Vísir - 13.01.1968, Blaðsíða 4
■
i-'.-'S'.
&*&x-
Richard Burton hefur nú tekið
upp hippíagreiðslu, að vísu var
það aðeins um skeiö meðan hann
var að leika í kvikmyndinni
„Candy“. Einkahárgreiðslumeist-
ari Elísabetar Taylor sá um, að
hárkollan passaöi honum.
Aðrir hárprúðir menn, sem í
myndinni leika, eru bitillinn
Ringo Starr og Marlon Brando,
og margir aðrir frægustu kvik-
myndaleikarar Bretlands og
Bandaríkjanna.
Nú er það aðalhöfuðverkur
framleiðendanna, að kvikmynda-
eftirlitið banni einhver atriði í
myndinni, sem ku vera í djarf-
ara lagi.
„CUTTY SARK" SIGLIR YFIR
ATLANTSHAFIÐ
Á NÝJAN LEIK
Hin fimmtíu og þriggja feta
langa seglskúta „Spirit of Cutty
Sark“ mun í ár taka þátt i kapp
siglingu vfir Atlantshaf, en í
þeirri keppni munu taka þátt
margar seglskútur, en aðeins ein
seglskipinu fræga, sem bar nafn-
ið „Cutty Sark“, og viskífirmaö
fræga með sama nafni borgar
allan kostnað af þátttöku „Spirit
of Cutty Sark“ í kappsigling-
unni, en þátttakendur verða frá
um manni - er leyfilegt að sigla
hverri þeirra,
Þriðja janúar var opnuð alþjóð
leg bátasýning og þar skipar
„Spirit of Cutty Sark“ heiðurs-
sess. Nú eru liðin hundrað ár
frá því, að kjölur var lagður að
Frakklandi, Hollandi, Póllandi,
Ameríku og Englandi.
Cutty Sark selst meira en nokk
uð annað viskí í Bandarikjunum
og hafa firmanu græðzt næstum
100 milljónir dollara á síöustu
fimm árum.
-<*>
Herskár kvenmaður
Handsprengjan er rússnesk framleiðsla, en stúlkan, sem togar í kveiki-
pinnan er egifzk. Hún beið ósigur í hinu fræga „Sex daga stríði“ gegn
ísrael fyrir átta mánuðum siðan. Nú gengur hún á stríðsskóla í Egifta-
landi, þar sem Iærifeðumir eru rússneskir hemaðarsérfræðingar. Með-
al nemendanna em hinir tilvonandi yfirmenn í herjum Nassers.
IMW
Hitaveitubréf.
Það er í rauninni eðlilegt, að
fólki skuli gramt i geði vegna
hinnar köldu hitaveitu, sem hef
ur brugðizt vonum manna meira
en nokkru sinni fyrr. Það er
þvi eðlilegt, að fólk láti I sér
heyra um þessi mál, því mis-
tök hafa átt sér stað, annað
getur varla verið, því varla hef-
ur verið ráð fyrir gert, að fólk
ætti að sitja í kuldanum, eins
og raun hefur á orðið. Hins
vegar er ekki hægt að ásaka
einstaka menn fyrir þau mistök,
þó þeir reyni að bera blak af
stofnuninni.
Hér er eitt hitaveitubréfið
frá einni, sem er heitt í hamsi
vegna kuldans:
„Hitaveitan dugðl til kl. 14.00
í gær (fimmtudag 4. jan) segir
Gunnar Kristinsson verkfræð-
ingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur
borgar I samtali ,við Morgun-
blaðsmann, eöa menn. Þessi um
mæli Gunnars em í Morgun-
blaðinu föstud. 5. jan. bls. 28.
Á þessari sömu siðu Morgun-
blaðsins, — það er hálf letðin-
Iegt fyrir þennan Gunnar, er
fyrirsögn á greln, sem er mynd-
skreytt ráðandi mönnum hita-
veitunnar til augnayndis „Allir
ofnar Landakotsskóla sprungu í
frostunum". í greininni segir
orðrétt: „Hitaveitan brást í skól
anum og bústaðnum um tíu-
leytið á þriðjudagskvöldiö.“
Kunningi, sem býr við Óðins-
götu kom til mín, miðvikudags-
kvöldið 3. ian. síðastl., og sagði
mér að enginn hiti væri hjá sér,
allt þvi jökulkalt, og sömu sögu
væri að segja yfirleitt f öllum
húsum gatnanna þar uppfrá, og
svona hefði þaö verið síðasta
sólarhringinn, — bara kuldi. Ég
bý 1 Lækjargötunni, og á mið-
vikudagskvöldið voru ofnarmr
aðeins volgir, og varð ég þá að
setja rafmagnsofn á til að halda
á mér smá hita. Þessi áður-
nefndi Gunnar segir lika í sama
viðtali, sem áður er getið „aö
heita vatnið hverfi aldrei í þeim
hverfum sem lægst standi“. Ég
hefi ætið álitið, að hægt væri
að segja ineð sanni, að Lækjar-
gatan væri með lægst liggjandi
götum Reykjavikurborgar, en
þó hefur hvað eftir annað orðið
hitavatnslaust í götunni. Hvem
ig stendur á þvi að opinber
starfsmaður, og menntaður mað
ur skuli láta hafa eftir sér alveg
staðlausa stafi viðvíkjandi hita-
veitumálunum. Gunnar Kristins
son verkfræðingur hlýtur að
vera skrýtinn fugl, svo ekki sé
melra sagt. Hverju eða hverjum
þjónar það, að snúa alveg sann-
leikanum við, og kasta beinum
ósannindum framan í hríöskjálf-
andi fólkið á hitaveitusvæðun-
um, þar sem ekki hefur komið
dropi af heitu vatni síðustu 3
sólarhringa að minnsta kosti.
Gunnar þessi býr að öllum lik-
indum í nýju húsi í einhverju
af nýjustu hverfum borgarinnar,
þar sem heita vatnið hefur ekki
bara runnið heldur fossaö inn
i húsin. Það sagði mér góður og
gegn maður, sem býr í einu af
nýju hverfunum, að hann hefði
orðið að taka heita vatnið af
vegna ofhitunar í ibúðinni.
Hann sagði að varla hefði verið
líft i íbúðinni vegna hitans. Mik-
ill er munurinn, oe skil ég mæta
vel að ef áðurnefndur Gunnar
býr sjálfur við hau skilyrði sem
að ofan greinir. bá Iíði honum
það vel að samvizkan sofnar og
hann gleymir armæðu þeirra
sem búa í kuldanum og skjálfa,
— bíðandi eftir að hitaveitu-
lungnabólgan sæki þá heim.“
„s. p. á.“
Ég þakka bréfið.
Þrándur í Götu.