Vísir


Vísir - 28.02.1968, Qupperneq 1

Vísir - 28.02.1968, Qupperneq 1
Starfsmenn Rafmagnsveitunnar bera sandpoka í rafstöðvar- húsið. íbúðarhús stöðvarstjórans í baksýn umflotið vatni. (M: R. Lár.). Sagt er frá flóðunum á bls. 2, 9 og 16 í blaðinu í dag f SKARD KOMIDISTIHUCARDINN Vatn flæðir inn í spennistöðina ■ Skarð er komið í Árbæjarstíflugarðinn, og nú rennur vatn úr Elliðaánum umhverfis gömlu raf- stöðina og undir „spennana“ og hnédjúpt vatn orðið í kjöllurum húsaþyrpingarinnar utan um stöðina. ■ Engin hætta er þó talin á, að rafmagn fari af bænum, nema stíflurnar (Elliðavatnsstífla og Ár- bæjarstífla) brystu, en þá myndu „spennamir“, sem standa við endann á gömlu rafstöðinni, vera í hættu. Á þessu er þó talin lítil hætta, þar sem vatnið í ánni hefur rénað í nótt, en þó hefur mynd- azt skarð í miðri efri stíflunni. Skarðið kom í neðri stífluna í morgun, er vatnið ruddi úr garð inum þar sem gerð var tilraun í gær til þess að rjúfa garðinn með ioftpressum og sprenging- um af ótta við, að stíflan brysti undan álaginu. Við þetta fælddi vatnið kringum gömlu rafstöð- ina og fljótlega fyllti allan kjallara hennar og íbúð stöðvar- manna í næstu húsum. Menn óðu í morgun í mitti á milli húsa og reynt var að dæla úr kjöll- urunum. Kjallarinn hjá stöðvar- stjóranum var einnig fullur af vatni. Vatnið flæddi undir „spenn- ana“, þar sem niðurtakið úr Sogslinunni er, en þeir gegna þýðingarmiklu hlutverki við raf- veituna til Reykjavíkurbúa. Úr ,,spennunum“ liggja strengir í aðalspennistöðina og úr henni og varastöðinni liggja jarðkaplar undir Elliðaárnar til bæjarins. Áin var tekin að grafa undan þessum jarðköplum og stóð mönnum einna mest stuggur af því. aö það myndi valda raf- magnstruflunum. Vatnsaginn var jafnvel tekinn að grafa undan sprennistöðvar- húsinu, þaðan sem jarðstreng- m-+ 10. síða. Gunnar Eyjólfsson náði fyrsta hestinum yfir. Hann reið eftir veginum, upp strauminn ásamt öðrum manni og fann vað fyrir ofan hesthúsin. Nokkrir aðrir fóru þá leiðina, þó að flestir hafi farið með hrossin niðurfyrir. (Ljósm. Vísis B.G.) Björgunarsveit og hestaeigendur björguðu hestunum í morgun Hestarnir höfðu margir staðið í vatni í sólarhring í hús- unum, en enginn þeirra var talinn hafa farizt í morgun Það fyrsta, sem ég varö að gera þegar ég kom í húsin var að brynna hest- unum, sagði Gunnar Eyj- ólfsson leikari, einn hesta- eigenda í Kardimommu- bæ, en hann kom fyrstur manna með eitt hross yfir á þurrt land í morgun, þeg- ar hestaeigendur, slysa- varnadeildin Ingólfur og umferðarlögreglan voru að bjarga hestum úr hesthús- um, sem var umluktur vatni á alla vegu. Það voru þó ekki allir, sem gátu sagt sömu söguna, því að flestir hestanna stóðu í vatni og hafa staðið þann- unum í Kardimommubæn- ig í húsunum síðan í gær- morgun, og var farið að óttast verulega um hest- ana. Björgunarmenn voru mættir kl. S í morgun til að bjarga hestunum úr prísundinni. Var stefnt að því af hálfu umferðarlögreglunnar og slysavarnadeildarinnar Ingólfs að tryggja allt öryggi manna áöur en byrjað var að bjarga hrossunum með línum og gúmmíbátum, en eins og kemur fram í frásögn á bls. 2 munaði nær engu að maður færist í fljótinu í gær. Þegar frá öryggisútbúnaði hafði verið geng- ið, riðu fyrstu menn yfir fljótiö, 10. síða. Ölfusá flæðir inn i mörg hús á Selfossi metersþykkir jakar hafa borizt upp á aðalgötur bæjarins Gífurleg flóö voru i Ölfusá i morgun og var jakaruðningur i ánni. Myndaðist klakastífla á Ár- bæjarvikinni rétt neðan við Selfoss og flæddi áin langt inn í bæinn. Tryggvaskáli var umflotinn vatni. — Áin flæddi einnig inn í kirkjuna og allt upp að Selfossbíói. Var óhemjuvatnsmagn í ánni og virtist heldur fara vaxandi í morg- un, en flóðið hefði ekki orðið svo mikið í bænum, ef þessi klakastlfla hefði ekki myndazt. Samkvæmt þeim fréttum, sem Vísir fékk seinast rétt fyrir hádeg- ið hjá lögreglu-.ni á Selfossi hafði áin flætt inn í mörg hús og valdið miklum skemn dum. Var hún 1— 200 metra frá venjulegum bakka sínum og náði til húsa við Selfoss- veg, Þórisveg og Grænuvelli. Stórir jakar stóðu á götunni beggja vegna brúarinnar, allt að metersþykkii Vatnsborðið í ánni varð mest I nótt um fjögur leytiö, eða á fimmta me.tra vfir venjulegt vatnsborð og er þaö svipað og það hefur mælzt hæst í ánni, 1948. Hlaupið kom i ána um fjögur- Ieytið í nótt og olli það mestu skemmdunum. Bílar lokuðust inni í iakaruðning’' og var unnið að því meö jarðýtum í morgun að bjarga þeim. Hafa orðið á þeim einhverjar skemmdir. Vatnið sjatnaði eitthvað í ánni, þegar leið á morguninn, en óx svo aftur þegar á daginn leið. — Er tjónið orðið gífurlegt af vatnsaga í húsum á Selfossi og eru þar ekki ö!> kurl komin til grafar enn, þvi að áin virtist enn í vexti rétt fyrir liádegi, og var því nær búin að ná sömu hæö og í hlaupinu í nótt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.