Vísir - 29.03.1968, Side 9

Vísir - 29.03.1968, Side 9
V í SIR . Föstudagur 29. marz 1968. "i’f35®3Hð . ' ,S Myndin er tekin á norðurWuta Atlantshafsins á svæðinu nálægt íslandi. Hún sýnir rússnesk kafbátabirgðaskip og einn kjamorkukafbát við skipshlið. Vaxandi hemaðar- ógnun á norðurslóðum T síðustu grein ræddi ég um hina furöulegu atburði í Tékkóslóvakíu, þar sem yngri menn úr kommúnistaflokk landsins hafa nú velt stalinist- anum og harðstjóranumNovotny frá völdum og heita því um leið að taka upp frjálslegri stjóm- arhætti, sem era svo byltingar- kenndir í einræðisheimi Austur- Evrópu, að heita má að aðrir stjómarherrar þessa hluta álf- unnar skjálfi á beinum, því að þeir óttast sams konar upp- reisn alþýðunnar í sínum lönd- um. Þær þjóöfélagslegu umbætur, sem nú er þeitið í Tékkósló- vakíu era svo róttækir, að því var jafnvel haldið fram á fundi forastumanna Austur-Evrópu, sem haldinn var í Dresden um síðustu helgi, að með þeim hyrfi Tékkóslóvakía úr hópi komm- únískra ríkja og gerðist vest- rænt lýðræöisríki, eða eins og það var oröað 1 þeim hópi með þeim venjulegu öfugmælum, sem þar tíðkast „kapítalískt heimsvaldastefnuríki“!! En aðal- kjami hinna fyrirheitnu breyt- inga er sá, að taka á upp frjálsar og leynilegar þingkosningar meðal allrar alþýöu. Þykir sum- um slíkt algerlega ósamrýman- legt kommúnísku þjóöfélagi. Það er kannski tilviljun ein- ber, að þessar breytingar verða svo til nákvæmlega 20 áram eftir valdatöku kommúnista ár- ið 1948. Það er eins og menn vilji afmarka þetta ömurlega tímabil stalinismans algerlega af, miöað við það, að hægt sé að skera burt þessi tuttugu ár, af- má eymdina og hryllinginn úr minningunni. T þessu sambandi má rifja það upp, að atburðirnir í Tékkó- slóvakíu 1948 urðu fremstir allra viðburða þeirra tíma til aö vekja menn til skilnings á þeirri ægiiegu hættu, sem þá vofði yfir frjálsum þjóðum Evrópu. Það var eins og menn hrykkju upp af dvala. Menn höfðu dáðst að frammistöðu Rússa í styrjöld inni móti nazistum, en það var ekki fyrr en í sjokkinu, sem fylgdi fréttunum frá Prag, sem menn fóra að skilja tilgang og tilhneigingu Stalins hins grimma einræðisherra í Moskvu. Þá var ekki lengur hægt aö villast um það, að hann stefndi að því leynt og ljóst að hrifsa alla álf- una undir ofbeldisstjóm sína. Við sjáum það enn gleggra eftirá, að sjaldan hefur hinn vestræni heimur verið í jafn geigvænlegri hættu og á þess- um tíma. Þá höfðu hinar vestrænu þjóðir afvopnazt svo *að segja „inn aö skinni“. Þær höfðu trú- að því og treyst, að eftir heims- styrjöldina risi upp nýr og ei- lífur friðarheimur. En hinn rússneski einræðisherra hafði aðrar áætlanir á prjónunum, hann viðhélt voldugum ’milljóna- herjum, og meðan Bandaríkja- menn brutu og bræddu upp svo til gervalla flugflota sína og skriðdrekasveitir, sköpuðu Rúss ar sér hemaðarlegt ofurefli meö því að viðhalda miklum hluta hers síns eins og styrjaldartím- ar héldu áfram. Með þessu hern- aðarlega ofurefli þvinguðu þeir svo Austur-Evrópu þjóðir til hlýöni undir veldi kommúnism- mans, þótt komið heföi í Ijós í almennum kosningum í þeim öllum skömmu eftir stírðslok, að kommúnistar höfðu hvar- vetna í þeim sáralítið fylgi. Þeir höföu líka fullan vilja til að beita þessu hernaðarlega ofur- efli til að kúga undir sig alla Vestur-Evrópu, en nú er álitið, að það hafi einkum verið ein staöreynd, sem kom í veg fyrir það, að — Bandaríkjamennréðu þá einir yfir kjamorkusprengj- um. Að þessu verða menn vel að gæta. Kjarnorkusprengjurnar era auðvitað hræðileg vopn, en mjög miklar líkur benda til þess, að þær hafi á sínum tíma komið í veg fyrir, að Stalin undirokaði gervalla Evrópu. Eins og hér hefur verið rakið áttu atburðimir í Tékkóslóvakíu 1948 geysimikinn þátt í því að vekja þjóöirnar í Vestur- Evrópu til skilnings á því, hví- lík hætta vofði yfir þeim. Varð það svo rökrétt afleiðing þess- ara atburða, að vestrænar þjóð- ir komu á fót í sjálfsvamar- skyni varnarsamtökunum NATO. Stofnun Atlantshafs- bandalagsins markaði ný þátta- skil í sögu álfunnar, skapaöi þjóðunum frið og öryggi, sem þær hafa notið til að geta beitt kröftunum að friðsamlegri end- urreisn og framföram. T ár vora 20 ár liðin frá valda- töku kommúnista 1 Tékkó- slóvakíu og það leiöir af því, að stofnun Atlantshafsbandalagsins fylgdi í kjölfar hennar, að á næsta ári verða liðin 20 ár frá stofnun þess. forsendan í upphafi fyrir stofn- un bandalagsins. Menn gætu sagt sem svo að afnámi 20 ára ógnarstjórnar í Tékkóslóvakíu megi fylgja á eftir afnám At- lantshafsbandalagsins. Breyting- arnar í Austur-Evrópu séu nú orönar svo miklar, að ekki sé lengur neitt aö óttast þaðan. Friðaröldin sem menn vonuðu að fylgdi endalokum heims- styrjaldarinnar, sé núna loksins að renna upp. Það verður vissulega að gæta vel aö þeim röksemdum, aö Atlantshafsbandalagið standi ekki í vegi fyrir sáttum milli Vestur- og Austur-Evrópu. Það yrði vissulega eitt allra mikil- vægasta spor í framfaraátt í öll- um alþjóðamálunum, ef hægt væri að leggja niöur járntjaldið og koma á nánu samstarfi ríkj- anna i austri og vestri. Hér er óþarfi að rekja þá löngu mis- klíðarsögu eða skella skuldinni á einn eöa neinn. En svo mikið er víst að sá þröskuldur, sem mest hefur staðið þar í vegi er hið ofbeldiskennda einræðis-. stjómarfar í kommúnistalönd- unum. -Meðan þáð varir er ó- mögulegt að semja neitt við forastumennina í þessum lönd- um, ekki frekar en hægt er að semja við hreina glæpamenn. En það er nú loksins, sem farið er aö rofa til. Tvö þessara ríkja viröast nú vera aö afnema með öllu þetta glæpastjórnar- far, Rúmenía og Tékkóslóvakía og Vestur-Evrópuþjóðir þurfa að vera þegar í stað reiðubúnar að ganga til móts við þær og taka upp samstarf við þær sem nágranna, frændur og vini. Hitt skiptir svo minna máli, hvaða efnahagskerfi þessar þjóðir velja sér, það er þeirra einkamál, svo framarlega sem það felur ekki í sér ógnanir við nágrannaríkin. \ö visu þarf að gæta að mörgum öörum atriðum í þessu sambandi. Því er til dæmis Og aö hinu veröur líka að gæta, að það var auðvitaö ekki Tékkóslóvakía sjálf sem ógnaði Evrópu 1948 og varö þannig tilefni Atlantshafsbandalagsins, heldur það stóra afl og volduga herveldi, sem þar bjó á bak við. Það var fyrst og fremst Rúss- land Stalins, sem þá var ógn- valdurinn. Nú er Stalin að vísu fallinn frá og einnig hafa orðið miklar breytingar á þjóðfélags- háttum í Rússlandi, meira að segja „f frjálsræöisátt". En þvi miður er sú þróun mjög hæg- fara og ótrygg. Það befur sér- staklega borið á því síðasta ár- ið, að allt sé að sækja aftur í sama farið. Réttarhöld yfir rithöfundum og kúgun þeirra með jafnvel áratuga fangelsis- refsingum spáir engu góðu. Okkur gæti langað til að leggja niður öll vopn og af- nema vopnabandalag eins og Atlantshafsbandalagið. En það er örðugt um vik með það, þegar við, vitum, að Rússar herða nú vígbúnaöinn meira en þeir hafa nokkra sinni gert sfð- astliðin áj* Þaö væri líka ánægjulegt fyr- ir okkur íslendinga, ef við gæt- um lagt niður vamarstöðina á Keflavíkurflugvelli og látið þessa þrjú þúsund erlendu her- menn, sem þar eru fara heim til sín. Aö vísu fer nú minna fyrir þessum útlendingum í landinu en nokkru sinni áöur, en þrátt fyrir það er það eðlilegt, að þessi erlenda bækistöð sé okkur löngum þyrnir í augum. Tj’n það er ekki af neinni létt- úð, sem við höfum kosið að viðhalda þessum vörnum. Við erum vanmáttug smáþjóð, sem geigvænlegar hættur vofa yfir vegna þess að landið okkar er á hernaðarlega mjög mikil- vægum stað. Sé landiö gersam- lega varnarlaust getum við átt von á því, einhvem morguninn Nú vill svo til, aö gildistími Atlantshafsbandalagsins átti á sínum tíma einmitt aö vera 20 ár, þvi að vísu þannig, að hann gæti framlengzt sjálfkrafa á- fram ef þörf væri fyrir það. Svo mikið er víst, að þegar þessu tuttugu ára timabili er lokið á næsta ári, er eðlilegt, að menn skoöi vandlega hug sinn um það, hvort rétt sé aö framlengja gildi þess. Sú hugsun kann þá að liggja nærri, að einmitt nú þegar ranglætið hefur verið leiðrétt í Tékkóslóvakíu, of- beldisstjómin afnumin og á- hrifum Rússa þar í landi hnekkt, sé einmitt fallin brott ein höfuð- ekki að neita, að þær vora 6- hugnanlegar fréttirnar af fundi Austur-Evrópuríkjanna í Dres- den, þar sem það kom í ljós, að forastumenn annarra kommún- istaríkja höföu „stórar áhyggjur af þeirri þróun í frjálsræöis- átt“ sem orðið heföi í Tékkó- slóvakíu, eins og það var orðað þar. Þessi setning er svo ó- mannleg, aö hún veröur furöu- leg í augum okkar, þaö er ein» og þessir menn álíti að pólitískt frelsi sé eitthvað böl og þaö má rétt ímynda sér, að það verður aldrei auðvelt að ná neinu samkomulagi við menn. með slíku hugarfari. þegar við vöknum, aö land okk- ar og þjóö sé spennt í stál- greipar ofbeldisliðs, sem þá myndi vissulega ekki takmarka sig við eða loka sig inni á Mið- nesheiöi. Þetta er sú ógn sem stöðugt vofir yfir okkur í illum og ótryggum heimi og við höf- um engin ráð til aö verjast því önnur en að leita á náöir gam- alla bandamanna okkar. Við íhugun á þessu er nauð- synlegast srf öllu fyrir okkur, að reyná að V'gjast með þróun mála hjá þvf stórveldi, sem við helzt þurfum að óttast, Sovét- ríkjanna. Er þaö vissulega mjög mikilvægt fyrir okkur að láta fram fara þá endurskoöun og mat á varnarmálum landsins, sem nú stendur fyrir dyrum. Sú skoöun hlýtur fyrst og fremst að byggjast á þeirri þróun, sem orðið hefur hjá Rússum. Jjví miður hefur sú þróun ekki orðið sérlega vænleg upp á síðkastið. Sú staðreynd er nú að koma æ greinilegar í Ijós, að síðustu tíu ár hafa Rússar sér- staklega aukiö flotavígbúnað sinn. Svo virðist sem þeir hafi tekiö mikinn kipp eftir að þeir biöu ósigur fyrir Kennedy í Kúbu-deilunni, Þá komust þeir að því, að þeir voru gersamlega ófærir um að hjálpa Castró á Kúbu, vegna þess að þá skorti flota. Sfðan hafa þeir skipulagt óhemju flotabyggingu, svo að efling flota þeirra er hlut hlut- fallslega meiri en nokkurra annarra greina hins rússneska herstyrks. Síðan hefur út- þensla þeirra á þessu sviði veriö að koma æ betur í ljós, Rússar hafa nú í fyrsta skipti sent volduga stríðsflota út á Mið- jaröarhaf og Indlandshaf. Að vfsu er þeim það alveg heimilt, þvi aö höfin eru öllum opin og alkunnugt er líka að Banda- ríkjamenn hafa sína flota á öllum höfum. Þó er það mjög alvarlegt umhugsunarefni, þeg- ar eitt rfki framkvæmir slíka flotaútþenslu. Slíkt haggar öllu hernaðarjafnvægi, og skapar ólgu og stríöshættu í víðri ver- öld og ber vott um miskunnar- lausa útþenslu og ofbeldis- hneigð. Og þessi flotaútþensla Rússa er einmitt mjög alvarleg fyrir okkur, smáþjóö sem búum á ey- landi úti í hafi, einmitt þar sem siglingaleið hins rússneska flota út á Atlantshafið liggur. Það er vissulega mjög alvarleg staöreynd og ógnun fyrir Iffs- öryggi okkar, hvað Rússar hafa stórkostlega aukiö Norðurflota sinn, sem hefur bækistöö sína f Severomorsk skammt frá Murmansk. Floti þeirra þar er öflugasta deild þeirra með hvorki meira né minna en 800 herskipum. Viö getum verið vissir um það, að flotaforingjar þeirra á þessum staö hafa eyju okkgr oft fyrir sér á landabréf- inu og þar eru framkvæmd ýmiss konar próf og tilrauna- rannsóknir, hvemig vopnuð landganga yröi framkvæmd á þessari eyju, sem gæti valdið úr- . slitum um þaö, hvort Rússar gætu á styrjaldartímum rofið líflínuna yfir Atlantshafið. Stað- reyndin er sú, að vel má vera, að vonir okkar um að geta losað okkur við varnarliöið á Kefla- víkurvelli hrynji einmitt fyrst og fremst vegna hinnar gífur- legu flotaútþenslu Rússa. Tjað var líka Öhugnanleg stað- reynd, sem opinberaðist I sambandi við bandariska flug- slysið nú í vikunni, að 13. síða I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.