Vísir - 28.02.1968, Síða 12

Vísir - 28.02.1968, Síða 12
12 V í S IR . Miðvikudagur 28. febrúar 1968. SENDI FÖR & Kvikmyndasaga eftir Jack Pearl Wartell spratt á fætur og gekk á railli þeirra, Mackones og Greni ers. „Hættið þessu drengir", mælti hann rólega en ákveðiö. Bætti svo við, hörkulegri röddu. „Sparið kraftana og skapið, þangað til þið komizt í tusk við þá japönsku." Mackone þagði og tók að axla byrðar sínar. En Grenier var ekki runnin reiðin og kunni illa þeirri auðmýkingu, sem hann hafði oröið að þola af hálfu félaga sinna. „Ekki sóttist ég efti^ því að vera sendur í þennan leiðangur," hreytti hann út úr sér. Ég var sóttur um borð f flugvélina og rekinn af stað. Enginn hefur talið þaö ómaksins vert að segja mér frá því hver sé tilgangurinn með þessari ferð, og' yfirleitt hafið þið komið þannig fram við mig, að halda mætti að þið álituð mig holdsveikan. En eitt veit ég samt,“ sagöi hann og benti á senditækiö. „Hver svo sem til- gangurinn er, þá er ég og þetta tæki þarna, mikilvægt atriði í því sambandi. Það mættuð þiö líka gera ykkur grein fyrir...“ Þeir fjórmenningarnir voru dálít- ið vandræðalegir, þegar þær ö.xl- uðu byrðar sínar; það var eins og þeim kæmi það á óvart að þetta skap skyldi þó ieynast í græningj- anum. Grenier fór svo í sokkana og reimaði að því búnu á sig skóna, en fór hægt og rólega að öllu eins og ekkert lægi á. Corey gat varla leynt óþolinmæði sinni á meðan. Þegar þeir höfðu gengið fram aö hádégi tók skógurinn að gresjast og tók nú við ásótt hálendi. Þeir Reynolds og Manuel gengu alllangt á undan. Þegar kom að háum kietta hrygg, leit Reynolds um öxl til þeirra hinna og gáf þeim merki um að leggjast í var í nálægum runn- um, þar sem þeir urðu vart greind- ir frá umhverfinu, vegna búnings- ins. Manuel stóð með byssuna f miði á meðan Reynolds skreið upp á klettahrygginn til að aðgæta hvað væri fyrir handan. Hann bölvaði lagt, þégar hann kom þar auga á tröllaukinn japanskan skriðdreka. í kringum drekann gat að líta hóp japanskra hermanna, sem sátu þar að snæöingi. Skammt frá stóð' hríð- , skotabyssa á þrífæti. Reynolds skreið hægt og hljóð- lega niður klettahrygginn aftur og hraðáði sér til félaga sinna. „Jap- anskur skriðdreki handan viö ás- inn, liðsforiligi," tilkynnti hann. „Fótgöngulið?“ spurði Corey. „Að minnsta kosti fimm, sem sátu að snæöingi, og vélbyssa á þrífæti skammt frá.“ „Það þýðir ekki að leggja ti^ orr- ustu við slíkt ofurefli. Við reynum að laumast fram hjá þeim. Þú gerir hinum viðvart, WartPll. Við göng- urn eins hljóðlega og unnt er, í einni röð. Áríðandi að enginn mæli orð af vörum." „Skal gert, liðsforingi,-' svaraðí Wartell. Corey gekk nú sjálfur fyrstur. Tók stóran krók til vinstri, með- fram ásnum, ef unnt yrði að kom- ast þar yfir hann, svo þeir jap- önsku hvorki heyrðu það né sæju. Þegar kom upp á áshrygginn, gaf hann mönnum sínum merki um að leggjast niður og skríða yfir, en fyrir handan tók við skógi vaxinn gilskomingur, sem þræða mætti niður, japönsku hermennimir yrðu þess varir. Þetta virtist ætla aö ganga eins og bezt varð á kosið. Þegar Corey kom niður f gilið, heyrði hann nið í rennandi vatni skammt fyrir neðan. Hann brá tungubroddinum um þurrar varir sér og hlakkaði til að géta slökkt þorstann. Hann var kominn lang- leiðina niöur þegar hópur allsnak- inna japanskra hermanna með band klæði um öxl og riffla í höndum hugðist leggja upp í gilið; þeir höfðu bersýnilega verið að baða sig í ánni. Andartak stóðu þeir þarna eins og steini lostnir og gláptu á Bandaríkjamennina, sem gláptu á móti. i Spennan rofnaði um leiö og Mackone hleypti af fyrsta skotinu og einn af þeim japönsku féll dauð- ur niður. Þeir japönsku æptu og þustu á bak yið steina, en land- göngúliðarnir földu sig í nálægum runnum. Og skothríðin hófst. Gegnum skotsmelli rifflanna heyrði Corey annað hljóð og ugg- vænlegra — hreyflar skriðdrekans voru settir í gang. Andaríaki síðar birtist skriðdrekinn uppi við ás- brúnina, til hægri viö landgömgu- liðana, og fóru fótgönguliðsmenn með honum, meö vélbyssuna að vopni. Þeir Ross og Manuel urðu að forða sér í annað var á bak við kletta niðri í gilinu. Japönsku hermennirnir, þeir sem komið höfðu naktir úr baðinu, bjuggust fyrir neöst í gilinu, svo leiðang- ursmennirnir bandarísku voru þar innikróaðir. Corey öskraði fyrirskipanir sínar um leið og hann beindi hríðskota- byssu sinni aö japönsku fótgöngu- liðunum, sem fylgdu skriðdrekan- um. „Wartell... þið Maccone og Parrish einbeitið ykkur að strípal- ingunum." Corey og þeir, sem honum fylgdu, skriðu meðfram klettum og runn- um upp gilið. Jörðin nötraði við, þegar skriðdrekafallbyssan lét til sín heyra og sprengikúlunum rigndi ofan í gilið, þar sem Wartell og hans menn voru í feluleik við „strípalingana". Corey liösforingja hafði tekizt að komast svo hátt upp f gilið, að ekki var nema steinsnar að skrið- drekanum. Hann leysti reyk- sprengju frá belti sér og varpaði að honum. Skriðdrekinn og fót- gönguliðsmennimir huldust myrk- um reykjarmekki. „1 var... í var!“ hrópaði Corey, og leiðangursmenn notuðu tækifær- ið á meðan fjendumir voru blind- aðir af reyknum. Corey komst á bak við stóran stein fyrir ofan gil- ið, næst um því undir fallbyssu- hlaupinu. en svo illa tókut til að Grenier kom að í sömu svifum, og varð af svo heiftarlegur árekstur, að loftskeytamaðurinn hneig niður meðvitundarlaus. Cojjey varð hálf- ringlaður við höggið, en áttaði sig brátt. í sömu svifum dreifðist reyk- mökkurinn, fallbyssuskyttan í skrið drekanum kom auga^á Grenier við steininn og sneri hlaupinu að hon- um. George var spölkom neðar 1 gil- inu og sá hvað verða vildi. Hann gerði sér þegar grein fyrir því, hve afdrifaríkt það yrði fyrir leiðang- urinn, ef hann missti bæði loft- skeytamann sinn og senditæki. Og hann vissi hvað honum bar að gera. Hann stökk fram úr fylgsni sínu og hljóp upp gilið, um leið og hann lét skotin úr hríðskotabyssu sinni dynja á þeim við skriðdrekann. Japanska fallbyssuskyttan hikaði við. Vissi ekki hvort heldur hann átti að hafa Grenier eða George að skotmarki. Hann ályktaði rök- rétt að meiri hætta stafaði af Ge- orge og beindi nú hlaupinu um- svifalaust að honum. Grenier var nú raknaður úr rot- inu. Hann skildi þegar hvaö Ge- orge vildi. „Guð minn góður ...“ hrópaði hann upp yfir sig. ,,Ge- orge, fleygöu þér niöur, maður ... fleygðu þér niður!“ æpti hann. Þegar George sá að bragð hans hafði borið tilætlaöan árangur, tók hann á rás til vinstri í stefnu á stóran stein, á að gizka tuttugu skrefa fjarlægö. Fallbyssuskyttan elti hann með hlaupinu eins og fugl á flugi, og þegar hanri átti eins og tvö skref eftir í varið, reiö skotið af. Eins og að líkum lætur, þurfti George ekki um sár að binda. ÞVOIÐ OG BÖNIÐ BlLINN YÐAR SJÁLFIR. ÞVOTTAÞJÖNUSTA BIFREIÐAEIGENDA I REYKJAVlK SlM,I: 36529 RYÐVÖRN Á BiFREIÐINA 4 4 J 4 ' J Þér veljið efnin, vönduð vinna. » J 4 J Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 4 * Gufuþvottur, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 \ 4 Ryðvörr, undirvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00 [ J Ryðvöm undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 4 J Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 J 4 Ryðvöm undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 J J Alryðvöm. Tectyl utan og innan kr 3500.00 * 4 J J Ryðvamarstöðin Spitalastig 6 j J FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. 5 4 - ÓDÝR 0G GÓÐ ÞJÓNUSTA Hugur Tarzans er allur viö heimilið, er hann fer í gegnum grassléttuna á leið Þarna er Akasíutréð, þar sem við Jane heim... fundum ungana. Héðan er skammt heim. „Skepnur .. .“ öskraði Grenier. í reiði sinni stökk hann á rætur og hóf skothríö á skriðdrekann með hríðskotabyssu sinni. Corey kippti í öixl honum og kippti honum aftur bak við stein- inn. ,,Heimskingi,“ öskraði hann. „Þú kallar George eldri til lífsnis aftur, þótt þú látir drepa þig..." Svo reiður var Grenier, að hann hefði hæglega getað myrt Corey liösforingja þá stundina. / 1 r Þér getið sparað Með bví að gera við bílinn sjálf ur. Rúmgóður og bjartur salur. Verkfæri á staðnum. Aðstaða til að þvo, bóna og ryksuga bilinn. Nýja bílabjónustan Hafnarbraut 17 — Kópavogi. Sími 42530. Frá Jfeklu frá Tfeklu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.