Vísir - 27.05.1968, Síða 10

Vísir - 27.05.1968, Síða 10
V f SIR . Mánudagar 27. maf I968. 70 Lögreglan var önnum kafin um nóttina viö aö merkja bíla sína. f kvöld kl. 20.30 leika VÍKINGUR - ÞRÓTTUR MÓTANEFND. TIL LEIGU Einbýlishús í Kópavogi er til leigu. Laust nú þegar. — Uppl. á Málflutningsskrifstofunni Austurstræti 9 Sími 16766 Á H-NÓTT í BORGINNI ÞAÐ er vægast sagt dálítið undarleg tilfinning að aka um bæinn á sunnudagsnótt, vlt- andi þaö, að öllum almenn- um borgurum er bannað að hrófla við bílnum sínum á meðan. Við ltigðum af stað frá nýju lögreglustöðinni rétt eftir að bannið túk gildi og úktim inn í Hlíöar. Veðrið var eins gott og hugsazt gat, milt og aðeins að birta til úti við sjóinn. Ekki virtist bærinn taka neinum veru legum stakkaskiptum þó að um ferðarbann væri I gildi, unga fólkið var að koma sér heim eftir dansleikina og samkvæm- in, eitt og eitt ástfangið par leiddist um göturnar, sum vinstra megin, önnur hægra megin. Nokkrir drukknir pilt- ungar sveifluðu flöskum sínum til okþar, og voru víst aö fala heimkeyrslu, en nóg var af tómum leigubílum sem fljótlega tíndu þessa pi'lta upp í. Á Hafnarfjarðarveginum var kvenmaður einn að vandræðast með bíl sinn, sem haföi orðiö bensfnlaus, rétt áöur en bannið gekk í gildi, en hjáiplegir lög- regluþjónar brugðu skjótlega við og útveguðu henni bensín svo að hún kæmist leiðar sinn- ar. Fjórir piltar á Moskvitch- bifreið voru að rabba við lög- reglumenn inni við Háaleitis- braut, en stuttu síðar óku pilt- arnir fram úr okkur og er við spurðum þá hvort þeir hefðu undanþágu var svarið aðeins: „Nei, við höfum sko ekkert við slíkt aö gera!!“ Miöbærinn var öllu líflegri, skreyttur óteljandi H-miðum og H-mælum. Þar voru ungling- arnir líka nokkuð slompaðri en í öörum bæjarhlutum sem við ókum í gegnum ,enda var lög- reglan rétt að hirða einn í Aust- urstrætinu, sem hafði fengið sér einum of mikið „neðaníðí". Viö ókum nú vestur í bæinn og þar var fjöldinn allur af lausum leigubílum, skiltabreytingar- mönnum að ógleymdum lög- reglubílum. Við renndum nú aft u til baka upp í Lögreglustöð, og rétt um það leyti er við stigum út úr bílnum, komu fyrstu regndroparnir (og ekki þeir síðustu) í H-umferðinni, enda var Veðurstofan búin að lofa okkur vætusömum H-degi. Hjólreiðadrengur fyr- ir bíl í H-umferð Faerri óhöpp 26. mai i ár ■ 11 ára gamall drengur slas- aðist í H-umferðinni í gær- dag, þegar hann hjólaði í veg fyrir jeppabifreið, sem ekið var eftir Sundlaugaveginum um kl. 15.30. Skauzt drengurinn út á götuna rétt innan við Sundlaug- arnar, ökumaður koni ekki auga á hann fyrr en um seinan. Drengurinn var fluttur á sjúkra- hús, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Þó verður hann að dvelj- ast þar nokkra daga. Alls var tilkynnt til lögreglunn- ar um sex umferðaróhöpp í gær- , en / fyrra og hitteðfyrra dag, en flest þeirar smávægileg — aftanákeyrslur og fleira slíkt, sem varla varð kennt um hægri-breyt- ingunni. 26. maí í fyrra bar upp á föstu- dag, en þann dag gerði lögreglan skýrslur um 10 óhöpp og í einu til- fellinu varð kona fyrir meiðslum. 26. maí 1966 bar upp á fimmtu- dag og þá gerði lögreglan skýrslur um 9 óhöpp, sem urðu í umferðinni í Reykjavík. Þá urðu meiðsli á þrem manneskjum. Barn varð fyrir bifreið. Farþegi slasaðist í árekstri og hjólreiðamaður varð fyrir bíl. Svfar sigruðu — Island i 3-4 sæti ásamt Finnum Svíar sigruöu f bridge-móti Norö- urlanda sem fram fór í Gautaborg, og lauk á laugardag. fslendingar brugðust vonum manna algjörlega, eftir að hafa verið meö forustuna að fyrstu umferðunum loknum. Clr- slitin í síðustu umferðinni voru þau að fsland II hlaut ekkert stig gegn 8 hjá 1. sveit Dana. fsland I vann Finnland I með 6-2. Staöan að öllum umferðum lokn um er sem hér segir: Norðurlanda- meistarar: Sviþjóð 79 stig, nr. 2 Danmörk 74 stig, nr. 3-4 Finnland og fsland 56 og nr. 5 Noregur 55 stig. ÓSKAST Á LEIGU Frá júli til janúar, óskum við að taka á leigu 2 til 3 herb. fbúð í Árbæjarhverfi, fyrirframgr. ef ósk- að er. Uppl. í síma 37062. ÓSKAST íKEYPT Óska eftir að kaupa lítinn vinnu- skúr. Uppl. í síma 37062. Á H-nóttina var mikið starf fólg- ið í að stilla umferðarljósin. Uppþot — >- I. síðu. skipverjanna. — Ærslin leystust þó fljótlega upp við vætuna og hélt mótmælagangan nú upp á lögreglu- stöð. Raðaöi hópurinn sér þar framan við glugga varðstjórans, sem var að yfirheyra þá félagana tvo, sem handfeknir voru niöur á Ægisgarð fyrir að mála á brezku freigátuna. Heimtaði hópurinn „Ragnar út“ og gerði hróp að glugga varðstjórans. Nú hafði safnazt mikill mann- fjöldi í kringum mótmælagönguna og var hún hálfpartinn króuð af við dyr lögreglustöðvarinnar og þjarmaði mannfjöldinn svo að hópnum að hann hrökklaðist í fang lögreglumönnum, sem stóðu þar í dyrunum. — Var þá obbinn af hópnum drifinn inn á stöð en mót- mælaaðgerðir voru úr sögunni. Var fólkinu fljótlega sleppt úr haldi lögreglunnar. TIL LEIGU íbúð til leigu. Til leigu ný 2ja herb.fbúð strax. Uppl. í síma 18851 eftir kl. 6 f kvöld. ISLtNDINCAR 0C HAFID Komið og kynnist fortíð og framtíð íslenzks sjávarútvegs. ..-acaa———wti»i 'MnfiiMtriiiM íslendingar og hafið,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.