Vísir - 28.02.1968, Page 10

Vísir - 28.02.1968, Page 10
70 / V1SIR . Miðvikudagur 28. febrúar 1968. Hvattsrfundur Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur skemmtifund í kvöld kl. 8.30 í -Sjálfstæðishúsinu. Þar leikur frú Hjördís Pétursdóttir létta tónlist, Ómar Ragnarsson stjórnar spurn- ingakeppni milli kvenna úr Vestur- bæ og Austurbæ, og leikinn verður einþáttungurinn „Núliðin tíð“. Kaffi verður borið fram milli atriða. — Sjálfstæðiskonur og gestir þeirra eru velkomnar meðan húsrúm leyfir. Skurð — ■3—> 1. síðu. imir liggja, og í morgun unnu starfsmenn rafveitunnar við að bera sandpoka inn í húsiö til styrktar og verndar strengjun- um. Rafstöðin missti símasam- band við bæinn í morgun, þar sem vatn komst í kjallarana, en þar éru símainntökin í húsin. ' Þær fréttir bárust frá vatns- og hitaveitu borgarinnar, að rör in sem lágu yfir árnar frá nýju borholunni í Blesugróf, hefðu látið undan vatnselgnum og leiðslan væri rofin. Engin hætta er hins vegar talin á því að vatnsleiðslurnar til borgarinnar létu sig, svo fremi sem gamla brúin neðan við Elliðavatnstífluna héldist uppi. Vatnsveitan og borgarlæknir hafa varað fólk við að drekka Gvendarbrunnavatnið og ráðlagt mönnum að sjóða það fyrst. Hrossin — -B—iy l. síðu. beir Gunnar Eyjólfsson og Jón ":;>urbjörnsson, leikarar, en skömínu síðar var byrjað að ferja hestaeigendur og fleiri út í húsin. Hrossin voru rekin í hnapp áður en þau voru rekin yfir fljótið, en einstaka hross slapp og lenti í miklum villum um vatnasvæöið. Ekki varð þó slys á hrossunum meðan tiðindamenn Vísis voru við staðinn í morgun. Það ,ra!k töluvert á eftir björgunar mönnum, að hætta var talin á að efri stfflan í Elliðaám væri oröin veik fyrir, jafnvel óttazt um, að hún kynni að brestá þá og þegar, en ef það hefði gerzt hefði allt farið á kaf, hús, menn og hestar. Þaö var þó ekki anað að neinu og reynt að hafa stjórn á hross- unum, þégar þau komu úr húsun- um. Samkvæmt þeim fregnum, sem tíðindamenn Vísis fengu á staðnum í morgun, var ekki vitað um að nein hross hafi farizt, þó að ljótt hafi verið sums staðar um að lit- ast. Að vísu hafði þá ekki veriö fariö í öll húsin, en 1 fiest, þar sem ástandið var talið alvarlegast. Ekki var hægt að fá nákvæma tölu um fjölda hrossanna í hest- húsunum, en hestaeigendur töldu þau vera hátt í hundraö. Fljótið hafði rénað töluvert í morgun, miöað við það sem það var um miðjan dag í gær, en samt var alls ekki talið hættulaust að ferðast um svæðið. Það var mikill æsingur í sumum við staðinn í gær, enda bárust alls konar Gróusögur um svæðið. Því var meðal annars haldið fram, aö neðri stiflan væri farin og Elliða- árbrýrnar með. Öngþveitif — 16. síöu. komið í veginn; en annars er velfært um Hvalfjörð og bílar úr Reykjavík komu um fjögur í nótt í Botnsskála á leið austur. Miklir vatnavextir eru í Norð- urárdal hjá Dalsmynni og víða upp um héraðið. Ár fóru úr far- vegum sínum og flæddu framhjá brúnum, eins og f Lundareykj- adal og við brúna hiá Brautar- tungu, en mikill vöxtur var í Reykjadalsá. í Borgarfirði flæðir Hvítá yfir veginn beggja vegna brúarinnar hjá Hvítárvöllum og Ferjukoti. Grimsá flæðir yfir veginn skammt fyrir neðan Hest í Andakílshreppi, þar er all- mikill jakaburöur í ánni. í Flókadal og á Skorradalsvegi hafa ræsi látið undan, svo aö erfitt er þarna aö komast leiðar sinnar. Vatn hefur flætt yfir veginn nálægt Fiskilæk í Leirársveit. Þar myndaðist mikil tjörn, en fljótlega varð aftur fært um veginn. Á Vestfjörðum og noröur um land hefur geisað mikið of- viðri. Orkoma hefur verið mjög mikil o£ vatn hefur sums staðar komizt' inn í kjallara húsa. í rokinu fuku þakplötur af hús- um, en ekki er vitaö til þess að þær hafi valdið tilfinnanleg- um skaöa. Víöa reyna menn að stjórna vatrtsflaumnum og beina honum frá húsum sínum með því að höggva rásir í jörð- ina. Á Kirkjubóli í Skutulsfirði fauk þak í heilu lagi af fjósi. Nokkuð var um skriðuföll og vegir víða erfiðir yfirferðar af þeirra völdum. í Vatnsskarði í Skagafirði fauk stór vöruflutn- ingabifreið út af veginum, en lenti á hjólunum, svo aö innan skamms var hægt að draga hana upp á veginn aftur. Á Akureyri var mjög hvasst, en ekki hafa borizt þaðan nein- ar fréttir af skemmdum af völdum veðurs. Þaðan var fært til Húsavíkur og Öxnadalsheiði var einnig fær. Á Snæfellsnesi uröu víða mikl ar vegaskemmdir. Ár flæddu yf- ir vegi og grófu þá í sundur sums staðar. Vegurinn um nesið var þó fær í morgun að því er Hjörleifur Sigurðsson, vega- vinnuverkstjóri í Hnífsdal tjáði blaðinu í morgun. Mestar skemmdir uröu i Öl- afsvíkurenni, en þar féllu marg ar smáskriður á veginn og var hann allsófær yfirferðar í gær. Linnti þar ekki grjótkasti úr fjallinu og aurruðningi, svo að stórhættulegt var að fara þar um á tímabili. Byrjað var að gera við veginn í dag og búizt við að hann yrði fljótlega fær aftur, en hætt hafði að rigna í Ó1 afsvík x morgun og tekiö að snjóa, þegar á daginn leið. Nokkrar skemmdir urðu á húsum við Ólafsvíkurbraut, þar sem vatn flóði inn í kjallara. Vegurinn til Grundarfjarðar lokaðist um tíma í Fróðárhreppi í gær, en viögerð var lokið í gærkvöldi. Hins vegar var veg- urinn utan í Búlandshöfða hættulegur yfirferðar í gær, vegna skriðuhættu. Laxá f Miklaholtshreppi fór yfir veginn hjá Stóru Þúfu og var mikill jakaburður í ánni í gærkvöldi og alldjúpt vatn á veginum. Talpverð flóð voru einnig hjá Gerðubergi og hjá Syjálg í Kolbeinsstaöahreppi, en þar flóði lítill lækur yfir veginn á kafla. Vfða voru slörk í veginum og minniháttar tálmar eftir úrkom- una og vatnávextina. Gunnarshólmi — 16. síðu. vatnið hefur ekki náð að fljóta inn. * Fer á bát út í skepnu- húsin. Ár á Suðurlandsundirlendi voru gífurlegum vexti í gær. Var gífurlegt vatnsvagn í Hvítá, þar sem Tungná, Stóra-Laxá og Litla Laxá koma í ána en þessi fljót voru öll í miklum vexti. Brúará flóði einnig langt út yfir Aðalfundur Kaupmannasamtaka Islands ') verður haldinn fimmtudaginn 29. febr. 1968 að Hótel Sögu og hefst kl. 10. f.h. FRAMKVÆMDASTJÓRN K. í. ORÐSENDING frá Coca-Cofa verksmiðjunni Samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar er smásöluverð á Coca-Cola nú svo sem hér segir: ! j . '■ |V ■ ;: / ~ Coca-Cola, minni flaskan kr. 5.25 „ „ stærri flaskan kr. 7.00 | Verksmiðjan Vífilfell hf. bakka sína og muna menn ekki annað eins flóö í þessum ám síðan 1930. Vísir náði í morgun sambandi við Auðsholt í Bisk- upstungum, en þar breiddi Hvítá úr sér yfir stórt svæði öfan við Iðu. Bærinn var umflotinn vatni og sagöi húsfreyjan, Ragnheiður Guðmundsdóttir, að bóndinn hefði orðið að fara á báti yfir í skepnuhúsin til gegninga, en djúpt vatn er á milli íbúðar- hússins og útihúsa, sem standa á sitt hvorri hæðinni. Sagði frúin að þetta væri mjög áþekkt flóðunum í fyrra, sem voru ó- venjumikil. Skemmdir hafa orðið á girð- ingum, en það er nú orðið svo alvanalegt, saeði Ragnheiður, að þær sópist í burtu. Einar Tómasson bóndi henn- ar sagðist vera að leggja af stað á kænu með mjólkina upp að Bjargi, sem er 3já km. leið og liggur djúpt vatn yfir öllu því svæði. Gizkaði Eínar á að yfirborð árinnar væri minnsta kosti 2—3 metrum hærra en venjulega. Sagði Einar að áin breiddi úr sér þarna yfir mikið svæði ofan við Iðu, en bar mvndast nokk- ur þröng við brúna og rennur hún [ beljandi streng undir hana. Þetta er mjög gott lyf, og þó að það vinni ekki á mörgum sjúkdómum, þá hugsar maður sig að minnsta kosti tvisvar um eftir að hafa tekið þaö inn, áður en maður verður veikur aftur. Varð að bera frúna á bakinu að næsta bæ. Vísir náði einnig tali af Einari Hallgrímssyni, Garði f Grafar- hverfi, Hrunamannahreppi, en bærinn stendur við Litlu-Laxá. Sagöi Einar að bærinn væri um- flotinn og vantaði aðeins fáeinar tommur til þess að vatnið flyti inn á stofugólfið. — Hænsná- kofinn er á floti, sagði Einar og urðu hænurnar að bjarga sér upp á prikin. Ég er hér með gróðurhús og vatnið flóði einnig inn í það. en ég var ekki búinn að setja neitt niður þar seip betur fór. — Ég hef orðið að taka konuna á bakið og bera hana hérna á næsta bæ. — Vatnið er að vísu ekki mjög djúpt hérna, en maður veður það ekki nema f klofstígvélum. Kve.ifélag Hallgrímskirkju heldur fyrsta fund sinn f hinu nýja félagsheimili í norður- álmu kirkjunnar fimmtudaginn 29. febrúar kl. 8.30 e.h. Öldruðu fólki f söfnuðinum sérstaklega boðið Strengjasveit úr Tónlist- leikur. Svava arskólanum .TakobsdóltiV rifhöfundiir flytur frásöguþátt.. Báðir sóknarprest- arnir flytia ávarp. Kaffi CGeng- ið um norðnrdvr) Stjórnin. Samkvæmt upplýsingum bændanna virðist Hvítá ennþá vera að vaxa og engin von til þess að vegurinn að bæjunum, sem þarna eru umflotnir komi upp úr næstu dagana. Bærinn Reykjanes í‘ Grímsnesi sem Húsnæöi. — Herbergi með rúm um og næturgisting fæst á Lauga vegi 51. Vísir 28. febrúar 1918. stendur vestanvert við Brúará er einnig umflotinn vatni og fiæðir Brúará bar vfir stórt landsvæði. — Víðar flæða ár um hlaðvarpa bæjanna á þessum slóðum. Gífurleg úrkomo fyrir austan fjall í nótt Vatnsflaumur — 3—> 2. sfðu. sagði: Við geymdum hérna bókasafn heimilisins, allt á gólfinu, en við höfum ekki enn- þá komið því fyrir á sínum fyr- irhugaða stað. Margar bókanna skemmdust og meðal þeirra al- fræðisafnið Britannica sem er mjög verðmætt. Margt fleyra mætti upp telja, en þetta verður láfið nægja. Frúin kvaðst vilja taka það fram að lokum, að þau hjónin hefðu ekki haft inn- búið vátryggt, og vildi hún mega óska þess að aðrir létu sér það að kenningu verða, því ..engínn veit á hverju hann á von“. Þegar við gengum út um kiall- aradyrnar blasti við okkur ófög- ur sión. Þar hafði verið snotur grasblettur en nú var hann aö mestu hulinn grjóti með moldarleðju og um leið og við tökum mynd af þessari ófögru sjón verður okkur hugsað- til orða frúarinnar: ,,Ætli maður láti ekki kartöflur niður í lóðina í vor“. '... .. . « Ekki er að vænta að vatnsagi- • minnki í ám fyrir austan Hellis- • heiði í dag, bgr sem gífurleg rign- J ing var þar í nótt. Mest var á • Hveravöllum, 80 mm frá bví kl. 17 J í gær til morguns, sem er með því • allra mesta sem mælzt hefur þar 2 um Iangan tíma. Hvöss sunnanátt 2 og rlgi.'ng víðast hvar á landinu • í nótt en hafði snúizt í vestlæga 2 átt í morgun hér í nágrenni Reykja • vík og farið heldur kólnandi. • Á Vestfjörðum var komin snjó- 2 koma og lítilsháttar frost. * • Samkvæmt upplýsingum sem ■ blaðið fékk hjá Jónasi Jakobssyni 2 á Veðurstofunni í morgun var niti • víða 7—10 stig á Norður og Aust- 2 urlandi í nótt og allhvasst víða um 2 land, mest 10 vindstig í Vestmanna • eyjum. Mikil rigning var fyrir aust 2 an i morgun og hafði úrkoman • mælzt 68 mm í Rornafirði í nótt 41 • mm í Hrennum, en hér í Revkin- 2 vík mældist úrkoman 12 mm. — • Sagðj Jónas að líklega mvndi ekki 2 siatna \ ám fyrir austan fjall í dao 2 eftir bessa miklu rigningu. en cnnð • er skúrum oh kólnandi veðri hér 2 við Faxaflóann með kvöldinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.