Vísir - 05.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 05.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1 S I R . Laugardagur 5, október 1S68. VISIR Otgeíandi Reykjaprent h.f ' / Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson I Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri Jón Birgii Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri ■ Bergþót Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: I tugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. ^ Að snúa v/ð staðreyndum jjöfundur Austra-greinanna í Þjóðviljanum skrifar langt mál um ályktanir þær, sem gerðar voru á auka- þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna. Telur hann ( að þær komi mjög í bág við stefnu og starfsaðferðir Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum og reynir að sanna það með löngum tilvitnunum úr ályktun- unum. Ekki tekst þó Magnúsi Kjartanssyni þessi rök- færsla betur en svo, að allir, sem nokkuð vita um /( stefnu og störf Sjálfstæðisftokksins á undanförnum j árum, hijóta að sjá að ályktanir hinna ungu flokks- y manna eru á engan hátt andstæðar þeirri stefnu. Þar (( er þvert á móti verið að árétta mörg þau grundvallar- /( atriði, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur byggt stefnu )/ og störf á um áratugi. , Er það í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins að horfa fram í tímann og „tryggja tugþúsundum ( ungra íslendinga menntun, atvinnu og lífskjör, sem ( séu sambærileg við aðrar þjóðir”? Vilja ekki allir /( flokkar hafa þetta á stefnuskrá sinni? Jú, meira að l segja kommúnistar látast vilja það, þótt vitað sé og 1 sannað af vinnubrögðúm þeírra að þeir byggja áhar ) sínar áætlanir á eldgömlu og steinrunnu kenninga- \ kerfi, sem með engu móti getur samrýmzt aðstæðum ( í frjálsu þjóðfélagi á 20. öld. Allar þjóðir, sem búa við ( stjórnarfar og hagkerfi kommúnismans, stynja undir j okinu og eiga þá ósk heitasta að geta brotið helsið. ] Er það í andstöðu við þá stefnu, sem Sjálfstæðis- ) flokkurinn hefur fylgt, að auka fjárframlög til rann- \ sóknastarfa á sviði íslenzkra atvinnumála í því skyni ( að nýta allar auðlindir landsins og byggja á þeim nýj- / ar atvinnugreinar, sem geri afkomu þjóðarinnar ó- J háðari sveiflum í frumatvinnuvegunum? Er það and- ! stætt stefnu Sjálfstæðisflokksins, að vinna að sam- ( runa fyrirtækja í stærri heildir, sem verði betur bún- ( ar að fjármagni og þannig færari um að hagnýta ) nýja tækni en smáfyrirtækin? ) Þannig mætti lengi telja. Ekki eitt einasta atriði ) af þeim, sem Austri nefnir, fer í bága við stefnu Sjálf- ( stæðisflokksins. Hvað eiga þá svona skrif að þýða? ( Þetta er hin gamla aðferð kommúnista, að segja að ( hvítt sé svart, að hamra á sömu ósannindunum aftur ) og aftur í þeirri von að einhverjir verði alltaf til að ) trúa þeim og því fleiri sem þau eru oftar á borð borin. ) Það var líka skoðun Hitlers, að þessi aðferð gæfi góða ( raun. Rússar hafa hana mjög í heiðri. Það sjáum við ( bezt á fregnum frá Moskvu um innrásina í Tékkó- / slóvakíu og ástæðum, sem fram eru bornar fyrir henni. ) Kommúnistar telja það sjálfsagðan hlut að snúa ) öllum staðreyndum við, ef það hentar þeim betur. ) Þeir eru aldir upp í þeirri trú og kenningu, að tilgang- ( urinn helgi meðalið. íslenzkir kommúnistar hafa drukkið þetta í sig eins og skoðanabræður þeirra í ( Rússlandi og víðar, og Austri er, eins og allir vita, löngu orðínn meistari í þessari grein, þótt honum takist ekki vel í þetta sinn... „Yið þurfum að þjarma ofurlítið að N-Víetnam44 segir LeMay varaforsetaefni Wallace □ Bandaríski hershöfðing- inn, Curtis LeMay, sem dró sig í hlé frá störfum í þágu hins opinbera árið 1965, oröum skreyttur og þekktur fyrir einbeitni sína, hefur nú enn einu sinni lagt upp í her- ferð, að þessu sinni sem vara- forsetaefni George Wallace, frambjóðanda Óháða fiokks- ins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Fram að kosningadegi 5. nóvember munu þeir gera sitt ýtrasta til að auka fylgi sitt. J^eMay er þekktur fyrir hem- aðarafrek sín og opinská ummæli. Hann hefur verið yfir- maður bandaríska flughersins, og hann vill, að Bandaríkin sigri í styrjöldinni í Víetnam, hvað sem það kostar. Á 35 ára löngum hermennsku- ferli sínum hefur LeMay tekið þátt í uppbyggingu öflugs flug- hers, og stjórnað sérstakri deild George Wallace forsetafram' bjóðandi í Bandaríkjunum. innan hans, sem þykir bera af. í apríl í fyrra fór LeMay fram á, að beitt yröi kjarnorkuvopn- um, ef Kínverjar blönduðu sér frekar í styrjöldina í Víetnam. LeMay, sem fæddist í Col- umbus í Ohio-fylki, 15. nóvem- ber 1906, gekk í bandaríska flugherinn árið 1928. Árið 1943 var hann geröur að yfirmanni flugdeildar. Hann var í Bret- landi á stríösárunum til 1944, og fékk síðan fjölda heiðurs- merkja -fyrir störf sín þar. Áriö 1944 var hann fluttur til Austur- Asíu, þar sem hann stjómaði loftárásum á mikilvæg japönsk iðnaöarsvæði. 1947 var hann fluttur til Þýzkalands, þar sem hann var gerður að yfirmanni flughers Bandaríkjanna f Evr- ópu. Það var LeMay, sem stjórnaði loftbrúnni til Berlínar frá 26. júlí til 30. september 1948. Feril sinn endaði hann, sem yfirmaður herforingjaráðs flug- hersins, og dró sig í hlé árið 1965. Þegar Wallace tilkynnti um, að LeMay yrði í kjöri sem vara- forsetaefni sitt, lýsti hann þess- um fyrrverandi hershöfðingja sem hugrökkum manni. „Þeir sem styðja þessa hreyf- ingu hafa hugrekki sannfæring- ar sinnar," sagði Wallace. „Ég er stoltur af því að hafa sem meðframbjóðanda minn hug- rakkan mann, sem hefur gert sér ljósa þá skyldu sína að ganga fram og skýra frá áliti sínu á málum, sem era mikil- væg föðurlandi hans. Curtis LeMay hershöfðingi sagði, að hann hefði velt mál- inu fyrir sér í tvo mánuði, áður en hann tók boðinu um að veröa í kjöri með Wallace. „Ég er ekki neyddur til þess ama,“ sagði hann. „Helzt vildi ég vera laus við það, en mér finnst þetta vera enn eitt verk, sem ég verð að leysa af hendi fyrir föðurland mitt.“ J^eMay sagði, að hann hefði ávallt verið repúblíkani, „Ég tel mig vera hófsaman repúblíkana, ef til vill lítið eitt til hægri í flokknum." Hann var ákafur stuðningsmaður Barry Goldwater, sem var fram- bjóðandi flokksins árið 1964. George Wallace, sem áöur var demókrati, stofnaði Óháða flokkinn með -sjálfan sig sem forsetaefni, eftir að hann hafði lýst því yfir, að munurinn á stóru flokkunum tveimur væri ekki túskildings virði. í kosningaherferð sinni hefur Wallace lagt aðaláherzlu á inn- anríkismál, en þrátt fyrir það beindu fréttamenn aðallega spurningum tii LeMays við- víkjandi afstöðu hans til Víet- nam, og hvaða aðferðir hann hefði f huga til að koma þar á friði. „Ég held, að það þurfi ekki sérstaka skarpskyggni til að varaforsetaefni Wallace sjá, aö þeir, Noröur-Víetnamar, ætla ekki að ræða viö okkur 1 alvöru, fyrr en viö þjörmum dá- lítið aö þeim,“ svaraði hann. Hann var spurður um skoð- anir sínar á notkun kjamorku- vopna í sambandi við ófriðinn í Víetnam. LeMay tók það skýrt fram, að hann áliti stríð — og kjarn- orkustríð — hræöilegt, og að hann telur enga þörf á því aö beita kjamorkuvopnum í Víet- nam. Engu að síður bætti hann viö, að hann vildi á engan hátt fullvissa óvinina um, aö kjarn- orkuvopnum veröi ekki beitt. „í mínum augurn," sagði hann, „er allt stríð hræðilegt. En það mundi ekki vera mikill munur á, þótt ég félli í Víet- nam í kjamorkustríði. Kjarn- orkuvopn eru aðeins ein teg- und vopna í vopnabúrinu. Við skulum beita því, sem nauösyn- legt er til sigurs, og kannski svolitlu í viðbót.“ stsmmm ■ Þessir glæsilegu bílar bíða tilvonandi eig enda, - sem fá þá fyrir einn hundrað krónu seöil. Bílarnir eru nefnilega vinningar í happdrætti Sjálfstæðisflokksins og eru þeir eins og flestir munu kannast við Mercedes Benz 220, og auðvitað árgerð 1969. Slíkir vagn- ar kosta nær hálfa milljón króna, bílarnir til samans 914 þús. krónur. Dregið verður 5. nóvember.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.