Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 9
r ViS gildistöku hægri umferðar vill framkvæmdanefndin þakka þeim fjölmergu stofnunum, félögum og fyrirtækjum, auk þúsunda einstqklinga, sem undan- farna mánuði hafa lagt af mörkum óeigingjarnt starf að undirbúningi breyting- arinnar. Nefndinni hefur frá upphafi verið Ijóst, að við gildistöku hægri umferðar bæt- ist við nýtt, en tímahundið tilefni til umferðarslysa, sem rekja má beint ti! breyt ingarinnar sjálfrar. Starf nefndarinnar hefur því frá öndverðu beinzt að því marki að bæta svo umferðarhætti manna, að við byggjum við eigi minna um- ferðaröryggt ^ftir gildistöku hægri umferðar en fyrir hana. í daglegu lífi kemst ekkert okkar hjá að vera vegfarandi í einhverri mynd, og því snerta umferðarmálin hvern einstakling í landinu. Umferð í nútíma þjéðfé- lagi krefst umgengishátta, þar sem tillitssemi við aðra skipar öndvegi, auk þekk- ingar á umferðarreglum. Því ræðst ekki af starfi eins fremur en annars, hvort breytingin verður þjóð- inni til farsældar, heldur er samstillt átak landsmanria forsenda þess, að svo verði. Framkvæmdanefnd hægri umferðar árnar landsmönnum allr^i heilla og óskar þess, að vegfarendur allir sem einn rækti með sér háttvísi og virðingu fyrir um- hverfi sínu og samferðamönnum. Reykjavík, 26. maí 1968. FRAMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.