Vísir - 10.09.1968, Side 8

Vísir - 10.09.1968, Side 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 10. september 1968. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jön Birgir Pétursson, Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsinpastjöri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: 'Vðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I augavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Á elleftu stund garáttan um álbræðsluna í Straumsvík var einhver harðasta stjórnmálahríð, sem gengið hefur yfir landið á síðustu árum. Margir góðir menn unnu heiftarlega gegn samningunum um hana. Ýmis skálu létu ekki á séi- standa og í háði var kyrjað: „Bráðum færðu allt þitt úr / alúmín’ og kísilgúr“. Á endanum var baráttan svo hörð, að forvígismenn stóriðjunnar voru titlaðir landráðamenn. En stóriðjumenn náðu samt naumum sigri á elleftu stund. Ef málið hefði verið örfáum árum síðar á ferð- inni, hefðu ekki náðst samningar um byggingu ál- bræðslu á íslandi. Kjarnorkan er að verða vatnsaflinu yfirsterkari í samkeppninni um verð. Það var því ör- lagarík gæfa þjóðarinnar að missa ekki af strætis- vagninum í málinu. Málin horfa allt öðru vísi við nú, þegar framkvæmd- ir við stóriðjuna eru hafnar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er nú fylgjandi stóriðjustefnunni. í skoð- anakönnun, sem Vísir gekkst nýlega fyrir, og náði til alls landsins, kom í Ijós, að fjórir af hverjum fimm, sem skoðun höfðu á málinu, vildu halda áfram á sömu braut stóriðju á íslandi. Svo alger er sigur stóriðju- stefnunnar orðinn, þrátt fyrir allt fyrra þref. En við erum enn í tímahraki í stóriðjunni. Þjóðinni fjölgar ört og oft reynist erfitt að iinna verkefni handa öllum. Efnahagsáföll síðustu tveggja ára hafa sann- fært allan almenning um það, sem framsýnir menn vissu áður, að þjóðinni er lífsspursmál að hefja sem mesta stóriðju og verksmiðjuiðnað í náinni framtíð. Við þurfum að herða róðurinn í þeim efnum, ef hindra á atvinnuleysi og lífskjararýrnun í framtíðinni. Senn líður að því, að framkvæmdum í Straumsvík og við Búrfell ljúki. Þá vantar okkur ný verkefni til að glíma við. Ráðamenn og vísindamenn vinna nú af, kappi að undirbúningi næsta stórverkefnis, stóriðju í vinnslu sjávarefna. Gerð hefur verið áætlun um að reisa fyrir 2000 milljónir króna fullkomnar verksmiðj- ur til framleiðslu á matarsalti, kalí, magnesíum og fleiri efnum, og er reiknað með, að framleiðsluverðmætið verði um 1000 milljónir króna á ári. í tengslum við þetta er bygging vítissótaverksmiðju hugleidd. Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra er um þessar mundir í Sviss að ræða við forstjóra álfélagsins um möguleika á því, að. stækkun álbræðslunnar verði hraðað, og að reist verði vítissótaverksmiðja í Straumsvík. Ef samningar næðust um þetta, mundi það gera sjóefnavinnsluna enn hagstæðari en ella. Of snemmt er að spá um árangur allra þessara at- hugana. En margt veltur á því, að hann verði mikill og skjótur. Helzt má ekkert hlé verða á uppbyggingu stóriðju á íslandi. Atvinnuástandið og erfiðleikar sjáv- arútvegsins kalla á það. Aftur er komið á elleftu stund í stóriðjumálum okkar. Og við vonum, að gæfan verði áfram með okkur, eins og hún var, þegar við lögðum út í stóriðjuna. i i V JÓNAS KRISTJÁNSSON, ritstjóri: Menningarvitar og aðrir vitar TVI'eð okkur eins og öðrum þjóð- 1 um er til huldustétt manna, sem hafa tekið að sér eins konar andlegt forustuhlutverk vegna menntunar sinnar, sköpunar- verka og skoöana. Þjóðin í heild og flestir þessara manna gera sér ekki grein fyrir þvl, að hér er um að ræða sérstaka þjóð- félagsstétt, sem gegnir veiga- miklu hlutverki til góðs eða ills fyrir samborgarana. Viö höfum ekki einu sinni sér- stakt íslenzkt orð yfir þessa stétt manna. Á erlendum mál- um er hún oft kölluð „intelli- genzia" eöa „intellectuals". Á síðustu árum hefur þó verið far- ið að kalla marga þessara manna „menningarvita" á fslenzku. Ekki veit ég, hvort upphaflega hefur falizt í orðinu, að þessir menn þættust vita allt um menn- inguna eða að þeir vildu vera eins og vitar á sjávarströnd, sem lýstu upp myrkrið með ljósi menningarinnar. Sjálfum finnst mér síöari skilgreiningin skemmtilegri og ætla að halda mér viö hana. En margir fleiri eru í intelli- genzíu-stéttinni en menningar- vitarnir einir. Oröinu menning- arviti fylgir sá blær, að þar sé fyrst og fremst átt við norrænu- fræðinga, rithöfunda og lista- menn. Þess vegna vil ég sleppa „menningar-“ framan af orðinu og tala um VITA, þégar ég á við intelligenzíuna í þjóðfélagi okk- ar. Hugsun mín er þá sú, að þessir menn vilji vera eins kon- ar vitar, er lýsi upp myrkriö í þjóölífinu, ekki aöeins í menn- ingarlífinu, heldur einnig í efna- hagslífinú, þjóömálunum og öðr- um greinum þjóðlífsins. Hverjir eru þá þessir vitar i þjóðlífi íslands og hvaða spor hafa þeir skiliö eftir sig? í þess- ari grein ætla ég að gefa nokkur sýnishom af hvoru tveggja. í greinum þeim, sem fylgja í kjöl- far þessarar, verður svo rætt á fræðilegum grundvelli um vita, skýrt frá athugunum, sem er- lendir félagsfræðingar hafa gert á þessari stétt manna, sagt frá þeirri gagnrýni á menningarvita, sem hefur fylgt i kjölfar þess- ara athugana, og loks fjallað um nútíð og framtíð islenzkra vita. Þessir komust á listann 1%/Tikill hluti vita eru frekar litt kunnir menn. Þar í hópi eru ýmsar tegundir kaffihúsaspek- inga og kverúlanta og einnig þeir vitar, sem láta sér nægja að lýsa upp næsta nágrenni sitt, ættingja sína og kunningja. Mennirnir, sem hér verða nefnd- ir, eru hins vegar allir kunnir og þess vegna ekki dæmigerðir fyrir stétt vita í heild. En þeir eru valdir þannig, að það sýni, hve fjölbreyttur bakgrunnur og vettvangur vitanna getur veriö. Halldór Laxness er ef til vill áhrifamesti viti íslands. Hann er ekki aðeins kunnur sem verö- launaður skáldsagnahöfundur. Hann hefur farið langt út fyrir þaö sérsvið. Sú mynd, sem þjóð- in gerir sér af fortíð sinni og nú- tíð, skapgerð sinni og huaarfari. er aö töluverðu leyti frá hon- um runnin. Bjartur í Sumarhús- um, Salka Valka, Jón Hreggviðs- son og Ugla hafa verið og eru áhrifamiklar persónur í íslenzku þjóðlífi sem þær væru raunveru- legar og áþreifanlegar. Og Hall- dór hefur einnig gerzt meiri- háttar þjóðfélagsgagnrýnandi með greinum sínum og ræðum um stöðu Islenzkrar menningar og skyldur þjóðarinnar við hana. Ragnar Jónsson I Smára er helzti framkvæmdamaður í hópi þeirra vita, sem kallaðir hafa verið menningarvitar. Hann er útgefandi hugverka flestra þeirra og driffjöður 1 ýmsum vel- heppnuðum aðgerðum þeirra á sviðum þjóðmála og menningar- mála. En Ragnar er einnig I ann- arri stétt manna, sem einnig hafa mikla sérstöðu I þjóðlffinu, stétt forstjóra. Margir félags- fræðingar telja þá stétt burðarás hvers þjóðfélags. Þess vegna er hún forvitnilegt athugunarefni og væri áhugavert að taka hana til meðferðar sfðar, þegar tlmi vinnst til, á sama hátt og vit- amir eru teknir fyrir í þessum greinaflokki. Sigurður A. Magnússon er ef til vill sá íslenzkra vita, sem hreinasta rækt hefur lagt við hlutverk sitt. Hann hefur hvað eftir annaö gengið fram fyrir skjöldu af mikilli hug- dirfsku og stungiö á ýmsum kýl- um í þjóðfélaginu. Ekkert mann- legt er Sigurði óviökomandi, hvorki saga aldamótaáranna né val embættismanna. Hins vegar hefur Sigurður haft þann Akkill- esarhæl að hafa þörf fyrir að gagnrýna að of lítt athuguöu máli. Þorsteinn Valdimarsson er rómantískt ljóðskáld, sem stund- um yrkir í gagnrýnum tón um þjóðfélagsmál og tekur einnig þátt I mótmælaaögerðum af ýmsu tagi eins og margir aðrir menningarvitar. Sigurður Líndal er lögfræðing- ur og ritari Hæstaréttar. Hann er einnig einn hinna íslenzku vita, einkum á sviði þjóöemis- mála og menningarvarðveizlu. Hann blómstraði sem slíkur, þegar hann flutti hina sögufrægu ræðu sína 1. desember 1965. Um tíma var hann einnig forustu- maður I 40 vita klúbbi, sem nú mún vera liðinn undir lok. Jónas H. Haralz er höfundur orðanna: „Eigi íslendingar sér- stöku hlutverki að gegna í ver- öldinni, þá er þaö ekki að vera verðir I safni dauðra hluta, held- ur lifandi sönnun þess, að draumur og raunvéruleiki geti orðið eitt, einnig við þær aðstæð- ur, sem öðrum þjóðum finnst örðugar.” Þótt hann sé kunnast- ur sem efnahagsstjóri landsins, er hann einnig framarlega I hópi vita. Hann hefur flutt ræður og skrifað greinar um önnur mál en sérgrein slna, m. a. skrifað á beittan hátt um stöðu íslands í umheiminum. Arnór Hannibalsson er ef til vill hinn menntaðasti íslenzkra vita, langskólagenginn og víðles- inn. Hann hefur Htt látið að sér kveða enn sem komið er. Kunn- ar eru þó bækur hans um Sovét- ríkin og íslenzka sósíalistaflokk- inn. Marga fleiri mætti telja, en einhvers staðar veröur upptaln- ingunni að ljúka. Þegar allir þessir menn. ótaldir sem taldir, eru teknir saman i einn hóp, geta allir séö, að þar er stórveldi á feröinni. Ég hef verið of latur til að kanna og rekja feril að- gerða íslenzkra vita á liðnum árum og áratugum. Aðeins vil ég benda á örfá sýnishom af að- gerðum þeirra á síðustu árum. En þá er nauösynlegt að benda á, að þeir koma ekki fram sem ein heild I hverju máli, heldur er venjulega aðeins lítill hluti þeirra virkur hverju sinni. Sendiorka og 60-menningar /~Vrðið menningarviti mótaðist ^ um það leyti, er hinir frægu 60-menningar mótmæltu sjón- varpi bandaríska hersins á Keflavíkurvelli. Þá voru saman undir einu plaggi nöfn lang- flestra hinna áhrifamestu af þeim vitum, sem kallaðir eru menningarvitar. Þessi samstaöa menningarvitanna 60 leiddi til þess, að svo var dregið úr sendi- styrk stöðvarinnar, að dagskráin á nú aðeins að sjást á Keflavíkursvæðinu. Þessu tókst hinum 60 mönnum að koma til leiðar 1 trássi við vilja almenn- ings. Skoðanakönnun hefur leitt I ljós, að rúmlega tveir þriðju hlutar íbúa Suðvesturlands eru andvígir 60-menningunum. En hvers má sín alþýðan, þegar vit- arnir leggja saman? Það gera þeir hins vegar sjaldan. Venju- lega eru þeir mjög ósammála innbyrðis. Vitum óx mjög ásmegin við sjónvarpssigurinn. Enginn vafi er á, að töluverður hluti menn- ingarvita vann að kosningu Kristjáns Eldjáms I embætti for- seta íslands I sumar. Voru sum- ir þeirra mjög áberandi I bar- áttunni. Við þann sigur hafa sjálfstraust og áhrif vita vaxið enn hér á landi. En vitar hafa oröið aö sjá af. sigri I öörum baráttumálum í seinni tíð. Vitarnir, sem börðust gegn lagningu kísilgúrvegarins nálægt bakka Mývatns, höfðu ekki nema tæplega hálfan sigur. Og vitunum, sem risu upp I rétt- látri reiði gegn úthlutun sumar- bústaðalóða við þjöögarðinn á Þingvöllum, tókst ekki að vinna búg á þrjózkubrynju stjómmála- mannanna. Loks má nefna, aö íslendingar mega þakka sínum sæla fyrir, að vitunum tókst ekki að hindra upphaf stóriðju á Islandi, en þar skall hurð vissulega nærri hælum. Margir furða sig á, hve mikil þögn er I röðum vita um atburð- ina I Tékkóslóvakíu. 1 þvl máli er á ferðinni viss spilling I röð- um vita, sem verður betur skil- in I ljósi félagsfræðinnar. í næstu grein minni verður ein- mitt fjallað um vita á fræðileg- um grundvelli og leitazt við að skýra hin miklu áhrif þeirra til góðs og ills. Næsta grein birftst hér á morgun

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.