Vísir - 23.10.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1967, Blaðsíða 7
f 19 Smábátaútgerðin vex á SigEufirði Smábátaútgerð er mjög vaxandi á öllum höfnum á Norðurlandi, og er drjúg tekjulind, bæði fyrir sjó- mennina^og þá, sem verka aflann í landi. Gott verð og greið sala á saltfiski hefur á síðustu árum ýtt undir þessa útgerö. Handfæra veiðar eru aftur að komast til vegs og viröingar, enda útgerðarkostn- aður mjög lítill. Á Siglufiröi hafa um 30 smá- bátar veriö á handfæraveiðum í sumar, og segja sjómennirnir, að oftast nær hafi veiözt bæði mik- ill fiskur og góður. Gert er ráö fyrir, ef önnur atvinna minnkar í bænum, aö ennþá fleiri verði til að stunda þessa útgerð, ef veðr- átta verður góð, frameftir háust- inu. Tíðarfar hefur eins og kunn- ugt er verið óvenju hagstætt og góöar gæftir síðari hluta sumars. Meöfylgjandi mynd er af aðal- athafnasvæði smábátanna á Siglu- firöi, — Bátastööinni, — eins og hún er nefnd í daglegu tali. Þar er saltfiskverkun og veiðarfærá- geymslur bátanna. — Ljósmvndari biaösins tók þessa mynd af nýju olíumálverki hjá Ragnari Páli Ein- arssyni listmálara. — Hann dvaldi um tíma á Siglufirði nú nýlega og málaöi margar myndir frá fornum heimaslóðum Þ. R. J. •'•••••.........••••••••••••< Viðtal dagsins — Framhald af bls. 18 leit til sauðanna, sem lágu þar við opið. Þegar Guðmundur kem ur heim gengur hann einnig til liðs við föður okkar og er ekki að orðlengja þaö, að þama upp um ísinn var dreginn hákarl, sem úr fengust 90 tunnur af lifur miðað við 18 kúta mál. Þessi afli skiptist þannig, að faðir minn og félagar hans vom með 40 tunnur, Finnbógastaöamenn með 30 tunnur og Jón Magnússon og hans menn með 20 tunnur. Hákarlinn var dreginn í kös á ísinn og þegar veöur batnaöi, mátti segja að bæöi krakkar og kerlingar kæmu til liðs við að koma honum í land. Þetta vor mun nú hafa verið fariö aö þrengjast um matbjörg sums staðar, því eftir því man ég, að faðir minn sendi vinnumann sinn norður að Dröngum til Guð mundar eftir 35 eða 40 pundum af rúgi, þó mun vfðast hafa ver- ið til harðmeti frá haustinu og saltfiskur og síðast en ekki sízt mjólkin úr kúnum. Það var helzt kornvaran sem þraut. — Hvernig var svo hákarl- inn hagnýttur? — Hann var þurrkaður og svo notaöur mikið tij heimilis og seldur austur í Húnavatns- sýslu í vöruskiptum fyrir skó- leður, tólg og mör. — Hvað segirðu mér svo af sjálfum þér? — Ég geröi svona hitt og þetta sem til féll, stundaöi nokk uð sjó, fór meöal annars 5 ver- tíðir vestur að Djúpi, þar lærði ég að frysta síld og átti eftir að íshúskofa meðan ég fékkst við sjósókn. Eftir að Ólafur Guðmundsson hóf síldarverkun á Eyri við Ingólfsfjörð, vann ég talsvert hjá honum við hleðslu undir plönin. Fyrsta ár- ið, sem við vorum á Steins-túni gengu mislingar um héraðið og Magnús Pétursson, sem þá var læknir á Hólmavík, lét þau boð út ganga, að þeir gætu orðið mjög hættulegir vanfærum kon- um, og því nauösynlegt að verja þær fyrir veikinni. Þetta var til þess, að Guðlaugur tengdafaðir minn innréttaði fyrir okkur hjón in enda af fjárht' :i til að búa í og þar vorum við þangað til hættan var liðin hjá. Þar tók kona mín léttasóttina að Jóni syni okkar, en var flutt heim í bæinn til aö ala bamið. — Það má þá segja að minnstu muni, að hann sé í fjárhúsi fæddur. — Já, það má segja það. Ann ars held ég aö það örðugasta við lífiö þama heima, hafi verið læknisleysið, þegar vitja þurfti hans alla leið til Hólmavíkur. Það gat stundum dregið af gam anið. 1 Steinstúni vorum við hjónin 13 eða 14 ár, bjuggum svo 5 ár á parti í Melum en vorum eftir það á Hrauni ,þang að til við fluttum suður 1950. Lífiö hefur sjálfsagt ekki tekið okkur ómýkri höndum en marga aðra. Konan mín var hög í hönd unum, saumaði karlmannsföt öll fyrir heimilið og jafnvel ýmsa fleiri. Hún kunni vel að spila úr þeim litlu efnum, sem viö höföum yfir að ráöa. Ég er á- nægður með það, sem lífið hef ur úthlutaö mér. — Og þótt öldungurinn hafi ekki séð straum tlmans í hálf- an annan áratug, þá hefur hann greint niðinn af falli hans. Hann hefur fylgzt vel með því sem heyra mátti. Hann grípur litla harmonikku og nú syngja þau saman hjónin lag, sem hann hef ur samið, eftir að ský færðist á augun en heyrnin var ennþá næm. Og honum finnst hraöinn á öld vélmenningarinnar hafa vikið varúðinni 'til hliðar. — Oft eru slysin áleitin, ýmsir meinin kenna. Láttu hjólahjörtinn þinn hægt um strætin renna. Voðatæki veldur þú, vektu ei sorg og nauðir. Margra svella sárin nú, sumir hvíla dauöir. Vertu ætíð varfærinn, voði er oft í leynum. Hrelli aldrei huga þinn að hafa valdið meinum. Þ. M. KAUPUM HREINAR i LÉREFTSTUSKUR Dagblaðið Vísir Vinsæll fararstjóri i heimsókn: / HAFÐI ALDRFI StD SNJÓ FYRR EN HÉR □ Vinsæll maður heimsótti Reykjavík í síðustu viku. Mað- urinn heitir Guillermo og að hætti Spánverja nafni föður og móður Camundi Balaguer. Ekki munu þessi nöfn láta kunnuglega í eyrum íslendinga, en hins vegar er nafnið' VILLI mun kunnugra ýfir 1000 íslendingum, sem farið hafa utan til Mallorca og bakazt þar í sólinni og notið ferðalag- anna með Villa. Villi er fulltrúi ferðaskrifstof- unnar miklu, Melia, sem er um- boösaöili Sunnu á Spáni og skipuleggur feröalög íslendinga þar, en þau hafa heppndzt mjög vel og á Villi ekki hvað minnst- an þátt í þvl. Bauð Sunna hon- um hingað og boðaði fólk á Sögu á sunnudagskvöldið, og mættu þar á þriðja hundrað til að hitta Villa. „íslendingar hafa veriö með mér I ferðum á Mallorca 1 4 ár“ sagöi Villi, „og það var gaman að koma hingað og hitta ykkur heima fyrir. Mér finnst íslendingar alltaf eins, hvort sem þeir eru heima eöa úti á Mallorca, alltaf jafn elskulegir. Þið hafið aldrei tvö andlit, eins og við segjum á Spáni. Mig hafði aldrei dreymt um að önn- Þama er starfsfólk og fararstjórar Sunnu í, Mallor caferðunum með Villa. Frá vinstri: Jrtn Gunnlaugs- son sölustjóri og kona hans, Regína Birkis, gegnt honum, við hlið hennar Jóhannes Jensson banka- fulltrúi og gegnt honum kona hans, Steínunn Jón asdóttir, við hlið hennar Ásgerður Höskuldsdóttir, kona Ólafs Haraldssonar, sem situr innst hægra megin við hlið Villa. Innst vinstra roegin er Helga Höskuldsdóttlr, en þriðja frá hægri er Jón Guðnas Höskuldsdóttlr, en þriðji frá hægri er Jón Guðnas Valtýsdóttir, skrifstofustjóri Sunnu. Þeir Ólafur o g Jóhannes voru um tíma fararstjórar hjá Sunnu ur eins gestrisni yasri til og ég hef orðið aðnjótandi þessa viku hér I Reykjavík". En það merkilegasta, sem Villi kynntist hér, var snjórinn, — það er nokkuö, sem Mallorca búar komast ekki I kynni viö, og Villi hafði aldrei séð snjóinn fyrr en hann leit árla morg- uns út um gluggann sinn á hót- elinu, og hvít snjófölin lá yfir öllu, eins og risastór ábreiöa. Sunna hefur 1 sumar flutt yf- ir 900 farþega til Mallorca, — og Villi hefur stjórnaö ásamt Islendingum, ferðum á Mallorca en íengst af var það NjÖröur P. Njarðvík, sem var aðalfarar- i Sunnu í Mallorcaferðum í sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.