Vísir - 14.09.1967, Side 9

Vísir - 14.09.1967, Side 9
VI SIR . Fimmtudagur 14. september 1967. HVAÐ ER TIL ÖRBÓTA í UM- FERÐARMENNINGU OKKAR? — Hugleiðingar með tilliti til breytingar úr v-umferð í h-umferð Þegar hausta fer, og saman fer rigningarúöi og dimma kvöldsins, fer um leið í hönd hættulegasti tími ársins með til- liti til umferðarinnar, jafnt á vegum úti sem í borgum og bæj- um. Segja má að við höfuðborg- arbúar höfum þegar orðið fyrir barði þessa válega tíma, þar sem slysum af völdum umf t< ðar fer nú mjög fjölgandi dag frá degi. Það vita þeir einir, sem reynt hafa, hvað það er, ef ást- vinur lendlr í bifreiðaslysi, og hverfur frá heimilinu um lengri eða skemmri tíma, eða kannski fyrir fullt og allt. Markmið þessa greinarkorns er ekki að rekja harmasögu þeirra sem i þeim raunum lenda, heldur að reyna að vekja islenzku þjóðina til umhugsunar um umferðina. Það er meint sem lóð á vogar- skálina í þeirri viðleitni að skapa héí á landi umferðar- menningu. Grundvallarskilyröi umferöarmenningar. Grundvallarskilyröi þess, að hér skapist umferöarmenning er, að allir ökumenn geri sér fulla og ljósa grein fyrir því, hvað bifreið er og hver máttur hennar er. Það er ekki nóg að geta skýrgreint fögrum oröum frammi fyrir prófdómara á prófdegi, hvað bifreið er. Nei, menn verða skilyrðislaust að ger'a sér fulla grein fyrir þvi, hvað bifreiö er, hversu geysi voldugt tæki hún er, og að með því að misnota hana, getur við- komand* valdið dauða, limlest- ingu eða örkumlun sjálfs sín eða meðborgara síns. Menn verða i eitt skipti fyrir öll, aö gera sér grein fyrir því, aö því aöeins, að farið sé eftir sett- um reglum um notkun svo vold- ugs og gagnlegs tækis sem bifreið er, getur skapazt um- ferðarmenning. Gæfu menn sér tíma til að hugsa um þetta og reyna að gera sér grein fyrir þessu, væri vissulega vel af stað farið á leiðinni til bættrar umferðarmenningar. Það er staöreynd að tiltölulega lítill hiuti ökumanna hér í R- vík, hvað þá úti á landsbyggð- inni, kann helztu umferðar- reglur. Meira að segja þeir, sem atvinnu hafa af akstri bifreiöa, kunna því miður flestir allt of lítið. Daglega sér maöur þessa menn brjóta algengustu um- ferðarreglur, meira aö segja þverbrjóta þær. Þetta er vissu- lega allkaldranaleg staðreynd, og þeim mun kaldranalegri er maður gerir sér grein fyrir því, að ökumaður bifreiðar ræður í mörgum tilfellum yfir lífi ann- arra manna, bæði þeirra sem eru í bifreiö hans, eða aka um á götunni eða ganga á gang- stéttinni. En hversu alvarleg og kaldranaleg sem þessi staðreynd er, þá er hún allt of alvarleg til þess, að ekki sé horfzt í augu við hana og reynt aö benda á leiðir til úrlausnar. Hvers vegna kunna menn ekki umferðarreglumar ? En hver er orsök þess, að þessir menn og aðrir kunna ekki umferðarreglur? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bif- reiðainnflutningur okkar íslend- inga hefur vaxið gífurlega und- anfarin 10 ár, og þá sérstaklega síðustu 3—i árin. Spurningin er því þessi? Var þjóðin undir þennan aukna innflutning, þetta bifreiðaflóö búin? Var vegakerfi okkar í borginni, bænum og þorpinu, eða úti í sveitinni undir það búiö aö taka við þess- um gffurlega bifreiðafjölda? Var lögreglan okkar sömuleiöis undir þetta búin? Efalaust eru mörg og margvísleg svör til við þessum spumingum, og varla eitt rétt og annað rangt. Það er aðeins staðreynd í þessu máli, og það staðreynd, sem gefa verður gaum að, aö menn sem voru og eru vanir aö aka um göturnar í lítilli umferð svo sem er í bæjum úti á landi nú í dag og var hér í bænum áður fyrr, og beita umferöarreglum af samsvarandi nákvæmni, eru nú farnir að aka í annars konar og aukinni umferð, sem vissu- lega er ekki minni en í mörg- um stórborgum nágrannalanda okkar, umferð sem krefst þess að settum umferðarreglum sé beitt af kunnáttu, lipurð, leikni, tillitssemi og öðru því sem góð- an ökumann i stórborgum og bæjum erlendis prýða. Spurn- ingin er því enn: Vorum við við þessu búnir, vorum viö gæddir þessum kostum góös ökumanns? Ég held varla, eöa ef til vill ails ekki. Varla þýðir að benda á ráö, sem hefði átt að gera, en voru ekki gerð. Þaö er aðeins aö berja höfðinu við steininn. Nei, við verðum að reyna að gera okkur grein fyrir því, hvað hægt er að gera nú til að bæta úr því ástandi, sem hér er. Viö veröum að horfast í augu viö staöreyndirnar og reyna að leysa vandamálin. Kenna þarf ökumönnum upp á nýtt með tilliti til núverandi aðstæðna. Og þá erum við einmitt komn- ir að kjarna málsins og hinu raunverulega tilefni þessa grein- arkoms. Hvað á aö gera? Ég held, að einmitt núna sé tæki- færiö fyrir yfirvöldin til að grípa í taumana, stööva óheillaþróun- ina. Það sem þarf að gera er held ég bezt oröað í einni setn- ingu: ÞAÐ ÞARF AÐ UM- SKÓLA ALLA ÖKUMENN. Það þarf að kenna þeim öllum á nýjan leik, meö tilliti til breyttra aðstæðna, sem leiða af hinni auknu umferö. Það, að breytt verður úr vinstri handar akstri yfir í hægri handar akstur, gef- ur vissulega tilefni til að koma þessari umskólun í framkvæmd, og mér er ekki grunlaust um, að nágrannar okkar og vinir (ó- vinir þó í Loftleiðamálinu) Sví- ar, hafi einmitt beitt þessu ráöi. Þeir hafa gert það áður og með góðum árangri, að vísu á öör- um sviðum, en þeir kunna á þess uro hlutum tökin. En hvernig á að framkvæma slíka umskólun íslenzkra öku- manna ? Grundvallarundirbún- ingur slíkrar umskólunar hlýtur að liggja í nákvæmri undirbún- ingsrannsókn viðkomandi yfir- valda’ á því, á hvaða sviðum þarf helzt að umskóla íslenzka ökumenn. Gera þarf sérstaka, viðamikla rannsókn á tíðni Þessar tvær myndir voru teknar í hádeginu í gær, á sama sta5 og slys varð í fyrradag, þ. e. á gangbrautinni móts við húsið Laugavegur 176. Á efri mynd- innj sjáum við vegfaranda biöa á milli akbrautanna eftir því að komast yfir götuna á MERKTRI GANGBRAUTINNI. Hann hagar sér algjörlega eftir settum og gildandi reglum. Lögreglumað- ur á bifhjóli kemur að og gefur hvítu Landrover bifreiðinni stöðvunarmerki, til að hinn gang andi vegfarandi komlst yfir. En bifreiðin sinnir ekki s :i' vunar- merki lögregluþjónsins, fyrr en bifreiðin er komin yfir MERKTU GANGBRAUTINA, og vegfarandinn verður að taka til fótanna til að komast vfir göt- una og komast undan næstu bifreið (sjá neðri mynd)). Slíkir atburðir eru allt of algengir í umferðinni hér, og sýna aö margir ökumenn eru algjörlega kunnáttulausir, jafnvel í algeng- ustu reglum umferðarlaga. (Ljósm. Vfsir B. G.) vissra teg. umferöarslysa, senda út spiímingalista til útfyllingar, þar sem spurt er um hin ýmsu atriði umferöarreglnanna og jafnvel lagt fyrir íslenzka öku- menn að leysa viss verkefni úr umferðinni, atriði, sem vissu- lega geta komið fyrir í umferð- inni og koma oft fyrir í henni. Helzt þyrfti að skylda menn til að skila slíkum spurningalistum eða reyna að vekja áhuga þeirra á einhvem hátt, þannig að öku- menn skili listunum til baka út- fylltum. Með slikum athugun- um, og skoðanakönnunum geta yfirvöldin komizt að raun um, hv ir potturinn er brotinn, hvar og á hvaða sviðum kunnáttan er sízt fyrir hendi hjá ísienzkum ökumönnum. Eftir að þetta er ljóst, þurfa yfirvöldin að vinna og haga áróöri sínum f sam- ræmi við niðurstöðurnar .Með þessu held ég, að við getum náð langt og að ávöxturinn verði i samræmi við það sem sáð er. Þessi skrif má alls ekki skilja þannig, að greinarhöfundur sé að setja út á lögregluyfirvöld eða umferöaryfirvöld. Þau hafa vissulega unnið mikið verk viö mjög erfiðar aöstæður og ég vil segja sérst. aðstæður þar sem ekki eru dæmi hjá nágr.þjóðum okkar um að slíkt bifreiðaflóð hafi skollið á vegakerfi þeirra og raunin er hér á landi, og þeg- ar hefur verið bent á. Sú stað- reynd, að umferðarkynningum í skólum fer mjög fjölgandi, eink- um í skólum hinna yngri, jafn- framt því, sem þær verða æ viðameiri, er vissulega ánægju- leg og sýnir aukinn skilning yf- irvalda á þ\' ástandi sem er. En við verðum einnig að horfast í augu við þá staöreynd, að mjög stór hluti íslenzkra ökumanna hafði til skamms tíma ekki van- izt raunverulegri stórborgarum- ferð, líkt og umferðin hér i höf- uðborginni er vissulega orðin. Og með fyrrgreindum athugun- um og könnunum, er einmitt verið að reyna aö leysa þann vanda, sem af því skapast. Um verðandi ökumenn, yngri sam- borgara okkar ,er þegar farið að hugsa með fyrrgreindum um- ferðarkynningum. Ef það, sem hér hefur verið ritað, hefur vakið einhvem til umhugsunar um þessi mál, sem vissulega eru mikil vandamál, eins og vaxandi fjöldi umferðar- slysa bendir greinilega til, þá er betur af stað farið en heima setið., En máltækið segir: „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið", og það held ég að eigi vel við hér, við verðum þegar að hefj- ast handa í þessum efnum, ef við ætlum ekki að missa af strætisvagninum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.