Vísir - 27.01.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 27.01.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 27. janúar 1968. 7 £ Nú er tízkuvikunni í París að Ijúka og fréttir hafa borizt af flestum sýningunum. Pilssíddin er greinilega mikið ágreiningsmál hjá tízku- frömuðum ennþá. Yfirleitt voru kjólarnir á sýningunum kvenlegir, með þröngu mitt* og litimir sem mest bar á vom blátt, hvítt og rautt. Brydd- ingar og pífur einkenndu mjög marga kjóla á tízkuvikunni. Jaques Heim - Síðir jakkar, bryddingar og breið belti Tízkuvikan opnaði með sýn- ingu hjá Jaques Heim s.l. mánu- dag. Stutta tízkan var greinilega vinsælust hjá honum og var kjólfaldurinn yfirleitt 7 cm. fyrir ofan hnén. Áhrifa frá tízkunni á árunum 1920—30 gætti víða í fatnaöi þeim sem þarna var sýndur. Mittið var yfirleitt hátt á kjólunum og V-hálsmál mjög Síðir jakkar og kápu- kjólar, með breiöum beltúrn og bryddingum í öðrum lit Vöktu mikla athygli á sýningunni. Samkvæmisklæðnaöurinn hjá Jaques Heim hefur verið kall- aður „Jean Harlow klæðnaður", strútsfjaörir, blúndur og shiffon pifur einkenna hina kvenlegu samkvæmiskjóla hans, og mjóir hlírar með semelíusteinum vöktu mikia athygli. Stúlkurnar sem sýndu þennan klæðnað voru að sjálfsögðu ljóshærðar og þóttu hreint ekki ósvipaðar hinni dáðu stjörnu þöglu kvik- myndanna, Jean Harlow. Buxnadragtir vöktu mikla at- hygli, en þær voru flestar með hnébuxum og jakkarnir náðu niður undir hnéð. Pilsdragtirn- ar voru úr þykkum ullarefnum, jakkamir síðir með breiðum beltum og pilsin felld eða jafn- vel rykkt. Hnésídd, sterkir iitir og strútsfjaðrir Ekki var Balmain alveg sam- mála Jacques Heim með pils- síddina. Hjá honum vorú flestir kjólar um eða rétt neðan við hnén og sagt er að kvenfólkið sem horfði á sýninguna hafi ó- sjálfrátt farið að toga faldinn á kjólum sínum niður undir hné, Hins vegar bar mikiö á brydd- ingum og alls kyns böndum á kjólum og drögtum hjá Balmain, mjög líkum þeim er Jacques Heim sýndi. Hvað mesta athygli vakti blár kjóll, með hvítum og rauð- um bryddingum, en þessi lita- samsetning viröist ætla að veröa vinsælust í París. Sokkarnir hjá Balmain voru yfirleitt dökk- ir, t. d. dökkbrúnir eöa dökk- bláir og skórnir voru einfaldir og lághælaðir. Breið belti undir strikuðu hina afmörkuöu mittis- línu hjá Balmain og voru þau allt að 10 cm breið. Balmain hafði sérstaka sýn- ingu á „Afríku-fatnaði", en það voru alls kyns föt úr strúts- mikla athygli, svo og frakka- kjólar með geysilega skrautlegu blómamynstri. VORTÍZKAN1968 Þessi rómantíski brúðarkjóll va' mikla athygli á sýningu Balmains. Hann er með „púff“- ermum og blúndupífum og mitt- ið er þröngt og kvenlegt. f^ðrum, ofnum marglitum efn- um frá Afríku og jafnvel úr teppum frá Marokkó. Marglit bönd prýddu mikið af þessum fatr.aði og alls kyns fjaðrahatt- ar og strútsfjaðrapelsar voru hafðir við. Jafnvel skyrtublússu kjólarnir voru prýddir með fjöðrum eða jafnvel skinnum. Abstrakt mynstur bæði á ullar- efnum og silkiefnum vöktu Nina Ricci — Sherlock Holmes slár og hnébuxur Gérard Pip. t átti heiðurinn af að hafa teiknað allflestan þann fatnaö sem sýndur var á vegum tízkuhúss Ninu Ricci, en hann var í senn skemmtilegur og unglegur. Hné-síddin var al- gengust á kjólunum og víð pils og langar ermar einkenndu flesta kjólana. „Það er nægur tími til að stytta pilsfaldinn næsta haúst“, sagði Pipart á sýningunni þegar rætt var um síddina. Alls kyns jakkar og slár vöktu mikla athygli á sýning- unni og við það voru notaðar hnébuxur og tvílitir skór. Sam- kvæ isklæðnaðurinn var mjög skrautlcgur en tvímælalaust vöktu mesta athygli kjólar, meö hringskornu pilsi og a. m. k. sex undirpilsum í mismunandi litum. Shiffon var vinsælt á þess ari sýningu, svo sem fleirum og voru sýnJir margir mjög fallegir kokteilkjólar úr shiffoni með löngum ermum. Þessa sokka lét solckafyrirtækið Hudson gera sérstaklega fyrir Vivier, en þeir eru með sama mynstri og er á skónum. Skórn- ir sýna greinilega línuna í skó- tízkunni, beinn I æll og breið tá. Roger Vivier — Barnalegir skór, lágir hælar Roger Vivier sá allmörgum sýningarstúlknanna fyrir skó- taui á sýningunum, og gerði hann t. d. allan skófatnað sem sýndur var á sýningunni hjá Yves Saint Laurent, sem ann- ars hefur lítið frétzt af ennþá. Skórnir hjá Vivier eru yfirleitt með breiðri tá og lágum breið- um hælum og helzta nýjungin í skótízkunni eru tvílitir skór, sem virðast hafa átt marga að- dáendur í París undanfarna daga. Ckór með áföstum hné- háum nælon—stretch sokkum í mörgum litum vöktu einnig tals verða athygli. Mjög skemmtileg nýjung kom látiö gera sérstaka sokka með Sokkafyrirtækið Hudson, sem allar konur kannast við hafði einnig fram í skótízkunni hjá Vivier, en þaö eru sokkar o?. skór með sams konar mynstri. nákvæmlega eins mynstri og á svörtum skóm sem Vivier hafði gert. Þessi svart-hvít köflótta buxna dragt vakti mikla athygli á sýn- ingunni b.'' Ninu Ricci, en hún er teiknuð af Gérard Pipart, sem teiknaði flesta kjólana og dragtirnar á sýningunni. Vordragt frá Jaques Heim. Efn- Ið í jakkanum er þykkt ullar- efni en pilsið er úr þynnra efni. Nýjustu fréttir af tízkuvikunni ,Hipp'i" klæðnaður hjá Lanvin og „mini - mini" sidd hjá Dior Jeanne Lanvin sýningin á miö vikudaginn vakti geysilega at- hygli en fatnaöurinn sem þar var sýndur var talsvert líkur „Hippie“ klæönaði, litsterkur, með alls kyns gerviskartgripum og málmbeltum. Einnig vöktu mikla athygli ,,Baby-doll“ kjól- ar, sem yfirleitt eru rykktir undir brjóstunum með beru- stykki úr öðru efni. Þessa kjóla ku mega nota allan daginn, i kokteilboðum og jafnvel kvöld- samkvæmum, þá alfínustu. Efn- in í kjólunum eru ýmist ullar- efni eða þunn nælon, shiffon eða silkiefni Slaufur og pífur prýöa flesta þessa kjóla. Rönd- ótt efni vöktu mikla athygli hjá Lanvin og við þau voru notaðir sterklitir skartgripir, ým ist glerperlufestar eða málm- hálsfestar. Á fim tudaginn var svo Dior sýningin, sem beðið hefur ver- ið eftir meö hvað mestri eftir- væntingu, enda kom í ljós að þar var vmislegt nýstárlegt á feróinni. Athyglin mun þó hvað mest hafa beinzt að pilsfaldin- um en sagt er að hann hafi aldrei verið styttri. Stytztu kjól arnir voru 15—20 cm ofan við hnéð. Að öðru leyti var róman- tíkin mjög áberandi hjá Dior víð pils og þröng mitti og efnin í kjólunum voroi litsterk en lang vinsælustu litirnir eru greinilega blátt, hvítt og rautt. Plíseruð pils, síðir jakkar og blússur og mjaömabelti einkenna dragtirn- ar hjá Dior og við þær eru not- aöar langar slæður og stórir hattar. Marc Bohan, helzti tízkuteikn ari hju Dior er greinilega ákveð- inn í að halda til streitu þvi sem hann kom með á haustsýn- ingarnar, en þá vakti mikla at- hygli krullaða hárgreiðslan og hin nýja andlitsföröun, sem ein- kenndi sýningarstúlkur hans. Eldrauður varalitur og Ritu Hayworth. hárgreiðsla prýddu flestar sýningarstúlkur hans að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.