Vísir - 28.02.1968, Side 8
8
V í SIR . Miðvikudagur 28. febrúar 1968.
VÍSIR
-
UtgeíancU: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson /
rtOsr.ooarritstjóri: Axel Thorsteinsson »
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiöja Vísis — Edda hf.
Dýrt valdastríð
JTramámenn Alþýðubandalagsins hafa háð í nokkur
ár hatramma baráttu hver við annan. Ágreiningurinn
í bandalaginu verður sífellt djúpstæðari. Þjóðviljinn
í Reykjavík og Verkamaðurinn á Akureyri eyða oft
meira rúmi í innbyrðis deilur en í almenn stjómmál.
Er nú svo komið, að sumir þingmenn Alþýðubanda-
lagsins neita að sitja þingflokksfundi þess.
Þetta valdastríð endurspeglast í verkalýðsfélögun-
um og Alþýðusambandi íslands. Greinilegt er, að þar
ríkir ósamlyndi meðal höfðingjanna. Þeir hafa líka
ólíkar skoðanir á því, hvernig kjarabótum verði bezt
náð. Undanfarin ár hefur þar verið ofan á sú stefna
að fara varleg'a, og hefur sú stefna örugglega verið
launþegum til hagsbóta, eins og lífskjör undanfarinna
ára sanna.
Margir foringjar í verkalýðsfélögunum hafa hins
vegar ekki verið ánægðir með þessa stefnu. Þá hefur
dreymt um að fá aftur gömlu verkföllin, æsinginn,
verkfallsstríðið og upplausnina. Þeir hafa notað hvert
tækifæri til að grafa undan áhrifum hinna skynsam-
ari leiðtoga.
Þessar verkfallshetjur hafa náð töluverðum árangri
undanfarna mánuði. Starf þeirra hefur leitt til þess,
að aðrir verkalýðsforingjar hafa séð sitt óvænna og
tekið upp harðari stefnu til þess að tryggja áhrif sín.
Er núna komið upp gamalkunnugt ástand, — yfirboð.
Verkalýðsleiðtogarnir keppast hver við annan um
efsta sætið í kröfuhörkunni. Skynsamlegum sjónar-
miðum er rutt til hliðar og sá er mestur, sem mest
heimtar.
Nýja harkan hefur leitt töluverðan hluta verkalýðs-
hreyfingarinnar út í verkfallastríð. Verkalýðsforingj-
arnir hafa notað stóryrðin svo mjög, að varla verður
aftur snúið, án þess að þeir telji sig vera að missa
andlitið. Afleiðingin er sú, að ekkert samkomulag um
kjörin er í augsýn. Málin eru komin í hnút og horfur
eru á löngu verkfalli.
Skynsamlegt hefði verið að viðurkenna erfiðleika
atvinnuveganna og samþykkja að fresta vísitölu-
hækkunum um skeið, meðan atvinnuvegirnir eru að
jafna sig og áhrif gengislækkunarinnar að koma fram.
Þá hefði framleiðslan getað aukizt á ný — leitt til
atvinnuöryggis og myndað grundvöll að raunveruleg-
um kjarabótum. En valdastríð Alþýðubandalags-
manna í verkalýðshreyfingunni hindrar þetta.
Þeir þurfa ekki sjálfir að borga brúsann. Það er
fólkið í landinu, sem gerir það; fyrst með tekjutapi
vegna verkfallsins; síðan með atvinnumissi vegna
samdráttarins, sem fylgir í kjölfar verkfallsins; svp
? verðhækkunum, sem atvinnuvegirnir verða að efna
til, svo að þeir fái staðizt; og loks í almennum verð-
bólguspíral og jafnvel nýrri gengislækkun.
Þsð er þjóðinni dýrt spaug að verða að borga inn-
byrðis valdastríð Alþýðubandalagsforingjanna.
Uppdráttur, sem sýnir legu ALBORAN, en eyjan er miðja
vegu milli suðurstrandar Spánar og Norður-Afríku-strandar.
NJÓSNASKIPog
NJÓSNAEYJAR
■ Njósnaskip hafa veriö mjög
fréttaefni að undanfömu — og
oft áður — en nú um tíma
einkum vegna Pueblomálsins, og
svo er atburðurinn á Tonkin-
flóa kominn mjög á dagskrá.
Það var blásið upp að noröur-
kóresk herskip hefðu ráðizt á
tvo bandaríska tundurspilla, og
varð það upphaf loftárásanna
á Noröur-Vietnam, en nú er
deilt um þaö vestra hvort tund-
urspillirinn hafi veriö þarna tii
njósna og hvort Norður-Kóreu-
mönnum hafi verið ögrað tii
að’gera árás á þá til þess að
fá átyllu til loftárásanna. En
um það verður ekki rætt hér,
heldur um „njósnaeyju", en
eyjan er komin í fréttirnar
vegna væntanlegra samkomu-
lagsumhytana Bandaríkjamanna
og Spánverja um herstöövar
hinna fyrrnefndu á Spáni. Og
um njósnaeyjuna er mikiö rætt
um þessar mundir í spönskum
blööum og eftir þeim hafa blöö
annarra landa birt sitthvað um
málið. í einni frétt um þetta
segír:
Lftil, gleymd eyja, sem enginn
hirti um, er aftur á allra vörum
og ekki um annað meira rætt
en hana í spönskum blööum.
Nafn eyjarinnar hefur arab-
iskan blæ og hreim, en hún
nefnist Alboran og hún er um
það bil miöja vegu milli suður-
strandar Spánar og strandar
Norður-Afríku, um 200 km vega
lengd frá Gíbraltar.
I blöðunum segir, að þegar til
samkomulagsumleitana komi á
næstunni um herstöðvar Banda-
ríkjanna á Spáni muni samninga
nefndir þeirra óska eftir, að
Bandaríkin fái eyjuna til um-
ráða til þess að koma þar upp
eftirlitsstöð með elektróniskum
tækjum og tilgangurinn sé, aö
geta fylgzt meö sovézkum her-
skipum og flugvélum, en Sovét-
ríkin hafa stööugt verið að
treysta aðstööu sína sjó- og
lofthernaöarlega í seinni tíð á
Miðjarðarhafi einkum á austur-
hlutanum. En nú herma fregnir,
að þeir muni ekki láta sér nægja
sterka hernaðarlega aöstöðu að-
eins þar, — þeir sovétmenn óski
jafnsterkrar aðstöðu viö vestan-
vert Miöjaröarhaf, og sagc er aö
þeir eigi að fá miklar herstööv-
ar hjá vinum sínum í Alsír, m. a.
í Mers-el-Kebir, sem var mikil
frönsk herstöö, en hún var af-
hent Alsir ekki alls fyrir löngu,
— fyrr en þurft hefði fyrri
samninga vegna.
Stjórnin í Washington minn-
ist ekki einu orði á Alboran, en
— ef trúa má spönsku blööun-
um, vilja Bandarfkin fá eyna
fyrir njósnastöö.
Þar er nú aðeins vitavöröur
og fjölskylda hans. Um eyjuna
liggur sæsími frá Suður-Spáni
til Meliila í Noröur-Afríku, sem
lýtur spönskum yfirráðúm.
Heföu Bandaríkjamenn þessa
stöö á sínu valdi gætu sovézk
herskip eöa flugvélar blátt á-
fram ekki hreyft sig án þess
menn vissu allt um það í Albor-
an og gætu fylgzt með öllu.
Nú verður ekkert sagt um
það á þessu stigi málsins hvern-
ig á því stendur, að nafn þess-
arar eyju skýtur allt I einu upp
kollinum, en getgátur hafa kom-
iö fram um, að það sé að undir-
lagi spönsku stjórnarinnar,
þetta sé forleikur af hennar
hálfu að samkomulagsumleitun-
um. Hún hafi „spilað út“, áður
en rnenn væru búnir að taka sér
sæti við spilaboröiö. En margt
gæti bent til að samkomulags-
umleitanir yrðu erfiðar.
Bandaríkjamenn og Spánverj-
ar gerðu fyrst sarnkomuiag um
bandarískar herstöðvar á Spáni
1953. Samkvæmt þeim samnin^-
um fengu Bandaríkjamenn yfir-
ráð flotastöövarinnar Rota, ekki
langt frá Cadiz, þar sem kaf-
bátar, sem hafa meöferðis kjarn-
orku-tundurskeyti (Polaris-
skeyti) hafa aöalstöð, og loks
flugvelli nálægt Madrid, Se-
villa og Zaragossa, olíuleiðslu
þvert yfir Spán (750 km
langa) og viss herstöövarrétt-
indi á Mallorca.
Fyrst var samið til 10 ára og
svo var hægt að endumýja
samningana til tveggja 5 ára
tímabila, eins og það var orðað,
í stað 10 ára, en milli 5 ára
tímabilanna mætti taka samning
ana til endurskoðunar og það
er það, sem nú verður gert. Og
þær era byrjaðar eða að byrja
með haustinu, en raimar má
segja, að' undirbúningur undir
þær sé hafinn.
Líklega verða Spánverjar dýr-
seldir á forréttindin. „Það er allt
svo dýrt núna,“ sagði spánskur
embættismaður fyrir skömmu,
„verðið á öllu er hækkandi, líka
á réttindum til herstöðva."
Af ýmsum ástæðum er margt
í vafa, svo sem sterkari aðstoð
Rússa, sem Spánverjum er ekki
um, en þó eru þeir að auka sam-
vinnuna við Sovétríkin og við-
skiptin, og Bandaríkjamenn era
ekki sérlega vinsælir á Spáni —
m. a. vegna þess að þar er litið
á þá sem vini og stuðnings-
menn Breta í deilunni um Gibr-
altar.
i
Wilson svarar fyr
irspurnum um
r r
sprengjuarasirnar
■Harold Wilson svaraði fyrir-
spumum í gær í neðri málstofu
brezka þingsins og sagði, aö
Bandaríkjastjórn myndi þegar i
stað stöðva sprengjuárásimar á
Norður-Vietnam, ef ömgg vitn-
eskja fengist um þaö, að stjóm-
in f Hanoi viídi samkomulags-
umleitanir um frið.
Hann kvað Bandaríkjastjórn
óska samkomulagsumleitana í
allri einlægni. Hann vitnaði f
viðræður þær, sem U Thant átti
viö hann f London á dögunum,
og heföi U Thant ekki sagt neitt,
sem varpaði ljósi á tilgang stjóm
ar N.-V. — Wilson kvað stjóm
sína ekki mundu falla frá stuðn-
ingi við Vietnamstefnu Banda-
rikjastjómar.
Harold Wilson
forsætisráðherra.