Vísir


Vísir - 29.08.1967, Qupperneq 8

Vísir - 29.08.1967, Qupperneq 8
8 V1SIR. Þriðjudagur 29. ágúst 1967, VÍSIR CJtgefandi: Blaðaútgátan vism Framkvœmdastjóri: Oagur Jónasson Ritstjóri: Jónas KristjánssoD Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olíarsson Auglýsingar Þingholtsstrseti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 iinur) Áskriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands I tausasölu kr. 7.00 eintakið Prents:.,iði£ Visis — Edda h.f. Ný viðhorf Stundum hafa 2—3 heilsíður dagblaða í Reykjavík í / sumar verið skrautsíður um „lúxusferðalög“ íslend- ) inga á hinum og þessum „drottningum hafsins“ eða ) lystisnekkjum erlendum, til suðlægra sólarlanda. \ Vissulega gat það virzt ólíkt unaðslegra, að vera þátt- ( takandi í slíkum lystisemdum en að kljást við kal- { skemmdir á túnum eða glíma við torsóttan síldarafla ) í órafjarlægð norð-austur í höfum, á yztu slóðum. \ Ekki er að efa, að margur hafi sótt sér unað og ) skemmtun í þessum gullbryddu skemmtisiglingum og ) öðrum álíka sumarferðalögum. — Ekki má heldur \ gleyma því, að margar slíkar ferðir hafa verið lagðar ( upp í hendur á fólki af atorkusömum ferðaskrifstof- í um fyrir ótrúlega lítið endurgjald, og fjöldi fólks því / gripið tækifæri, sem óvænt hefur boðizt, með betri )) þjónustu og fyrirgreiðslu en menn áður voru vanir. )i Um þessi lúxus-ferðalög er því vissulega margt gott \ að segja, en líka misjafnt, eins og verða vill. { Það fólk, sem vinnur hörðum höndum og ann sér / oft ekki hvíldar myrkranna á milli, á skilið að fátæki- / færi til þess að lyfta sér upp eða fara í frí um stund ) í sól og sumri. Þjóð, sem verið hefur í fremstu röð í ) verðmætasköpun á hvem einstakling, eins og íslend- \ ingar síðari árin, getur líka leyft sér nokkurn munað. ( En hitt er svo jafnvíst, að þegar ský dregúr fyrir sólu, / verða menn að gá að sér. / Við íslendingar höfum verið lánsamir undanfarin ( ár að því leyti, að aflabrögð hafa verið mjög góð og / verðlag hækkandi á útflutningsafúrðum okkar. En á ) síðasta ári byrjaði að síga á ógæfuhliðina í þessum \ efnum. Verðfall útflutningsafurðanna varð verulegt ( og vetrarvertíðin brást. Blöð stjórnarandstöðunnar / segja að vísu að ekki hafi o’rðið verðfall, af því að ýms- / ar útflutningsafurðir hafi verið í svipuðu verði fyrir )) fimm til sex árum. Verðhækkunin síðan hefur fárið í )i hækkað kaupgjald og batnandi lífskjör almennings. \ Mundu þessi sömu blöð með sama jafnlundargeði ( segja, að okkur væri vorkunnarlaust að hverfa í þeim / efnum 5—6 ár aftur í tímann ?• / Þess er ekki að vænta og ekki heldur hins, að þess / verði þörf. Við höfum búið vel að okkur, þótt víða / hafi verið sóað. Við höfum eignazt mikil verðmæti á ) undanförnum árum, sem við nú búum að. Við höfum ) eignazt nýjan skipastól, ný framleiðslutæki, vélar og \ áhöld og bætt samgöngur á landi og í lofti. Við höfum ( safnað varasjóði í erlendum gjaldeyri, sem nú kemur / sér vel. Við erum ekki á flæðiskeri stödd. En hitt verða / menn að gera sér Ijóst, að á okkur hvílir sú skylda, að ) horfast í augu við aðsteðjandi erfiðleika eins og ) mönnum sæmir. \ Viggó Oddsson skrifar frá Rhodesiu: NÝJU SEÐLARN- IR HANS IANS Salisbury, í ágúst 1967. Eins og menn muna, uröu heil mikil læti í Þýzkalandi, fyrr á árinu, þegar upp komst að þar var verið að prenta nýja banka- seðla handa Rhodesiu. Vegna Rhodesiudeilunnar við Breta út af sjálfstæðistökunni, eru allra handa refsiaðgerðir gegn Rhod- esíu, surnar á vegum S. þ. og aðrar ekkl, en hvað um það, þá sklpuðu Bretar bankastjóra fyrir Rhodesiu með aðset- ur 1 London, en Ian Smith hafði áfram sinn bankastjóra fyrir Rhodcsiubanka, meö aðsetur i Rhodesiu. Þegar fyrsta peningasending- in var að fara um borð í flug- vél 1 Þýzkalandi kröfðust Bret- ar þess, að seðlamir yrðu gerð- ir upptækir, „sem fölsuð vara“, því bankastjórinn í London hefði ekki pantað þá. Síðan vann Rhodesiustjórn tvenn réttarhöld í Þýzkalandi, en afsalaði sér síð an réttinum til að kaupa seðl- ana, til að forða þýzku stjórn- inni frá hefndaraðgerðum Breta og málið féll niður um sinn. Byggt við bankann. Fyrir framan gluggann minn í Salisbury er Rhodesiubanki eða „Reserve Bank of Rhodes- ia“. Einn morguninn hófst upp mikill gauragangur við bankann er tugir svertingja fóru að rifa niður viðbyggingu og breyta henni. Var jafnvel hamazt á sunnudögum. Síðar kom krana- bíll og vörubílar hlaðnir stór- um kössum, sem troöig var í gegnum óuppfyllt gat á nýbygg- ingunni, margir héldu að þetta væri nýtt loftræstikerfi fyrir bankann og aðrar smáhagræð- ingar. Svo skeði það í júlí, að til- kynnt var að nýir punds-seðlar hefðu verið prentaðir í eigin prentsmiðju Rhodesiubanka og von væri á fimm punda og tlu shillinga seðlum til viöbótar inn- an skamms. Mikil gleði og reiði. Þessi frétt vakti mikinn fögn- uð 1 Rhodesiu og mikla gremju í London. Peningaseðlar eiga yf- irleitt að endast I eitt ár, svo seðlar í umferð I Rhodesiu voru orðnir heldur snjáðir og óger- legt að fá nýja seðla þar til nú. Nýju seðlamir voru prentaðir í fleiri litum, til að hindra seðla fals frá London, sem strax úr- skurðaði nýju seðlana ólöglega og verðlausa, bæði í og- utan Rhodesiu. Þama skjátlaðist þeim eins og endranær. Bæði I S-Afriku og portúgölsku land- svæðunum í og utan Afrlku var seðlunum skipt, þar eð þeir vom ábyrgðir af Rhodesiu, eins og gömlu seðlamir; — og eins og sagði I ritstjómargrein dag- blaðsins I Salisbury: „Einu vandræðin með þessa seðla er, að ná I sem mest af þeim“. Dýrt fyrirtæki. Peningagerð er eitt dýrasta prentverk sem til er, gífurleg vandvirkni er viöhöfð, og dýrar og vandaðar vélar. Bæði papp- ír og framleiðsla eru send I gegnum þúsundfaldar skoðanir og minnsti galli sem finnst, er nóg til aö fleygja eða brenna Örin bendir á nýju útbygglng- una við Rhodeslubanka, þar sem seðlamir eru nú prentaðir. Sendi ráð Bandarfkjanna var á efri hæðum bankans, en hefur nú veriS fjarlægt þaðan,, sennilega af öryggisástæðum. framleiöslunni. Aðeins fáar þjóð ir hafa efni á að eiga peninga- prentsmiðju, en I Rhodesiu höfðu þeir ekki efni á að spara. í prentsmiöjunni má hitastigið ekki breytast um brot úr stigi, þar eð stilling vélanna gæti skekkzt og pappírinn dregizt til. Þá verður rakastigið einnig að vera hámákvæmt. Þjálfa þurfti I flýti hóp af fólki, og ekkert mátti fréttast hvað um væri að vera. Næstu daga eftir ag seðl- amir komu I Ijós mátti sjá 2 svarta lögreglumenn á vakt á nóttunni, ef ske kynni að ein- hver yrði sendur með sprengju til að hefna ófara Breta I þess- um kafla Rhodesiudeilunnar, með því að sprengja bankann. Rhodesia verður tveggja ára, þann 11. nóvember. Alltaf eru uppi sögur um að samkomulag sé aö nást við Breta, en því er varlega trúaö. Innlendur iðnað- ur hefur eflzt feikilega, enginn sjáanlegur skortur er á nauð- synjum og atvinna mikil, eink- um hafa húsbyggingar margfald azt. Ekkert kynþáttahatur eða óeirðir, eins og í öðrum hlutum heims o öþað er kaldhæðnislegt að hvíta Afríka skuli vera einn friðsamasti staður á jörðinni, þegar andstæðingamir em ráöa- lausir með sínar eigin kynþátta- óeirðir og heimta að hvíta-Afr- íka taki upp þeirra stefnu í þessum efnum. Viggó Oddsson. Útsýn yfir stjórnarskrifstofumar í Salisbury, dómkirkjan hægra megin. Fyrsti seðillinn, sem ég fékk, prent- aður í Rhodesiu. ................................ n ii

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.