Vísir - 19.09.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 19.09.1967, Blaðsíða 3
V1 SIR , Þriðjudagur 19. september 1967, 3 SJÍÍÍSiH-; Það er líf og fjör í gömlu laugunum og látlaus troðningur á lúnum bökkunum. Þar sem Reykvíkingar hafa buslað á aðra öld Virðulegir borgarar sækja þang- að morgunhressingu ... Sundiðkun Reykvíkinga mun brátt segja skiliö við vöggu sína í gömlu laugununi inni í Laugar nesi. Henni hefur verið reist mik iö steinhýsi og veglegt þar i Laugardal, eins og kunnugt er, sem opna á einhvem tíma upp úr sláturstíöinni^ — að því er heyrzt hefur. Þeir Reyvíkingar, sem nú eru fyrir löngu vaxnir upp úr stutt- buxunum minnast þess áreiðan- lega, þegar þeir fálmuðu eftir fyrstu sundtökunum endur fyrir löngu inni í laugum. Þeir' elztu lærðu að fleyta sér í torflaug- inni, sem Sundfélagið í Reykja- vík hefur sennilega látið reisa þar á níunda tug seinustu aldar og síðan var hlaðin úr grjóti fyrir tilstilli Björns ráðherra 1886. — Ekki er fyllilega vitað hvort þarna hafi verið sund- laug í einhverri mynd áður, en Ólafur Pálsson, sundkennari hef ur tjáð okkur að líklega hafi Jón Kærnested, sem fyrstur hóf sundkennslu í Reykjavík 1824 valið staðinn og má vera að hann hafi komiö upp einhverri aöstöðu til sundiðkunar á þess- um stað, en Ólafur hefur það eftir föður sínum að þarna hafi veriö góð aðstaða frá náttúrunn- ar hendi til sliks. Þessir timburskúrar, sem nú þykja armir kofar og ljótir, hafa sennilega þroskað meira sund- mennt með þjóðinni en annað mannvirki á landi hér. Það heí- ur nú staðið þarna i 31 ár og þjónað vel sínum tilgangi, en laugarnar sjálfar hafa staöið í þeirri niynd sem þær eru nú síðan 1908. Margir Reykvíkingar hafa fest tryggö viö gömlu laugam- ar, þó aö aðrar risu nýrri og jafna leitað þangað á vit hinnar æruverðugu og hollu íþróttar, en ekki annað. Meðal laugagesta hafa allt fram á þennan dag ver- ið jafnan margir þekktir borgar- ar og fyrirmenn. Ekki er ósenni- legt að einmitt þarna á fúnum trégólfum lauganna, í heita ker- inu, eða við máða laugabakk- ana hafi einhvern tíma þau orð fallið, sem urðu undirrót mik- illa athafna á þessum tímum byltinganna, sem laugarnar hafa staöið af sér. Þar sem mosinn fær nú að gróa í friði, gengu fyrrum mæð- ur okkar á tilhaldsárum sínum á „bikini“ þeirra tíma, og karlar skeggræddu um allt og ekkert uppi við bárujárnsþilin. Þó að allur glansinn sé nú farinn af iaugunum busla þar ennþá strákar úr Austurbænum og viröulegir borgarar sækja þangað morgunhressingu. Það liðist sennilega fáum mannviikjum í Reykjavík því- líkur hrumleiki og þessu. Það hefur fengiö að renna sitt skeið á enda án þess nokkur hreyfði legg né lið til þess að líkna því. Laugamar hafa fengið að grotna niður í ró og spekt og mást undan mannanna fótum, og ætli öflug jarðýta verði ekki látin sjá um hinztu kveðju beirra einn góöan veðurdag. Þó að það sé í algjöru trássi við skipulag borgarinnar og „6- praktísk" ráðstöfun í hæsta máta, er þeirri tillögu hér með varpað fram, að laugamar verði friölýstar og dubbaðar upp, svo að framtíðin fái aö sjá þróun kynslóðanna hvað sundiökun snertir. Það er ágætt að gera sér grein fyrir því, að fátækt þessara kofa voru öll auöæfi þessarar ágætu íþróttar í höfuðborginni um ára- raöir. ... og ennþá ærslast þar stráklingar líkt og afar þeirra fyrir 60 árum. Starfsfólk lauganna í gamla liúsinu. Það flytur brátt í nýju höliina hinum megin við Sundlaugaveginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.