Vísir - 28.02.1968, Síða 2
2
VI S IR . Miðvikudagur 28. febrúar 1968.
ÆTLAÐIAÐ KENNA BLÁSTURSAÐFERÐINA
jr _ Lífgunaraðgerðir voru þarna
EN NOTAÐI HANA I STAÐINN
heldur um hofuð mannsins,
en Hannesi tókst að blása
Tíðindamenn Vísis urðu sjónnrvottar að óvenjulegri björgun í tlóðunum í gær lífi í Svein. Eiginkona Sveins
horfir á.
• Það er ekki á hverjum degi, að fréttamenn verða vitni að björgun manna frá dauða, sízt
af öllu, ef menn lenda mjög skyndilega í lífsháska, en þetta kom fyrir tíðindamenn Vísis
í gær og fleiri fréttamenn. - Það er ekki heldur á hverjum degi að fyrirmenn Slysavama-
félags íslands taki sjálfir þátt í því að lífga menn úr dauðadái, þó þeir stjórni oftlega björg-
unaraðgerðum. —
Það kom fyrir Hannes Hafstein fulltrúa hjá Slysavarnafélaginu í gær, en segja má, að
nærvera hans við svonefndan „Kardimommubæ“, hesthús við Elliðavatn hafi bjargað lífi
eins hestaeigandans, Sveins Kristjánssonar, leigubílstjóra á Hreyfli, en hann lenti í straum-
þungri og mikilli kvísl í Elliðaánum, sem myndaðist í vatnavöxtunum miklu, sem urðu í gær.
— Það komu fleiri við sögu við björgun mannsins, m. a. tveir fréttamenn, þeir Ámi Gunn-
arsson hjá Útvarpinu og Vignir Guðmundsso'n hjá Morgunblaðinu.
..."""m m " X £5 "'í'
Mestan heiðurinn af björg-
uninni á þó Eyvindur Hregg-
viðsson, sem sýndi óvenjumikið
hugrekki, þegar hann kastaöi
sér út í beljandi stórfljótið og
gat náð taki á Sveini eftir tvær
tilraunir.
Sveinn var að koma úr hest-
húsi, þar sem hann geymir
hross sins við Elliðavatn, þegar
hann datt í árnar. — Fleiri
menn höfðu verið að huga að
hrossum í hesthúsum þarna, en
óðum flæddi aö hesthúsunum,
þar sem þau stóöu á hólma,
sem hafði myndazt í miðjum
vatnsbeljandanum. Tvær bifreið-
ir höfðu festst í ánum og voru
menn að reyna að ná þeim upp,
en Sveinn hafði tafizt nokkuð
í hesthúsunum og hafði ekki náð
yfir ápa meðan ennþá gat tal-
izt vætt.
Veittu menn honum litla at-
hygli, þar sem hann var aö
reyna að komast yfir „fljótið",
vegna þess að athyglin beindist
að bifreiðunum tveimur.
Skyndilega urðu menn varir
að Sveinn missti fótfestuna.
Hann greip þegar sundtökin og
tókst að komast langleiðina að
bakkanum, þar sem menn
stóðu. Hann missti þá þrótt,
sennilega vegna kuldans og
barst svo hratt með straumn-
um út meö tanga, en fyrir neð-
an tangann tók við víðáttumik-
ið og strfumþungt lón. Sveinn
barst svo hratt með straumin-
um að um tíma leit ekki út fyrir
að hægt yröi að ná honum áður
en hann bærist niður fyrir drag-
ann, en þá hefði ekki verið viö-
lit að ná honum .
Eyvindur Hreggviðsson, sem
var næstur, þegar Sveinn féll í
ána, kom á tangann um sama
leyti og Svein rak þar fram-
hjá og hafði engin umsvif með
það, heldur henti sér þegar út
í strauminn. Hann náði taki á
Sveini, en vegna straumþungans
og straumhraðans missti hann
af honum aftur. — Sveinn
barst nú niður í lónið og var
nú vægast sagt orðið tvísýnt
um björgun hans, enda hefðu
víst fæstir gert það sem Eyvind-
ur geröi nú. — Hann hugsaði
sig varla andartak um áður en
hann henti sér á eftir Sveini
aftur út í straumþungt lónið,
en lítil von virtist vera til að
hann næði landi aftur.
Svo heppilega vildi til, að
þar sem Eyvindur náði taki aft-
ur á Sveini, voru grynningar
og gat hann haidíð honum þar.
Vonlaust var fyrir Eyvind að
hefja blásturslífgunartilraunir,
þar sem hann átti fullt í fangi
með að halda honum uppi, bæði
vegna straumþungans og vegna
þess að Sveinn var orðinn með-
vitundarlaus.
Nærstaddur maður reiö nú út
í lónið til aðstoðar og gátu hann
og Eyvindur eitthvað komið viö
blástursaögerðum úti í lóninu.
Nú hafði fleiri menn drifið
þarna aö og lögðu þeir Árni
Gunnarsson og Hannes Hafstein
á stað til mannanna þriggja og
höfðu stuðning af hrossi, sem
Vignir Guömundsson sat. —
Tókst þeim að koma Sveini upp
á hest Vignis og ferja hann
þannig í land.
Þeir sem fylgdust með þess-x
um björgunaraðgerðum datt
ekki annað í hug, en að Sveinn
væri þegar látinn, en Hannes
Hafstein hóf þegar blásturs-
björgunaraðferðir á manninum.
Hann var þá orðinn mjög kaldur
en sýndi fljótt lífsmark. Nær-
staddir nudduöu útliti mannsins
til þess að örva blóðrásina og
munu víst margir hafa fengið
aukinn skilning á mikilvægi
blástursaðferðarinnar við þetta.
Eftir þetta var maðurinn
fluttur til Reykjavíkur, fyrst
með jeppa sjönvarpsins út á
Suðurlandsveginn, en þar tók
sjúkrabifreið viö honum og flutti
hann á Slysavarðstofuna. Á
leiöinni voru gerðar lífgunar-
aðgeröir sem nauðsynlegar voru.
Það var eiginlega af rælni,
sem ég fór þarna uppeftir,
sagði Hannes, þegar Vísir ræddi
við hann eftir björgunina. —
Ég ætlaði í gær austur að Hvols-
velli, þar sem ég ætlaði mér
að leiðbeina fólki með blásturs-
aðferðiná og aðrar lífgunarað-
gerðir úr dauðadái. Ófært var
að Hvolsvelli, þr.nnig að þeg-
ar hestaeigendur hringdu til
þess að spyrja hvort hægt væri
að fá aðstoð við að komast til
hrossanna, fannst mér ég alveg
eins geta gert það, þar sem ekk-
ert annað lá ^érstaklega fyrir.
Þetta er í annað skipti sem
Hannes hefur lífgað mann úr
dauðadái. Hitt skipið var í New
York, en þá var Hannes stýri-
maður á íslenzku skipi. Hann
notaði þá gamla aðferð við
Iffgunina.
VATNSFLAUMURINN RUDDIST Á
MOTI FOLKINU
Eins og fram kom í fréttum
blaðsins í gær, var ástandið
slæmt í Hafnarfirði, en þar
flæddi vatns- og aurelgur inn i
kjallara húsa, götur grófust í
sundur og varð aö loka nokkr-
um þeirra. Einnig fuku járnþlöt
ur af húsi í bænum og ýmsar
fleiri skemmdir á mannvirkjum
munu hafa orðið í Hafnarfirði,
Til vinstri sést hvernig lóðin aö
skemmdir á götum Hafnarfjarðar.
Ölduslóð 16 var útleikin eftir flóðið, en til hægri sést dæmi um
. (Ljósm. R. Lár.).
en þær voru ekki fullkannaðar
þegar þetta er skrifaö.
Blaðamaður Vísis hélt til
Hafnarfjarðar um miðjan dag í
gær, til að kynna sér ástandið
og var þar vægast sagt ófag-
urt um að litast hvað ástand
gatna snertir. Hjá neðri brúnni
við Lækjargötu hafði vegurinn
grafizt sundur og var gatan því
lokuð. Viðgerðarmenn frá bæn-
um unnu að lagfæringu götunn
ar bg fylltu í skarðið. Við neðri
brúna hafði veriö komið fyrir
plönkum til að vatnsyfirborð
tjarnarinnar héldist \í hæfi-
legri hæð, en nú uröu plank-
arnir til þess, að brúin hafði
ekki undan að flytja það vatns
magn, sem í tjörninni myndað-
ist, Eftir talsverða umhugsun
var ákveðið að taka plankana
burtu en óttazt var að við það
mundi lækurinn ekki hafa und-
án að heldur og vatn flæða i
kjallara þe'rra húsa sem næst
honum standa, en sú varð sem
betur fór ekki raunin á.
Næst lagði blaðamaðurinn leið
sína að svonefndri Illubrekku,
en hún er ■ sundurgrafin á kafla
og rennur myndarlegur lækur
eftir henni. Gatan var lokuð
þegar blaðamanninn bar að, en
þó létu sumir sér það í létu
rúmi liggja og óku götuna með
því að þræða kantinn.
í myndarlegu húsi að Öldu-
slóð 16 hafði mikið tjón orðið
í kjallara vegna þess að vatnið
náði að flæða í hann í fyrrinótt.
Vísir hitti húsmóðurina að máli
og veitti hún góðfúslegt leyfi
sitt til að hann mætti skoða
verksummerki. I kjallaranum
er herbergi tveggja sona frúar-
innar og sagöi hún að þeim
hefði brugðið í brún þegar þeir
hefðu opnað dyrnar á herberg-
inu sínu í morgun. Þá komst vatn
flaumurinn á móti þeim, en
þeim tókst að loka dyrunum aft-
ur, og fóru síðan út um glugga.
Miklar skemmdir urðu í kjall-
aranum. Gólfteppi skemmdust
mikið, húsgögn og innbyggðir
skánar létu á sjá. Frúin sýndi
blaðamanninum inn í eina
geymsluna sem nú stóð auð og
m-y 10. síða.