Vísir - 22.03.1968, Blaðsíða 5
Vi“5TR . rostuaagur 22
15«)».
3
URDRATTUR UR GREIN EFTIR PHILIP EISENBERG:
Líf manna á fyrstu
áratugum 21. aldar
Þessi spá um ýmsa hluti, sem
tækni og vísindi hafa afrekað,
og setja mjög svip sinn á líf
manna um og eftir 2000, er
alis ekki nein ágizkun. Hún
byggist á ályktunum vfsinda-
manna, samkvæmt þeirri þróun,
sem nú á sér stað á sviði vís-
inda og tækni; þeim árangri,
sem þegar er náð, eða vísinda-
menn og tæknisérfræðingar vita
skammt undan og loks þeim
árangri, sem öll rök benda til
að hafi náðst undir aldamótin.
Hvernig veröur um að litast
í heiminum við upphaf 21. ald-
ar? Að dómi bandarískra vísinda
manna, sem gert hafa sér far um
að skyggnast inn í framtíðina,
er ekki óMklegt að þar verði
þá eitthvað þessu svipað:
Maðurinn hefur náð valdi á
örlögum sínum, getur skipulagt
sína eigin þróun. Hann hefur
lært aö skapa sína eigin mann-
gerð, þar eð hann hefur náð
tökum á litningunum og öðrum
erfðavöldum.
Unnt verður að ákveða fyrir-
fram kyn bamsins, hörundslit,
líkamsstærð og gáfnafar. Heili
mannsins verður stærri en nú
og virkari, og tilraunir verða
hafnar með að gera hann enn
afkastameiri fyrir tengingu við
„minni“ rafreikna.
Lyf hafa verið tekin í notkun,
sem veita manninum aukið vald
yfir tilfinningum sínum, þannig
að hann verður félagslyndari og
samvinnuþýðari.
Með erfðabótum hefur tekizt að
þurrka út þá sjúkdóma, sem
áður vom mannskæðastir —
hjartasjúkdóma, krabbamein,
vímssjúkdóma og mein af völd-
um sýkla. Liðagigt, ofnæmi og
íleiri slíkir leiðir og áður þrá-
látir sjúkdómar, verða læknaðir
með hæfilegum skömmtum af
DNA — deoxyribonucleic acid
— grundvallandi efni lffsins.
Mannsævin hefur lengzt um
20 ár, óg það sem mest er um
vert, menn verða lengur ung-
ir um leið og þeir verða eldri...
virkari, viðbragðsfljótari og bet-
ur vakandi. Minnistap af völd-
um elli hefur verið útilokað.
Milljónir manna, sem ganga
með vanvirk eöa elliþreytt líf-
færi, hjarta, lifur, nýru, lungu,
slagæðar — fá ný og heilbrigð
líffæri ígrædd, eða óslítandi
gervilíffæri, og þykja þær að-
gerðir þá ekki lengur h'fshættu-
legar, sakir aukinnar þekking-
ar og reynslu.
Þeir, sem með þurfa, geta
fengið gerviarma og gervifætur,
sem tengdar verða heilanum
með rafeindatækni, þannig að
hann getur stjórnað þeim með
hugsun sinni.
>á hafa verið reistar miklar
byggingasamstæður eða borgir,
kallaðar „megastructures“, sem
verða eins konar heimur út af
fyrir sig — skrifstofur, Verzlan-
ir og heilsulindir, sem hafa að
bjóða allan þann unað, sem ein
kennir menningu 21. aldar.
Sum þessi „megastructures"
verða 200 hæðir, önnur saman-
standa af tengdum keðjubygg-
ingum, allt að 30 km að lengd.
Þá verða byggðar miklar borgir
á stoðum, þar sem öll véiknúin
innanborgarumferð verður und-
ir húsunum, en gangstéttir uppi
yfir, þar sem engin farartæki
ógna öryggi manna.
Enn meiri þæginda njóta
þó menn vegna hvolfþaka, sem
gerð verða yfir heilar borgar-
samstæður, en undir þessum
hvolfþökum geta menn ráðið
hita og loftslagi, þannig að þar
verður hið ákjósanlegasta veð-
urfar allan ársins hring.
Rafreiknar hafa tekið við
stjóm á „taugakerfi" stórborg-
anna — umferð, viðskiptum,
bókasöfnum, sjúkrahúsum, skól-
um og öðrum upplýsinga og
menntunarstofnunum.
Almenningur notfærir sér þá
rafreikna á hliðstæðan hátt og
sfmann nú. Rafreiknastöðvar*’
bjóða sérhverju heimili þjón-
ustu sína, og gervimenn, búnir
hreyfanlegum örmum og fingr-
um, sem stjómað er frá slíkum
rafreiknastöðvum, sjá um alla
ræstingu innanhúss betur en
gert verður með mennsku vinnu
afli.
Eldhúsin verða algerlega sjálf
virk. Húsmóðirin semur mat-
seðil fyrir vikuna. leggur þau
matarefni, sem með þarf, f þar
til gerð hólf, og stingur loks
matseðlinum í Mtinn rafreikni,
sem annast matreiðsluna og eld-
hússtörfin.
Búöarferðir heyra sögunni til.
Húsfreyjan hefur samband við
vöruhús gegnum sjónvarpssím-
ann, athugar verðlag og vöru-
gæði á sjónvarpsskyggninu, ger-
ir pöntun sína og að því loknu
kemur varningurinn heim í hí-
býli hennar á færibandi.
Peningar og ávísanir verða
ekki lengur í umferð f þvf sam-
bandi. Sérstakir rafreiknar ann-
ast víðtæka bankastarfsemi,
sem milliliðir heimila og verzl-
ana. Laun fyrirvinnunnar eru
skráð sem tekjustofn, og frá
honum er svo dregið andvirði
þess sem keypt er.
Þá annast rafreiknar alla
kennslu, jafnt f heimahúsum og
skólum. Öll bekkjaskipting
verður úr sögunni, nemandinn
miðar námshraðann við getu
sína og hæfileika. Sérstakar
kennsluvélar, tengdar rafreikn-
um, kenna lestur, skrift, reikn-
ing, málfræði og aðrar náms-
greinar, leiðbeina nemandanum
og leiðrétta villur og mistök.
Skyldunámið nær frá fjögurra
ára aldri upp í tuttugu, sfðustu
tvö árin jafngilda háskólanámi
nú. Þá taka við sérmenntunar-
stöðvar, opnar allt árið hverj-
um þeim nemanda sem öðlast
vi® vissa sérþekkingu, annað-
hvort í sambandi við starf sitt
eða af fróöleiksþrá. Rafreikna-
þjónusta sér um heimanámskeið
fyrir þá, sem þess óska.
Fjarskiptahnettir tengja heim
ilin alheims upplýsinga- mennt-
unar og skemmtidagskrár kerf-
um. Sjónvarpsskyggnin verða
svo stór, að þau taka yfir heil-
an vegg í fbúðinni, og þar verða
sýndar þrívíddarmyndir í eðli-
legum litum.
Hver sem þess óskar getur
fengið sérprentanir af fréttum
og öðru sjónvarpsefni, með því
að koma beiðni um þaö á fram
færi við rafreiknastöðvamar.
Sjónvarpssímar annast tal og
sjónsamband við hvem sem er
og hvar sem er.
Öll vinna hefur gerbreytzt.
Framleiðslan er að mestu leyti
sjálfvirk undir stjórn rafreikna.
Þannig verður landbúnaður-
inn og rekinn að miklu leyti.
Bændur verða fáir, aðeins 2%
af vinnuaf-linu, og annast ein-
göngu stjóm á rafreiknum,
Aukin sjálfvirkni, margbrotnari vélar, meiri nákvæmni, auk-
inn afköst munu einkenna fyrstu áratugi 21. aldarinnar - ef
mannkynið kýs jákvæða hagnýtingu tækninnar fremur en þá
neikvæðu. Þá yrði myndin önnur. — — —
sem stjórna sjálfvirkum dráttar-
vélum og öðmm landbúnaðar-
tækjum, en uppskeran veröur
margfaldari en nokkurn getur
dreymt um nú.
Rafreiknar hafa og tekið iön-
aðinn upp á „arma“ sína. Mað-
urinn kemur þar eingöngu
nærri sem tæknisérfræðingur
og vinnuvikan verður ekki nema
30 klukkustundir — nám,
skemmtanir og allskonar dægra-
dvöl veröa aðalviöfangsefni
mannsins.
Það jafnast
ekkert
á við
Lark/'
Eonra
FILTER CIGARETTES
Lark filteiinn
er þrefaldur.
Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna