Vísir - 27.07.1967, Side 3

Vísir - 27.07.1967, Side 3
VlSIH . j.immtudagur 27. júlí 1967. vy. :f gMMm ÍAx ■. Rgg MYND 2. MYND 3. MYND Inýju tækin sjónvarpsins Mikið af nýjum tækjum hef- ur nú verið sett Upp í Sjónvarp- inu, og koma mörg þeirra í stað sjónvarpsbilsins sænska. Vísir geröi stutta heimsókn í salarkynni Sjónvarpsins á dög- unum, en þar var Jón Her- mannsson að vinnu ásamt fleir- um. Við báðum Jón að sýna okk- ur hin nýju tæki og útskýra í stuttu máli þau verkefni sem þeim er ætlað að vinna og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni okkar. Við skulum nú láta mynd irnar tala með útskýringum Jóns. Á fyi utu mynd 'sjáum við her- bergið þar sem upptökuhljóö- stjórnin hefur aðsetur, en þar getur einn maður stjórnað öll- um tækjum frá stjórnborði. Hér eru segulbönd, grammófón ar og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. En hlutverk deildarinnar er sem sagt hljóð- stjóm við upptökur. Á annarri mynd sjáum við upp tökustjómklefann, en hann kem ur m.a. í stað bílsins. Hér hef- ur dagskrárstjórinn bækistöð við upptöku ásamt aðstoðar- stúl’.tu og myndveljara (mixer). Hér er einnig upptökustjórinn sem hefur yfirumsjón með tækni legu hliðinni. Einnig er hér ljósa stjórn ,en ljósum er öllum fjar- stýrt héðan um skiptiborð. 3. mynd. Hér er aðalútsend- ingarstjórnin til húsa og hljóð- stjórn við útsendingu og vinna hér 3 menn á meðan útsending fer fram. 4. mynd. Hér sjáum viö þul- inn fyrir framan myndatökuvél sem er staðsett í þularklefa. Þessi vél er fjarstýrð úr öðru herbergi og getur hreyfzt á ýmsa vegu. . 5. mynd. Jón Hermannsson 4. MYND v fyrir framan tækjasamstæðu sem kalla mætti „heila mynda- vélanna“, en hér fara allar mynd ir í gegn, og er þetta fjarstýrt eins og flest nýju tækin. 6. mynd. Hér sjáum við hinn svokallaða „ampex“ eða mynd- segulband en það er notað við upptökur og útsendingar. í sama sal er kvikmyndatökuvél af full komnustu gerð, m.a. meö inn- byggðri sjónvarpsklukku og vél scm sýnir slidesmyndir og upp úr áramótum er von á „prod- jektör“ fyrir 35 mm filmur. Eins og flestir vita tekur Sjón varpið til starfa á ný um n.k. mánaðamót, en fyrstu tíu dag- ana eða svo verður sent út skemmtiefni svo sem kvikmynd ir og skemmtiefni af myndseg- ulböndum, en engar fréttir. Þul- ur mun kynna efniö sem endra- nær. 1. MYND mwmwmwM- ..■4*'*,,^ i'

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.