Vísir - 13.01.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 13.01.1968, Blaðsíða 9
V151R . Laugardagur 13. janúar 1968. 9 HATTARNIR SÖGÐU HVAÐAN ÞÆR KOMU Kristín Johnson í Winnipeg og Guðrún Árnoson á Gintli rifja upp endurminningar frá íslandsferðum „Cæl Rúna mín, hér kem ég ^ nú með unga stúlku frá ís- landi, þannig að nú getum við aideilis skroppið til íslands í huganum“ — og Kristín John- son kynnti mig fyrir Guðrúnu Ámason á Gimli. „Vertu velkomin og gakktu í bæinn, þótt ekki komir þú nú í höll. En hér hef ég búið f 54 ár — maðurinn minn byggði þetta hús rétt áður en við gift- um okkur og hér bjuggum við allan okkar búskap. En nú er heldur tómlegra hér en var þeg- ar bömin 9 vom heima og mað urinn minn enn á lífi", sagöi Guðrún og við settumst niður og fómm að spjalla og það leið ekki á löngu áður en taliö barst að íslandi. „Þær hittast ekki svo að þær tali ekki um íslandsferðimar", sagði Lilja dóttir Kristínar og tengdadóttir Guðrúnar, en þær sögðu henni að hún yrði alveg eins eftir að hún hefði farið til Islands, en hún og maður henn ar em að hugsa um að skreppa þangað næsta sumar. Þegar Kristín og Guðrún fóru til íslands 1957 og aftur 1965, ferðuðust um og hittu ættingja. Báðar em þær alíslenzkarað ætt, Guðrún var fædd á íslandi, á Egilsstöðum í Vopnafirði, dóttir Bjöms Jónssonar og Guðrúnar Grímsdóttur. Kristín fæddist aft ur á móti í Selkirk utan við Winnipeg, dóttir Bjöms Bjöms- sonar frá Vaidarási í Víðidal og Margrétar Kristmannsdóttur frá Fitjum I Miðfirði. Eiginmaöur Guðrúnar, Jóhann Vilhjálmur Ámason og maöur Kristínar, Bergþór Emil Johnson vom báð ir íslenzkir að ætt. Meðan við nutum veitinga Guðrúnar var ísland nær óslitið á dagskrá og samræðumar vom svo fjömgar að ég tók upp blokk og penna og punktaði nið ur. Þaö þarf ekki að taka það fram að við töluöum íslenzku og eftir íslenzkunni að dæma sem þessar tvær fullorðnu kon- ur töluðu hefði mátt halda að þær hefðu aldrei frá íslandi far ið. Kristín: Þaö fyrsta sem við geröum í hvert skipti sem við komum heim á kvöldin á ís- landi var að skrifa niður það sem við höföum gert yfir dag- inn, því að við fómm í svo marga staði á hverjum degi að það hefði verið ómögulegt að muna þetta allt. Guðrún: íslandsferðirnar eru nokkuð sem mér gleymist aldrei og ég hugsa alitaf til baka með ánægju. Ég varð ekki fyrir von- brigðum að nokkm leyti. Það era allt of margir íslendingar hérna sem hafa farið heim og komið aftur og fundizt lftið til um. Ég skil þá ekki. K: Hann Guöjón tengdabróöir þinn Rúna vildi nú ekki trúa okkur þegar við vomm aö tala um Island eftir að við fórum þangað ‘57, og sagði að þetta væri bara í huganum á okkur. En svo fór hann heim ’64 og sagði við mig þegar hann kom aftur: „Þetta er allt rétt sem þú sagðir — það er alveg dá- samlegt. Og ég ét ofan í mig aftur það sem ég sagði áður“. Þ: Manstu eftir þér á íslandi sem barn Guðrún? G: Ég fór frá íslandi fjögurra ára og þann 10. september voru 75 ár síðan ég kom hingað. Ég man eftir mér á hestbaki á leið niður í Vopafjörð, en þar tók Guðrún Árnadóttir (t. v.) og Kristín Johnson. skipið okkur. Viö Jón bróöir minn vorum bundin saman meö einhverju sjali, man ég. En mér var sagt margt frá íslandi þegar ég var barn. Mamma kenndi mér að skrifa á íslenzku og ég skrifa alltaf eitthvað — er ný- búin að skrifa 7 bréf. Mamma lét mig skrifa ættingjunum heima og þvf fannst mér ég hafa þekkt þá alla tíð þegar ég kom. fyrst heim. K: Mér var kennt að meta og virða allt sem íslenzkt er, því aö þótt það væm örbirgð og erfið leikar sem hröktu móður mfna frá íslandi þá hugsaði hún aldrei þangaö með biturieika. En ég Ég bjóst við að allar stúlkurn- ar væru ljóshæröar, en varð alveg undrandi á að sjá þær flestar dökkhærðar. 1 fyrstu ætlaði ég ekki að trúa þessu og sneri mér við og horföi á eftir dökkhærðu stúlkunum sem ég mætti. — Á ööru varð ég undr andi og það var að sjá allar þess ar íbúðablokkir, rétt eins og héma, nema hvað þær em full- komnari á íslandi. Þar era sval ir frá hverri íbúð en þeir vom ekki famir að byggja svoleiðis héma 1957. Og svo var það mat urinn. Ég var búin að heyra mömmu tala svo mikið um fs- lenzka matinn og var búin að gáfu mér íslenzkan búning. Ég var búin að ætla mér að fá mér upphlut og vildi fá að borga þennan en það tóku þau ekki í mál. Ég sagði að þaö yrði til þess að ég gæti aldrei komiö til ísiands aftur. Lilja: Hún fer aftur til Is- lands, þaö er áreiðanlegt. K: Maður veit aldrei hvað verður. Þjóðræknisfélagiö efnir ef til vill til hópferðar til ís- iands í sumar og hver veit nema ég bregði mér. G: Mér fannst svo yndislegt að heyra börnin tala íslenzku. Fyrsta morguninn á Islandi vaknaöi ég viö að börn voru • Bjóst við að hitta skyldfólkið í torfbæjum • Undrandi á að sjá dökkhærðu stálkurnar • Hlakkaði til að fá sárt slátur • Yndislegt að heyra börnin tala íslenzku 0 „Ég sé að þið eruð frá Ameríku" 0 Við heyskap og silungsveiðar í Mývatnssveit 0 Undrandi á huldufólkstránni haföi ekkert samband við mitt fólk heima fyrr en séra Valdi- mar Eylands fór heim eitt sinn. Kom Jónas hálfbróðir minn til hans og spurði hvort hann kann aðist við fólk með nafninu Byron (þaö var eftimafn föður míns hér) og gaf Valdimar hon um þá heimilisfang mitt og hann skrifaði mér. Þegar við vomm böm skrifaðist faðir minn á við a.m.k. eldri bróður minn, en pabbi dó 1930 og þá rofnaði sambandið. G: Ég hélt að ég myndi hitta skyldfólk mitt i torfbæjum, sérstaklega I Vopnafirðinum. En ég hitti hvergi fólk sem bjó þannig en kom þó í torfbæ á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit, sem fólkið var nýflutt úr. — Bróðurbörn mín búa á Syðri- Neslöndum. Ég átti líka von á að sjá fólk á sauðskinnsskóm. en sá aðeins einn blindan gaml an mann á slíkum skóm. Ég vissi auövitað aö það höfðu orð ið geysilegar breytingar á öilum frá því aö ég fór vestur, en átti ekki von á að viðbrigðin væm svona mikil. K: Að einu leyti varð ég fyr ir vonbrigðum verð ég að segja. hlakka til að fá súrt slátur, en ég fékk það aldrei. G: Það fékk ég hjá skyldfólk- inu í Mývatnssveit. K: Já, og ég fékk aldrei vínar- tertu eins og hún er gerð héma. G.: Þær hafa sultu í hana á íslandi — en það er ekki al- mennileg vinarterta. K: Frænka mín sagði mér aö það hefðu ekki fengizt sveskjur svo lengi á Islandi og þá heföi veriö farið að hafa alls konar sultu í vinartertumar, en nú fást sveskjur svo að ekki er hægt að kenna sveskjuleysi um. G: Eða rjómapönnukökumar. Gestrisnin. gengur fram úr öllu hófi og fólkið tekur sér nærri að taka á móti okkur, Vestur- íslendingunum eins og þið seg- ið. Við vomm í mörgum boðum á dag. Þ: En fólkiö heima hefur svo gaman af að fá ykkur. K: Það hlýtur aö vera því að það kepptist hreinlega um að fá okkur og svo var maður leystur út með gjöfum. Rétt eftir að ég kom til Islands 1965 kornu 26 skyldmenni mín sam- an hjá bróðurdóttur minni og að tala saman fyrir utan húsið og ég heyrði: „Ég er hálf hrædd- ur við þessa amerísku konu sem kom með stóm flugvélinni til hennar ömmu. Ég ætla ekk- ert upp til ömmu ( dag“ Þetta var þá lítil þriggja ára frændi minn. En það leið ekki langur tími þar til við urðum mestu mátar og hann kom jafnan og spurði: „Áttu nokkurt gott, Guörún frænka?" K: Rúna, manstu ekki eftir mar.ninum sem var að mála að utan Sjómannaheimilið í Laugar- ásnum þet ir við komum þang- að? Hann sneri sér að okkur og sagði: ,JÉg sé að þið eruð frá Ameríku" „Já, það má nú sjá,“ sagði ég, og hélt að hann ætti við nafnspjöldin sem við vorum meö næld í okkur en á þeim stóð „Þjóðræknisfélag íslend- inga í Vesturheimi". „Já“, hélt hann áfram, „ég sé það á hött- unum“. Viö vorum með blóma- hatta sem voru mikiö í tízku. Mér fannst þetta svo skemmti- legt. Þ: Ferðuðust þið mikiö um á íslatidi? K: þegar við korpum ’57 vor- um við 8 vikur ogrfórum fjarska víða. Norður og austur r— ég komst aö Dettifossi og Guðrún í Vopnafjöröinn. En 1965 var tíminn skemmri, aðeins fjórar vikur og ekki hægt að gera eins mikið. G: Ég var um heyskapartím- ann í Mývatnssveitinni og fór út á tún og rakaði með heima- fólkinu. Ég komst út á vatn og þar lögðum við net og tókum 6 stóra silunga. Þeir voru góðir og hún fr^.nka mín kunni nú að höndla þá. — En ég sá eftir að k-'tnast ekki til Húsavíkur. K: Sama segi ég og mér þótti leiðinlegt að komast ekki í Hólakirkju, þvi að þangað lang- aði mig að koma. G: En ég var við messu í gömlu Reykjahlíðarkirkjunni. Fannst mér sem ég stæði þar á heilagri jörö. Kirkjan var ný- byggð þegar mamma fór úr sveitinni, en hún ólst þar upp að mestu. Bróðir minn, sem ég sá aldrei og amma mín, sem ég heyrði svo mikið um voru jörö- uð þar. Þegar ég kom i Húna- vatnssj sluna þekkti ég svo mikið af staða- og bæjanöfnum að það var auðvelt fyrir mig að muna hvað hver bær hét. Ég var tvo daga í Húnavatns- sýslunni 1957 með Jón. si bróö- ur mínum og það rigndi sífellt. En bróðir minn tók þessu öliu með ró og sagði: „Það sem Guö gefur verður ekki aftur sent“. — Þegar ég var að ferðast hafði ég mest gaman af öllum sög- unum sem mér vom sagðar af stöðum þar sem merkir atburðir gerðust í fornöld. Eða þá að sjá alia steinana sem huldu- f'lkiö ái ’. að búa í. G: Hultíufólkstrúin stakk mig svo eink nnilega. Ég hitti gamian mann á Hvammstanga og hann sagði mér að það þyrfti enginn að segja sér að huidu- fólk væri ekki til. Og mér finnst ekkert undarlegt að þessi trú skyldi skapast á Islandi. Lands- lagið er þannig og steinamir og fjöllin taka á sig alls kyns myndir í myrkrinu. Svo les fólkið sögumar um huldufólkið. Þ: Er ekkert huldufólk hér vestur á sléttunum? G: Okkur vom sagðar sögur af huldufólki á íslandi en það datt engum i hug að slík fyrir- bæri gætu verið hér. K: Mamma sagði mér að hún hefði alltaf verið hrædd í bæj- argöngunum heima á íslandi. Og ég skildi það þegar ég kom í Glaumbæ í Skagafirði og gekk þar um göngin. Þar fannst mér gaman að koma. — Hann Guð- mundur Guðjónsson á Ásgarðin- um í Reykjavík, sem ég kynntist 1957 fór með okkur víða um og ha .n kunni svo margar sög- ur sem hann sagði okkur. G: Hann Guömundur okkar var alveg einstakur og við lærð- um marga sögur af honum. Já, Þórdís mín, svona höldum við áfram gömlu konumar þegar við hittumst, tölum um Island og förum úr einu í annað. Þeg- ar maður fór að segja frá Is- landsferðinni 1957 var maðurinn minn heitinn vanur aö segja: „Nú er húrT Guðrún mín komin til íslands“. Hann langaði aldrei aö fara þangað. En það er skrýtið. að vera að segja þér, íslendingnum frá þessu. Ég held að við ættum að snúa þspsu við og þú að segja okkur dálítið frá Islandi. Þórdís Ámadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.