kingsley Carr inn. — Nýja hjúkrunarsystirin okkar er þá komin svona snemma i vinn- una? Hvemig hagar hún sér? spurði aðstoðarlæknirinn glottandi, eins og það væri einhver fyndni að hafa ráðið Jenny til bráðabirgða. — Mjög vel, annars hefði mér ekki dottið í hug að ráða þana, svaraöi Pembridge þurrlega. — Ég hef séð systur Jenny vinna áður og vissi, að ég gat treyst henni. — Ágætt! Nú varð Carr dálítið alvarlegri. — Við vomm svei mér heppnir að fá hana til að hjálpa okkur. — Mjög heppnir, svaraði skips- læknirinn í sama þyrrkingstón og áður. Svo fór hann, og Jenny varð ein eftir með hinum lækninum. — Fáið þér yður sæti og hvilið yöur. Nú hló Kingsley Carr og benti á einn góða stólinn í stofunni. En Jenny kaus að setjast á einn harða stólinn og láta á sér «i'é. að hún væri tilbúin i vinnuna. — Þér þurfið alls ekki að sitja svona, eins og á nálum, sagði að- stoðarlæknirinn gleiðgosalega. — Dr. Pembridge kann kannski bezt við það, — en ekki ég. — Ég geri ráð fyrir, að fyrstu sjúklingamir komi þá og þegar, sagði Jenny stutt í spuna. — Ég vil heldur láta fólk halda, að ég sé héma til að vinna en ekki gest- komandi. — Það dettur engum í hug, að þér séuð gestkomandi, úr því að þér emð með þessa hettu á höfðinu, sem fer yður svo vel. — Það er nákvæmlega sama teg- undin og hinar hjúkrunarkonumar nota, sagði Jenny. — Getur það verið? Hún litur allt öðra visi út á yður, sagði Kings ley Carr, og kveneðliö í Jenny var svo rikt, að henni þótti vænt um skjallið. Svo varð þögn um stund. En nú leit hann beint á hana og sagði: — Hvað kom yður eiginlega til að taka þetta að yður? — Þér hljótið að vita það! Dr. Pembridge var í vandræðum, þeg- ar systir Dora forfallaðist, og hann stakk upp á, að ... — Já, ég veit um það, sagði Kings ley Carr. — En þér hefðuð getað sagt nei, fallega og vinsamlega. — Flestir hefðu gert það. — En mig langaði ekkert til að segja nei. Það mun dr. Pembridge hafa grunað, og þess vegna spurði hann mig. — Og þá komum við aítur að spumingunni. Hvers vegna langaði yður að koma hingað og Ieika hjúkranarkonu, úr því að þér gátuð átt náðuga daga og notið lífsins? VÍSIR HÚSNÆÐI ÓSKAST Viljum taka á leigu rúmgott húsnæði fyrir afgreiðslu blaðsins á góðum stað í miðborg- inni, Tilboð óskast send Auglýsmgadeild Vísis sem fyrst. VÍSIR Hræðslnöskur bergmálar í fmmskóginum og berst fljótlega til apamannsins ,sem bíöur ekki boðanna og kemur strax til hjálpar. RóSið hiianum sjálf með ... *<>//, "S, Með BRAUKMAMN hitasHlii á hverjwn ofni gefiS þér sjálf ákveð- i8 hitastig hvers hcrbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli er hægf að setja beint á ofninn eSa hvar sem er á vegg í 2ja m. fjarlægS frá ofni SpariS hitakoslnað og aukið vel- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKtPHOtT 15 Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar augíýsingar yíSIS} lesa allir J Plötuspilari til sölu Til sölu sjálfskiptur Garrard plötuspilari með hátalara. Uppl. i sfma 33715 eftir kl 7 á kvölrfin. — P

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.