Vísir - 23.10.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1967, Blaðsíða 3
V VlSIR . Mánudagur 23. oktöber 1967. rs morgun útlönd í morgun útlön,d 1 morgun útlönd í morgun útlönd ísraelskur tundurspillir skotinn í kaf meí sovézkum eldflaugum Gerbreytt aðstaða Egypta til varnar og sóknar Leví Eshkol forsætisráð- herra fsraels sat stjómar- Piper-flugvélin fundin — f lugmenn irnir á lífi Flugvél Norðmannanna þriggja, sem saknað var eftir að þeir lögðu af stað frá Alaska fyrir nokkru til þess að fljúga til Osló norðurskautsleiðina, fannst f gær milli Anchorage og Inuvik. Flugmennimir eru á lífi og hefir ekki verið unnt að bjarga þeim enn. í gær sneri flugvél við veðurs vegna, en reynt verður aftur siðdegis í dag. Verða þeir fluttir í sjúkra- hús í Inuvik. fund í gær og ávarpaði síð- an þjóðina í útvarpi og ræddi eldflauga-árásina á ísraelska tundurspillinn Ei- lath, en honum var sökkt, er hann var :':a fyrir strönd um Sínaískaga. Fimmtán menn biðu bana og 36 er saknað, en 150 hefur verið bjargað, Skotið var að tundurspillinum fjórum sovézkum eldflaugum, og sökk hann eftir að þeirri þriðju hafði verið skotið, en hin fjórða kom niður skömmu síðar á staðnum, þar sem herskipið sökk. GLIMUDEILE Framhaldsaðalfundur Glímudeildar KR verður haldinn þriðjudag- inn 24. okt. n.k. kl. 22 e. h. Áríðandi er að deildarmeðlimir mæti vel .og stundvíslega. S tj ó rnin Laghentur og reglusamur Bifreiðastjóri óskast strax á 7 tonna vörubíl. VÖRUÞJÓNU9TAN . Sími 22959 Teppabútar í bílinn Mottur og ýmiss konar húsgögn á góðu verði til sölu. — Uppl. í síma 22959 í dag og í kvöld. ATVINNA Karlmaður óskast til afgreiðslustarfa. \ VERZLUNIN ÞINGHOLT . Grundarstíg 2 Sími 15330 Levi Eshkol kvað hér hafa verið um tilefnislausan, glæpsamlegan verknaö að ræða, sem auk þess væri hið freklegasta brot á al- þjóðasiglingalögum. — Kvaö hann ekki unnt að láta óhegnt fyrir slík- an verknað. Egyptar segja, að tundurspillir- inn hafi Verið í egypzkri landhelgi, en fsraelsmenn að hann hafi verið eina og hálfa mílu utan hennar. Árásin vekur feikna athygli um allan heim og mikinn ugg, þar sem sýnt er. að Egyptar ráða nú yfir vopnum af allra nýjustu gerð, og árásin sennilega gerð til þess að sýna, að þeir geti þegar variö sig með nýtizku vopmun, ef ekki hafið sóknaraðgerðir. Með öðrum orðum hafi ný viðhor^ skapazt. Eban, utanríkisráðherra fsraels, er kominn tii New York fyrr en búizt vár við og leggur kæru fyrir Cryggisráö Sameinuðu þjóðanna út af árásinni. Nasser hefur sæmt heiðursmerkj um sjóliðsforingjana, sem stjórn- uðu eldflaugaárásinni, en eldflaug- unum var skotið af egypzku her- skipi í Port Said. Moshe Dayan. iandvarnaráðherra ísraels — hon- um er nýr vandi á höndum. Andstæðingar Vietnamstyrjaldar efndu til mótmæla í gær í Washing ton, London, Berlín og víðar — Uppbot viða og menn handteknir i tuga og hundraða tali í gær og fyrradag efndu and- stæðingar Vietnamstyrjaldarinnar til mótmælaaðgcrða gegn stefnu Band.aríkjastjórnar og kom til á- taka i borgum víða um heim, eink- um i Bandarikiunum og . isum borgum Evrópu, aöallega í London og Berlín. f ýmsum borgum meidd- ust menn í tugataii, lögreglumenn og mtmælafólk, í ~ondom til dæmis um 40, margir þeirra fög- regiumenn, og tugir manna meidd- ust þar og í Berlín og margir menn voru handteknir. f London uröu óéirðir alvarleg- astar fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna, þar sem lögreglumenn voru teknir, lyft upp og þeir born- ir burt og hent óþyrmilega á mitt torgið fyri. framan húsið, en í þvi voru margar rúður brotnar. Lög- reglan fékk liðsauka og tugir manna voru handteknir. Óeirðirnar eru taldar einhverjar hinar -.lvar- legustu sem oröið hafa á síðari tímum. í Washington mótmæltu tugir þúsunda stefnu stjórnar Johnsons í /ietnam. Viðbúnaður var mikill svo s m getið hefir veriö í fyrri ' fréttum og má segja, að allt hafi I farið mun friðsamlegar fram en búizt hafði verið við. Þátttakan i mótmælunum var miklu minni í gær en í fyrradag og í morgun voru hinir seinustu þeirra sem tekiö höfðu sér stöðu í grennd viö PEN- TAGON fjarlægðir með valdi og fb’ttir í fangelsi í 50 km. fjarlægð frá borginni. Margir ru mót- spyrnulaust er þeim var skipað það. i — Alls voru um 600 menn hand- téknir í Washirtgton i gær og í fyrradag. vío jafnharður og fyrr. f Norður-Vietnam er Ho Chi Minh forseti jafnharður og fyrr. Ástralskir fréitaritarar hafa það eftir honum og öðrum leiðtogum þar, að þeir séu ekki til viðtals um að setjast að samningaborði fyrr en Bandarikjamenn hafi hætt loft- árásum á Norður-Yietnam. ★ Lögreglan í Niirnberg hefir handtekiö mann nokkurn, sem grunaður er um njósnir fyrir A- Evrópuland. ★ í fréttum frá Moskvu er sagt, frá merkum fornleifafundi nálægt Riga í Lettlandi. Mun þarna hafa verið verzlunarqtaður til forna. — Fundizt hafa norræn vopn, arabísk ir peningar, rússneskir skartgrip- ir og brezkir. sænskir og þýzkir munir af ýmsu tagi, Sérfræðing- ar ætla, að þarna hafi verið mesti verzlunarstaður í Eystrasaltslönd- um á 10 öld og fram á 12. öld. Enugu og Nsukka í rústum Brezkir fréttaritarar, sem farið hafa um bardagaslóðir í Biafra eð» Austur-Nígeríu segja, að höfuðstaðurinn ENUGU sé auður og yfirgefinn og að miklu ieyti i rústum. Þar sést ekki li.andi sál nema sambands' hennenn og sömu sögu er að segja í háskólabænum Nsukku. Fréttartt aramir segja, að það sé engu líkara en fjórðungur milljónar manna haf» horfið út i buskann frá heimilum og vinnustöðuafi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.