Vísir - 22.04.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 22.04.1968, Blaðsíða 3
V1S IR . Mánudagur 22. apríl 1968, 3 MYNDSJ jþegar vorblærinn kemur sunn an yfir fjöllin, og hinn kaldi andgustur Norðra konungs verður undan að láta, þarf að ræsta til eftir hríðarkófiö, sem veturinn og hafísinn hafa fært yfir Siglufjörð, — skrifar frétta- ritari Vísis á Siglufirði, Ragnar Jónasson. 1 þíðviðrinu undanfarið hefur Enn er ekki beinlínis vorlegt um a5 litast úr fjarlægð yfir Slglufjörð, en samt eru strákarnir komnir í vorhugleiðingar og farnir að taka fram kajaka sína. ieið koma smám saman í ljós skemmdirnar á bryggjunum. Lagísinn á firðinum er nú dreifðari og með sama veður- fari hverfur hann sjálfsagt á ör fáum dögum. Strákarnir á Siglufirði eru farnir að tínast niður í fjörur, en á Siglufirði er það óbrigðult merki þess, að vorið sé í nánd. Sumir eru farnir að dytta að kajökunum sínum. mikið tekið upp af snjónum á götum Siglufjarðarbæjar, samt verða ýtur aö ryðja ökutækjum og vegfarendum leið — ræsta til — um strætin, eins og mynd irnar, sem Hafliði Guðmundsson tók fyrir Visi, bera meö sér. Þrátt fyrir allan þennan snjó verður Siglfirðingum tíðhugsað til vorsins vegna góðviðrisins. ísinn og sjórinn á bryggjun- um er farinn að þiðna, en um ' ■;■■■■■■ ■flSiiiili - : : • : •• '•■ >' ■ .'•■. ■.:■■ ■' : :V '■ '■::•■■ I ■ ■ : s \ . í síðustu viku var þessi mynd tekin af ýtu við að ryðja göt- urnar, sem voru illfærar vegna snjóa, en hún skildi eftir sig háa hauga á gangstéttunum sem merki um, að enn væri ekki veturinn allur um garð genginn. Gi.ngandi vegfarendur hrökt- ust auðvitað af gangstéttunum og út á götur. Bryggjustaurarnir á Siglufirði hafa verið hlaðnir klaka í vetur og núna fyrst er farlð að glytta í þá jftur, þegar klakinn sígur niður á þeim, eins og hér á bryggju söltunarstöðvar- innar „lsafoldar“. . *. Eftir verða snjóhaugar á gangstéttunum, svo að gangandi verða að fara götuna. Þegar fsinn var sem mestur á firðinum gátu menn gengið langa leið á honum út á fjörðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.