Vísir - 21.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 21.11.1968, Blaðsíða 9
VISIR • Fimmtudagur 21. nóvember 1968. m\ 9 • Lopi — selected mountain sheep,s wool. — Lopi, sérstak- Iega valin ull af fjaliafé. Þannig auglýsir Álafossverk- smiðjan nýja (slenzka útflutningsvöru, íslenzka iopann, eða réttara sagt nýtt afbrigði af lopa, hespulopa, sem þeir á Ála- fossi hafa nú framleitt um nokkurn tíma. Og það virðist ekki ætla að standa á undirtektunum. 6 — 7 tonn af hespulopanum er þegar farið á Bandarikjamarkað og hefur verið tekið af- bragðsvel. Og hespulopinn hefur þegar faric víðar. Sendingar eru farnar frá verksmiðjunum til Spánar, Irlands, Bretlands, Frakklands, Þýzkalands, Kanada og Norðuriandanna og undir- tektirnar alls staðar þær sömu. — Já, það má kannski segja að hespulopinn sé glansnúmerið hjá okkur, sagði Pétur Pét- ursson, forstjóri Álafoss, í fyrri viku, þegar Vísismenn heim- sóttu verksmiðjurnar í Mosfellssveit. — Við bindum miklar vonir við hann, enda er hann svo einstæð vörutegund, að þar er engan samanburð að finna. varningur ekk; aö baki þeim er- lenda og jafnvel framar. Þessi staðreynd kemur t.d. fram í því að íslenzk gólfteppi hafa selzt mjög vel undanfarið, þó aö inn- flutningur hafi verið frjáls á teppum hvaðanæva að úr heiminum, sagði Pétur, þegar hann vár spurður um ástæðuna fyrir þessari geysilegu sölu- aukningu. Ef þessi tilraun þeirra í Álafossi fer út um þúfur, sem má teljast í meira lagi ósenni- legt, verður ekki hægt að kenna því um að ekki hafi verið lögð stund á sölumennsku. Mörg ís- lenzk iönfyrirtæki virðast ekki hafa skilið orðið sölumennska hingað til, en er nú vonandi að breytast. Álafoss hefur haft auglýsingaherferöir í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Þannig hefur nafnið síazt inn í vitund almennings, sem er að sjálf- sögðu undirstaðan undir sölu- aukningunni hérlendis. Snjallasta sölumennskan hef- ur þó sjálfsagt verið, þegar þeir fengu hóp bandarískra blaða- manna til landsins. Útkoman úr því varð, að mynd birtist af Maríu Guömundsdóttur á for- síðu hins útbreidda vikublaös „This Week“, sem kemur fyrir augu milljóna lesenda. María var íklædd peysu úr íslenzka hespulopanum í sauöalitunum. Innj í blaðinu var grein um þessa framleiðslu, þar sem henni var hælt á hvert reipi. I janúar næstkomandi er von á kynningu á fslenzka lopanum í útbreiddu frönsku tízkublaði, þar sem hespulopinn verður notaður í tízkufatnað kvenna. Það er umboðsmaður verk- smiðjanna í Frakklandi, sem stendur að þessari kynningu, en það þarf varla að orðlengja hvaða áhrif slík kynning getur haft. Auk þessa hafa þeir Pétur og Ásbjöm fariö í fjölda sölu- ferða til landa fyrir austan og vestan haf til að koma vörunum inn á markað. Hespulopinn í sauðalitunum er það, sem slegið hefur í gegn. — Það skapar mikið vandamál hjá okkur, því það er mjög tak- markað hvaö mikið er til af réttum ullarlitum í landinu, þ. e. mórauöri ull, sagði Pétur. Það er ekki fyrirsjáanlegt ann- að en að við verðum að greiða meira fyrir þessa ull en aðra til að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu á henni. Við getum tekið á móti nær ótakmörkuðu magni af þessari ull. Annað vandamál, sem við er aö etja er hin slæma meðferð ullarinnar hjá bændum. Ekki er annað fyrirsjáanlegt en verk- smiðjan verði að kaupa ullina eftir gæðaflokkum til þess að hvetja bændur ti! meiri vand- virkni í meðferð ullarinnar. Meö þessari framleiðsluaukn- ingu í Álafossj verður um 70% nýting á vélakosti spunaverk- smiðjunnar, sem er yngsti hluti verksmiöjunnar, byggð 1963. Ef eftirspurnin eftir vörum verksmiðjunnar eykst umfram framleiðsluaukninguna á næsta ári, kemur til álita hvort ráð- legt er að starfrækja spunaverk- smiðjuna allan sólarhringinn eöa auka við vélakostinn. — Ég er bjartsýnn á, aö framleiðslan geti gengið vel á næstunni og sömuleiðis að salan verðj þolanleg, sagði Pétur. — Þetta fyrirtæki hefur átt í mikl- um erfiðleikum, hefur átt í mik- illi fjárþröng. Þessi tilraun er nú gerð til þess að kanna hvort ekki megi lyfta fyrirtækinu úr þeirrj lægð, sem þaö hefur ver- ið í. Hvort það tekst verður framtföin að skera úr, en við, sem störfu.u viö fyrirtækið erum bjartsýnir á að þetta géti orðið hagstætt fyrirtæki. dafnað og gefið arö framtíöinni. — Það eru ekki aöeins þeir, sem starfa við fyrirtækið, sem vona að það muni dafna og rétta úr kútnum. Það eru ekki hagsmunir Álafossmanna einna, hvernig framtíð þess verður, heldur skiptir það landsmenn alla miklu máli. Á iðnaðinum mun framtíð landsins byggjast og vonanc' fær þetta fyrirtæki að sýna arð í framtíðinni. Orðið gróði hefur alltaf verið talið ljótt orð á Istan.di, en meira að segja í Rússlar.di eru þeir famir að viðurkenna gróð- ann sem hagstjómartæki. - v. j. — 17n þeir í Álafossi binda mikl- ar vonir viö fleira. Þeir eru aö hefja útflutning á Ála- fossteppunum frægu (væröar- voðunum), efni í sportfatnað og karlmannajakka og ekki er grunlaust um að þeir hafi ýmis- legt annað í undirbúningi, þó að þeir séu ekki fáanlegir til að ræða um það að svo komnu máli. Þaö hefur ekki farið fram hjá mörgum, að það er eitthvað að gerast í Álafossverksmiðjun- um. Nafnið Álafoss hefur borið oft á góma í fréttum og annars staðar undanfarna mánuöi. Það Virðist hafa verið eitthvert líf og drift í kringum nafnið, sem hefur stungið svo skemmtilega í stúf við ástandið almennt í ráöinn forstjóri Álafoss í sum- ar og starfar nú ásamt Ásbimi Sigurjónssyni við aö endur- skipuleggja fyrirtækið. — Þessi tilraun er útflutningur í stórum stíl. Til þess að verksmiðjan geti borið sig verður að stór- auka afköstin frá því sem verið hefur. Innanlandsmarkaðurinn þolir ekki alla framleiðsluaukn- inguna og þvi gerum við ráð fyrir að flytja út þriðjung allrar framleiðslunnar eða því sem landinu og andrúmsloftið, sem lék um verksmiðjurnar fyrir skömmu. Vonleysið, sem hefur því miður gripiö allt of mörg islenzk iðnfyrirtæki, jafnvel á uppgangstímum, virtist hafa gripiö fyrirtækið og það var farið að tala um það manna á meðal, að nú færi þetta gamla og gróna íslenzka iönfyrirtæki líklega að syngja sitt síðasta vers. Þessu undanhaldi hefur nú verið snúið í sókn, að því er bezt varð séð í fyrri viku, þeg- ar Vísismenn lögðu leið sína í verksmiðjuna til að kanna hvað væri þama í raun og vera að gerast. — Við erum aö gera tilraun, sagði Pétur Pétursson, sem var Verksmiðjurnar heimsóttar i fylgd með Pétri Péturssyni, forstjóra. — Útflutningur að hefjast i stórum stil nemur allri framleiðsluaukning- unni. Pétur Pétursson og verk- smiðjustjórinn, Guðjón Hjartar- son, voru svo vingjamlegir að fylgja okkur um verksmiðjuna til að skýra fyrir okkur fram- leiðsluna, reksturinn og fram- tíðaráætlanir. — Undirritaður, sem hefur þrammað í gegnum tugi verksmiðja í einu glæsi- legasta iðnaðarsvæði í Banda- ríkjunum, norðurhluta Ohio, fékk ekki séð að íslenzkur iðn- aður þyrfti neitt að skammast sín fyrir samanburðinn, ef Álafoss-Verksmiðjumar eru teknar til samanburöar. Þar er drift í hlutunum og ódrepandi bjartsýni. Það er ekki grunlaust um, að ein meginforsendan fyrir þeirri stórsókn, sem hafin er aö Álafossi, sé runnin undan rifj- um eins manns, Péturs Péturs- sonar, og aðstoöar við fjáröflun, sem fyrirtækið hefur notiö. Þar kom maður inn í fyrirtækið með ferskar hugmyndir, sem jafnframt var fús til að vinna með fyrrverandi forstjóra á jafnréttisgrundvelli og nýta kunnáttu hans og reynslu til hins ýtrasta, t. d. I sölumennsku, sem fyrirtækið leggur nú mikið kapp á. Það er komin miklu betri og fastari stjóm á fyrirtækið, eftir að Pétur tók við, sagði Guöjón, þegar Pétur þurfti að bregða sér frá um smástund. Hespulopinn er nákvæmlega yfirfarinn eins og öll framleiðsla verksmiðjunnar, sem leggur höfuðáherzlu á gæðin. Það er auð- veldara að missa markaði vegna gallaðrar vöru, sem sleppur út, en afla þeirra. Jþaö hefur ekki farið hjá þvi að þessi vítamfnsprauta hafi boriö nokkum árangur. Á innanlandsmarkað; hefur salan aukizt um allmargar milljónir á fyrstu 10 már. 'ðum þessa árs miðað við árið áður á sama tíma og okkur er sagt að neyzl- an sé að dragast saman. Þetta er 50% aukning. Á næsta árj er ráðgert að unnið verð^ úr 5—600 tonnum af óhreinni ull í verksmiðjun- um, en 1967 var unnið úr 350 tonnum. Mesta ársframleiðsla verksmiðjunnar hingaö til var úr 420 tonnum árU 1966, en þá voru flutt út 90 tonn af gólfteppagarni til Danmerkur. Þetta er eini útflutningur verk- smiðjunnar þar til nú undan- farna mánuöi, en þessi útflutn- ingur gaf slæma raun. Gólf- teppagarnið stóðst ekki sam- keppni í verði, þö að gæðin hafi reynzt míkil. Almenningur á íslandi er raunar farinn að skilja að stundum stendur íslenzkur iðn- Pétur Pétursson ræðir við einn starfsmanninn í spunaverksmiðjunni. Margir sérhæfðir starfs- menn verksmiðjunnar eru af erlendum uppruna, því að erfitt hefur reynzt að þjálfa upp sér hæfða menn í verksmiðjunni. Þessu verður nú reynt að breyta. / ÁlAfOSSI í S ) I I ;• T.-X7ra~-ac!aBgj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.