Vísir - 10.09.1968, Side 12
12
V í S IR . Þriðjudagur 10. september 1968.
VGREIDDIRI
REIKNIIÍGAR ‘
LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA...
í>að sparar yður t'ima og óþægindi
INNHEIMT USKRIFST OFAN j
Tjarnargötu 10 — 111 hæð —Vonarstrætismegin — Sími 13175 (3JínurJ j
BU-TAR!
BKOTHER
OF
JAR-2AI
Bu-Tar, bróðir Jar-Za! Við hittumst þá
aftur, halalausi maður...
... en í þetta skipti verð ég ekki sleg-
inn niður aftan frá.
Með BRAUKMANN hitastilll á
hverjum ofni getið þér sjálf ákveð-
ið hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli
df hægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg i 2(a m.
rjarlægð frá ofni
Sparið hitakosfnað og aukið vel*
líðan ySar
8RAUKMANN er sérstaklega hent*
ugur á hitaveitusvæði
SiGHVATUR EINARSS0N&C0
SI'MI 24133 SKIPHOLT 15
Hann beið. Athugaði svip hennar.
„Hvað?“
„Hver situr hestinn, sem hras-
ar?“
„Þú, elskan.“
Hún horfði á eftir honum, þar
sem hann gekk yfir að símaklefan-
um, síðan hneig hún niður á bekk
og horfði út gegnum gluggann til
tunglsins, sem óð í skýjum. Gáfuð,
hugsaði hún, vel menntuð. .. sið-
prúð. Að sjálfsögðu hlaut hún að
undirrita samninginn — listin ein
var varanleg, hún ein átti í sér
fólginn ódauðleikann, hún var haf-
in yfir hversdagslífið, stormana og
brimiö, hafin yfir , ástina og tím-
ann ...
„Nei,“ hvíslaði hún. „Þetta er
ekki rétt, Firmin. Þetta er okkar
eini ódauöleiki. Dagurinn í dag,
dagurinn í gær, dagurinn á morgun,
mannsævin ein; stundir, sem geta
verið eilífð löng, nætur, sem ein-
ungis verða mældar í ljósárum."
Byggingin andvarpaði og stundi
er hún veitti átökum stormsveip-
I anna viðnám. Það snarkaði í eld-
inum á arninum og logamir hvæstu,
i og allt í einu var maður nokkur
kominn í sjónmál viö hana, andlit.
j Ferðalangur, orlofsgestur, meö
! hendur spenntar á baki. Hann nam
staðar á göngu sinni um salinn, leit
til hennar, gekk svo þangaö sem
, hún sat.
J „Ég er Chester Merriday," sagði
! hann. „Hversdagslega kallaður
Chest. Þér sáuð mig koma inn, svo
ég þarf ekki að taka það fram. að
ég vaf að koma rétt í þessu. Ég
býst við að það sé ekki óviður-
kvæmilegt, þótt nýr gestur hafi
sjálfur fyrir því að kynna sig.“
„Hvernig líður yður . . “
„Það er svo aö sjá, að mér líði
alltaf ljómandi vel.“ Hann hló við
og fékk sér sæti. „Vitiö þér þaö,“
j sagði hann, „að mér finnst sem ég
I kannist eitthvað við yður?“
BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI
Skoðið bíluna, gerið góð kuup - Óveniu glæsilegt úrvul
Vel með farnir bllar
■ rúmgóSum sýningarsal.
Umboðssala
Vi8 tökum velútiítandi
bílo í umboSssölu.
Höfum bílana tryggða
gegn þjófnaði og bruna.
SÝNINGARSALURINN
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SlMI 22466
Hún brosti. „Ætlið þér að hafa
hér langa viödvöl?"
„Já... þaö er nú eiginlega óráö-
ið og undir ýrrfsu komið."
Veörinu, matnum, hugsaði hún
meö sér. Hvort rekkjan sé mjúk,
sólarlagiö fagurt, fólkið skemmti-
legt. Brot úr andrá varð henni lit-
iö á hann og það fór hrollur um
hana. Hvaða erindi getur hann átt
hingað ...! varð henni hugsað um
leið og hún reis á fætur. „Afsakið,"
sagöi hún og gekk yfir plötuspilar-
anum.
Væri ekkert undir hendingu kom-
ið í lífinu, þá hlaut allt aö vera
fyrirfram ákveðið. Þá gat ekki ver-
; ið um að ræða neinn þann, sem
reikaöi um án tilgangs eða tak-
marks. Hún valdi sér hljómplötu,
eöa valdi platan sig sjálf, var það
einungis framhald af því sem gerð-
ist fyrir meira en hundraö árum,
þegar tónskáldið fæddist? Og nú,
þegar hún heyrði tönana, var sem
þessar áráttuhugsanir og minning-
arnar, sem ásóttu hana, yrðu henni
óbærilegar aftur. Röddin, sem veitti
henni éftirför, var skammt fyrir
aftan hana.
„Ég veit meira en ég lét upp-
skátt. Ég heyrði á tal þjónsins og
gamallar konu þegar ég kom, og
þau voru aö ræða um yður. Þér
eruð fræg leikkona. Fyrirgefiö mér
* Það, að ég skuli vera til, gerið það?“
j Hún kreppti fingurna svo fast að
. handtöskunni sinni að hnúamir
I hvítnuðu. „Ég ætlaði ekki aö sýna
í yður ókurteisi," mælti hún lágt.
j „Mig langaði einungife til að hlýöa
i á einhverja tónlist.“
| „Jú, ég er ekki neitt, og þér haf-
j ið aldrei heyrt mín getið, aðeins
óbreyttur borgari, sveitamaður. Það
er hægur vandi fyrir piltinn að
flytja úr sveitinni, skiljið þér,“ og
hann hló enn, „en hann losnar
aldrei við sveitina úr fari sínu ...“
Hann þagnaði, blimskakkaöi á hana
augunum. „Hvaða tónlist er þetta?"
spurði hann, „Grafgöngulag?"
„Sorgargöngulag strengbrúð-
anna.“
En athygli hans hafði beinzt að
öðru um leið og hann sleppti orð-
inu og hún gat gengið aftur til sæt-
is síns án þess að hann tæki eftir
því. Christian og Gail komu fram
úr borösalnum og hann tók að horfa
á þau. Hún sá að gamla hertoga-
ynjan gekk í veg fyrir þau og tók
þau tali, en unga stúlkan, einkarit-
ari hennar eða hvað hún nú var,
stóð álengdar.
Hr. Bean nam staöar hjá bekkn-
um, þar sem Laura sat. Þar stóð
hann andartak og hlustaði á tón-
listina. „Ég dáist að smekkvísi yð-
ar,“ sagði hann. „Þetta tónverk
Gounods á eins vel við kvöldiö :
kvöld og hugsazt getur. Hvorki of
þunglamalegt né of létt yfir því.
Það er aðeins strengbrúða, sem við
syrgjum. Ég tek það sem merki um
aö þér séuð farin að kunna betur
við yður hérna. Að það sé ýmislegt,
sem yður finnst ekki eins framand-
legt og áður.“
Hún kinkaði kolli til samþykkis.
Efaðist um það með sjálfri sér samt
hvort hún mundi nokkurs staðar
kunna vel við sig framar.
Hr. Bean leit yfir hópinn frammi
í anddyrinu. „Mig langaði til að
skýra yður frá dálitlu, vara yður
við, yæri víst réttara orðalag. Her-
togaynja af Dubois, sem þér sjáið
þarna á tali við dr. St. Laurent og
ungfrú Kerr, var einu sinni kunn
sem Desdemona Tallbott frá Virg-
infu. Fyrri maðurinn hennar var
þingmaður og hún varð fræg í Was-
hington fyrir þátttöku sina í sam-
kvæmislífinu og samkvæmi, sem
þau hjónin efndu til. En hamingjan
góð, það er dagur og ár síðan — á
forsetatíð Teddy gamla Roosevelts.
Hún er komin fast að áttræðu, og
ég veit ekki betur en hún hafi ver-
ið afc vinna að því ern síðustu tutt-
ugu og fimm árin, að rita endur-
minningar sínar."
Firmin kom út úr símaklefanum.
Hann dró upp vasaklút og þurrkaði
sér um ennið, varð svo litið þangað
sem Laura sat og hún heyrði að
hann stundi. Simtölin við móður
hans gátu orðiö nokkuö löng. Það j
leit út fyrir að gamla konan hefði j
aldrei lært að kveðja — á neinu i
tungumáli.
„Gamla konan stendur ekki sér-
lega föstum fótum í veruleikanum,“
hélt hr. Bean áfram. „Hún er með
allan hugann hjá Forn-Grikkjum;
ég held jafnvel að hún haldi sig
eina af þeim á stundum. Það var
einmitt þar, sem við hjónin kynnt-
umst henni, í Grikklandsferð. Það
var fyrir stríð, á leiðinni til Epi-
daurus, og við ferðuðumst svo sam-
an um eyjamar eftir það. Nú hefur
hún fengið þessa hugmynd um vor-
hátíðina. Þér hafið sennilega heyrt
Pj— 82120 ■
rafvéBaverkstædi
s.melstetfs
skeifan 5
Tökum að okkur:
9 Mótormælingar
1 Mótorstillingar
T Viðgerðir á rafkerfi
dýnamóum og
störturum.
9 Rakaþéttum raf-
kerfiö
Varahlutir á staðnum.
S8, B2120
SPABM
aíLAiaatM
RAUÐARARSTIG 31 SiMI 23022
RóðiS
hifanum
sjólf
me8 ....
*»■««