Vísir - 27.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 27.08.1968, Blaðsíða 9
9 V í SIR . Þriðjudagur 27. ágúst 1968. VAXANDI VIÐSKIPTI VIÐ FRJÁLSA TÉKKÓSLÓVAKÍU Rætt við nokkra helztu viðskipta- menn Tékka hér á landi ^tburðir síðustu daga hafa beint athyg!? manna hvarvetna i heim- iniun aö Tékkðslóvakíu. Þó að enn geti enginn gert sér fulla grein fyrir afleiðingum innrásarinnar veita menn því fyrir sér hvemig samskipti annaira þjóða verði við þá stjórn, sem Sovét- stjómin setur væntanlega að valdastól i landinu. íslendingar hafa í áratugi átt mikil viöskipti við Tékka og þeir em I dag eitt af 120 viöskiptalöndum þeirra. Við keyptum vörur frá Tékkóslóvakiu á siðasta ári fyrir níutíu og fjórar milljónir, en útflutningurinn þangað nam hins vegar ekki nema 40 milijónum. Margir halda því hins vegar fram að hann væri hægt að auka stórlega. Þess ber þó að gæta að mikil samkeppni er um verð fyrir fisk á þessum markaði og til dæmis af hálfu Norömanna. Vfsir ræddi fyrir heigina við nokkra þá menn, sem hvað mest viðsklpti hafa átt við Tékkóslóvakíu hJr á landi og Ieltaði áiits þeirra á ástandinu í Tékkóslóvakiu. aögang að sjó og geta því ekki aflað sér fisks sjálfir — veröa að kaupa hann erlendis frá. Það stóð til aö ég færi þarna út núna í byrjun september, í viðskiptanefnd, til þess að ganga frá nýjum rammasamningi, við- skipasamningi milli landanna, en nú veit ég ekki hvað af því verður. slóvakíu, sagði Karl Þorsteins- son hjá heildverzluninni Eddu. Við höfum átt viðskipti við Tékka í nær þrjátíu ár og líkað yfirleitt mjög vel. Maður hefur orðið var við það á síðasta ári að þeir voru mikiu frjálsari með sín viðskiþti og verzlunin við Vesturlöndin virtist ganga miklu rösklegar fyrir sig en áður. Viðskiptin viö Tékka minnk- uðu að sjálfsögðu mikið, þegar- verzlunin var gefin algerlega frjáls hér á landi, en þeir hafa sífellt verið að auka úrvalið og bæta framleiðslu sina, til dæm- is í vefnaðinum og eru á mörg- um sviðum samkeppnisfaerir við Vesturlöndin. — Við höfum að-' allega flutt þaðan ýmiss konar vefnaðarvörur. Það veltur mikiö á því núna fyrir útflutning Tékka til Vest- urlandanna, hvort landamærin til Þýzkalands verða opnuð aft- ur í bráð. Mikið af útflutningi þeirra til þessara landa fer i gegnum Þýzkaland og er skipað út f Hamborg. Það má búast við að vöru seinki þaðan núna á meðan á þessu stendur að minnsta kosti. — Svo er auð- vitað hætt við eyðileggingu á verksmiðjum og framleiðslu- mannvirkjum, ef eitthvað veröur barizt í landinu. — Þaö er á- stæða til að harma hvernig kom- ið er fyrir þessari þjóð f augna- bliki..a. Gunnar Kvaran: Vona að viðskiptin haldi áfram. Um 2/7 hlutar alls sykurs, sem fluttur er til landsins kem- ur frá Tékkóslóvakfu, eða um það bil tvö þúsund lestir á síð- asta ári. Umboðsmenn tékk- nesku sykurframleiðslunnar hér á landi eru I. Brynjólfsson og Kvaran. Við spjölluöum stutt- lega við Gunnar Kvaran fram- kvæmdastjóra og sagði hann að þeir reiknuðu með að erfið- ara yrði méð afgreiðslu á vör- unni eftir þessa síðustu atburði. Þaö er þegar búið að flytja inn um 2 þúsund lestir af sykri á þessu ári og var því allt út- lit fyrir að innflutningurinn Ég vona bara að við getum haldið þessum viöskiptum á- fram. Þetta er eina varan sero- við flytjum inn i einhverju magni frá Tékkóslóvakfu. Þess má geta að Tékkar á- ætla um 779 þúsund lesta árs- framleiðslu á sykri og eru þriðju mestu sykurframleiðend- ur f Evrópu, næstir á eftir Rússum op Pólverjum. Ingi Adolphsson og Pétur Björnsson. Voru að smáfæra sig upp á skaftið. Og Tékkar selja okkur fíeira en sykur, bíla og vefnað. — Mikið af þeim sokkum, sem fs- lenzkt kvenfólk klæðist eru fluttir inn frá Tékkóslóvakfu og umboösmenn fyrir tékkn- esku sokkana er fyrirtækið Þórður Sveinsson & Co. — Þar hittum við að máli þá Inga Adolphsson og Pétur Björnsson. Þeir voru einhverjir beztu viðskiptamenn sem hægt var að hugsa sér, áreiðanlegir og greiöugir. Tékkóslóvakía var eina landið austan járntjalds, sem leyfði fyrirtækjum að gera sína eigin sölusamninga við erlenda aðila. Viðskipti þeirra viö Vestur-Evrópulöndin voru sífellt að aukast og þeir voru famir að verzla mikið fyrir harðan gjaldeyri. — Voru að smáfæra sig upp á skaftið. Sjálfsagt hefðum viö Islend- ingar getað haft miklu meiri viðskipti við þá, og kannski höf- um við ekki veriö nógu duglegir að selja þeim okkar framleiðsiu. — Auðvitaö veröa þeir að halda áfram að flytja út, hvaða breyt- ingar sem verða á stjóm lands- ins og við höfum ekki trú á að þetta ætti að draga neitt úr viðskiptum okkar við þá. Áður en innflutningshöftin voru afnumin hér á landi var um það bil helmingur af inn- fluttum sokkum frá Tékkósló- vakiu, en síðan minnkaði veru- lega innflutningur þaðan, þeg- ar markaðirnir opnuðust hvar- vetna í Evrópu. — En þetta virtist þó vera aö breytast aft- ur. Þeir voru farnir að flytja inn talsvert af -þessari vöru, sokkum og sokkabuxum tii Svíþjóöar og fleiri Evrópulanda og viröast vera orönir sam- keppnisfærir viö Vestur-Evrópu- Kristján Gíslason: Heppilegt viðskipta- land. Ég kom fyrst til Tékkósló- vakíu áður en þessi lönd kom- ust undir áhrifavald Rússa ’48. Tékkóslóvakía var þá þegar eftir stríðið háþróuð iðnaðar- þjóö og þess vegna fór ég þang- að. — Síðan hef ég komiö þarna 30—40 sinnum. Það urðu miklar breytingar þar eftir 1948, en þaö var alltaf yndislegt að koma þangaö. Ég hef verzlað mikið við Tékka, keypti þaðan mikið af hjólböröum á tímabili, vefnað- arvörur, gólfdúka, byssur og skot, reiðhjól og áhöld, vörur til bygginga og allt mögulegt. — Það hefur hins vegar dregið mikið úr þessum viðskiptum seinni árin, eftir að innflutning- ur var gefinn frjáls hér á landi. Á sínum tíma var samiö við Tékka um aukna sölu á íslenzk- um afuröum þangað fyrir raf- stöðvar. Og þeir seldu okkur rafstöövar fyrir fimm virkjanir, Grímsárvirkjun og fleiri virkj- anir. — Það var allt útlit fyrir að hægt væri að auka viðskipt- in viö þá og útflutninginn þang- að. Þeir verða að sjálfsögðu að halda áfram að flytja út þrátt fyrir þær breytingar sem verða á stjórnim.. við þessa innrás. Og það gæti verið að það mynd- j uðust jafnvel möguleikar til ' þess að selja þangað ennþá meira af okkar afuröum. — Tékkóslóvakía hefur alltaf verið mjög heppilegt viðskiptaland fyrir okkur. — Þeir hafa hvergi Ragnar Jóhannesson: Ekki ef leppstjórn fer með völdin. Það er enginn vafi á þvi að við höldum áfram að verzla við Tékka, ef lögleg stjórn sezt þar aftur að völdum. En ég veit ekki hvað verður ef einhver leppstjóm verður sett þar á laggirnar, sagði Ragnar Jóhann- esson, sem hefur haft mikil viðskipti við Tékka síðan 1946, en hann er forstjóri Tékkneska bifreiðaumboösins, sem flytur inn Skoda-bílana og margs kon- ar vélar og vélahluti aðra, stál og járnvörur. Bifreiðainnflutningurinn þaö- an hefur farið vaxandi síðustu árin, segir Ragnar, enda hefur þessi framleiðsla þeirra farið batnandi ár frá ári og þeir standa nú jafnfætis þeim, sem fremstir eru í Vestur-Evrópu í slíkun iðnaöi. Það væri áreiöanlega hægt að :elja þeim meira af okkar framleiðslu. Til dæmis vildu þeir fyrir nokkrum mánuðum kaupa af okkur frysta síld og síldarmjöl, en þessi vara var þá bara ekki til í landinu. Ástandið í Tékkóslóvakiu var gjörsamlega breytt síðustu mán- uðina, við það sem áður var. Þeir voru til dæmis miklu á- hugasamari að verzla við hin lýöfrjálsu ríki 1 Vestur-Evrópu. Ég held að þessi þjóð sé lang- skyldust Norðurlöndum af öll- um „austanjárntjaldslöndun- um“ hvar snertir „demokratí" og lýðræðislega hugsun. — Þess vegna ætti að vera auðvelt fyr- ir okkur að hafa saman við hana að sælda. Sonur minn var þarna úti, þegar ósköpin dundu yfir og er nýkominn til Austurríkis. Hann sagði, þegar ég talaði við hann að hann hefði aldrei séö hamingjasamara fólk en Tékka þessar síðustu vikur fyrir inn- rásina. — Og síðan hefur mikil sorg dunið yfir þessa þjóð. Karl Þorsteinsson: Má búast við seinkun á vöru. Ég var þar úti í vor, þegar þessi frelsishreyfing var að grafa um sig f landinu. Þetta var f marz og þá var mikið tal- að um aukið frelsi í Tékkó-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.