Vísir - 17.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 17.07.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 17. júlí 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasöla kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Tvær skoðanir Tvær stofnanir hafa nýlega sent frá sér rit um efna- hagsmál, þar sem m. a. er fjallað um verðlagshorfur íslenzkra útflutningsafurða. Annað ritið er „Skýrsla til Hagráðs“ frá Efnahagsstofnuninni og hitt ritið er „Fjármálatíðindi“ frá Seðlabankanum. Þessir aðilar eru ekki samdóma í spám sínum, og er því fróðlegt að bera þær saman. I forustugrein Fjármálatíðinda segir dr. Jóhannes Nordal m. a.: „Sá þáttur þróunarinnar undanfarna mánuði, sem mestum áhyggjum hlýtur að valda, eru áframhaldandi erfiðleikar á sölu sjávarafurða og lágt eða fallandi verðlag á mörgum mikilvægum sjávaraf- urðum. Segja má, að fiskveiðar og fiskiðnaður flestra landa eigi nú við margvíslega fjárhagslega örðugleika að etja og hvergi sjáist merki, er bendi til þess, áð skjóts bata megi vænta.“ Síðan segir bankastjórinn, að hin nýja fiskveiði- tækni breiðist ört út og aðrar þjóðir leggi kapp á að auka fiskframleiðslu sína. Verðlagi sé þrýst niður og sjávarútvegurinn verndaður, sem að sjálfsögðu þrengi hag þeirra þjóða, sem flytja út sjávarafurðir. Og síö- an segir í greininni: „Fari svo, að sá grunur reynist réttur, að þróunin varðandi verðlag og sölu sjávaraf- urða erlendis hafi breytzt varanlega til hins verra, hlýtur það að hafa afdrifarík áhrif á stefnu íslend- inga í efnahagsmálum á næstu árum.“ í Efnahagsstofnuninni eru menn nokkru bjartsýnni og segja: „Aukinn hagvöxtur í iðnaðarlöndum á þessu og næsta ári ásamt áhrifum lækkaðs verðs sjávaraf- urða gefur vonir um, að eftirspurn eftir þessum afurð- um muni nú aftur fara vaxandi. Þá hefur slæm afkoma sjávarútvegs í öllum löndum við norðanvert Atlants- haf leitt til nokkurrar minnkunar sóknar, þrátt fyrir mikinn opinberan stuðning við sjávarútveginn í flest- um löndum. Það er því ástæða til að ætla, að verðlag sjávarafurða muni fara heldur batnandi á næstunní. Á hinn bóginn er síður en svo ástæða til að ætla, að verðlagið geti aftur nálgazt hámark áranna 1965— 1966, nema þá rétt sem snöggvast.“' Eins og þessar tvær ósamhljóða niðurstöður sýna, ríkir mikil óvissa í verðlagshorfum íslenzkra fiskab- urða. Báðir aðilar byggja spár sínar á athugunum á því, hvað sé að gerast í sjávarútvegsmálum og efna- hagsmálum almennt í öðrum löndum. Báðar spámar eru út af fyrir sig rökréttar, þótt þær séu ekki sam- hljóða. Okkur hinum er afar mikils viröi að fá fram tvenns konar sjónarrnið hjá þeim aðilum, sem hafa þekking- una. Það skerpir hugsun okkar um þessi sömu mál. Og það veitir sannarlega ekki af, að menn fari að gefa meiri gaum efnahagstengslum íslands við um- heiminn. íslenzkt atvinnulíf hefur aldrei verið og verður aldrei einangrað, heldur í tengslum við alþjóð- legt atvinnulíf. Þess vegna þurfum við sífellt að vera með hlustunarpípuna á erlendri efnahagsþróun. >i í „Stóri dagurinn44 á Chicago-ráðstefnu demokrata 27. ágúst en jbann dag verður Johnson forseti sextugur. — Að kunna að tapa. Tþað er talað um 27. ágúst sem „stóra daginn“ á ráðstefnu demokrata, er þeir koma sam- an í Chicago til þess aö kjósa forsetaefni flokksins. Það er vitaö mál, að Johnson ætlar að draga sig í hlé frá stjórnmálavafstri, er hann lætur af embætti, flytja háskóla- fyrirlestra suður í Texas, og el til vill skrifa endurminningat sínar, og ef til vill láta ljós sitt skína við og við, ef ráða hans skyldi leitað. Líkur benda sem sé til, að saga hans sem fyrr- verandi forseta verði að ýmsu svipuð og margra annarra for- seta, er þeir hafa látið af störf- um. En höfuðleiötogi sinnar þjóöar er Johnson og veröur meðan hann er forseti og lofið verður fráleitt sparað á flokksþinginu, og jafnvel ekki ólíklegt, að þar verði reynt að setja geislabaug um höfuð hans, eins og að orði hefur verið komizt, og vitanlega á flokkur demokrata Johnson margt aö þakka, og þar sem saga hans sem forseta er á enda innan misseris, verður þetta öðrum þræði eins konar þakkar- og kveðjusamkunda, þar sem þarna verða saman komnir fulltrúar demokrata hvaöan æva úr landinu, ekki aðeins kjörmenn, heldur og framámenn demokrata, þingmenn, ríkisstjól ar o. s. frv. og grúi óbreyttra borgara. . En það er enn eitt, sem eykur gloríuna. Það hefir lítið verið minnzt á það enn, en í grein, sem hér er stuðzt við, er sagt frá því, að þegar nokkrir menn, sem sæti eiga t undirbúnings- nefnd Chicago-ráðstefnunnar. voru að Ijúka fundi í Hvíta húsinu, hafi einn þeirra snúiö sér að Johnson og sagt: „Vitanlega, herra forseti, veröur 27. ágúst, „sá stóri dag- ur“ þarna í Chicago."- Þann dag á Johnson nefnilega afmæli — og nú í ár merkis- afmæli, því aö hann verðúr sex- tugur daginn áður en ráð- stefnan á að koma saman. Og það er jafnvel látið í það skína, að það verði þetta, sem að ofan er talið, sem setji svip á ráðstefnuna, og geri hana eftir- minnilega, — valið á forsetaefn- inu sé næstmikilvægast af þvi, sem fjallað veröi um, — hylling Johnson sé þar fyrir sunnan og ofan. Þegar um þetta er rætt er kannski ekki úr vegi að minna á, að í bandaríSku blaöi er vikið að þvf, að sérfræðingar, sem að undangengnum athugunum lögðu fyrir Johnson forseta skýrslu um „ofbeldi í Ameríku“, hafi komizt að þeirri niður- stöðu, að mjög myndi draga úr ofbeldi, og í reyndinni allt fara batnandi, ef bandaríska þjóöin hætti að hugsa þannig, að mik- ilvægt sé, að vinna, sigra, hafa betur — í rauninni sé hitt miklu mikilvægára — aö kunna að tapa. Þetta er gert aö umtalsefni i grein í Herald Tribune, og vitn- að í ummæli hér að lútandi, ým- issa manna, sem eru sannkall- aðir sérfræðingar í að bíða lægri hlut eins og Harolds Stassens, Nixons og fleiri. Og vitnað er í Rockefeller, sem getur um þann eiginleika republikana, aö „elska þann sem tapar" og þaö hafi þeir sýnt gagnvart sér, þegar hann tapaði, en aldrei verið eins hundslegir (beastly) og þegar hann var sigurvegari. Rockefeller segir, að þaö hafi verið dálítiö erfitt að aöhyllast þessa heimspeki sálfræöing- anna, en ósmá sé huggunin sú, að þeir hafi komizt að niður- stöðu um mikilvægi þess að vera gjaöir og vingjamlegir 1 ðsigr- inum. Og hvað segir Johnson for- seti: „Ég held, aö hugmynd sál- fræðinga Hvíta hússins sé alveg ágæt' — og ég hefi sannast að segja farið að ráði þeirra. Ég „gekk úr leik“ til þess að draga úr ofbeldi í Bandaríkjunum. Fyrst var ég í þungu skapi út af þessu, en svo fór ég aö gera mér grein fyrir því, hve miklu mikilvægara þaö væri fyrir mig en allt annað að kunna að tapa glööu geði. Síöan hefir mér liðiö miklu betur og sannast að segja er ég farinn aö hlakka til sigurs míns gamla vinar Nixons í nóvember". Og Harold gamli Stassen kveðst fagna því, aö sálfræð- ingarnir séu nú joks komnir á hans skoðun, en Nixon kveðst gjarnan vilja halda áfram að tapa, ef það geti gert fólk á- nægt. Og Humphrey hlakkar bara til að setjast að í „litla húsinu sínu við vatnið í Waver- ly“ ef McCarthy yrði fyrir val- inu! Og þaö er þá eitt vist — um þessar miklu kosningar — því að ekki mun að efa einlægnina — aö allir þeir helztu verða ánægðir að þeim loknum, — því vart munu sigurvegaramir verða harmi slegnir? a. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.