Vísir - 29.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 29.11.1968, Blaðsíða 5
 5 V í SIR . Föstudagur 29. nóvember 1968. Yfir 300 jólagjafa- hugmyndir sem hægt er að íinna og fara eftir i bl'óðum ^hugi á alls konar handavinnu og fondri hefur aukizt mik- ið á seinni árum. Það sjáum við bezt á þvf, ef við skoðum kvennablöð í bókabúðunum. Þessi áhugi er líka fyrir hendi hér og margar ykkar hugsa sér eflaust að búa tii jólagjafimar sjálfar, og er ekki seinna vænna að fara að hugsa fyrir þeim. Við höfum aldrei séð eins mikið af skemmtilegum hugmjmdum og í fyrmefndum kvennablöö- um núna. Þar eru bæði hugmyndir um gjafir, sem hægt er að kaupa og einnig er mikið um bráðsnið ugar hugmyndir í sambandi við jólagjafir, sem hægt er að búa til sjálfur meö litlum tilkostn- aði, lítilli fyrirhöfn og ótrúlega mikilii skemmtun. Tilvalið er að láta bömin hjálpa til og í sum um blaðanna eru gjafir, sem bömin geta búið til sjálf og með leiðsögn. En víkjum nú að blöðunum og hvað þau innihalda. Fyrst ber að nefna þýzka blaðið Brig- itte 23. hefti. Þar er aragrúi af upplýsingum um hvers lconar jólagjafir. Listi og myndir yfir þær gjafir, sem hægt er að kaupa. í mörgum tilfel'lum fást þær ekki hér, en annað kem- ur í staðinn, og er þá bara að beita hugarfluginu. Sumt fæst héma og munu sumir þeirra hluta koma vkkur á óvart, en kosturinn við þessar jólagjafa- uppástungur er sá að þær eru frumlegar á okkar mælikvarða og ódýrar margar. í öðm lagi er heilmikið af ;ólagjöfum i Brig- itte, sem þið getið búið til sjáif- ar. Það eru nálapúðar, hand- k’ eði, dekkservíettur, hálsklút- ar, púðar, skemmtilegur um- búnaöur utan um glös, hekluð vesti, kökur, álímdir eldspýtu- stokkar og ótal, ótalmargtfleira. Við birtum á næstunni sumar af jólagjafahugmyndunum úr Brigitte. Alls eru jólagjafahug- myndimar yfir 250 svo að úr nógu er að velja. Blaðinu fylgir munsturhefti með upplýsingum og ennfremur eru í því uppskriftir að kökum og öðrum mat, sem hugsanlegt er að gefa í jólagjöf. Brigitte kostar kr. 30. Þá eru það dönsku blöðin. Þar er hægar farið í sakimar en þó hægt að finna margar skemmtilegar uppástungur f þeim. I Evu 23. hefti eru 20 r''emmtileg. hugmyndir um jólagjafir, sem eru búnar til úr filti og pappír. Það eru barna- leikföng úr filti, púðar, potta- leppar, eldspýtustokkar með á- límdu filti, svuntur og síðast en ekk sízt eru leiðbeiningar um það hvemig þið getið búið til jólakortin sjálfar úr pappír og filti. Einnig eru uppskriftir að fallegum hálfsokkum á böm- in og tuskuteppi. Eva kostar kr. 50. Evu fylgir leiðbeininga- og munsturhefti. í Alt for damerne númer 46 og 47 er mikið um góðar hug- myndir. í fyrra blaðinu er in- dælis jólasveinn sem gleður bömin, sem eru svo heppin að fá einn slíkan í jólagjöf. Þá er sýnt tjald, sem fljótlegt er að koma upp í stofuhorninu fyrir b''-nin, innihosur, jólagjafa- hosur, jólanáttkjólar á litlu stúlkurnar o. m. fl. Munstur- hefti og leiðbeiningar fylgja blaðinu. I síðara heftinu em hug m„.ndir s' > bömin geta notað. Þar eru krosssaumsmunstur, prjónuö leikföng, örk, sem má klippa út og líma á eldspýtu- stokka, hugmyndir að dagatöl- um, sem má klæða með ýms- um efnum o. fl. 1 sænska blaðinu Damemas númer 45 eru uppskriftir að tólf skemmtilegum húfum fyrir þær sem em þegar um tvítugt og vngri og eldri og ýmislegt annað, en sá galli fylgir gjöf Njaröar, að gert er ráð fyrir að lesendurnir panti efnið í jólagjafimar og koma þær þá ekki eins aö notum. Filt fæst hér í verzlunum og einnig pappír, sem þarf að nota í jólakortin. Ýmis önnur efni, sem nefnd em í uppskriftun- um fást einnig í verzlunum. K sturinn við margar þessar gjafir er sá einnig, að þær krefj ast ekki mikils saumaskapar heldur er límið tekið í notkun, og flýtir það mikið fyrir. Þá þarf að gæta þess, þegar á að byrja við jólagjafagerðina, að ekkert vanti og er ekki úr vegi að byrja á því að velja sér uppástungur og kaupa allt í þær, sem meö þarf áður en hafizt er handa, og safna öllum þeim hjálpartækjum, sem þarf að nota, saman, og gleymið ekki ruslakörfunni, hún á aö vera við höndina og spara ykkur sporin með afgangana. Það eru meir en 300 jólagjafauppástungur í þessum blöðum. Föndursala á Grund Þær ykkar, sem ekki hafa mik inn tíma aflögu til aö búa til ýmsa smáhluti til jólanna og til gjafa, ættuð að líta inn I fönd ursalinn á Elliheimilinu Grund. Þar eru tii sölu alls konar munir og handavinna, sem vistfólkið hefur gert. Allir þessir hlutir eru seldir vægu verði. Föndur- salurinn er opinn daglega kl. 1— 4'virka daga og núna um helgina einnig. Verzlunin VALVA Álftomýri 1 AUGLÝSIR: Telpnakjólar, úlpur, pils, peys- ur. Drengja-buxur, skyrtur, úlpur, peysur og náttföt einnig gjafavörur o. fl. Hellu — Rangárvöllum Söluþjónusta - Vöruafgreiðsla ÆGISGÖTU 7. - Sím- ar 21915-21195. Tvöfalt einangrunargler framleitt úr úrvals vestur- þýzku gleri — Framleiðsluábyrgð. LEITIÐ TILBOÐA - Eflið íslenzkan iðnað. — Það eru viðurkenndir þjóðar- hagsmunir. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Nessóknar í Reykjavík verður hald- inn þriðjudaginn 3. desember n.k. kl. 8,30 síðdegis í Félagsheimili Neskirkju. Fundarefni: Kosnir 3 menn í sóknarnefnd og önn- ur venjuleg aðalfundarstörf. 28. nóvember 1968. Sóknarnefnd Nessóknar. 5-6 herb. íbúð óskast til leigu helzt í austurbænum. Vinsamlega hring- ið í síma 30109 kl. 19-20. ÓDÝRT Ullargardínuefni kr. 100 pr. m. Ullaráklæði kr. 200 pr. m. Opið til kl. 4 á morgun laugardag. Álafoss Þingholtsstræti 2 Sendisveinn Duglegur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa hjól — Uppl. í síma 24033.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.