Vísir - 12.02.1968, Page 8
gco
r
l : r ;
V1SIR . Mánudagur 12. febrúar 1968.
BWM8B——■——WBi
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands /
1 lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsmiöja Vísis — Edda hf.
Markmið i hagmálum
Fyrir helgina var sagt í Vísi frá nýútkominni skýrslu
Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um
efnahagsþróunina á íslandi. í skýrslunni sagði, að út-
lit væri fyrir batnandi hag þjóðarinnar á þessu ári,
eftir áföllin, sem hún varð fyrir í fyrra af völdum afla-
brests og mikils verðfalls útflutningsafurða. Reiknar
stofnunin með, að atvinna aukist aftur á þessu ári,
þjóðarframleiðslan aukist að sama skapi og þá út-
flutningstekjurnar einnig. En þessi bati væri algerlega
háður því, að laun héldust óbreytt frá því, sem nú er,
meðan atvinnulífið er að rétta við.
í skýrslunni eru einnig nokkrar tillögur um stjórn
efnahagsmála á þessu ári og virðast þær koma mjög
vel heim við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum.
Stofnunin telur, að reynsla síðustu ára hafi sannað,
að þörf sé á kerfi, sem dragi úr tekjusveiflum vegna
breytilegs afla og útflutningsverðlags. Verðjöfnunar-
sjóður hraðfrystiiðnaðarins, sem nýlega var stofnað-
ur, sé fyrsta skrefið á þessari braut. Svipað fyrirkomu-
lag ætti einnig að geta orðið gagnlegt í öðrum greiiium
sjávarútvegsins. Verðjöfnunarsjóðirnir starfa þannig,
að í veltiárum mikilla af labragða og hækkandi útflutn-
ingsverðlags taka þeir til sín hluta tekjuaukningarinn-
ar og skila honum aftur á mögru árunum. Þetta á að
stuðla að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Þá telur stofnunin, að fjármálalegar aðgerðir ríkis-
valdsins víð stjórn efnahagsmála megi ekki valda
röskun í verðlagi og kaupgjaldi. Mikilvægt spor í rétta
átt sé hin nýja vísitala, sem tók gildi nú um áramótin.
Einnig varar stofnunin við ofnotkun niðurgreiðslna-
og styrkjakerfis, m. a. vegna röskunarinnar, sem það
veldur á fjármálum ríkisins.
Loks segir stöfnunin, að stefna stjómarvaldanna
geti stuðlað að aukinni hagræðingu og framleiðni,
þótt það hljóti fyrst og fremst að vera verkefni fyrir-
tækjanna sjálfra og samtaka þeirra. Eins og málum sé
háttað, sé líklegt, að stjórnaraðgerðir geti einkum
komið að gagni við umbætur á skipulagi atvinnuveg-
anna. Þar sem atvinnuvegirnir séu einkum byggðir
upp af sriiáum fyrirtækjum, sé verulegt svigrúm til
að ná aukinni hagkvæmni með sameiningu smárra
fyrirtækja í stórfyrirtæki. Bendir stofnunin á lána-
stofnanirnar sem aðila, er geti stuðlað að slíkri þróun.
Og svo segir í niðurlagi skýrslunnar: „Tollar eru enn
háir og gæti frekari lækkun þeirra verið mikilvægur
þáttur í stefnu stjórnarvaldanna að stuðla að aukinni
framleiðni.“
í skýrslunni leggur OECD áherzlu á, að reynt sé að
efla sem mest skilning allra aðila á nauðsyn sem
mestrar festu kaupgjalds og annarra tekna. Velgengni
þjóðarinnar á þessu ári sé að mjög miklu leyti komin
undir samstarfsvilja op. ábyrgri afstöðu launþega og
atvinnurekenda.
• Vökull tekur
yffir umboð fyrir
Firestone
Fyrir nokkru tók Vökull h.f.
að sér enn eitt þekkt umboð í
bíldiðnaðinum, umboðiö fyrir
Firestone Tire and Rubber
Company í Akron, Ohio. Fire-
stone þekkja íslenzkir ökumenn
gegnum árin, enda eru dekkin
frá því fyrirtæki að heita má
jafngömul uppfinningu bílsins.
Fulltrúi Firestone, C. F. Mason
talaöi við blaöamenn fyrir
nokkru og sagði frá fyrirtækinu.
Hann sagöi að Firestone legði
nú eins og áöur aöaláherzlu á Þarna eru forstjóramir i Vokli, Jóhann Scheiter og Jón H. Magn-
vöruvöndun og að verksmiðjur ússon> en fyrirtæki þeirra hefur urnboð fyrir Chrysler-bifreiðir
Firestonp væru þær fullkomn- °g hefur nú bætt við sig umboði fyrir Firestone-hjólbaröa.
ustu í heiminum og hvert fram-
leiðslustig væri undir ákaflega
ströngu eftirliti. . „. _.
Japanir hafa undanfarin ár féla§lnu J'fr,Line
ráðið mestu á hjólbaröamarkaö- «lun„ hun t^ka 160 farþega. Fé-
inum hér og þá ekki sízt Brid- aS'ð á nu 4 velar>, sem ýjf1/®
gestone-dekkin, enda hefur farþega og 5 vélar . af DC-6B
verölag þeirra veriö talsvert ferð> sem faka hfer um SIS,85
lægra en á öðrum dekkjum. Á farÞega, . Aljs tekur flugvéla-
hinum Noröurlöndunum hefur hostur Loftleiöa þvi 1341 far-
Firestone komiö sér vel fyrir ^ega . • sæti., Nýja flugvélm
og er það ætlunin að leggja nú verður innrfttuö á Formósu
nokkra áherzlu á íslenzka mark- / aiPei’ en F Jinf Tlger rað afðl
aðinn og verö þegar orðið sam- Loftleiöum að skipta við fyrir-
keppnishæ-ft frá verksmiðjum tækl har veSna Sóðrar
Firestone í Hamborg, Sviss, sem þeir höföu fengiö þar. Vélin
London, Svíþjóð og Noregi. kostar 2.5 milljómr dollara, eða
Byrjað er að selja dekkin og fást 14^ mdljómr fsl. krona. Engin
þau í Hjólbarðanum h.f. á ríkisábyrgð eða aðrar opinberar
á Laugavegi 178 og Aöalstööinni fkuldbindmgar hvila á þessum
í Keflavík kaupum, en Loftleiöir segjast
hafa notið góðrar fyrirgreiðslu
---------- íslenzkra stjórnvalda í sarpbandi
við kaupin.
• Loftleiðir með
1341 sæti í
vélum sínum
Loftleiðir hafa enn aukiö flug-
vélakost sinn, — fimmta vélin
af Canadair CL44 gerö hefur
verið keypt frá bandaríska flug-
# Tryggingca-
miðstöðin opnnr
bíladeild
Fyrir nokkru byrjaði Trygg-
ingamiðstööin h.f. nýja þjón-
ustu fyrir viðskiptavini
sína, — bílatryggingar. Hefur
skrifstofa veriö sett á lagg-
irnar í Hátúni 4 A, sem er
sama hús og verzlunin Nóatún
er í. Var flutt inn um miðjan
desembermánuö og síðan hefur
veriö lífleg i hinni nýju deild,
að sögn Garðars Jóhannssonar,
hins unga útibússtjóra, sem hafði
áðu/ starfað í 4 ár á aðalskrif-
stofunni f Aðalstræti 6. Ástæð-
una fyrir því aö bifreiðadeildin
er sett upp utan viö miðbæinn
sjálfan segir Garöar vera þá,
aö erfitt sé að bjóöa bíleigendum
að skrifstofunni nema góð bíla-
stæði séu fyrir hendi, og þau
fáist vart í miöborginni.
Tryggingamiöstöðin var stófn-
uð 1956 f desember og fyrsta
starfsáriö voru heildariðgjalda-
tekjur aðeins 4.747.000 krónur,
en 1966 voru þær meira en 75
millj. króna. Eflaust hefur síð-
asta ár, enn hækkað þessar töl-
ur.
í útibúinu við Hátún mun
Tryggingamiðstööin veita alla
tryggingaþjónustu, sem fyrir-
tækiö býöur, og þurfa menn því
ekki aö leita langt yfir skammt
til aö fá tryggingaþjónustu, en
fyrirtækiö veitir alla slíka þjón-
ustu, nema líftryggingar.
Starfsfólkið i hinni nýju bifreiðadeild Tryggingamiöstöðvarinnar í Hátúni 4A, Garðar Jóhannsson,
útibússtjórj og Helga Runólfsdóttir.
rrr/ Tl
i