Vísir - 09.10.1968, Page 8

Vísir - 09.10.1968, Page 8
/ 8 ES Dtgefandi. Reykjaprent h.í. / Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson j Ritstjóri: Jónas Kristjánsson f Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: I augavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Alþingi á morgun 41þingi kemur saman á morgun, að þessu sinni á mjög alvarlegum og að vissu leyti sérstæðum tímamótum. Við íslendingar höfum orðið fyrir þungum áföllum síðastliðin tvö ár vegna verðfalls á helztu mörkuðum útflutningsframleiðslu okkar, óhagstæðs árferðis og aflabragða og ýmissa annarra orsaka. Ríkisstjórnin hefur eins og venja er gengið frá fjár- lagafrumvarpi síðari hluta sumars, enda á að leggja það fram í byrjun þings. Þegar Alþingi kom saman í fyrra, hafði ríkisstjórnin einnig undirbúið efnahags- málafrumvarp vegna þeirra vandamála, sem höfðu þá þegar gert vart við sig. Eins og kunnugt er tóku þau , mál stefnubreytingu, m. a. vegna gengislækkunar sterlingspundsins, þegar kom fram í nóvember. ' Nú hefur sá háttur verið á hafður, að frá 3. septem- ( ber hafa staðið yfir samningaviðræður milli allra / stjórnmálaflokkanna um hugsanlegar leiðir til úr- / lausnar efnahagsvandanum. í tveimur fréttatilkynn- i ingum um þessar viðræður kemur að vísu fram, að fram til þessa hafi málin einkum snúizt um skiígrein- ' ingu vandans og að útvega stjórnarandstæðingum all- ( ar þær upplýsingar, sem þeir hafa óskað og þeim er ( ekki síður en stjórnarliðum þörf á að hafa aðgang að. / Kvartað hefur verið um, að ækið hafi of langan , tíma að búa málin í hendur stjórnarandstæðinga. Hvað sem því líður, var varla við því að búast, að verulega ' gæti reynt á samkomulagsmöguleika um hin vanda- ( sömu úrræði á sviði efnahagsmálanna. fyrr en þinglið ( allra flokka væri tiltækt í þingbyrjun. / Rétt er að hafa í huga, að fjármálaráðherra tók nú , upp þá nýbreytni að hafa fulltrúa stjórnarandstöð- unnar með í ráðum, ásamt þingmönnum stjórnarliðs- ( ins í fjárveitinganefnd, við samningu fjárlagafrum- / varpsins. , Gera má ráð fyrir, að ríkisstjórnin leggi fram ýmis ' frumvörp þegar í þingbyrjun, bæði ný frumvörp, sem \ gefin hafa verið fyrirheit um, og eins stjórnarfrum- ( vörp, sem eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að ( ifgreiða á síðasta þingi. Hitt dylst engum, að megin- / viðfangsefni þingsins fram að áramótum verður á sviði efnahagsmálanna og við afgreiðslu fjárlaga. Þingmenn hafa töluvert verið gagnrýndir að undan- förnu. Ýmist eru þeir sagðir of gamlir, hugsjónasnauð- (( ir eða atkvæðalitlir. Auðvitað verða þeir að sætta sig /ið gagnrýni eins og aðrir, sem gefa sig að opinberum nálum. En ekki er ósennilegt, að sumt af þessari gagn- ’-ýni skjóti yfir markið og vanmeti þátt þeirra í þjóð- málunum. Þetta stafar e. t. v. af tilhögun vinnubragða á þingi, -em leiðir til misskilnings. Lagfæra þarf ýmsa ágalla i á þingstörfum, t. d. mættu þingnefndir vera miklu , röggsamari í störfum og einnig þarf að finna annan bíítt á Jöngu úreltu fyrirkomulagi eldhúsumræðna og mnarra útvarpsumræðna frá Alþingi. ' V í SIR . Miðvikudagur 9. október 1968. □ Brezki fréttaritarinn Noyes Thomas fór nýlega til ísra- els og kynnti sér ástand og horf- ur þar og heldur því fram í fréttapistli frá Tel Aviv, aö í ísrael efist nú enginn um þaö lengur, aö „styrjöld um tilveru ísraels" muni verða háð og hún „geti brotizt út hvenær sem er“. JJann segir flesta ísraels-menn standa höggdofa frammi fyr- ir þeirri staðreynd aö eftir hin- ar miklu hrakfarir, sem Egyptar biöu í júnístyrjöidinni í fyrra, Moshe Dayan. fsraelskir leiðtogar segja styrjaldarhættuna vaxandi og einnig Sýrlendingar og Jórd- anar, skuli þeir vera svo fávísir aö undirbúa og áforma styrjöld, en leiðtogar landsins hafa vakiö menn til umhugsunar um, að þessar eru staðreyndirnar, og þeirra meðal er Moshe Dayan landvarnaráöherra — og „hon- um sé trúað“. Næstum hver ein- asti ísraelsmaður tekur þaö fyr- ir góða og gilda vöru, sem hann segir um þetta. Hann telur styrjaldarhættuna raunverulegri en hún var fyrir nokkrum mánuðum. Hann segir Arabaþjóöirnar „fjarlægjast friðinn", — „dregiö hefur á loft dökka skýjabólstra" og „viðbúnaður er hinum megin við Súezskurð“. — viðbúnaöur þeirrar tegundar, sem ekki átti sér stað jafnvel fyrir júnístyrj- öldina. Og undir þetta tekur Eshkol forsætisráðherra og segir skæru hernaö Araba f ísrael hafa sömu áhrif og þegar olíu er stökkt á eld. Noyes Thomas vitnar einnig í Igal Allon, varaforsætisráð- herra til stuðnings því, að ísra- elskir leiötogar líta svo á að í nýrri styrjöld berjist ísrael fyrir tilveru sinni; gegn því, aö ísra- elska ríkið verði iagt í rústir og þjóöin upprætt. KVIKMYNDAEFTIRLIT AUKIÐ í USA Tillögur á sambands^inginu — Samband kvikmyndaframleiðenda befir stofnað til aukins eftirlits af frjálsum vilja Á sambandsþinginu i Wash- ington hafa menn vaxandi á- hyggjur af síauknum sýningum á kynlífs. ofbeldis og giæpa- myndum, og er Iagt til aö eftir- lit meö kvikmyndasýnipgum veröi hert börnum og unglingum til vemdar, en Samband kvik- myndaframleiðenda hefir nú stofnað til eigin eftirlits í sama skyni. í NTB-frétt frá New York segir aö „bandarfski kvikmvnda- iðnaðurinn“. sem „ali áhyggj- ur af því, ef ríkisstjórnin setur reglur um kvikmyndasýningar. og af vaxandi gaenrýni almenn- ings (á kvikmyndum, sem sýnd ar eru), hafí af friálsum vilia tekið upp eftirlit með kvik- myndaframleiðslu" Hið nýja fyrirkomulag gengur í gildi 1 nóvember. Forset' Sambands bandarískra kvikmyndaframleiðenda Jack Valénti sagði um þetta í New York: „Vér tökum framar öðru tillit til barnanna. Þetta sjónarmið er höfuðorsök bess að samkomu lag varð um eftirlit af frjálsum vilja. Kvikmvndir verða flokkaðar og eru flokkarnir fjórir: 1. Kvikmvndir sem öllum er heimilt að sjá. 2. ' Kvikmyndir fyrir full- oröna og ungt fólk sem orðið er 16 ára. f þessum flokki verða myndir. sem framleiðendur telja aö áhorfendur bi- ' þroska til að meta, og beri foreldrum að vera vökulir varðandi eftirlitið. 3. f bessum flokki verða kvikmyndir, sem ekki má sýn? börnum innan 16 ára aldurs, ef þau eru ekki í fylgd með full- orðnum. 4. Kvikmyndir sem bannaðar eru algerlega öllum innan 16 ára Er hér um að ræða myndir varðandi kynlíf, oifbeldi, glæpi ,og guðlast. Aldurstakmörk má hækka samræmi við staðbundnar regl ur um kvikmyndasýningar. Jack Valenti fyrrum ráðunaur ur Lyndons B. Johnsons forset- gat knúið í gegn ákvörðunina ur> eftirlit, með þeim rökum, að hún hindraði eftirlit af hálfu sam bandsstjórnar, og sýndi að kvik myndaiðnaðurinn væri fær um að leysa sín eigin vandamál. Hin sífellda aukning á sýningu nektar- og kynlífsmynda, og of- beldis og glæpamvnda hefir að undanförnu valdið áhyggjum ' bandaríska sambandsþinginu og er tekið fram, að hér sé bæð; um erlendar og bandaríska- mvndir að ræða. í öldungadeild sambandsþings ins hefir Margaret Chase Smitb lagt til. að sett verði í samband= lög að eftirlit skub' háft með kvikmyndum og þær flokkaða> börnum og unglingum til vernd ar. a. SES&a&i ^,-.^w4e>e»ias

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.