Vísir - 29.03.1968, Side 7

Vísir - 29.03.1968, Side 7
7 ■SRigHg morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd iii □ Saksóknari í málinu gegn þeim, sem ákærðir eru fyrir samsæri gegn Nasser forseta Egyptalands hefur sakað Badran fyrrverandi hermálaráðherra um að bera á- byrgð á ósigri Egypta í júnístyrj- öldinni í fyrra. Badran er 54 ára. Hann er og sakaöur um að hafa tekið þátt í samsæri til að steypa Nasser og stjóminni og fjndr að reyna aö setja Abdel Hakim Amer aftur í embætti sem aðstoðaryfirmann alls her- afla Egyptalands (Amer framdi sjálfsmorð I september, en ýms- ar grunsemdir hafa komið fram um, aö honum hefði verið ráð- inn bani). □ Hjálparskip úr brezka flotanum, tankskip, svipast nú eftir snekkju Alecs Rose, „Lively Lady“, en frá henni hafa heyrzt mjög veik táknmerki. Nokkru áður bárust fréttir frá henni og sagði Rose þá, að alit væri í lagi og náigaðist hann siglinga- leiöir sunnan Cape Hom. □ 13M 30.000 fleiri ferðamenn komu tál Englands í janúar í ár en í janúar í fyrra, eða sam- tafe .104000. Gengisfellingin er taBn hafa haft mikil áhrif á ankningu straumsins. — 1967 komn 3 og hálf miiljón ferða- manna til Bretlands og er áætl- aður hagnaður af þeim fjölda 350 miiljónir. □ Suharto hershöföingi, forseti Indónesíu, fer í næsta mánuði til Japans og ræðir aukið fram- lag Japana til efnhagsviðreisnar í Indónesíu. Forsetatímabil Su- hartos hefur verið framlengt til 5 ára, en hann hefur ekki sama vald og nú nema næstu 2 ár. Almennum þingkosningum hef- ur verið frestað til 1971. □ í New York hafa 5 menn verið dæmdir til langrar fangelsisvist- ar fyrir samsæri til að smygla miklu magni af eiturlyfinu hero- in inn í landið. Tveir em Ástr- alíumenn og fengu, annar 25 ára, hinn 12 ára fangelsi, og 3 Bandaríkjamenn fengu 10 ára fangelsi hver um sig. armanna í fjórum aukakos Ihaldsflokkurinn sigraði glæsilega i öllum með allt að 2!°jo fylgisaukningu sem tekin var eing'óngu frá kr'ótum í gær fóru fram aukakosningar í fjórum kjördæmum á Bretlandi og fóm leikar svo, aö Verkamanna- flokkurinn fór hinar herfilegustu hrakfarir fyrir íhaldsflokknum, sem sigraði í öllum kjördæmunum, hélt ylsrael fær ekki Mirage-þoturnar Franska stjómin hefur tilkynnt ísraelsstjóm, að ísrael fái ekki 15 Mirage-herþotur, sem samið var um fyrir tveimur 'ámm. Talið er, aö de Gaulle forseti hafi sjálfur tekið ákvörðun um þetta. Tilkynningin vekur mikil von- brigði í ísrael. Mirage-þotum- ar reyndust afburða vel í júní-styrj- öldinni og vilja rpargar þjóðir eign- ast þær fremur en bandarfskar og samið um kaup á þeim, Suður-Am- eríkuþjóðir t. d., en írak og fleiri hafa beðið um þær. einu með mjög auknum meirihluta og vann hin af Verkamannaflokkn- um og var fylgisaukningin mest 21 af hundraði, öll tekin af Verka- mannaflokknum, en að meðaltali var hún 18 af hundraði. Frjálslyndi flokkurinn fékk ekkert af því fylgi, sem Verkamannaflokkurinn tapaði. Þetta mikla fylgistap Verka- mannaflokksins er næstum algert einsdæmi og er stórkostlegt áfall fyrir flokkinn, og er það viöurkennt af leiðtogum hans, en talsmaður flokksins sagöi I gær, að von flokks ins væri, að þetta breyttist, er ár- angurinn af ejriahagsráðstöfunum stjórnarinnar færi að koma f ljós. Talsmaöur íhaldsflokksins var sem að líkum lætur sigurreifur og krafð- ist nýrra almennra þingkosninga, þar sem sýnt væri að stjórnin heföi glataö þjóðartrausti. Þetta voru fyrstu aukakosning- arnar, sem fram hafa farið síðan fjárlagafrumvarpið var lagt fram, en áöur hafði Verkamannaflokkur- inn glatað 6 þingsætum í auka- kosningum, og eru þau nú oröin 9, sem hann hefur misst frá því að al- mennu þingkosningamar fóru fram. og er nú meirihluti f neðri mái stofunni yfir stjórnarandstööuflokk ana 74. F-111 HERÞOTA SKOTIN NIÐUR YFIR NORÐUR-VIETNAM Tllkynnt var í gærkvöldi, að saknað væri orrustu-sprengjuflug- vélar af \ gerðinni F-lll, sem er fullkomnasta hemaðarþota Banda- ríkjanna og nýjasta, en þær eru með hreyfanlegum vængjum. Flugvélin var í leiðangri frá bækistöð í Suðaustur-Asíu og var ekki nánara frá þessu sagt í til- kynningunni, en Washington- fréttaritari brezka útvarpsins seg- ir, að talið sé aö hún hafi farizt eða verið skotin niður í sprengju- árás á Norður-Vietnam. Kunnugt aö 6 herþotur af þessari gerð komu nýlega til flugvallar í Thailandi. Fyrir nokkru var dregiö úr framleiðslu á þessari flugvélar- tegund af sparnaðarástæðum og sagt er, aö þær hafi reynzt of þungar og erfiðar í meðförum til þess að þær geti haft bækistöðvar á flugvélaskipum. Framleiðslukostnaður flugvélar af þessari gerð er 5 milljónir doll- ara. Hafnað tillögum Ihaldsflokksins um að reyna enn samkomulagsumleitanir Það var komizt svo að orði í fréttum frá London um umræð- una í neðri málstofu þingsins um Rhodesíu, að það hafi vakið mesta athygli, er Sir Alec Doglas Home fyrrverandi forsætisráð- herra sagði, að hann og Ian Smith hefðu „fundið formúlu, sem myndi hafa dugað til að koma á samkomulagi". Og Sir Alec bætti þvf við, að um það væri hann sannfærður, að samkomulag hefði náðst í ferð hans, ef brezkur ráöherra hefði verið með honum. Hann bauö enn stjórninni alla aðstoö sína til aö leysa, máliö. En því boöi hafnaði Thompson samveldismálaráöherra á þeim grundvelli, að „það mundi tæta sundur samveldið“, ef farið væri aö semja nú, en áður hafði Wilson sagt, að það væri ekki hægt að treysta Ian Smith og þvf yrði ekki frekara viö hann talað. Og Wilson lýsti yfir , að brezka stjórnin myndi fallast á algert viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna á Rhodesíu, en hann kvaðst ekki fallast á vald- beitingu, eöa neitt sem leitt gæti til beins áreksturs við Suöur- Afrfku. Maudling, talsmaður Ihaldsflokks ins um efnahagsmál, kvað Bretland þegar hafa tapað viðskiptum svo Stúdentar í Róm í kröfugöngu með 30 m langan rauöan fána. næmi 200 milljónum punda, vegna takmarkaðs viðskiptabanns á Rhodesfu, en ekki hefði það náö tilgangi sínum, og tjónið myndi verða miklu, miklu meira, vegna hins nýja víðtæka viðskiptabanns, sem um væri rætt, en þaö mundi ekki heldur ná tilgangi sínum. Breytingartillaga íhaldsflokksins um samkomulagsumleitanir var felld, en Edward Heath talaði fyrst- ur manna fyrir henni, og svo var tillaga Wilsons samþykkt með 98 atkvæöa mun. Thompson samveldismálaráð- ■herra lýsti yfir, að Caradon lávarð- ur, aðalsamningamaður Breta hjá Sameinuðu þjóðunum, ætti nú viö- ræöur um málið við fulltrúa ým- issa Afríku- og Asíuþjóða milli funda í Öryggisráði. Rætt er um sameiginlega ályktun og geta um- ræður staðið nokkra daga enn En það er þegar búiö að skrafa allmikið á fundum Öryggisráðs að undanfömu um þetta mál — og milli funda, en það var þ. 12. þ. m., sem 36 Afrfkulönd fóru fram á, að Öryggisráðiö yröi kvatt til funda um Rhodesíu, því að mikið lægi við, og var sérstaklega tekið fram í fundarbeiðninni: .......til þess að ræða valdbeitingu, ef hún þætti nauðsynlfeg, gegn Rhodesíu“. En nú hefir Wilson sem sé enn tekiö af skariö, að brezka stjómin ætlar ekki að beita hervaldi. Ous- mane Soce Diop, Senegal, er nú forseti ráðsins, og í fundarbeiðn- inni sem var stíluð til hans, var sagt, aö horfurnar í Rhodesfu væru slíkar, að þær „ógnuðu alþjóöafriði :6%yöryggi“. Skírskotað var til 17. greinar sáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem heimilar efnahagslegar Ian Smith. refsiaðgeröir til þess aö binda endi á rof á friði eða ógnum um rof á friði, en þar er ennfremur tekið fram, að ef Öryggisráðiö telji slíkar ráðstafanir ekki nægjanlegar, megi'- þaö grípa til aðgerða f lofti, á landi og á sjó til þess að varðveita alþjóöafrið eöa koma honum á á ný hafi hann veríð rofinn“. I Zambíu hefir gagnrýnin á stjórn Wilsons verið hörðust og þar hafa ráðherrar gengið fram fyrir skjöldu Hafa þeir farið háðulegum orðum um hana og brígzlað henni um heigulsskap, en Wilson og félagar hafa ekki látið haggast vegna brigzlanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.