Vísir - 21.11.1968, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Otgefandi. Reykjaprent hJ.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórt • Jón Blrgir Pétursson
Rrtstjómarfulltrúi: Valdimar fi Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti & Slmar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660
Ritstjórn: Inugavegi 178. Stmi 11660 (5 linur)
Áskrittargjald kr. 125.00 ð mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hi.
Siðferðisleg upplausn?
Afbrotafaraldurinn undanfarna daga og vikur hlýtur
að vekja með mönnum óhugnað og spurningar, sem
krefjast svara. Innbrot eru framin á svo að segja
hverri nóttu og venjulega mörg um hverja helgi. Ráð-
izt er á vegfarendur á götum úti og þeir rændir fjár-
munum, jafnvel um hábjartan dag. Björgunarbátar
eru eyðilagðir og lífi heilla áhafna þar með stofnað
í hættu, aðeins til að klófesta lítilfjörleg verðmæti.
Almenningur hugsar með óhug til þessa faraldurs.
Þá hafa menn ekki síður áhyggjur af því, að uppþot
og ofbeldisaðgerðir virðast vera að ryðja sér til rúms
i stjórnmálunum. Þar er vissulega ekki að verki sama
fólkið og í afbrotunum. En er þetta tvennt samt ekki
skylt, — sams konar hættumerki? Annars vegar finnst
sumum mönnum sjálfsagt að taka með valdi hvað-
eina, sem þá vantar. Hins vegar finnst öðrum mönn-
um sjálfsagt að reyna að stjórna landinu með ofbeld-
isaðgerðum, þótt þeir séu aðeins 50 manna hópur af
110.000 kjósendum á landinu.
Áberandi er, hve ungir rnenn hafa sig mikið í frammi
á báðum vígstöðvum. Eru þetta áhrif frá glæpaöld-
um og uppreisnarhugsjónum utan úr heimi? Eða eru
það f járhagsörðugleikarnir hér heima, sem valda þess-
ari upplausn? Ef til vill hjálpar til skammdegið og sú
svartsýni, sem því fylgir. Margt fleira kemur til greina
og erfitt er að slá neinu föstu um orsakirnar.
Alla vega virðist hér vera á ferðinni siðferðisleg
upplausn, sem einkum gerir vart við sig meðal ungra
manna. Þetta er orðið alvarlegt þjóðfélagslegt vanda-
mál hér á landi eins og víða annars staðar. Það er þjóð-
félagslegt vandamál, er hópar manna telja sér leyfast
allt, t. d. að stela því, sem þeir þykjast þurfa á að
halda til að viðhalda lífsgæðunum. Og ekki et það
minna vandamál fyrir lýðræðisskipulag okkar, er hóp-
ar ungra manna telja þá skipan ekki henta sér í stjóm-
málum. Við verðum að horfast í augu við, að lýðræð-
isskipulagið er komið í vörn hér á landi eins og víðar
á Vesturlöndum. Hópar ungra manna gefa lítið fyrir
þingræði og almennar kosningar og vilja heldur láta
að sér kveða með hávaða, uppþotum og ofbeldi gegn
húsum og bílum.
Hvað afbrotin snertir, leika unglingar áreiðanlega
of lausum hala. Lítið er gert í því að endurhæfa þá,
enda eru hér ekki nein hæli til slíkra nota. Bygging
slíkra stofnana hlýtur nú að komast á dagskrá vegna
afbrotaástandsins. En fjárframlög til slíks nægja ekki.
Ef til vill er meira virði sá siðferðilegi stuðningur,
sem kirkja og skólar gætu veitt til að hamla gegn
afbrotunum, ef þessar stofnanir legðu meira að sér
en áður.
Hvað stjómmálaólguna snertir er ekki um annað
að ræða, en skynsamir menn þjappi sér enn fastar
saman um lýðræðisskipan okkar og láti ólæti 0,02%
þjóðarinnar ekki á sig fá.
V í SIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1968.
Fjögurra ára sókn hafin
í brezkum landbúnaði
— efnahagsáformunum til stuðnings
■ Brezk blöð segja frá mikl-
um áformum um stór-
fellda aukningu á sviði landbún-
aðarframleiðslu til stuðnings við
áform rikisstjómarinnar um að
koma efnahagsmálunum f rétt
horf. Hefur stjómin skorað á
bændur að veita sér lið með
framlelðsluaukningu og bændur
bmgðizt vel við, og segja leiö-
togar þeirra, að þeir muni ekki
liggja á liði sínu.
„Látið okkur fá „verkfærin",
segja bændur, „og við munum
vinna verkið".
En hvaða „verkfæri" vantar
brezka bændur til þess að geta
hjálpað Wilson til þess að koma
efnahagnum f lag.
Eitt brezku blaöanna segir þau
vera:
1. Bæta verður úr fjárþörf þeirra
til þess að þeir geti innt af
höndum hlutverkið.
2. Það verður aö sjá fyrir því,
að verðlag á landbúnaðaraf-
urðum haldist stöðugt, svo að
þeir geti rekið búskapinn ör-
ugglega.
3. Það verður að takmarka inn-
flutning á landbúnaðarafurð-
um til þess að girða fyrir, að
aðrar þjóðir flytji inn mat-
væli í stórum stíl.
Gledwyn Hughes landbúnað-
arráðherra hvatti bændur til
þess fyrir viku að auka land-
búnaðarframleiðsluna, svo að
verðmæti hennar miðað við nú-
verandi verðlag ykist um 160
milljónir punda fyrir 1972—
1973.
Bændur segjast hafa hin ágæt
ustu skilyrði til þess aö auka
framleiðsluna, ef áðurnefndum
skilyrðum verður fullnægt. M.a.
eru skilyrði fyrir hendi til stór-
felldrar aukningar svínaræktar,
en Bretar flytja inn tvo-þriöju
þess flesks (bacon), sem þjóðin
neytir, en skilyrði eru og ágæt
til aukningar á nautakjöts-fram-
leiðslu og byggræktarmöguleik-
ar miklir og á sumum öðrum
komtegundum. En Grettistakirtu
verður ekki lyft nema með því
að halda verðlagi stöðugu og
með því að veita lán til aukning-
arinnar með lægri vöxtum, en
eru af lánum almennt.
Bændur segja líka, að auka
megi osta- og smjörframleiðsl-
una, ef hætt verði að flytja inn
smjör og osta frá öðrum löndum
í stórum stíl, til sölu á brezkum
markaði á veröi, sem er langt
undir framleiðsluverði í landinu,
þar sem vörumar voru fram-
leiddar.
Undangenginn áratug hafa
brezkir bændur þegar gert stórt
átak til aukningar á framleiðsl-
unni, en fyrir 10 árum var ár-
legt verðmæti hennar 1400 millj-
ónir punda, en nálgast nú að
verða 1900 milljónir. Ef miðað
er við tímann rétt fyrir heims-
styrjöldina síðari hefur brezk
landbúnaðarframleiðsla fimm-
faldazt
Enoch Powell.
Powell segir brezku þjóðerni
og menningu telft í mikla hættu
— verði ekki tekin ný stefna varðandi inn-
flutning hörundsdökkra manna — „Talar hann
einn brezkra stjórnmálamanna eins og
brezku fólki býr i brjósti?"
■ Eins og áður hefur verið
vikið að hér í blaðinu hefur
Enoch Poweli, fyrrverandi
brezkur ráðherra, flutt nýja
ræöu um hættumar, sem
hann telur stafa af því, ef
ekki verður tekið fyrir inn-
flutning á hörundsdökku
fólki, og þeim hjálpað að fara
til síns upprunaiands, er þess
óska.
Menn munu minnast þess, að
Enoch Powell flutti ræðu um
sama efni í Birmingham, og kom
hún af stað ólgu, sem ekki hefur
dvínað síðan, en það er enginn
vafi, að Powell talar fyrir munn
þeirra, sem hafa áhyggjur af
þróuninni, en þeir eru margir.
Birminghamræðan leiddi til
þess, að Edward Heath, leiðtogi
stjómarandstöðunnar, setti ofan
í við Powell og hann varð að
vfkja úr skuggastjórninni. Á
landsfundi íhaldsflokksins í
haust voru þessi mál rædd og
varð þar vitanlega skoöun
Heaths ofan á.
Nú sætir hin nýja ræða Pow-
eUs gagnrýni, sem hinar fyrri,
en mestri frá stjórnmálaleiðtog-
um beggja aðalflokkanna, en þar
er jafnan ofarlega á baugi, að
gæta þess að þessi mál, sem
vissulega eru mjög viðkvæm,
valdi ekki deilum og jafnvel
klofningi innan samveldisins.
Á hinn bóginn viðurkenna
margir andstæðingar Powells,
að hann hafi rök að mæla um
margt, og saka hann einkum um
að gera þessi mál að æsi- og til-
finningamálum, en hann 'segir að
þessi mál séu í eðli sínu og
verði ávallt tilfinningamál. Og
hann bendir á, að hann eigi fylgj
endur fólks af öllum stéttum á
Bretlandi og einnig meðal hör-
undsdökka fólksins.
Eitt Lundúnablaöanna dregur
fram í stuttu máli helztu atriði
úr seinustu ræðu Powells og seg-
ir þau óumdeilanleg, en sum
þeirra dæma, sem Powell nefni
máli sínu til stuðnings séu vafa-
söm og hæpin.
Blaöið segir, að Powell sé
eini stjórnmálamaður Bretlands,
sem hafi rætt vandamálið ein-
arðlega og leitt fram hinar
„sönnu tilfinningar þjóöarinnar"
varðandi þessi mál.
Og blaðið segir: Hann hvetur
ekki til aðskilnaðar hvítra og
hörundsdökkra, hann hvetur
ekki til misréttis, og í sannleika
sagt er ekkert ósanngjamt í til-
lögum þeim, sem hann ræddi I
Rotary-klúbbnum í Eastbourne
I gær (laugardag s.l.).
Meginatriöin voru þessi:
. Verði núverandi opinberri
stefnu varðandi innflutning á
hörundsdökku fólki haldið á-
fram, leiðir það til sívaxandi
fjölgunar hörundsdökks fólks
i landinu.
• Á þetta getur mlkill meirihluti
brezku þjóðarinnar ekki fall-
izt, og allra sízt þeir, sem
búa þar sem þéttbyggðast er.
. Störf hörundsdökkra, að mestu
unnin af ófaglærðu fólki, gætu
hvítir menn tekið að sér smám
saman, með skynsamlegri iðn-
aðarhagræðingu. Það, sem
raunverulega þarf, er að binda
enda á innflutning hörunds-
dökkra.
• Verði engin breyting á stefn-
unni verður Hfið óþolandi á
Bretlandseyjum, jafnt fyrir
brezkt fólk sem hina hörunds-
dökku innflytjendur og afkom-
endur þeirra.
• Það þarf að taka þá stefnu,
að auka aðstoð við þá hör-
undsdökka menn, sem flytja
vilja aftur til síns uppruna-
lands, og stöðvaður skyldi með
öllu innflutningur á skylduliði
hörundsdökkra manna, sem
komnir eru til landsins.
Þetta telur blaðið allt byggt á
heilbrieðri skynsemi os líklegt
til að fjarlægja það, sem arehstr-
um veldur, frekar en að auka þá.
Og í reyndinni sé um að ræða
tilveru brezks þjóðemis og
brezkrar menningar.
A. Th.