Vísir


Vísir - 17.07.1968, Qupperneq 9

Vísir - 17.07.1968, Qupperneq 9
VÍSIR . Miðvikudagur 17. júlí 1968. 9 12« skoðannkönnun VÍSIS: 70% þjóðarinnar vilja strangari ákvæði um ölvun við akstur Teljið þér, að a: of ströng, b: of væg, c: hæfileg ákvæði gildi um ölvun við akstur? Of ströng Of væg . Mötuleg . Óökveðnir 8,4% 70,1 % 11,3% 10,2% Með prósentutölu þeirra, sem afstöðu málinu, lítur taflan svona út: Of ströng .... 9,5% Of væg 78,5% Mátuleg.......... 12,5% ■ Ef til vill er meira skrifað í blöð um ölvun við akstur heldur en nokkurn annan einstakan þátt vandamála þeirra, sem af umferð stafa. Árlega eru 500 til 600 manns færðir til blóðrannsóknar vegna meintrar ölvunar við akstur. Yfir- gnæfandi meirihluti þessara manna reynist sekur, þar sem ýmis ráð eru notuö áður til at kanna, hvort ástæða sé til þess að færa viðkomandi til blóðrannsóknar. ■ Hér á landi er bannað að stjórna \élknúnu ökutæki, ef viðkomandi hefur neytt víns, þannig að hann sé ekki fær um að stjórna því af fullkomnu öryggi. þau mörk, sem venjulega er stuözt við, eru að vínanda- magn í blóðinu sé 0,5 pro mille (af þúsund) til 1,2 pro mille, en eigi aö síöur er hægt aö finna mann sekan um ölvun, þótt áfengismagniö fari ekki yfir ákveðið brot, ef viðkomandi er áberandi drukkinn. Það er ekkert spaug að vera fundinn sekur um ölvun viö al^st ur. Venjuleg refsing við fyrsta brot, sé áfengismagnið um 0,5 pro mille, er 3 til 6 mánaöa ökuleyfissvipting, en sé áfengis- magniö um 1,2 pro mille er eins árs ökuleyfissvipting hin venjulega refsing auk fangelsis- vistar, sem venjulega er ekki hægt að framfylgja hér á landi, vegna skorts á fangelsisrými og fjölda sökudólga, en þá koma allháar fésektir í staðinn. Það er umrætt, hvort þessi ákvæði séu eins og bezt verður á' kosið, og þess vegna hefur Vísir framkvæmt skoöanakönn- un á málinu, þar sem borin var upp spurningin: „Teljið þér, aö a) of ströng, b) of væg, c) mátuleg ákvæði gildi um ölv- un við akstur?“ Þessi skoðanakönnun nær til allrar þjóðarinnar, þannig aö hún gildir einnig um þá, sem búsettir eru utan höfuðborgar- svæðisins. Framkvæmd könnun- arinnar var með venjulegum hætti, sem ekki er ástæða til að rekja hér lið fyrir lið. Tjað kom á daginn, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðar- innar • telur að herða þurfi á- kvæöi þau, sem nú eru í gildi, eða 70,1% þeirra, sem spurðir voru. Hiutfallið milli skoðana Reyk- víkinga og þeirra, sem búa úti á landi var mjög svipað. Þó voru heldur fleiri Reykjavíkur- búar óákveðnir, og úti á landi voru jafnvel enn fleiri þeirrar skoöunar að þyngja þurfi ákvæð in. Þaö voru einkum karlar, sem töldu að núgildandi ákvæöi væru of ströng, þó voru allmargar konur sama sinnis. Eins og meðfylgjandi töflur gefa til kynna voru svörin mjög á eina lund. Sumir skýrðu þó afstöðu sína meö fáeinum orð- um. Einhver sagði t. d.: „Mér finnst allt í lagi, þótt menn aki svolítiö hreifir, bara ef þeir brjóta ekkert af sér.“ Annar sagöi: „Ég er á móti öllu brenni víni, og finnst engin refsing of þung fyrir þá, sem stofna lífi samborgara sinna í hættu.“ Meðal þeirra, sem búa í dreif- býlinu, virtist ríkja nokkur ó- ánægja yfir því, hversu eftirlit þar er yfirleitt lítið meö ölvuö- um ökumönnum. Þeir töldu, að finna þyrfti einhverjar leiöir til að bæta úr þeim vanda. TV'ú liggur þaö ljóst fyrir, að mikii' meirihluti fólks vill láta þyngja ákvæðin um ölvun við akstur. Ekki er þó jafn- Margvfslegar aðferðir eru notaðar til þess að mæla út viðbrögð manna á ýmsum stigum ölvunar. T. d. getur drukknum mönnum reynzt erfitt að taka eldspýtustokk upp af gólfi. Ijóst á hvern hátt fólk vill, aö það verði gert. Nokkurrar reiði virðist gæta í garö þeirra, sem gerast sekir um þetta afbrot, og þá vaknar sú spuming, hvort fólk telur, að refsiákvæði séu tæki handa þjóðfélaginu til aö hefna sín eöa ná sér niðri á þeim, sem gerast brotlegir við lög þess og reglur, eða hvort lögin þjóni þeim tilgangi, að leiða villuráfandi sauöi aftur inn á rétta braut. Hér er um að ræða spurninguna, hvort þungar refsingar séu hentugasta aðferö- in í baráttunni gegn afbrotum. Eru hýðingar gapastokkur og brennimerkingar líklegri til að brýna réttlætishugmyndir manna heldur en fjársektir, fang elsanir og svipting kosninga- réttar? Hagstætt leikár Þjóðleikhússins | ^eikári Þjóðleikhússins lauk lauk að þessu sinni 22. júní að öðru leyti en því, að tveir leikflokkar frá Þjóleikhúsinu sýna í sumar úti á landi. Leik- ritið „Vér morðingjar" eftir Guð mund Kamban hefur verið sýnt á Vesturlandi síðan 23. júní og nú eru að hefjast sýningar á því leikriti á Norðurlandi. Leik flokkur Litla sviösins hefur síö- an 22. júní verið á ferðalagi meö „Billy lygara*1 um Noröur- og Austurland. Aðsókn hefur veriö ágæt hjá báðum þessum flokk- um. Eftirfarandi verkefni hafa ver ið hjá Þjóöleikhúsinu á þessu nýlokna leikári: 1. Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstj: Benedikt Ámason. 2. ítalskur stráhattur eftir Eugene Labiche og Marc- Michel. Leikstj.: Kevin Palmer. 3. Hornakórallinn eftjr Odd Björnsson og Leif Þórarinsson Leikstj: Benedikt Árnason. Tek ið upp aftur frá fyrra leikári. 4 Jeppi á fjalli eftir Ludvig Hol berg. Leikstj: Gunnar Eyjólfs son. Tekiö upp aftur frá fyrra leikári. 5. Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. Leikstj: Benedikt Árnason. 6. Galdra- karlinn í Oz, barnaleikrit eftir John Harryson. Leikstj: Klem- enz Jónsson. Tekið upp aftur frá fyrra leikári. 7. Frula, gesta- leikur söng- og dansflokks frá Júgóslavíu. 8. íslandsklukkan eftir Halldór Laxness. Leikstj: Baldvin Halldórsson. 9. Bangsi- mon barnaleikrit eftir A. A. Milne. Leikstj: Baldvin Halldórs son. 10. Makalaus sambúð eftir Neil Simon. Leikstj: Erlingur Gíslason. 11. Vér morðingjar eftir Guömund Kamban. Leikstj: Benedikt Árnason. 12. Brosandi land eftir Franz T.ehár. Leikstj: Sven Áge Larsen. Hljómsvstj: Bohdan Wodiczko. 13. Nemenda sýning Listdansskóla Þjóðleik- hússins. Stjórnandi: Fay Wern- er. Mest aðsókn varö að sýning- um á ftalska stráhattinum. 12.052, og íslandsklukkunni 16.583. Sýningar á leikárinu urðu 192 og leikhúsgestir 74. 125, þar með eru ekki taldir þeir leikhúsgestir, sem sáu sýn ingar Litla sviðsins, í Lindarbæ, sem voru 3000 og ekki þeir, sem sjá sýningar hjá leikflokkum leikhússins úti á landi né þeir sem sáu sýningar leikflokks Þjóðleikhússins á Norðurlönd- um. Tala leikhúsgesta á þessu leikári er 16.821 hærri en á síð- asta leikári. Sá atburður gerðist í starfi Þjóðleikhússins á þessu teikári, að það fór í leikför til Norður-' landa í byrjun júní og sýndi leikritið Galdra-Loft eftir Jó- hann Sigurjónsson í Svenska Teatern í Helsingfors. í Stads- teatern í Stokkhólmi og í Det Norske Teatret f Osló, alls staöar við ágæta aðsókn. Þetta leikár hefur aö flestu eða öllu'levti verið Þjóðleikhús inu hagstætt, sem marka má af hinni miklu aukningu áhorfenda sem að framan getur eða nær 17 þúsund manns. [vifsra-i Vlsir stöövaði nokkra öku- menn á förnum vegi og lagði fyrir þá spurninguna: Teljiö þér ákvæðin um ölvun við akstur vera of ströng eða of væg? Blörn Aðalsteinsson, Austur- brún 4: „Þau mega alls ekki vera vægari, því þá færu menn að taka oftar „sjensinn". Bjöm Einarsson, Háaleitis- braut 41: „Ég held faktískt, að þau séu alls ekki of ströng, því þeir taka sér mikla ábyrgö á herðar, sem setjast drukknir undir stýri." Úskar Jónsson, Laugarvatni: „Heldur væg! Meðan þau eru ekki strangari verða alltaf end- urtekningar á broturn." \ _ Ófeigur Jónsson. Vatnagarði' „Þau masttu vera mikJu strang i ari og það ætti að svipta menn J ökuleyfi ævilangt við annað \ brot“ I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.