Vísir - 28.02.1968, Page 9
VISIR . Miðvikudagur 28. febrúar 1968,
9
v ■ ■
'i riíijiííiihii,
Premenningarnir,
TV/Tiklir vatnavextir urðu í ám og
vötnum á Suður- og Vestur-
landi í gær. Vatnselgur flóði
víða um vegi og gróf skörð í
þá svo að umferð tepptist víða
á fjölförnum leiðum.
Athygli Reykvíkinga beindist
mest að Elliðaánum, sem flóöu
langt upp fyrir bakka sína.
Muna menn ekki eftir slíkum
vexti í ám fyrr né síöar.
Vatnsborð Elliðavatns hækk-
aði stórum og flóði yfir stífluna
að ánum. Flóöi vatn víða um-
Hannes Hafstein, fulltrúi Slysa-
varnafélagsins, sem staddur var
þar upp frá, lífgunartilraunir á
honum á leiðinni á sjúkrahúsiö.
Frá þessu er nánar sagt á 2. síðu
Vísis I dag.
Óttazt var að stíflun.ar í ánni
brystu undan vatnsþunganum.
Reynt var að sprengja skarð I
neðri stífluna til þess að létta á
henni en sú aðgerð kom að tak-
mörkuðum notum.
Mórauö vatnselfan flæddi með
ógnarþunga að Elliðavoginum,
Jarðborinn, sem stendur í hólm-
anum milli ánna var nánast á
floti og veiöikofinn í hólman-
um var einnig umflotinn.
Lögregluvakt var viö Elliða-
árbrýrnar allan seinni hluta
dagsins og fram á nótt. Áin
þrengdi sér með miklum gný
undir brýrnar og óttuðust menn
að hún myndi grafa undan stólp-
um eystri brúarinnar, eöa tæta
sundur veginn. Var hún að smá
höggva skarð í veginn viö
brúna í gær og eins vist að
þessi aöalsamgönguæð út úr
borginni myndi rofna, ef flóðin
héldust dag til viðbótar.
Margt fólk safnaöist saman
upp við Elliðaárnar og myndað-
ist þar hálfgerður umferöarhnút
ur á tímabili.
Og það var vissulega tignar-
leg en óhugnanleg sjón að sjá
þessa á sem stundum er ekki í
hné orðna aö beljandi róti.
Bifreiðir, sem voru á ferð upp
með Elliðaánum sátu fastar á
eyjum í miðjum flaumnum, og
sums staðar stóðu einungis þök
af útihýsum upp úr flóöinu.
Enginn vegur en enn sem
komiö er aö gera sér grein fyrir
tjóni, sem flóðin í Elliöaán-
um hafa valdið.
hverfis sumarbústaði og önnur
mannvirki, sem standa nærri
árbakkanum. — Hestar, sem
geymdir í húsum í svokölluö-
um Kardimommubæ í Vatns-
endalandi voru í mikilli hættu,
seinni partinn í gær, þar eð
vatnselfan flóði allt í kringum
þá. — Settu menn sig í lífs-
háska við að bjarga þeim. Einn
hesteigandi sem reyndi að vaða
elginn aö hesthúsi sínu féll i
ána og var með naumindum
bjargað. Hafði hann velkzt
npkkra stund í ánni og var illa
til reika. Var honum ekið í bif-
reið sjónvarpsmanna og gerði
Þama bullaði vatnið upp í
vaskahúsinu. — Guðrún bendir
Ijósmyndaranum á.
Gamla brúin við Vatnsendaveg var oröin ófær yfirferðar og hætt við að hún léti þá og þegar undan ágangi árinnar. (Myndina tók ljósm. Vísis B. G. um fjögurleytið í gær).
Vöknuðu við að flæddi inn í íbúðir
— Það er allt á floti alls
staðar — glumdi í eyrum manna
í eina tíð, þegar brezki dægu-
lagasöngvarinn, Tommy Steel,
var sem vinsælastur, en þessi
slagari hefði vel átt við f fyrri
nótt í Reykjavík.
Þá vöknuðu menn víða upp í
kjöllurum við, að vatn var tekið
að flæða inn á þá, og máttu
standa fram undir morgun viö
að ausa út úr híbýlum sinum,
nema þá þeir sem voru svo
heppnir að komast yfir dælur.
„Ætli það hafi ekki verið um
20 til 25 cm djúpt vatn í kjall
aranum í vesturenda hússins“,
sagöi einn íbúðareigandanna í
blokk nr. 51—55 við Kapla-
skjólsveg, Sighvatur Sveinsson
rafvélavirki, þegar þlaðamenn
Vísis komu að honum og tveim
öðrum íbúendum hússins, þar
sem þeir voru að dæla úr hús-
hrunninum.
„Við erum búnir aö dæla síð-
an fyrir kl. átta í morgun.“
Klukkan var langt gengin í eitt
og brunnurinn var enn stútfull-
ur.
Þeir þremenningarnir, Sig-
hvatur, Einar Einarsson og
Valtýr Sigurðsson, stud. jur.
sögðust hafa verið vaktir kl. 4
í fyrrinótt....
,,... en það var gamla konan
hérna niðri I kjallaranum, sem
I varð fyrst vör við þetta“... og
þá var vatn á gólfinu í kjallar-
anum.
„Það kom upp um niöurföllin
í kjallaranum. Sprautaöist þar
alveg upp. Bara allra laglegasti
gosbrunnur." Sagði Sighvatur
og glotti við. Félagar hans
brostu með honum, eins og þeir
gera, sem léttir við að komið er
yfir erfiöasta hjallann.
„Já, já, það er búið að þurrka
allt upp núna en líklega er stífl
að hér úti I götunni. Við ætlum
að tæma brunninn og sjá til.“
Leiðslumar frá dælunum lágu
út yfir gangstéttina og út á
og bílar sem óku framhjá
skvettu upp á gangstéttina aftur
og á gangandi vegfarendur, sem
gutu illu auga til þremenning-
annna og tautuöu ljótt fyrir
munni sér á eftir bílunum, en
þeir þrír skeyttu því engu.
„Þið hefðuð átt að koma hér
í morgun þá hefðuð þið fengið
að sjá sjón. Hérna við vestur-
gaflinn á húsinu var heilmikil
tjörn. Sko, hún náði hingaö upp
á húsvegginn . ..“ og Sighvatur
sýndi með tánni hvar vatns-
borðiö hafði sett merki í lim 20
cm hæð á veggnum ...
„ ... og hún náði hér yfir
allt!“ og hann sveiflaöi hend-
inni í stórum boga. Þar var nú
allt orðið þurrt aftur.
„Já. Það voru allir ræstir út í
blokkinni og við hringdum í
lögregluna, sem vísaði okkur á
Rörverk ... (fyrirtæki, sem sá
okkur fyrir dælunum). Síöan
höfum við staðið við.“
götu. Þar myndaðist stór tjöm
jVTiðri í kjallaranum hitti blaða-
maðurinn konuna, „sem
fyrst hafði orðið vör við þetta".
Hún sagðist heita Guðrún Jó-
hannesdóttir.,
„Ja héma!“ sagði Hún og
skellti sér á lær, þegar hún
heyrði hverra erinda blaðamað-
urinn kæmi. „Er ég nú komin í
blöðin."
„Já, þetta var nú meira flóð
ið. Ég varö vör viö vatnið, þegar
ég steig í það um leið og ég
fór framúr í nótt. Ha? .. Nei, ég
veit ekki, hvað vakti mig. Ætli
það hafi ekki veriö undirmeö-
vitundin.
Ég vakti hitt fólkið, en það
var ekkL svo mikiö vatn þá. Þeg-
ar ég jps því fram (með fægi-
skúffunni minni), þá komst það
ekki innfyrir þröskuldinn aftur.
En það var vatn héma á gólf
inu á öllum ganginum frammi.,
en svo komu þeir blessaðir og
jusu því upp. Annars sögðu þeir
Valtýr, Sighvatur og Einar, gættu
mennirnir, sem komu með dæl-
umar, að við hefðum aldrei klár-
aö ausa því með höndunum, nei
nei.
Konurnar hér uppi hjálpuðu
mér svo að þurrka upp, en við
vorum ekki búin fyrr en.. já,
ætli hún hafi ekki verið orðin
hálf ellefu".
Frú Guörún sýndi blaðamann
inum hvar vatnið hefði flætt inn
og hvernig „mennirnir uppi“
hefðu neglt spýtu ofan áþrösk
uldinn við þvottahúsiö, en...
„Vatnið kom nefnilega hérna
upp um niöurfallið í vaskahús
inu og til þess, að það færi ekki
meira fram á ganginn, settu þeir
spýtuna fyrir.“
Guðrúc kvað ekkert hafa
spillzt hjá sér, sem komið væri
í ljós.
„Ég veit ekki með gólfdúk-
ana. Hvort vatn hefur komizt
undir þá. En þaö kemur þá 1
ljós.“
að dælunum.
Ottazt ii m s
f