Vísir - 28.02.1968, Side 5
VÍSTR . Mðvikudagur 28. tebrúar 1968.
5
r—Listiií -Baekur -Menningarmál
Björn Arnórsson skrifar frá Svíþjóð:
/
KJOLFESTA ISLANDS
— sænskir gagnrýnendur skrifa um Halldór Laxness
Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni:
■pkki er það oft, sem dagblöð
sænskra láta svo lítið að
fræða þann sauðsvarta almúga
um skriffinna þá, er ísland
byggja. Þó hef ég rekizt á tvær
greinar um Halldór Kiljan Lax-
ness, sem báðar eru ritaðar
vegna útgáfu íslendingaspjalls
á sænsku, en á því máli nefnist
bókin „Hemma pá Island“.
UPPSALA NYA TIDNING,
sem er dagblað Uppsalabúa,
skrifar lítilsháttar um bókina
og höfundinn, sem gagnrýnand-
inn telur mjög stílhagan.
DAGENS NYHETER, sem er
öflugt dagblað um Svíþjóð endi-
langa, skrifar ýtarlega um höf-
und svo og land hans og íbúa
þess. Gagnrýnandinn Folke
Isaksson ségir í greininni, sem
' ber titilinn „Þyngdarpunktur
íslands", i að Halldór Kiljan
sé bráðgóður þjóðskrumari
(„chauvinisti") og heldur áfram:
„Hann er stoltur yfir aö vera
íslendingur og á létt með að
segja sannleikann um aðrar
þjóðir, — samt ekki alveg laus
við skemmdarfíkn. Yfirvöld
stórvelda, svo sem U.S.A. og
Sovétríkjanna, eru stöðugt und-
ir smásjá hans og á Þýzkaland
hefur hann alltaf litið með rót-
grónni vantrú .. .
... Um leið er þessi rann-
Halldói Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni.
Sinfóníuhljómsveit íslands:
11. tónleikar
Stjórnandi: Bohdan Wodiczko.
Einleikari: Ferry Gebhardt.
„Hreinsanir“ á efnisská tón-
leikanna virðast fara í auk-
ana upp á síðkastið, nú t. d.
stóð aðeins eitt verkið af eld-
raunina. Það fer því að verða
spennandi hvaöa verk „falla í
ónáð“ og hver ekki. Er hér ekki
tilvalið tækifæri til veðmála?
Þama hafa falliö I valinn ágæt-
is verk eftir þá Bartók, Prókfí-
eff og Ravel, sem margir hafa
vafalaust hlakkað til að heyra.
Vonandi er, að einhver þeirra
skjóti upp kollinum í næstu
„hreinsunum", verði „endur-
reist". Þótt þarna sé „áskilinn
réttur til breytinga á tónleika-
skrá“, sem oft er skiljanlega
óviðráðanlegt, er ekki þar meö
sagt, að þennan rétt eigi að
nota í eins miklum mæli og
sumir nota „neitunarvaldið“ í
ónefndum bækistöðvum. I stað-
inn fengum við nú Divertimento
nr. 11 eftir Mozart og Sinfóníu
nr. 103 eftir Haydn. Fyrrnefnda
verkið er eitt af fjölmörgum
slíkum verkum, sem gengdu
helzt því hlutverki að vera
„bakgrunns-tónlist" (back-
ground music), er hefðarfólkið
sat að snæðingi og svo skemmti-
tónlist, sem sagt ekki ósvipað
„léttri tónlist" (light music) okk
ar tíma. I höndum snillings eins
og Mozarts urðu þessi verk
oft slík gæðavara bæði að inrii-
halidi og handbragði, að þau
hafa sum ekki tapað ferskleika
sínum allt fram á þennan dag.
Þetta verk og svo síðasta verö-
ið, svjokallaöa „Pákuþyrls-sin-
fónían“ eftir Haydn eru dæmi-
gerö verk síns tíma, „klassíska
tímabilsins", ca. 1750—1820.
Þessi sinfóníá Haydns er sú
næst sfðasta og samin 1795 og
nafnið dregur hún einfaldlega
af pákuþyrlinu, sem heyrist í
inngangi fyrsta þáttar. í ágætri
bóg, sem ég hef hér viö höndina
CAn Introduction to Music, eft-
ir David D. Boyden), þykir höf-
undi þessi sinfónía vera prýði-
legt dæmi um háklassískt verk,
sem jafnframt hefur sín sér-
kenni. Margt fróölegt og
skemmtilegt er þama sagt um
verkið, um formið, notkun hljóð
færa á frumlegan hátt o.fl„ en
of langt yrði það mál í stuttri
blaðagrein sem þessari. Hljóm-
sveitin okkar flutti þetta verk af
þrótti og skýrum heildarlínum,
þó sérstaklega sinfóníuna.
Síðasti þáttur var e.t.v. full
hraður, svo að ýmis smærri
atriði, sem gjarnan mættu koma
skýrar í ljós, fóru forgörðum.
Hins vegar var ánægjulegt að
—>- 13. síða.
sóknari sér meövitandi um ís-
lenzka veikleika. Hann býr í
einu minnsta þjóðfélagi heims
og þekkir til þeirrar sjálfsblindu,
sem gjaman grefur um sig á
afskekktum stööum.
Þrátt fyrir það yfirgnæfir
stoltið — og þaö meö fullum
rétti. Á íslandi finnst mikil
frelsismeðvitund og þróað rétt-
arfar. Þar er einnig samfélag
friðar, þar sem ungir menn hafa
aldrei verið þvingaðir til heræf-
inga, og enginn hefur verið
drepinn á Islandi af stjórnmála-
legum ástæðum síðan á 16. öld.
Þetta ber vott um greind og
menningu."
Þá snýr Folke Isaksson sér að
bókinni „Hemma pá Island",
sem UPPSALA NYA TIDNING
kveður meistaralega þýdda af
Peter Hallberg. „Höfundur virð-
ist vissulega hafa kastað til
höndunum viö samningu ýmissa
hluta hennar. Þó eru mikilvæg-
ustu kaflar hennar, sem fjalla
um menningararfinn, góð lesn-
ing og gjalda verð.“
Síðan rekur gaénrýnandinn
gang nokkurra kafla bókarinnar,
og rekur augun einkum I, hve
íslenzk bókaútgáfa stendur und-
ir stórum upplögum svo og
hversu neikvætt álit Laxness
hefur á vasaútgáfum (pocket).
Ég ræddi við nokkra sænska
stúdenta um Nóbelsverðlauna-
skáldiö íslenzka, sem þeir
þekktu allir, þótt ekki hefðu þeir
lesið verk Laxness nema að
mjög litlu leyti. Ekki var þaö,
af því að áhuga skorti, heldur
eins og einn þeirar sagöi:
„Ég hef aldrei rekizt á hann
í „pocket" og auövitað er allt
of dýrt að kaupa bækur inn-
bundnar. Er það satt, að hann
stemmi sjálfur stigu við því, að
við fáum bækur hans í aðgéngi-
legu formi??“
Þessi mynd var tekin á skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands. Þar var húsfyllir og hinir ungu áheyrendur skemmtu sér hiö
bezta. Þessi kynningarstarfsemi hljómsveitarinnar er mjög mikils-
verður liður í að kynna æöri tónlist fyrir bömum og unglingum.
Á veikum þrlæði
(The Slender Thread).
Stjómandi: Sydney Pollack.
Aðalhlutverk: Sidney Poitier,
Anne Bancroft, Telly Savalas,
Steven Hill.
Amerísk, íslenzkur texti,
Háskólabíó.
Alan Newell (Sidney Poitier)
er háskólastúdent, sem vinnur
sjálfboðavinnu hjá stofnun,
þar sem svarað er símahringing-
um frá fólki, sem er einmana og
óhamingjusamt.
Hann er nýkominn til vinnu
sinnar, þegar kona nokkur
hringir og segist þurfa að tala
við einhvem. Hún hefur tekið
inn of stóran skammt af svefn-/
lyfjum, en neitar að segja til
nafns eöa hvar hún sé niður-
komin, svo að hægt sé að bjarga
henni.
Newell ræðir við hana og tekst
að fá hana til að segja sér frá
ástæðunni fyrir þessari sjálfs-
morðstilraun. Konan (Anne Ban-
croft) lýsir atburðum undanfar-
inna daga, sem hafa neytt hana
til að grípa til þessa neyðarúr-
ræðis.
Newell lætur finna símann,
sem hún hringir úr, og með
þeim upplýsingum, sem honum
tekst að veiða upp úr henni,
heppnast lögreglunni aö koma
á vettvang á síðustu stundu og
bjarga henni — auövitað.
Eins og sjá má af framan-
greindu snýst myndin um vanda
mál millistéttarsamfélags í
Bandaríkjunum, Seattle, nánar
tiltekið. Satt að segja höfða
þessi bandarísku stórborga-
i vandamál sáralítið til manns, en
þó mætti segja mér að vissum
hópi áhorfenda þyki svona
vælukjólamyndir „sterkar“ og
„áhrifamiklar", og gott ef þær
„skilja ekki líka talsvert eftir“.
Sydney Pollack er bandarisk-
ur stjórnandi, sem í fyrstu starf
aði hjá sjónvarpi, en ,,Á veik-
um þræði" er fyrsta kvikmynd
hans. Síðan hefur hann stjómað
þremur myndum.
Anne Bancroft, sem heitir í
rauninni Anne Italiano, er fædd1
1931. í seinni tíð hefur hún getið
sér mikla frægð sem frábær
leikkona. Hún hlaut Óskars-
verðlaunin fyrir „The Miracle
Worker“ og kemur til greina
við næstu úthlutun.
Sidney Poiter er fæddur 1924
og hefur langa reynslu í leik
bæði í kvikmyndum og á sviði.
Óskars-verðlaunin hlaut hann
áriö 1963 fyrir leik sinn , „Liljur
vallarins". Hann er ótvírætt
einn hinn fresti þeldökkra leik-
ara, sem hafa brotið sér leið til
frægðar á undanförnum áram.
Dætur næturinnar
(Nihiki no mesuinu).
Stjórnandi: Yusuke Watanabe.
Handrit: Kikuma Shieizaka,
Yusuke Watanabe.
»
Tónlist: C. Watanabe.
Myndataka: T. Merisawa,
S. Nishikawa.
Aðalhlutverk: Maymi Ogawa,
Mako Midori, Naoki Sugiura.
Japönsk, danskur texti,
Austurbæjarbíó.
Kvikmyndagerð Austurlanda
er lítt þekkt á Vesturlöndum,
en þó er kvikmyndaframleiðsla
ekki á neinu byrjunarstigi. í
Indlandi era t.d. framleiddar
fleiri myndir en í Bandaríkjun-
um. Japanir framleiða líka mik-
inn fjölda mynda, og sumir
leikstjórar þeirra hafa unniö sér
alþjóölega viðurkenningu t.d.
Mizoguchi, Ozu, Kurosawa,
Ichikiawa og Kobayashi.
Sumar myndir þeirra hafa
verið fluttar á Evrópumarkaö
vegna listræns gildis síns, en
nokkrar þó vegna þess að Jap-
anir kalla ekki allt ömmu sína í
kynferðismálum, og grunar mig
að þaö sjónarmiö hafi ráðið
nokkru, þegar „Dætur nætur-
innar“ var fengin hingað til
lands.
í auglýsingunni er eitthvað
kjaftæði um „hið ljúfa líf 1
Tókíó“, sem ætti aö nægja til
að fæla hvem meöalmann frá
myndinni, ef nafniö hefur þá
ekki gert þaö.
Myndin snýst um ævi vænd-
iskonu einnar í Tókíó, en hún
hefur þaö takmark að halda
saman því fé, sem henni á-
skotnast, til þess að geta byrjaö
upp á nýtt og lifað eðlilegu lífi.
Hún kemur peningum sínum
í verðbréf og 1 kauphöllinni
kynnist hún ungum manni, sem
starfar þar. Húh leynir fyrir
honum atvinnu sinni. Yngri
systir hennar kemur utan af
landi, leið á eymd og fátækt,
og vill kynnast stórborginni,
hvað sem það kostar.
Ur þessu skapast hinn eilffi
þríhyrningur — ungi maðurinn
og systurnar tvær.
Þessi mynd er vel gerð að
flestu leyti. Leikur aöalleikend-
anna er mjög góður, og per-
sónurnar er athyglisverðár, sér-
staklega ungi maðurinn, sem er
gegnumrotinn. Myndin í heild
er því fremur athyglisverð, þótt
nafn og auglýsing bendí tfl
annars.
I