Vísir - 28.03.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 28.03.1968, Blaðsíða 16
„ Vorveíur" á íslandi, kafaUsbyhr og landfastar hafís Fimmtndagttr 28. rnacK MM8. Leit ón ánmgms Enn var leitað að Haraidi Mtta Bjarnasyni í gærdag og gengn- ar fjörur á útfaHi rnn hádegið og rétt fyrir myrimr, fró harfn- armynninu og inn að Ettiðar- vogi. En án árangurs. Ráðgert var að ieita einnig f dag, en vegna veðurs hefur ver- ið hætt við það. Telja menn ítú engar vonir til þess, að dreng- urinn muni finnast á Mfi. ' □ Seinni hluta marzmánað- ar hefur veðráttan hér í Reykjavík verið með versta mðti, gengið á með éljum og krapa og snjó ekki leyst dög- um saman. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Páll Bergþórs- son veðurfræðingur gaf blað- inu í morgun, er fremur sjald- gæft að sjór liggi dögum sam- an eftir að komið er fram í seinni hluta marz, þar sem sólin er komin það hátt á loft, að hún bræðir snjó- inn oftast nær fljótlega eftir að hann fellur. „Það er ekkert útlit fyrir vor veður sem stendur", sagði Páll“, við búumst frekar við að kuld- inn fari vaxandi." Skafrenningur er nú hér í Reykjavík, með 4ra stiga frosti og hvassri austanátt. Talsverð snjókoma var á Suö-vesturlandi í nótt, en bjart veður er á Aust urlandi. Hafísinn hefur nú aftur færzt nær landinu, einkum við Langa- nes o@ Hornbjargsvita, og er ekki ólíklegt að hann muni loka þar siglingaleiðum í dag. í nótt snerist í norðaustan átt á Vest- 10. síða. MISSTU BELTATRAKTOR NIÐUR UM ÍS Á TUNGNAÁ Mælingamenn lenda / talsverðum hrakningum Fréttamaöur blaðsins á Selfossi sagði frá þvi, að fyrir nokkru síðan hefðu mælingamenn Orkustofnun- arinnar lent i hrakningum, þar sem þelr voru að störfum sínum inni við Tungnaá. Þannig vildi til, að þeir misstu „beltatraktor" niður um is á svo miklu dýpi, að það Nú kostar kr. 6.50 í strætó Fargjöldin hækkuöu i morgun ★ I morgun kom til fram- J kvæmda fargjaldahækkun hjá S. V. R. Einstakt fargjald fyrir fullorðna hækkar úr 6.00 kr. " 'í kr. 6.50, en fargjöld barna e verða nú 3.00 kr. í stað 2150 (áöur. Eiríkur Ásgeirsson, for- stjóri S. V. R., sagði að hækkun á fargjöldum hefði ekki átt sér stað síðan um miðjan júlí 1966, en nú hefur allt hækkað, sem fil reksturs þarf, kaup, trygg- ingar, olía, hiólbarðar o. s. frv., um sem næst 16%, svo sem að fargjaldahækkun var óhjá- kvæmileg. ★ Eiríkur sagði, að þessi hækk un hefði verið fyrirsjáanleg fyr ir alllöngu oc begar verið tekin ‘inn í vísitöluna, áætluð 0,15 stig. Sérleyfishafar munu einn- 'ig hafa hækkað sín fargiöld um svipaða hundraöstölu. ★ 25-eyringar hafa ekki haft stórt hlutverk f peningamálum 'borgarbúa undanfarin ár, en ó- ■neitanlega vex það nú þegar fargjaldið stendur á 50 aurum. •••••••••••••••••••••• Tveir eða fleiri listar í framboði flokks Á Alþingi lagöi Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, fram nýja breyt ingartillögu í gær um kosningalög- in. þar sem fjallaö er um tvo eða fieiri lista, sem koma kunni fram í nafni sama stjórnmálaflokks. Hljóðar nýja tillagan þannig: „Ef sá aðili, sem samkvæmt regl um flokks er ætlað að ákveða framboðslista, eða staðfesta endan- íega, ber fram mótmæli gegn þvi, að listi sé i framboði fyrir flokk- inn, skal yfirklörstjórn úrskurða rlfkan lista utanflokka og landskjör mjórn úthíuta uppbótarþingsæt- um í samræmi við það.“ flæddi yfir vélarhúsið, og var ó- gjömingur fyrir þá að ná trakt- omum upp nema með stórvirkum tækjum, og uröu þeir að ganga frá beltavéiinni niður að Haldi, en þar áttu þeir bíl, sem þeir síðan kom- ust á langleiðina til byggða. En samt vildi ekki betur til en svo, að á leiöinni bilaði fjööur í bílnum. En meðan bráðabirgðaviðgerð tókst þeim samt aö bjargast til byggða. Þar var fenginn stór trukkur meö spili á, og fór fimm manna flokkur aftur á staðinn, og hófst handa við björgunina, sem tók tólf klukku- stundir samtals. Ókleift reyndist að koma vélinni í gang aftur, eftir aö hún hafði leg- ið í vatninu, og neyddust mælinga- mennirnir til að skilja hana eftir inni á öræfum. Er þetta að sjálf- sögðu mikið tjón, þar sem véiin er nýleg, og viðgerð verður um- fangsmikið fyrirtæki. Hettusótí artilfellum fjölgar stöðugt Hettusóttin, sem hefur verið að ganga hér í borginni undanfarnar vikur breiðist stööugt út, þó að enn sé tæplega hægt aö segja að um faraldur sé aö ræða. Vikuna 10. til 16 marz var vitað um 63 tilfelli og 50 tilfelli vikuna áður, en þessar tölur eru þó hvergi full- nægjandi. Samkvæmt upplýsingum sem að- stoðarborgarlæknir, Bragi Ólafsson, gaf blaðinu í morgun virðist veik- in breiðast út jafnt og þétt, en ekki íí er vitað um alvarleg tilfelli. Hettu- sóttin leggst aðallega á börn og ungt fólk, en það fólk sem einu sinni fær veikina, á ekki á hættu að fá hana aftur. Engin lyf eru til við hettusótt, en fólki er ráð- lagt að fara vel með sig ef það tekur veikina. -<S> Yuri Gagarin í Moskvu eftir geimafrek sitt. YURI GAGARIN FERST í FLUGSLYSI Birgir Finnsson. Fyrsti geimfari heims, Yuri Gag- arin, beið bana ásamt öðrum flug- manni, er þeir voru í reynsluflugi i flugvél af nýrri gerð. Moskvuútvarpið birti um þetta tilkynningu I morgun. Var þar get- ið helztu æviatriða hans og sagt, aö hann yröi grafinn undir veggj- um Kreml. Yuri Gagarin varð 34 ára. Hann fór í hringferðina um jörðu í apríl , 1961. í NTB-frétt segir, að Yuri Gag- , arin hafi beðið bana í reynsluflug- ■ ferð sjö árum eftir að hanh fór ! fyrstu geimferöina kringum jörðu | í geimfarinu Vostok I, en meö hon- um hafi farizt annar flugmaður, Vladimir Serjogin, ofursti og verk- fræöingur, og voru þeir að prófa flugvél nýrrar gerðar, svo sem áö ur hefur verið getið. Tilkynningar um slysiö hafa verið birtar meö jöfnu millibili í útvarpinu í Moskvu í morgun. Útför fer fram á vegum hins opinbera og verða þeir grafn ir undir Kremlveggjum. Milli þess er tilkynningunum 'var útvarpað. voru leikin sorgarlög. r Alþingi kemur samani effir páska ■ — ALLT ÚTLIT ER FYRIR, að þingið verði að koma saman eftirí páska og standi þá yfir að minnsta kosti í eina viku, en slíkar ráða- [ gerðir geta þó alltaf breytzt, sagði forseti sameinaðs Alþingis, Birgir [ Finnsson, þegar hann var inntur eftir þvl, hvort ekki væri farið að* 1 sjást fyrir endann á þessu þingi. ! „Það hafði verið ráðgert að reyna að Ijúka þinginu fyrir páska,! en nú hefur verið hætt við það.“ [ Heyrzt hefur á þingpöllum, aö þinginu ljúki fyrir fyrstu helgi* efttr páska. • Landbúnaðarsýningin '68: Búskapur kynntur í höfuðborginni I t I M I I H I I ■ ■ H H I H ' □ Þótt svo eigi að heita, að þjóðin skiiji orðið „land- búnaður“, vantar mikið á að all- ir þekki það, sem býr að baki orðinu; lífið í sveitum landsins og framleiðsiuna þar. Nú hefur verið ákveðið að efna til stórrar Iandbúnaðarsýningar í sumar til að kynna bióðinni landbúnað- inn og styðja að framþróun bessa atvinnuvegar. Þá verða endurnar á Tjörninni ekki lengur einu skepnurnar, sem reykvískri æsku gefst færi á að skoða, heldur getur að líta hross, nautgripir, sauðfé, svín og geitur og hvers konar fiðurfénaö. Bændur þurfa ekki að koma u an af landi til þess eins að skoi búfénað, sem þeir geta athugað næði heima hjá sér, heldur veri beim kynntar nýjustu vélar og fra farir í landbúnaðarmálum, og þei gefiö færi á að ræða við fulltrí fvrirtækja, sem flytja inn vinn vélar, og settar veröa upp litl; skrifstofur, þar sem upplýsing; verða veittar og tekiö á móti pön unum. Komið hefur verið á fót fjórtí nefndum, og hver þeirra starfar afmörkuöu sviði við að undirbi kynninfar á hinum einstöku grei um innan landbúnaöarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.