Vísir - 14.09.1967, Side 4
Vegna þess að afgreiðslumaður
í smávöruverzlun greiddi einu
sinni Horace nokkrum Burrows
„hálfkrónu“-pening til baka (a
half crown = 35 cent), þá er
hann nú rúmum tveim milljónum
króna ríkari. Peningur þessi er
afar sjaldgæfur, alger safngripur,
því hann var í rauninni aldrei
gefinn út. Hann var sleginn 1952,
eða réttara sagt nokkrir pening-
ar voru slegnir til reynslu með
mynd af George VI, en ,hann
dó þetta ár. Peningarnir voru þó
bræddir aftur, en nokkrir virðast
þó hafa komizt í umferð. Burrows
seldi peninginn á uppboði í
Chelsea á $4,760.
Það munaði minnstu, að Frakk
land yrði einum dægurlagasöngv-
aranum fátækara um daginn, þeg-
ar ítalskur sportbíll rann til á
veginum frá Biaritz til Bayonne
á 120 mílna hraða. Billinn lenti
á trjástofni og stöðvaðist þar,
algjörlega ónýtur, en Johnny
Hailyday og þrír farþegar stigu
út úr bílnum ómeiddir svo til.
Þeir höfðu aðeins fengið nokkrar
meinlausar smáskrámur.
SÆNSK
LEIKKONA
í ÁREKSTRI
Sænsk leikkona, Christina Sch
ollin ,sem að undanförnu hefur
leikið í nýrri kvikmynd með Dirch
Passer lenti nýlega i bílslysi. Á-
reksturinn varð mjög harður, en
hún ók sjálf sportbíl sínum þegar
slysið varð.
Áreksturinn varð nú stuttu eftir
að breytt var yfir í hægri akst-
urinn í S'víþjóð, en hinn bíllinn ók
á vinstri vegarbrún. Skullu þeir
saman á mikilli ferð, en Christina
slapp þó furðanlega vel. Hún fékk
heljarmikla kúlu á ennið og sneri
á sér hnéð.
Samt sem áður kom hún fram
á leiksviði um kvöldið ,en hún
leikur í Vasa-leikhúsinu í leik-
ritinu Kaktusblómið. Hún fékk þó
taugaáfall á slysstað, því hún er
ófrísk og komin 5 mánuði á leið.
Hélt hún að fóstriö hefði beðið
einhvern skaða af árekstrinum,
en læknisskoðun leiddi í ljós að
svo var ekki.
Það vildi henni til happs, að
Þannig leit sportbíll sænsku leikkonunnar út eftir áreksturinn.
hún haföi ekki þorað, barnsins inu, en það hefði þrengt að henni
tilvonandi vegna, að spenna á um kviðinn og skorizt að, ef hún
sig öryggisbeltið í ökumannssæt- hefði haft það yfir um sig.
Fjölskyldur í Ab-
erfan fá 5000 pund
Christina Schollin fékk stóra kúlu á ennið og sneri á sér hnéö,
en gat þó leikið um kvöidið.
Jrn hundrað fjölskyldur, sem
misstu ættingja í Aberfan-slysinu
í október sl. munu fá 5000 sterl-
ingspundum úthlutað úr sjóðnum,
;em skotið var saman þeim til
líknar. Nefndin, sem kosin var
til þess að annast stjórn sjóðs-
ins, ákvað þetta um síðustu helgi.
Slys.ið hryllilega vakti mikla
athygli í fyrrahaust, þegar
stór gjallhaugur, sem safnazt
hafði saman utan í fjalli, þar
sem þorpið Aberfan stendur, —
hrundi yfir barn'askóia þorpsbúa
og grófust undir honum hundruð
bárna ög fullörðinrfa. Hundrað'óg
sextán' born og túttugu og átta
fullorðnir fórust í slysinu.
Þetta var mikill missir 1 svo
litlu og mannfáu þorpi sem Ab-
erfan og mátti heita að, hver eft-
irlifandi þorpsbúi hefði átt ætt-
ingja, sem fórust i gjallskriðunni.
Fólk fann líka sárt til með Aber-
fanbúum og var hafizt handa og
skotið saman fé, fólki þessu til
hjálpar. Mikið fé safnaðist eða
1,800.000 sterlingspund.
í fyrstu hafði það ekki verið
ákveðið með hvaða hætti þessum
peningum yrði bezt ráðstafað, svo
þeir kæmu að sem mestu gagni.
Það hefur nú verið ákveðið ,að
hverri fiölskyldu sem missti barn
í slysinu, skyldi úthlutað úr sjóðn
um 5000 pundum og auk þéss
verða 100.000 pund sett f sjóð til
styrktar þeim börnum ,sem slös
uðust. Þá munu nánustu ættingj-
ar þeirra fullorðnu, sem létust í
slysinu, fá sömu úthlutun úr sjóðn
um og þeir sem misstu börn sín.
Eftir eru þá um 800.000 sterlings
pund, sem ekki hefur enn verið
ráðstafað.
Aðsent bréf.
Eftirfarandi bréf hefur borizt
undir fvrirsögninni:
30 milljónir
til vegabóta?
„Það er margra mál, að vega
mál og búnaðarmál séu þau
vandamál okkar íslendinga, sem
örðugast sé að fá viðunandi
lausnir á i dag. Það er því ekk-
ert undarlegt þótt hafnar séu
rökræður milli fulltrúa landbún-
aðarins og fulltrúa vegfarenda
(bifreiðaeigenda )um það, hvern-
ig Alþingi v.er skattfé okkar til
að leysa þessi mál bæði til að
kosta bráðabirgðalausnir á stór
um og smáum vanda. svo sem
vegholum 1 dag, kjarna- og kal-
skemmdum í túnum á morgun,
og til að kosta varaniegar iausn
ir á grundvallaratriðum og í
stefnumálum, svo sem annars
vegar lagningu Keflavíkurvegar
og að koma varanlegu slitlagi
á fjölförnustu leiðir, og hins
vegar offramleiðsluvandamál
landbúnaðarins og orsök búvöru
verðlagsins hér í dýrtíðinni, sem
er sá bölvaldurinn, sem verst
leikur sjávarútveg og iðnað og
krefst allt að.því tvöfalds vinnu-
dags af launþegum.
Ég get ekki orða bundizt nú,
er ég nú f hádeglsfréttum fékk
að heyra þá tilkynningu frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins,
að ríkissjóður eigi í framtíðinni
að greiða kr. 6.00 í uppbætur
(niðurgreiðslur) af hverju kart-
öfiukilói (b. e. kr. 6000 á tonn-
ið), bændur skuli fá kr. 10.00 i
sinn hlut, en rieytendur skuli
greiða 8—9 krónur fyrir hvert
kíló (útsöluverð).
Ég greip viðskiptatíðindi við
hentiHn. en það er hverfum
manni auðvelt að kynna sér
styrkja eða niðurgreiðslna. Þess
skal getið að siðan í árslok 1964
hefur verð á dönskum kartöflum
oft verið lægra en þetta, t. d. í
febrúar 1965 var verðið 21 eyr-
ir danskur á kg. og meðalverð
alls ársins 1964 var 21,4 eyrir
danskur á kg., en bað sýnir að
á þessu 5 ára tímabili hafa kart-
öflur verið lækkandi i verði á
Evrópu-markaði.
1. Er íslenzk kartöflurækt þessa
virði?
2. Hver biöur fremur um blaut-
ar íslenzkar kartöflur, oft
skemmdar úr hófi fram eða
smælki, en um mjölmiklar
erlendar?
3. Er ástæða til að vemda
svona gífurlega islenzka kart
öfluframleiöslu ?
4. Er ekki betra að veita
IlmVfli Göai
heimsmarkaðsverð og aðstæður
hvers konar, og gera samanburð
við okkar mál.
Dæmið, sem biasir við mér, litur
þannig út:
Meðalverð á neyzlukartöflum
á Sjálandi í Danmörku fyrir ár-
in 1960-1964, þ.e. „noteraö“
verð á járnbrautarafgreiðslu eða
í skipaafgreiðslu í höfn var ís-
lenzkar kr. 1,67 á hvert kg. eða
tæpa 26 aura danska á hvert
kp. af dönskum gæöakartöfl-
um. Vafalaust mætti því selja
hér danskar kartöfiur í útsölu á
um bað bil kr. 4.00 á k«. sem
meðalverö yfir árið, án nokkurra
Nú er mér sagt að sala á ís-
lenzkum kartöflum sé nærri þvi
að vera um 5000 tonn árlega, en
þetta er ágizkun sem eingöngu
stafar af þvi, að þrátt fyrir mik-
ið lesmál í Árbók iandbúnaðar-
ins 1966 get ég hvergi fundið
neinar tölur um selt magn af
íslenzkum kartöflum en það
kann að vera af misgáningi min-
um.En þcssa tölu má nota i
dæmi mínu. Ef rikið greiðir nið
ur kr. 6000 —sex búsund krónur
á hvert tonn, þá fara í þessa
hít um það bil 30 MILLJÓNIR
KRÓNA.
Nú spyr ég:
frjálsan innflutning á kart-
öflum ? — afnema einka-
söluaðstöðu Grænmetisverzl-
unarinnar ? — selia kartöflur
tollalaust með heimsm.verði ?
— lækka verð þeirra í útsölu
um c.a. helming, úr rúmum
8.00 kr. í 4.00 kr.? - spara
30 milljónir króna í kart-
öfluuppbótum — og nota
þær tll varanlegra bóta á
þjóðvegum?
Vegna deilna um nafngiftir
á fjármálaráðstöfunum, þ.e. upp
bætur eða niðurgreiðslur. vil ég
mönnum til leiðbeiningar benda
á einfalda leið til að skera úr um
hvort um er að ræða af þessu
tvennu í hverju tilviki:
a. Sé vara sem er framleidd á
samkeppnisfæru heimsmark-
aðsveröi, greidd niður af al-
mannafé til að halda dýrtið I
skefjum, þá er um niöur-
greiðslur að ræða.
b. Ef opinberir sjóðir hins veg-
ar greiða hluta af framleiðslu
verði einhverrar vöru, sem
ekki stenzt samkeppnl á ná-
lægum markaði, þá er um
uppbætur að ræða.
Sem sagt: Þegar ósamkeppnis
fært verðlag er verndað meö
framlagi af almannafé, þá eru
það uppbætur. Þannlg er það
með ailar greiðslur af almanna-
fé til ísienzka búvörumarkaðs-
ins, hvort sem bær fara til að
haida uppi verði á útfluttum bús
afurðum eða þær fara til aö
halda útsöluverðl í skefium:
— neytendum til vemdar,
— sjávarútvegi og iðnaði til
verndar
— eða fjármálakerfinu til vernd
ar.
Vandamálin skýrast bezt, ef
rétt orð era höfö á hverjum
hlut“.
„Vegfarandi á brotnum bíl“.
Þakkir fyrir bréfið.
Þrándur í Götu.