Vísir - 13.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1968, Blaðsíða 4
Manfred Mann nefnist hljómsveit sem er íslenzkum að gððu kunn. Hto hefur nýlega sent frá sér lag- ið „My name is Jack“ og sló það strax í gegn. — Eitt er það, sem angrar söngvara hljómsveitarinn- ar, Michael d‘Abo; það er alltaf verið að spyrja hann hvemig hann kunni við að hlaupa í skarðið fyrir Paul Jones, sem áður var söngvari hljómsveitarinnar. — Hann segir: Það eru tvö ár sfðan ég byrjaði með Manfred Mann og við flytjum allt öðru vísi tónlist nú, en þeir fluttu áður. 1 hinum fjölbreytilegu lögum okkar reynir á kunnáttu og getu hvers og eins, en ekki að hljómsveitin lifi á fomri frægð. >•••••••••••••••••••••••• Seremet lætur sig svífa í fall- hlífinni eftir að hún hafði opn- að sig sjálf. 23 ára óþekktur leikari á að leika aðalhlutverkið á móti Helle Virkner Ebbe Langberg, sem mörgum Islendingum er kunnur fyrir leik sinn í dönskum kvikmyndum er nú orðinn stjómandi leikhússins í Álaborg. Hann er ófeiminn við að iáta óþekkta leikara fara meö aöalhlutverkin og hefur þaö gengiö ágætlega hingað til . Nú hefur hann fengið óþekkt- um leikara að nafni Niels Vigild stóra tækifærið í leikriti sem nefnist „40 karat“ og verður þetta fyrsta verk leikhússins nú í haust. Hann leikur aðalhlutverk- ið ásamt Helle Virkner og Holger Hansen og leikur hann elskanda Helle. Ég er alveg himinlifandi yfir þessu tilboði, segir þessi 23 ára gamli leikari, sem verið hefur hjá Det danske Teater síðan hann yf- irgaf leikskólann hjá Odense Teater, án þess að Ijúka þar prófi. Ebbe Langberg hefur það mikið álit á honum að hann greiddi stóra fjárupphæð til þess að fá hann lausan frá Det danske Teat- er. Ennfremur hefur Ebbe útveg- að honum aðstoðarmann. Niels Vigild hefur að undanförnu haft móg með að taka saman dótið sitt, því til Álaborgar heldur hann á morgun. Það var fyrir hálfum mánuði að Ebbe Langberg kom fyrst auga á hann og telur að hann eigi eftir að setja stórt strik í leikhúslíf í Danmörku á komandi árum. Helle Virkner Krag, sem fær 23 ára óþekktan leikara fyrir elsk- anda f nýju Ieikriti í Danmörku. Hann tekur átján hundruð krónur fyrir að bjarga mannslífi Er fallhlífastökki.,aður ekki dauðans matur, ef hann missir meðvitund eftir að hann hefur yfirgefið flugvélina? Nei, ekki ef hann vildi borga fyrir að sleppa lifandi. Verðið er átján hundruö krónur og það er danskur upp- finningamaður sem býður upp á þessi kjör. Uppfinningamaðurinn heitir Vincent Seremet og er sjálf ur fallhlífarstökksmaður. Hann hefur útbúið öryggisútbúnað sem kostaði tólf hundruð krónur danskar að framleiða. Er hér um að ræða útbúnað sem líkja má við eldhúsklukku. Þú stillir tækið á sama hátt og ef maður missir meðvitund eftir að hafa yfirgef- ið flugvélina eða fallhlífin opn- ast ekki er þetta alveg óbrigðult tæki, sem opnar fallhlífina. Ser- emet hefur sjálfur reynt þetta þrívegis og sagöi hann að full- komnara gæti þetta ekki oröiö. Ég hef stokkið í mörg ár og allt- af verið dálítið taugaóstyrkur, en nú get ég með öllu verið óttalaus. Hann er mjög ánægður yfir þess- um árangri sínum, og segir að nú geti hver sem er stokkið án þess að þurfa að óttast. Fallhlífa- stökk er mjög vinsæl íþrótt í Danmörku og því mikið gleðiefni fyrir þá, þessi merkilega uppfinn- ing Vincents Seremet. Hvað er þetta? Fyrir skömmu var sýnd f Frakk landi nýjasta tízka á brúðarkjól- um. Hér er sá nýjasti og verð ur hann örugglega mjög vinsæll hjá kvenþjóðinni. Sá sem fram- leiðir þessa kjóla er Michelle Tellin og segist hann loksins hafa fundið skemmtilegustu brúðar- kjólana. Það munu allir horfa á þenan 1 ''' og þann sem í honum er og það er einmitt það sem ungar brúðir eiga skilið. Ferðazt í dag — en borgað seinna Möguleikamlr á glæsilegum ferðalögum erlendis eru ótal margir eins og bezt sérs á gyll- andi auglýsingum ferðaskrifstof anna. Boöln eru ferðalög til sól- arlanda og unaðslegra baö- stranda fyrlr kostakjör, og svo er venjulega í auglýsingunum nefnt aö kostnaðurinn sé frá á- kveðinni upphæð, en auðvitaö er ekki auðvelt aö áætla heild- arkostnaöinn. Þaö er gott og blessað að ferðast til útlanda, því f þvf er góS hvíld og það víkkar sjón- deildarhringinn aö kynnast öör- um þjóöum og hvernig þær lifa. En getur það staöizt að 25.000 Istendingar fari út árlega, sem svari 8. hver íslendingur. Hef- ur þjóðin efni á þvf aö fara slík feröalög? Okkur er sagt að sffellt gangi á gjaldeyrisforöa þjóðarinnar og einnig er þaö staöreynd að spari fé hefur stórlega dregizt saman. Sú staðreynd að þessar utan- ferðir eru svona almennar, er þvf að miklu leyti vegna þess, aö möguleikar eru á, að fá ferða lög til útlanda meö gjaidfresti, og það nota sér alltof margir. Greiðsluvandræðin eru svo al- menn í landinu, aö þaö getur alls ekki staöizt, að 25.000 manns hafi raunveruleg efni á því aö fara á lúxusflakk til út- ianda, og þjóðarbúið í heild hef- ur ekki efni á aö sjá aö baki þeim gjaideyri, sem f súginn fer vegna þessara sumarleyfis- ferða. Þjóðin er nánast eins og ein fjölskylda, sem lætur sig skipta hag allra fjölskyldumeðlimanna, og ef kiör eins eða fleiri úr fjölskyldunni raskast mjög varö ar þaö alla hina, svo að heldur munu þeir sem betur mega sfn, reyna að miöla af sínu til sam- eiginlegra þarfa, heidur en aö fjölskylduböndin bresti. Þeir fjölskyldumeðlimir sem eru svo heppnir að halda sínu þó verr ári, þeir te’ja sig svo sam- ábyrga fyrir sameiginlegum hag fjölskyldunnar, að þeir telja sér ekki fært aö sóa fjármunum til lystiferða, á sama tfma, sem aðrir meölimir fjölskyldunnar hafa orðiö fyrir afhroðum og berjast í bökkum. Sameiginlegar eigur varða alla jafnt. Ef fjárhagsástand þjóöarlnnar er eins bágstatt og gefið hefur verið í skyn, geta hinar al- mennu utanlandsferöir alls ekki staðizt hvemig sem á málin er litið. Á sama tfma og margt fer úrskeiöis vegna þess að far- ið er að bera á gjaldeyrisskorti, þá nær þaö ekki nokkurr! átt, að hægt sé að fá fargjöld lán- uö svo hægt sé aö sóa síþverr- andi gjaldeyrisforða enn frekar. Þetta virðist stangast hvað á annaö, og á þessu sviöi virðist svo sannarlega vera hagræðing- ar þörf. Þrándur f Götm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.