Vísir - 28.02.1968, Side 7
V1SIR . Miðvikudagur 28. febrúar 1968.
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
Nýju innflYtjendalögin
hrezku tíl annarrar umræðu
Callaghan slakaði til — féllst á áfrýjunarrétt
þeirra, sem neitað er um landvistarleyfi
Brezka stjórnin féllst f gær á þá
breytingu á nýju innflytjendalögun-
um, að þeir sem hafa brezkan
borgararétt og vilja flytja frá sam-
veldislöndunum til Bretlands, skuli
njóta áfrýjunarréttar, hafi þeim ver
ið neitað um landvistarleyfi.
Það var James Callaghan, sem
tilkynnti þetta við aðra umræðu
frumvarpsins í neöri málstofunni.
Megintilgangurinn með frumvarp-
inu, er að stemma stigu við afleiö-
ingum of mikils aðstreymis Ind-
verja og Pakistana frá Kenya, sem
hafa brezk borgararéttindi, sem
þeir kusu sér, er Kenya fékk sjálf-
' en stjórnarvöldin þar vilja
við þetta fólk og eru farin
að gera því erfitt fyrir.
Fyrr í gær neitaði Callaghan að
taka við sendinefnd frá Kenya, en
hún var skipuð fuiltrúum manna
af Asiustofni, er neitað hafði veriö
um landvistarleyfi á Bretlandi.
Lagafrumvarpið sætir mótspyrnu
frá Frjálslynda flokknum og all-
mörgum þingmönnum Verkalýðs-
flokksins, en stjórn íhaldsflokks-
ins styður lagafrumvarpið, en legg-
ur hins vegar engar hömlur á þing-
menn flokksins við atkvæða-
greiðslu og er búizt við, að margir
þingmenn flokksins greiði frum-
varpinu atkvæði.
Callaghan kvað lagafrumvarpið
hafa verið mjöig gagnrýnt, vegna
Johnson kom til
Dullus í gær
víðfækar öryggisráðstafanir gerðar
þess að ákvæði um áfrýjunarrétt
vantaði, en einkum ákvæöiö sem
takmarkar innflutning fólks, sem
ekki er brezkt, en hefur brezkan
borgararétt. Þennan innflutning á
að takmarka svo að innflutnings-
ieyfi fái aðeins 1500, en þar sem
þeim er það fá mega taka fjölskyld-
ur sínar með, er áætlaö að hann
nemi 6—7000 manns árlega. Alls
eru í Kenya 200.000 manns í þess-
^im flokki og yfir milljón manna í
óðrum löndum heims (samveldis-
löndum aðallega).
Nýju innflytjendalögin á Bret-
landi voru samþykkt f neöri mál-
stofunni í gær í lok annarrar um-
ræðu í gærkvöldi meö miklum meiri
hluta atkvæða, þrátt fyrir að marg-
ir þingmenn úr báðum aðalflokk-
unum sætu sjá, alls 118, þar af
35 úr Verkalýðsflokknum en eng-
um agareglum verður beitt gegn
þingmönnum, sem sátu hjá eða
greiddu ekki atkvæði. Fimmtán
þingmenn úr íhaldsflokknum
greiddu atkvæði gegn frumvarp-
inu og 10 þingmenn Frjálslynda
flokksins, en 100 þingmenn úr
íhaldsflokknum greiddu frumvarp-
inu atkvæði. Það var samþykkt til
3. umræðu með 372 atkvæðum gegn
62. Við umræðuna neitaði Callagh-
an innanríkisráöherra, að um
nokkra kynþáttamismunun væri að
ræða, en það væru takmörk fyrir
því hve mörgum innflytjendum
Bretland gæti veitt móttöku á hverj
um tíma. — U Thant hafnaði í gær
afskiptum af málinu, — kvað það
brezkt innanríkismái.
vv. s-.-. ví
James Callaghan.
J0HNS0N á fundi með
helztu rúðunautum sínum
Skýrsla Wheelers hershöfðingja liggur fyrir fundinum
Johnson forseti kom í gær til
DaQas f Texas í fyrsta sinn síðan
er hann var þar með Kennedy for-
seta, er hann var myrtur 22/11
1963.
Johnson kom flugleiðis frá bú-
garöi sínum í Texas og þaö var ekki
fyrr en háifri klukkustundu áður
en flugvélin lagði af stað frá Berg-
ström-flugvelli, sem er 112 km frá
búgaröinum, sem kunnugt varð, að
forsetinn ætlaöi til Dallas, en þáng-
að fór hann til s þess. að flVt’ja á-
varp a fundi Landssambands raf-
orkuvera í sveitahéruðum lands- j
ins, en þau starfa á samvinnu- |
grundvelli.
1 Dallas var' gripið til víðtækra
öryggisráðstafana og var m. a. öll-
um hliðargötum lokað við aöalveg-
inn, sem ekið var frá flugvellinum
að fundarstað.
Sovézkir sérfræðingar í stað
brezkra í Suður-Yemen?
Landvarnaráðherra Suður-Ye-
men vék í gær frá öllum brezkum
sérfræðingum, sem starfa í her,
flugher og sjóliði Iandsins.
Hann skýröi frá þessu í útvarps-
ræðu, en sagði ekkert um hverjum
yrði falið að taka við þessum störf-
Uiíi. Landvarnaráðherrann Ali Sal-
em al Beedh er nýkominn heim
frá Moskvu, en þangað fór hann
til þess að leita stuðnings handa
her og öryggissveitum Suöur-Ye-
men. Bretamir, sem vikið var frá,
voru ráðnir til starfa af Suður-
Arabíu-sambandsstjórninni, en
henni var steypt, og þegar Suður-
Arabíu-sambandsríkið fékk sjálf-
stæði, var tekið upp nafnið Suður-
Yemen. 1 landhemum em 3 brezk-
ir sérfræðingar, í sjóhernum 7 og
flughernum 18.
McNamara og Johnson forseti.
Johnson Bandaríkjaforseti heldur
fund síðdegis í dag með helztu
ráðunautum sínum og leggur fyrir
fundinn skýrslu Wheelers hers-
■ höfðingja um ferð hans til Viet-
nams, og situr hann fundinn og
auk hans Robert McNamara land-
varnaráðherra, sem lætur af em-
bætti ,nú um mánaðamótin, og sá
er viö tekur Clark Clífford, Dean
Rusk utanríkisráðherra, Maxwell
Taylor hershöfðingi og fleiri.
Það eru fyrst og fremst hinar
alvarlegu horfur í Vietnam og
hvemig snúa megi þar við taflinu.
sem rætt veröur á fundinum, en
það er augljóst af ummælum John-
sons forseta, er hann talaði í gær
í Texas, að stefna verður áfram
aö markinu, og bregðast ekki her-
mönnunum í Vietnam, heldur herða
sóknina til að ná aftur frumkvæð-
ínu. Hann kvaö tilganginum ekki
hafa verið náð með sókn kommún-
ista, en þar fyrir er styrkur þeirra
sem er meiri en búizt var við. Tals-
maöur utanríkisráðuneytisins við-
urkenndi í gær, að sókn Norður-
Vietnama og Pathet-Laos í Laos
væri mikið áhyggjuefni.
Tökum upp í dag
glæsilegt úrval af táningakjólum frá Mary
Quant. Ennfremur mikið úrval síðdegiskjóla
í öllum stærðum og litum. Einnig nýkomnar
regnkápur og ullartauskápur í fjölbreyttu úr-
úrvali.
■ Munið hina hagstæðu greiðsluskilmála.
KJÓLABÚÐIN MÆR
Lækjargötu 2
Hætta kommúnistar í
Yietnam skæruhernaði?
— Þeir nota / vaxandi mæli skriðdreka og
vélknúin hergógn og flutningatæki
í NTB-frétt frá Saigon í gær
segir, að Vietcong og Norður-Viet-
namar noti í vaxandi mæli skrið-
dreka og vélknúin flutningatæki og
telji menn það auka líkumar fyrir
að þeir muni breyta til og fara
að beita venjuiegum hernaðaraö-
ferðum og draga úr skæruhern-
aöi.
Þá segir í fréttinni að þrátt fyrir
auknar sprengjuárásir á flutninga-
leiðir frá Norður- til Suður-Viet-
nam, takist greiniiega að koma til
Vietcong-hermanna vopnum, skot-
færum og öðrum birgöum, er þeir
þurfa. Nefnt er sem dæmi, að
þrjú brynvarjn flutningatæki hafi
verið eyöilögö og flutningabíll f
bardaga aðeins 17—18 kílómetr-
um norövestur af Saigon og 1—2
km frá landamærum Kambódíu og
hefir slíkra hertækja Vietcong ekki
orðið vart fyrr svo sunnarlega.
Fyrr ( mánuöinum beittu Norður-
Vietnamar 9 skriödrekum, er þeir
hertóku Lang Vei nálægt Khe Sanh.
Iðulega hefir sézt til skriðdreka
í grennd við afvopnuðu spilduna
og landgönguliðsmenn í Khe Sanh
hafa heyrt til skriödreka að nætur
lagi.
Bardagarnir
í Laos.
Héraöahöfuðstaöirnir Saravane
og Attopeu í suðurhluta Laos eru
enn umkringdir norður-vietnömskr
liði og Pathet Laos liði.
Stjórnarflokkar hafa átt í bar
dögum viö þetta liö í útjöðrum
borgarinnar, en nánari upplýsing
ar eru ekki fyrir hendi. Komœun
istar munu hafa mikiö lið í grennri
við Attopeu og hald manna er.
að þar sé mikil orrusta í aðsigi.
— Pathes Laos lið hefir náð á vald
sitt tveimur fjallasköröum fyrir
austan Vientiane.