Vísir - 28.03.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 28.03.1968, Blaðsíða 7
7 71SIR . Fimmtudagur 28. marz 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun 4 Banvæn kýiapest í Suður-Vietnam Framleiösla brezóu álverk- smiöjanna, sem ráðgert er að koma upp eftir 2—3 ár, er ráðgerð 240. þúsund lestir. ★ Innan vébanda EBE er búizt á- fram við hagstæðri efnahagsþróun svo aö aukningin komi til með að nema 4,3% aö meðaltali 1966— 1970. Þetta kemur fram í nýrri 5 ára áætlun varðandi efnahagsstefn una. í áætluninni er gagnrýnd sú landbúnaðarstefna sem fýlgt hefir veriö. ★Ýmis félög og stofnanir í Tékkó slóvakíu hafa tekið illa gagnrýni í austur-þýzkum blöðum og forseta miðstjórnar kommúnistaflokks A. Þýzkalands Hagers prófessors á endurvakningunni í Tékkóslóvakíu. ■-*- Um 1000 norður-víetnamskir hermenn vopnaöir vélbyssum og eld vörpum gerðu árás á bandaríska vamarstöö í mið-hálendinu í Suður- Víetnam og er þetta mesta áhlaup Norður-Víetnama síðan f sókninni, sem hófst f byrjun febrúar. Norð- ur-Víetnamar brutust gegnum ytri vamarlínur stöðvariimar í skjóli myrkurs, en voru braktir burt eftir þriggja khrkkustunda harða bar- ★ Suður-Af-'Tcustjóm hefur lagt fram 3 umdeild lagafrumvörp og til þess að koma á algerum „stjóm- málalegum aðskilnaði (apartheid)" í landinu. ★ Carl Ruge, ofursti, yfirmaður öryggisdeildar norsku landvam- anna, segir, að ekkert hafi komið í ljós, sem bendi til þess að njósna- starfsemi Holms Haase hafi náö til Noregs. Henry Fowler fjármálaráöherra Bandaríkjanna sagði í fyrradag f ræðu í Fíladelfíu, að 10% skattur- inn, sem Johnson forseti hefði gert tillögur um, væri nauðsynlegur til stuðnings við dollarann. ★ Forsætisráðherra Ungverjalands Jeno Fock hvatti í fyrradag franska bankamenn, iöjuhöilda og kaup- sýslumenn til þess að styöja hina efnahagslegu þróun í Ungverjalandi „að því er áliðjuna snertir og efna- iðnaöinn." Hann kvað mikla mögu- leika fyrir hendi til aukinna fransk ungverskra viðskipta. Banvæn kýlapest hefir stungið sér niður í Suöur-Vietnam og hafa 16 menn látizt úr henni. Mikill kvíði ríkir f Saigon, höf- uðborg landsins, ef veikin skyldi berast þangað, og hefir veriö kom- iö upp vegatálmunum allt í kring- um borgina, til aukins eftirlits með þeim, sem koma til hennar. í þorpinu Tha Phong, sem er að- eins 65 km frá Saigon hafa 11 manns látizt úr veikinni, en í þorp inu Tay Ninh, sem er 110 km. norðaustan borgarinnar, hafa fimm látizt. Heilbrigðisstjórnin hefir sent lækna og hjúkrunarkonur í skyndi til þessara þorpa. í Tay Ninh hafa 62 menn veikzt af pestinni og grun- ur er um, að 150 hafi smitazt. Enginn fær að koma til Saigon nema hafa heilbrigðisvottorö í gildi eða vottorð um bólusetningu gegn veikipni. Verðhækkun á gulli og nýr kvíði vakinn — rétf fyrir fund vestrænna fjármálaráðherra Mikil eftirspurn var í gær og fyrradag eftir gullnámuhlutabréf- um og komst gullverð upp í 40 dollara únzan, sem er 5 dollarar yfir hinu opinbera gullverði, sem aðalbankarnir nota í skiptum sín f milli. Jók þetta kvíða um gengi á al- þjóðamarkaöi og kemur hann til sögunnar rétt fyrir fund vestrænna fjármálaráöherra, sem koma sam- an til fundar í Stokkhólmi á morg- un (föstudag) Þrátt fyrir ofangreinda hækkun á gulli og gullnámuhlutabréfum stóð pundið sig dável í fyrradag en miö ur í gær. Markaðurinn var ókyrr í gær, vegna óvissunnar um hvað gerist á Stokkhólmsfundinum. — Gullmarkaðurinn í London er lok- aður til mánaðamóta og er það samkvæmt fyrri ákvörðun um að draga úr eftirspurn eftir gulli. Pólskum stúdentum bannað að gagnrýna, halda fundi og fara í kröfugöngur ' Pólskum stúdentum hefur verið tjáð, að bann hafi verið lagt við fundahöldum, kröfugöngum til mótmæla og ræðuhöldum, sem feli í sér gagnrýni á hið pólitíska kerfi landsins, enda sé þetta gagn- stætt lögunum. Þetta kom fram í hinu áhrifa- mikla blaði Zykie Warszava, sem birtir svar við 12 atriðum ályktun- ar, sem stúdentar við Fjöllista- skólann samþykktu 13. marz, en það var þá sem kröfur stúdenta um aukið mál- og stúdentafrelsi náðu hámarki. í greininni er raunverulega hafn- að kröfum stúdenta um, að öllum handteknum stúdentum verði sleppt úr haldi, og að ekki veröi Njósnamálin í Dan- mörku og Svíþjóð í NTB-frétt frá Stokkhólmi segir, aö austur-þýzki verkfræðingurinn '7oIr>- Hníise sem hanrltekinn var og" íTÝjr í fangelsi í Kaupmanna- höfn grunaður um njósnir, sé einnig vrunaður um ólöglega eftirgrennsl- annstarfsemi í Svíþjóð. Um þetta hefir verið.birt sam- eiginleg tilkynning yfirstjórnar sænsku ríkislögreglunnar og sak- sóknarans í Málmey. Sænska lögreglan hefir lagt hald á 4 loftskeytasenditæki, svokölluð hrað-senditæki, sem geta sent mörg þúsund tákh á mínútu. Þau fundust grafin í jörðu á mismunandi stöð- um Svíþjóðarmegin Eyrarsunds, og er fundurinn þakkaður upplýsing- um frá dönsku öryggislögreglunni gripið til aögerða gegn háskóla- kennurunum, sem studdu þá, enn- fremur er hafnað kröfunum um að stúdentamir njóti friðhelgi innan véband^ háskólalóðarinnar, og að óeinkennisklæddir öryggislögreglu- þjónar veröi kvaddir burt þaðan. 1 greininni er ekki nefnd sú krafa stúdenta, að hegnt verði þeim, sem komið hafa fram af hrottaskap viö stúdenta, né aö ósannar fregnir og umsagnir blaöa um stúdenta verði afturkallaðar, en 1 greininni er fagn- að hvatningu til 'stúdenta ijm að „hafa betra vald á sér". Kaupum hreinar léreftstuskur Dagblnðið VÍSIR Laugavegi 178 rtOÍlIHIR IIIVVKSSOV héraðsdómslögmaour M í I.I’I.l ) u HI lAJSl oi v sr- ' _ <?mv i u033 í fréttum frá Amman er sagt lrá liðsáfnaði Israelsmanna við Bezan á vesturbakka Jórdan. Óttast menn, að ný innrás sé i undirbúningi. — Myndin er frá Karameh, er ísraelsmenn sprengja skotfærabirgðir í loft upp. VÖRUMARKAÐURINN GftETTISGÖfU 2 HÖFUM TEKIÐ UPP NÝJAR SEND- INGAR AF SKÓFATNAÐI Inniskó. bama Bamaskór Kvenskór Kvenbomsur Drengjaskór Kartmannaskór .... Ýmsar aðrar tegundir af skófatnaði. Hjá okkur fáið þér mikið fyrir litla pen- inga. KOMIÐ — SKOÐIÐ — SANNFÆRIZT Nælonsokkar ..................... kr. 15 Krepsokkar......................... kr. 25 Ungbarnaföt ....................... kr. 50 Barnasokkar ...................... kr. 10 — og ýmsar ódýrar smávörur. Nýjar vörur teknar fram daglega. VÖRUMARKAÐURINN Grettisgötu 2 í HUSI ÁSBJÖRNS ÓLAFSSONAR, eSB&m±'3L?S2r*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.